Morgunblaðið - 30.12.2006, Page 36

Morgunblaðið - 30.12.2006, Page 36
|laugardagur|30. 12. 2006| mbl.is staðurstund Arnar Eggert Thoroddsen skrif- ar minningargrein um hljóm- sveitina Í svörtum fötum sem leggur nú upp laupana. » 39 af listum Jólasveinninn minn eftir Andr- és Indriðason er ágæt lesning með börnum sem eru upptekin af tilvist sveinka. » 41 umsögn Félagarnir í Baggalút áttu mest seldu plötuna um jólin að þessu sinni, Sálin og Gospel fylgja fast á hæla þeirra. » 39 tónlistinn Kvikmyndin Stranger than Fiction, með Will Farrell, verður frumsýnd hér á landi á nýárs- dag. » 45 bíó Sigurjón Björnsson fjallar um bókina Undir hamrastáli. Upp- vaxtarsaga og mannlífsmyndir úr Arnarfirði. » 38 gagnrýni Broadway Á skemmtistaðnum Broadway við Ármúla 9 verður stórdansleikur með Sálinni hans Jóns míns. Fjölmargir plötusnúðar hita upp og spila í hlið- arsölum. Miðaverð er 2.500 krónur. www.broadway.is Café Oliver Á Oliver við Laugaveginn verður húsið opnað klukkan 00:45. Þar er hægt að panta borð fyrir hópa en síðast þegar fréttist voru flest borð í húsinu pöntuð. Plötusnúðarnir Suzy & Elvis munu halda uppi góðri stemningu langt fram eftir nóttu. Miðaverð er 2.500 krónur. www.cafeoliver.is við hurð ef ekki verður uppselt. Miðaverð er 2.000 krónur og fylgir glaðningur hverjum miða. www.pravda.is Prikið Á hinum rótgróna skemmtistað Prikinu við Bankastræti geta áhuga- menn um hipp-hopp og rapptónlist fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar munu hinir upprunalegu Rottweiler hundar halda uppi stuðinu, auk góðra gesta, meðal annars Danna Deluxe og Dóra DNA. Aðgangur er ókeypis og húsið verður opnað klukkan 1 eftir miðnætti. www.prikid.is Annað  Kiddi Bigfoot spilar á Sólon.  Á Hverfisbarnum heldur Flass FM rautt partý.  Skeletor og Baktus halda uppi stemningu á Barnum.  Þá ber að geta þess að lokað verð- ur á Vegamótum, Dillon og á Kaffibarnum. NASA Á NASA við Austurvöll verður nýja árinu fagnað með því að hverfa aftur til fortíðar. Þar munu plötusnúð- arnir Curver og Kiki-Ow spila tón- list frá tíunda áratugnum, eða 90’s tónlist eins og hún kallast í daglegu tali. Þau hafa staðið fyrir nokkrum svona 90’s partíum á þessu ári sem heppnast hafa vel. Miðaverð er 2.500 krónur í forsölu. www.nasa.is Pravda Á Pravda við Austurstræti verður húsið opnað rétt eftir miðnætti. Þar mun DJ Áki Pain sjá um tónlistina á eftir hæðinni en Maggi Paranoya á neðri. Miðar eru seldir í forsölu og Komdu með í gamlárspartí Nóg verður um að vera í skemmtanalífi höf- uðborgarinnar annað kvöld þegar nýja árið geng- ur í garð. Fjölmargar skemmtanir hefjast strax upp úr miðnætti og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Jóhann Bjarni Kolbeinsson skoðaði það helsta sem verður á boðstólum. Ljósmynd/Gúndi Fjör Café Oliver er einn heitasti staðurinn í Reykjavík og þar verður nóg um að vera á gamlárskvöld. Hipp-hopp Strákarnir í Rottweiler halda uppi stuðinu á Prikinu. Morgunblaðið/Árni Torfason Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands fer í tónleikaferð til Evrópu dagana 11.–21. febrúar. Þrennir tónleikar verða haldnir í Þýskalandi; í Köln 12. febrúar, þá í Düsseldorf og Braunschweig. Einir tónleikar verða haldnir í Zagreb í Króatíu, en loka- tónleikarnir verða í Vínarborg í Austurríki 19. febrúar. Hljómsveit- arstjóri í ferðinni verður aðal- hljómsveitarstjórinn, Rumon Gamba, en einleikari verður rúss- neski píanósnillingurinn Lilya Zil- berstein. Helga Hauksdóttir, tón- leikastjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, segir að hljómsveitin verði með tvær tónleikaefnisskrár. „Lilya verður með tvo konserta meðferðis, Grieg-konsertinn og Pag- anini-tilbrigðin eftir Rakhmaninov. Tvær sinfóníur verða með í för; nr. 2 eftir Sibelius og nr. 5 eftir Sjostako- vits, og síðan verður upphafsverk hverra tónleika ýmist Forleikurinn að Galdra-Lofti eða Trílógía eftir Jón Leifs, en í Zagreb spilum við nýtt króatískt verk. Það er mikill undirbúningur sem fylgir svona ferð og hann er búinn að standa yfir í um það bil ár.“ Það er umboðsskrifstofa í Þýska- landi, Musica vivendi, sem skipu- leggur ferðina að sögn Helgu, en fyrirtækið skipulagði líka síðustu tónleikaferð hljómsveitarinnar til Þýskalands árið 2003. „Þeir gerðu það mjög vel – allt stóðst og var í mjög góðu lagi. Við þurfum bara að koma sjálfum okkur og hljóðfær- unum til Þýskalands. Þeir sjá um allt annað,“ segir Helga. Í ferðinni leikur hljómsveitin í bestu tónleikahúsum á hverjum stað og segir Helga það algjöra upplifun. „Þá lyftist nú aldeilis brúnin á fólk- inu okkar og maður þekkir þetta oft ekki fyrir sömu hljómsveit. Það er upplifun að spila þar sem hljóðfærin hljóma og útkoman verður allt öðru- vísi en við erum vön. Áheyrendur úti sýna mikla hrifningu og í síðustu Þýskalandsferð þurftum við alltaf að spila að minnsta kosti tvö aukalög eftir standandi fagnaðarlæti, og jafnvel endurtaka þau.“ Þótt umboðsskrifstofan sjái um skipulag ytra krefst ferðalagið gríð- armikils undirbúnings hér heima að sögn Helgu, ekki síst flutningur hljóðfæranna. „Hann hefur þegar staðið í rúmt ár. Við berum ábyrgð á hljóðfærum gagnvart hljóðfæraleik- urunum og erum búin að láta byggja sérstaka kassa sem eiga að verja þau eins og hægt er. Öll hljóðfæri fyrir utan þau smæstu fara því ofan í þar til gerða kassa og kistur. Það fylgir líka heljarmikil skriffinnska í sambandi við tollinn.“ Fleiri tónleikaferðir Sinfón- íuhljómsveitarinnar eru ráðgerðar á næstu misserum. Sinfónían í Evrópureisu Tónleikaferð „Það er upplifun að spila þar sem hljóðfærin hljóma og út- koman verður allt öðru vísi en við erum vön,“ segir Helga Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.