Morgunblaðið - 30.12.2006, Side 32

Morgunblaðið - 30.12.2006, Side 32
32 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MARINÓS E. ÞORSTEINSSONAR leikara, Víðilundi 20, Akureyri. Vinahugur ykkar hefur verið okkur mikils virði. Þorsteinn Marinósson, Bryndís Guðnadóttir, Ingibjörg M. Marinósdóttir, Óli Þór Ragnarsson, Guðrún Marinósdóttir, Kristján Lilliendahl, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRÍÐU (STELLU) GÍSLADÓTTUR, Bakkagerði 19, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Benedikt Antonsson, Gísli Benediktsson, Eva María Gunnarsdóttir, Davíð Benedikt Gíslason, Brynhildur Þorgeirsdóttir, María Gísladóttir, Einar Kristinn Hjaltested og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTHILDAR J. BRIEM GUÐMUNDSDÓTTUR, Laugarásvegi 65, Reykjavík. Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Bjarnason, María Alfreðsdóttir, Gyða Bjarnadóttir, Skúli Þór Ingimundarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, systir, móðir, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, HILDUR ÞORBJARNARDÓTTIR frá Geitaskarði, lést að morgni aðfangadags á Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. janúar nk. kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Agnar Tryggvason, Þorbjörg Þorbjarnardóttir, Anna Agnarsdóttir, Björn Agnarsson, Sigríður Agnarsdóttir, Páll Tómasson, Tryggvi Agnarsson Guðrún Helga Agnarsdóttir, Jón Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kristján Krist-jánsson fæddist 26. desember 1906. Hann lést á dval- arheimilinu Dalbæ á Dalvík 22. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristín Jónsdóttir, f. 1867, þá vinnu- kona í Hrísey, og Kristján Krist- jánsson, f. 1848, sem búsettur var í Hrís- ey. Kristján yngri var sem kornabarn tekinn í fóstur af hjónunum Önnu Jónasínu Björnsdóttur og Jóni Hanssyni í Miðkoti á Upsaströnd og þar ólst hann upp. Alsystkini 1946. Börn þeirra eru: Björg, f. 9. júní 1977, Kristján Ingi, f. 20. júlí 1982, og Benedikt Hrólfur, f. 18. ágúst 1987. Framan af ævi vann Kristján við öll venjuleg landbúnaðarstörf eins og þá tíðkaðist. Hann var um tíma ungur til sjós með Páli Guðlaugs- syni, skipstjóra frá Miðkoti, og einnig með Guðlaugi formanni Þorleifssyni í Bessastöðum (Mýra- koti). Kristján fluttist niður á Dal- vík árið 1955 og starfaði lengst af við fiskverkun, einkum við útgerð Egils Júlíussonar og hjá Söltunar- félagi Dalvíkur. Þá vann hann einnig töluvert við húsbyggingar á Dalvík með Jóni Stefánssyni húsa- smíðameistara. Kristján var vist- maður á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík frá árinu 1981. Útför Kristjáns verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kristjáns voru Hall- dóra, f. 1905, og Jón- as, f. 1910. Hálfsystk- ini hans, sammæðra, voru Guðrún, f. 1889, Guðný, f. 1891, Sigurjón, f. 1894, Jó- hanna Guðrún, f. 1898, Símon, f. 1899 og Sigurður Vil- hjálmur, f. 1902. Kristján kvæntist ekki en dóttir hans og Hildar Péturs- dóttur, f. 22. febrúar 1926, frá Árhvammi í Reykjadal er María Kristín, hús- freyja á Auðnum í Laxárdal, f. 22. ágúst 1955. Eiginmaður hennar er Jón Benediktsson, f. 17. mars Kristján var alinn upp sem einn af fjölskyldunni í Miðkoti. Eftir að amma mín, Anna María Jónsdóttir, tók við búsforráðum af foreldrum sínum ásamt manni sínum Guðlaugi Sigurjónssyni, var Kristján áfram í Miðkoti og einnig eftir að tvíbýli varð í Miðkoti þegar Páll Guðlaugs- son hóf þar búskap 1934 ásamt konu sinni Ólöfu V.Gunnlaugsdóttur. Ég held ég geti leyft mér að fullyrða hér að Kristján hafi alla sína tíð notið fósturs og umönnunar Miðkotsfjöl- skyldunnar. Eftir að hann fluttist niður á Dalvík bjó hann á þriðja ára- tug í húsi foreldra minna, Aðalheiðar Þorleifsdóttur og Kristins Guðlaugs- sonar, að Karlsbraut 6 á Dalvík; allt þar til hann gerðist vistmaður á dval- arheimilinu Dalbæ á Dalvík, árið 1981. Hann var lengi í fæði hjá föð- urbróður mínum, Antoni Guðlaugs- syni, og hans ágætu konu Sigurlaugu Sveinsdóttur. Þá er hér viðeigandi að geta þess að þegar hann fluttist niður á Dalvík var hann um tíma í fæði hjá hjónunum Laufeyju Jóns- dóttur og Arnbirni Stefánssyni og í heimili hjá þeim hjónum Guðlaugu Þorvaldsdóttur og Kristjáni Hall- grímssyni í húsinu Höfn á Dalvík. Stjáni, eins og hann var yfirleitt nefndur, gerði ekki víðreist um dag- ana né heldur hafði hann mikið um- leikis í lífinu. Hann lifði einföldu, reglusömu lífi og varð sjaldan mis- dægurt. Undirritaður var ellefu eða tólf ára gamall þegar Stjáni fluttist inn á neðri hæðina í húsi foreldra minna og skömmu síðar fékk ég her- bergi við hliðina á herbergi hans. Kynnin urðu því allnáin og við unn- um auk þess mikið saman við útgerð Egils Júlíussonar á þeim árum þegar faðir minn stjórnaði landvinnslu þar. Ég var þá stráklingur, á árunum um fermingu, og Stjáni á miðjum aldri. Þá var mannskapurinn að mestu bundinn á sumrin og fram á haust við síldarsöltun og verkun síldar hjá Söltunarfélagi Dalvíkur en Egill Júl- íusson var þar einn aðaleigandinn. Einnig unnum við Stjáni saman um tíma hjá Jóni Stefánssyni húsa- smíðameistara á Dalvík. Stjáni var yfirleitt ekki margmáll og oft seinn til svars en íhugull og lét stundum fljúga athugasemdir um menn og málefni á sinn sérstaka hátt svo eftir var tekið og urðu margar þeirra fleygar. Þær voru ef til vill stundum pínulítið á skjön við það sem aðrir hefðu kannski sagt. Þegar mikið barst af fiski á land og nóg var að gera í fiskhúsi Egils Júlíussonar, lét pabbi mig oft hjálpa til í aðgerð og fór ég oft á veturna beint þangað er ég var laus úr skólanum. Lengi voru þar oftast við flatningsborðið þeir heiðursmenn Jakob Helgason, Steingrímur í Grímsnesi, Guðjón í Svæði, Þórarinn Þorleifsson auk föð- ur míns. Ég hausaði þá oftast og aft- astur var svo Stjáni sem slæddi flatt- an fiskinn upp úr karinu og hjólaði honum í hjólbörum þangað sem hann saltaði í stæðurnar. Má segja að hann hafi í því ferli rekið endahnút- inn á vinnsluna enda traustsins verð- ur. Þarna var nú ýmislegt skrafað eins og þeir geta nærri sem þekktu þessa menn og er held ég ekki á neinn hallað þó sagt sé hér að oftast leiddu umræðuna Jakob og faðir minn sem báðir gátu vel opnað á sér munninn ef því var að skipta. Stjáni hallaði sér stundum augnablik fram á gaffalinn, hugsaði sig andartak um áður en hann lét stuttar athuga- semdir flakka, sem oft hittu í mark en þó er ekki því að neita að fyrir kom að þær væru pínulítið öðruvísi en umræðuefnið gaf tilefni til – enda hafði hann kannski misst svolítið þráðinn við það að hjóla fiskinum í stæðurnar. Varð þá einstaka sinnum örstutt þögn við flatningsborðið áður en menn tóku upp þráðinn enda létu þessir karlar ekki lengi slá sig út af laginu. Mér finnast nú þessar minn- ingar úr slorinu, þegar maður átti þess kost að vera innan um þessa karla, alveg yndislegar. Vafalítið hefur sú staðreynd að Stjáni átti alla tíð við sjóndepurð að stríða sett mark sitt á hann. Að öðru leyti var hann að ég best veit alla ævi hraustur og vel að manni eins og sagt er og heyrði ég oft látið af út- haldi hans og seiglu, einkum á hans yngri árum. Ég heyrði stundum sög- ur af því hve traustur og úthalds- góður bakvörður (bakkari) hann var er keppt var í fótbolta. Þar hefur sjónin örugglega háð honum en fáir ruddu honum víst um koll fengi hann færi á boltanum. Sama mátti víst segja um Árna frænda, föðurbróður minn, sem mun þar að auki hafa haft snerpu og lipurð til að bera í ríkum mæli. Ekki er að efa að þeir hafi stundum æft sig í fótbolta og öðrum íþróttum á Miðkotstúninu hér áður ásamt Palla, Jóhannesi, pabba og Tona og kannski Adda líka, sem er þeirra bræðra langyngstur. Dodda frænka, systir þeirra, hefur þá kannski skemmt sér við að horfa á ásamt ömmu og þeim hinum enda útilokað að ímynda sér að lognmolla hafi einkennt leik þeirra. Kannski voru þeir Efstakotsbræður og fleiri úr Kotunum stundum með. Því má einnig bæta við hér að Stjáni kunni vel við sig á dansgólfinu þá sjaldan hann fór á ball og stjórnaði þá mann- skapnum þar af mikilli röggsemi eins og sannur herforingi. Mér er minn- isstætt frá þeim árum er ég spilaði í danshljómsveit heima á Dalvík, ásamt nokkrum ágætum félögum mínum, þegar Stjáni stöðvaði hljóm- sveitina, kannski í miðju lagi, og kall- aði yfir mannskapinn: „Malaða!“, – og allir hlýddu. Áður var minnst á að Miðkotsfjöl- skyldan leit alla tíð á Stjána sem sinn mann. Hugur hans var líka fastbund- inn Miðkoti og fólkinu þaðan og fór það ekki leynt meðal þeirra sem til þekktu. Þegar við vorum samtíða í húsi foreldra minna var það fastur liður á kvöldin og um helgar að sjá hann í glugganum á herberginu sínu. Þá var hann ekki endilega að fylgjast með umferðinni á Karlsbrautinni eða lífinu í næstu húsum heldur sá hann úr glugganum út og upp milli Ás- byrgis og Setbergs. Ég held að það hafi þurft að vera aftakaveður svo hann færi ekki á þeim árum í göngu- túra einu sinni til tvisvar á dag, svo sem út að Brimnesá til þess að geta betur séð upp í Miðkot og fylgst með því hvað Hafsteinn frændi Pálsson hafðist að úti við. Ég held ég megi líka fullyrða hér að fáir létu sér meira annt um velferð Stjána á síð- asta æviskeiði hans en Hafsteinn og kona hans Filippía Jónsdóttir. Þeir eru ekki margir sem ég hef kynnst á lífsleiðinni er eiga skilið betur en Stjáni þau eftirmæli að hafa ekki troðið samborgurum sínum um tær. Slíkir menn skilja eftir sig hlýjar minningar þegar þeir eru gengnir. Atli Rafn Kristinsson. Kristján Kristjánsson FRÉTTIR MARÍA Kristjánsdóttir, leiklist- argagnrýnandi vildi koma eftirfar- andi á framfæri: „Í leikdómi mínum um Bakkynjur í Þjóðleikhúsinu urðu mér á þau mistök í einni og sömu setningunni að hrósa Sigríði Soffíu Níelsdóttur fyrir firnagóðan dans Birnu Hafstein og fara ekki rétt með nafn þeirrar ágætu leikkonu Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur. Biðst ég velvirðingar á þessum glöpum. Mér hefur einnig verið bent á að ég segi að Arnar Jónsson sem Kaðmos hafi komið inn með „lík sonar síns“ (en ekki Penþeifs). Vissulega er Penþeifur ekki sonur Kaðmosar en þegar Arnar Jónsson bar líkið inn á svið tókst honum að túlka slíkan harm að þar þótti mér fara faðir sem bar lík sonar síns og allra sona okkar sem nú falla víðs vegar um heiminn vegna fávisku mannanna. Ég er því ekki viss um að ég geti beðið afsökunar á þeim orðum, þar lýsi ég aðeins upplifun minni. En geri það samt því rétt skal vera rétt: Penþeifur er og var ekki sonur Kað- mosar.“ LEIÐRÉTT Dómur um Bakkynjurnar Á AÐVENTUNNI og jólum leggur mikill fjöldi manna leið sína í kirkjur landsins. Í Grafarvogskirkju koma börn úr grunnskólum og leikskólum og er fjöldi þeirra um 7–8 þúsund. Aðventukvöld og guðsþjónustur eru vel sóttar og koma ekki færri en 3.000 manns í þær athafnir, mik- ið er um skírnir, giftingar og jarð- arfarir og fjöldi tónleika í hverri viku allan mánuðinn, þannig að áætla má að 18–20 þúsund manns sæki kirkjuna heim í jólamánuð- inum, segir í frétt frá Grafarvogs- kirkju. 18–20 þúsund manns í Grafarvogskirkju í desember STJÓRN VG í Hafnarfirði fagnar því að Hitaveita Suðurnesja hafi dregið til baka umsókn með Orku- veitu Reykjavíkur um rannsóknar- leyfi í Brennisteinsfjöllum. Um leið skorar hún á Orkuveitu Reykjavík- ur að gera slíkt hið sama. Þannig er tekið undir bókun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá seinasta fundi hennar fyrir jól, en þar greiddi Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG í bæjarstjórn, atkvæði sitt með ályktun þar sem þessu framtaki hitaveitunnar er fagnað. Í ályktun VG segir: „Jafnframt er skorað á Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar að hverfa þegar í stað frá þess háttar atvinnustefnu, um- hverfisstefnu, stefnu í skipulags- málum og framtíðarstefnu Hafnar- fjarðar, sem felst í stækkun álvers- ins í Hafnarfirði.“ Skora á OR að draga til baka umsókn um Brennisteinsfjöll Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.