Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 41
dægradvöl
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 h6
5. Rc3 d6 6. h3 Ra5 7. Bb3 Rxb3 8. axb3
Be7 9. Rh2 d5 10. O-O O-O 11. De2
dxe4 12. dxe4 c6 13. Rf3 Dc7 14. Rh4
He8 15. Df3 Rd5 16. Rf5 Bxf5 17. exf5
Rxc3 18. bxc3 Bf6 19. Ha4 a6 20. He4
Had8 21. Hfe1 Da5 22. c4 b5 23. De2
Hf8 24. Bb2 Hd2 25. Dg4 Hxc2 26.
Bxe5 Bxe5 27. Hxe5 Dd8 28. De4 Dd2
29. Dxc6 Dxf2+ 30. Kh1 bxc4 31. bxc4
a5 32. Hg1 Dd4 33. He4 Dd3 34. f6 g5
35. Hge1 Kh7 36. Dc5 Dg3 37. Hg1 Kg8
38. Hd4 Df2
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Belgrad í
Serbíu. Heimamaðurinn Branko
Vuckovic (2.182) hafði hvítt gegn Ró-
berti Harðarsyni (2.310). 39. Dxf8+!
og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Skilyrt viðbragð.
Norður
♠652
♥ÁG8
♦ÁD2
♣D1065
Vestur Austur
♠ÁD97 ♠1043
♥10743 ♥K965
♦65 ♦10973
♣K82 ♣73
Suður
♠KG8
♥D2
♦KG84
♣ÁG94
Suður spilar 3G og fær út hjarta-
þrist.
Við þekkjum öll þessa stöðu - ÁGx í
borði og Dx heima. Útspil í slíkum lit
gefur sagnhafa færi á þremur slögum
og það er nánast skilyrt viðbragð að
láta lítið úr borði. Enda oftast rétt. En
það eru undantekningar á öllu og hér
hefur það slæmar afleiðingar að hleypa
á drottninguna, því austur mun taka á
kónginn og skipta yfir í spaða. Vestur
fríar þrettánda spaðann og nær þar í
fimmta varnarslaginn þegar hann
kemst inn á laufkóng. Þetta er gamla
lumman um að taka sér tíma í fyrsta
slag - pússa gleraugun eða hræra í
kaffibollanum. Þá sést fljótlega að spil-
ið er 100% öruggt með því að drepa á
hjartaás og svína í laufi. Níundi slag-
urinn kemur sjálfkrafa á annan hálit-
inn.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 brúnaþunga, 8
ásýnd, 9 sól, 10 spil, 11
fugl, 13 málgefin, 15
karlfugl, 18 sanka sam-
an, 21 endir, 22 kompa,
23 eldstæði, 24 hömlu-
laust.
Lóðrétt | 2 fen, 3 fingurs,
4 fiskar, 5 kjafturinn, 6
knippi, 7 erta, 12 kropp,
14 þjóta, 15 poka, 16
menga, 17 háværan gleð-
skap, 18 fiskur, 19 ærsla-
hlátur, 20 beitu.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 Hekla, 4 fölur, 7 munni, 8 öldum, 9 nál, 11 arra,
13 barn, 14 lofar, 15 þoka, 17 álit, 20 hró, 22 kopar, 23
kýtir, 24 tíran, 25 tólin.
Lóðrétt: 1 hemja, 2 kænir, 3 alin, 4 fjöl, 5 lydda, 6 rúm-
an, 10 álfur, 12 ala, 13 brá, 15 þykkt, 16 kópur, 18 lítil, 19
tæran, 20 hrun, 21 ókát.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
1 Haldið er úti gæludýrafjósi á bæskammt frá Akureyri með kan-
ínum, landnámshænum, gullfiski,
fasana og stundum gestum. Hvaða
bær er þetta?
2 Guðjón Valur Sigurðsson hand-knattleiksmaður er íþróttamað-
ur ársins. Hann leikur í Þýskalandi
en með hvaða liði?
3 Hvað tókst að dæla mörgumtonnum af olíu úr Wilson Muuga
á strandstað við Sandgerði?
4 Hreindýrakvótinn hefur veriðaukinn. Um hve mikið?
Svör við spurningum gærdagsins:
Íslensk félög hafa stofnað norræna ferð-
arisann Northen Travel Holding. Hvaða fé-
lög eru þetta? Svar: FL Group, Fons og
Sund. 2. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
er á sjúkrahúsi vegna brunasára sem
hann hlaut. Hver er hann? Svar: Guð-
laugur Þór Þórðarson. 3. Ungur organisti,
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir fékk styrk úr
minningarsjóði annars þekkts organista.
Hver var hann? Svar: Karl J. Sighvatsson.
4. Knattspyrnumenn ársins í bæði karla-
og kvennaknattspyrnu hafa verið valdir.
Hverjir voru þeir? Svar: Eiður Smári Guð-
johnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is
TRÚARBRÖGÐ eru mikið í um-
ræðu samfélagsins í dag. Trúar-
bragðakennsla skólanna er deiluefni
og þeim Íslendingum sem eru ann-
arrar trúar en kristinnar fjölgar
stöðugt. Í kjölfarið hlýtur spurn-
ingin um trúna, birtingarmyndir
hennar og hlutverk í lífi hvers og
eins að verða æ áleitnari. Tyrkneski
nóbelsverðlaunahafinn Orhan Pa-
muk skrifar eftirminnilega um þetta
málefni í bók sinni Snjór, þar sem
brottflutti Ka snýr heim til Tyrk-
lands frá Þýskalandi og mætir nýju
bókstafstrúarmönnunum og gúrúum
þeirra. Í Ka mætir vestrænn efa-
hyggjumaður, ávallt með kaldhæðn-
ina á reiðum höndum, hinum ein-
læga og uppljómaða
bókstafstrúarmanni.
Vandamálið með trúna hefst strax
í æsku, en það er ekki Guð almátt-
ugur eða hinn eingetni sonur hans
sem veldur yngstu börnunum vand-
ræðum eða hugarangri, barnatrúin
er tæpast tilefni til spurninga og
sjálfsskoðunar fyrr en eitthvað síðar
á ævinni. Nei, það er auðvitað jóla-
sveinninn. Er hann til? Þetta er stór
spurning sem veldur öllum börnum
vangaveltum í kringum hver jól og
stærri börn segja sögur af pöbbum
og mömmum á ferli um nætur sem
þau minni vilja helst ekki trúa.
Það er sem sagt dramatískt sögu-
efni sem Andrés Indriðason tekst á
við í nýrri bók sinni Jólasveinninn
minn, myndskreyttri af Önnu Cynt-
hiu Leplar. Fyrir jólin ákveður lítil
stúlka að bíða eftir jólasveininum
sem á að gefa í skóinn. Hún vaknar
við að sveinki er mættur í herbergi
hennar. Þau eiga nokkur orðaskipti,
stúlkan efast í trúnni og kemst síðan
að því að hér er pabbi á ferð. Stúlkan
ákveður að stríða honum og kemur
honum í ógöngur.
Í lokin leysist úr
klípunni og á ein-
hvern óút-
skýrðan máta,
líklega ekki
ósvipuðan þeim
sem verður til
þess að við getum
sjálf hleypt
trúnni, í hvaða
mynd sem hún nú birtist, inn í líf
okkar í dag, ákveður litla stúlkan að
trúa. Hún veit að jólasveinninn sem
kom var pabbi hennar, en það úti-
lokar ekki þann möguleika að jóla-
sveinninn sé til. Hún ákveður fyrir
sjálfa sig að alvöru jólasveinar láti
aldrei sjá sig. Andrés kemur þarna
með lausn sem reynst hefur for-
eldrum vel í gegnum tíðina og börn-
unum líka, sem ógjarnan vilja sleppa
trúnni á sveinka. Nú er auðvitað
ekki saman að líkja trú og trú á jóla-
sveininn en það má leika sér að því
að setja sögu Andrésar á þennan
hátt í stærra samhengi. Ekki með
því að gera hana að líkingu fyrir
trúna sem henni er ekki ætlað, held-
ur líta á boðskap sögunnar sem þann
að stundum geti verið gott að trúa,
líka því sem ekki er rökstutt, sýni-
legt eða sannanlega satt. Það bætir
tilveruna og gefur henni leyndardóm
en án leyndardóma væri lífið inni-
haldslaus hversdagsleiki.
Texti Andrésar er tiltölulega eðli-
legur og tilgerðarlaus og trúverð-
ugur sem einræða fimm ára barns.
Teikningar Önnu Cynthiu fylgja
textanum skilyrðislaust, fjölbreytni
er í stærð og samspili við texta á síð-
unum. Henni tekst vel að skapa þær
heimilislegu persónur sem sagan
segir frá, bangsann meðtalinn, og
hún umvefur persónur sínar hlýrri
birtu öruggs og notalegs heimilis.
Bókin er ágæt lesning með börn-
unum sem eru upptekin af tilvist
sveinka og niðurstaða hennar afar
ásættanleg.
Alvöru jólasveinar láta engan sjá sig
BÆKUR
Barnabók
Eftir Andrés Indriðason, Anna Cynthia
Leplar myndskreytti. JPV 2006, 52 bls.
Jólasveinninn minn
Ragna Sigurðardóttir
Andrés Indriðason.
Stærsti aðdá-endaklúbbur
bandarísku söng-
konunnar Brit-
ney Spears, sem
starfræktur hef-
ur verið á Netinu,
er um það bil að
leggja upp laup-
ana þar sem for-
svarsmenn hans kunna ekki lengur
að meta stjörnuna.
Ruben Gray, sem stofnaði net-
klúbbinn www.worldofbritney.com,
segir framkomu Spears frá því hún
sótti um skilnað frá eiginmanni sín-
um Kevin Federline hafa gengið svo
fram af sér að hann vilji ekkert leng-
ur til hennar þekkja. „Britney er að
glata persónuleika sínum og áreið-
anleika. Hún er búin að vera, að
minnsta kosti hvað mig varðar,“ seg-
ir hann. „Það gildir einu hvort fólk
er sammála mér eða ekki. Það er
orðið ómögulegt að halda uppi þeirri
virðingu sem þetta starf krefst.
Þannig að við höfum ákveðið að loka
vefsíðunni.“
Fólk folk@mbl.is