Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
H
austið 1992 lýsti Elísabet Breta-
drottning yfir því í frægri ræðu
að undanliðnir mánuðir hefðu
verið henni réttnefnt „hryll-
ingsár“. Drottningin beitti lat-
neska orðasambandinu „annus horribilis“ til að
lýsa því hvernig lífið hefði leikið hana á árinu
enda virtist hrikta í stoðum sjálfs konungdæm-
isins í Bretlandi eftir skilnaði og hneykslismál
innan fjölskyldunnar útvöldu. Kofi Annan,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti
árinu 2004 sem „annus horribilis“ í lífi sínu og
var það hald manna að með því hefði hann vísað
til ásakana um spillingu í tengslum við olíusölu
Íraka. Vísast mun George W. Bush kjósa að
lýsa árinu sem hann kveður nú senn eins og við
hin á annan veg en þennan; forseti Bandaríkj-
anna virðist enn sem fyrr sannfærður um rétt-
mæti eigin ákvarðana og lætur engan bilbug á
sér finna. Árið 2006 var á hinn bóginn „annus
horribilis“ í lífi Bush forseta; í flestum efnum
rættust spár hinna svartsýnustu og þegar horft
er fram á veginn blasir aðeins við eitt: óvissa.
Á árinu sem nú er að líða hrundi stefna Bush
forseta í Írak til grunna. Ástandið þar virðist
aðeins lúta einu lögmáli; að geta sífellt farið
versnandi. Repúblikanaflokkur forsetans beið
afgerandi ósigur í haustkosningunum vestra og
í beinu framhaldi af þeirri niðurstöðu þurftu
tveir af dyggustu stuðningsmönnum og um
margt öflugustu málsvarar utanríkisstefnu
hans, þeir Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra og John Bolton, sendiherra hjá Samein-
uðu þjóðunum, að taka pokann sinn.
Grunnatriðum í stefnu
forsetans hafnað
Hrunadansinn gerðist æsilegri á síðari helm-
ingi ársins. Kjósendur lýstu yfir því að þeir
hefðu glatað trú á stefnu forsetans í málefnum
Íraks og myndu ekki sætta sig lengur við að
ungir Bandaríkjamenn yrðu sendir til landsins
til þess að deyja. Þverpólitísk nefnd, svo-
nefndur Rannsóknarhópur vegna Íraks (e.
„Iraq Study Group“), skilaði af sér skýrslu þar
sem öllum grunnatriðum í stefnu forsetans í
málefnum Íraks var hafnað og því lýst yfir að
ástandið myndi versna með skelfilegum afleið-
ingum ef henni yrði haldið til streitu. Loks
jókst mannfall í röðum Bandaríkjamanna en þó
einkum Íraka til mikilla muna á síðari hluta
ársins þegar draumurinn um nýtt ríki lýðræðis
og stöðugleika í miðjum arabaheiminum
drukknaði í blóði sem vígaflokkar sjíta og
súnníta úthella hvar sem því verður við komið.
Talið er að um 100.000 Írakar yfirgefi nú
heimalandið á mánuði hverjum. Flestir flýja til
nágrannalandanna, Sýrlands, Jórdaníu og Ír-
ans. Það ferðalag er afar hættulegt; mannrán
eru algeng á þeim leiðum en þannig fjármagna
vígasveitir súnníta og sjíta baráttu sína. Vitað
er að fjölmargir þeirra sem freistað hafa þess
að flýja vargöldina í Írak hafa verið myrtir.
Orðræðan breyttist enda í samræmi við
þessi skelfilegu framþróun mála. Sennilega var
það nú í desembermánuði sem Bush forseti
hætti að ræða um „sigur“ í Írak og tók þess í
stað að vísa til þess að „verkinu“ bæri að ljúka
og að ekki kæmi til álita að kalla liðsaflann
heim fyrr en „árangri“ hefði verið náð. Er
George W. Bush lýsti yfir því eftir árás flugu-
mana Osama Bin Ladens á Bandaríkin árið
2001 að hafið væri „hnattrænt stríð gegn
hryðjuverkaógninni“ urðu margir til þess að
spyrja hvernig skilgreina bæri „sigur“ í þeim
átökum sem augljóslega væri mikilvægt til að
fá fram vitneskju um hvenær þeim kynni að
ljúka. Svar hefur enn ekki fengist við þessari
spurningu. Í Írak, sem þó virðist vera helsti
orrustuvöllur hnattræna stríðsins nú um
stundir, eru menn sýnilega hættir að bera
spurninguna upp.
Öflugasti talsmaðurinn á förum
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hef-
ur raunar löngum gætt sín á því að beita ekki
hugtökum á borð við „sigur“ í ræðum sínum
um Írak en líkt og Bush segir hann ekki koma
til álita að kalla herliðið heim fyrr en „verkefn-
inu“ sé lokið. Óvíst er hvort Blair auðnast að
verða vitni að því. Það hlýtur að teljast harla
ólíklegt þar sem félagar í Verkamannaflokkn-
um þvinguðu hann í ár til að lýsa yfir því að
hann muni láta af embætti á nýja árinu. Óvin-
sældir sökum innrásarinnar í Írak riðu bagga-
muninn í því efni. Líklegt er að Blair láti af
embætti í maímánuði. Þar með missir George
W. Bush öflugasta talsmann sinn. Og eins og til
að núa salti í sárið er því nú óspart haldið fram í
Bretlandi að kenningar um hið „einstaka sam-
band“ Bretlands og Bandaríkjanna séu draum-
órar einir; Blair hafi á engan veg haft áhrif á
stefnu Bandaríkjastjórnar í Írak þótt öðru hafi
verið haldið fram. Seint verður sagt að árið
2006 hafi verið „annus mirabilis“ breska for-
sætisráðherrans.
Hermönnum fjölgað í Írak?
Bandaríkjaforseti hefur boðað að hann muni
strax í upphafi ársins gera grein fyrir nýrri
stefnu í málefnum Íraks. Er þá bæði horft til
hernaðarlegra þátta og pólitískra. Í skýrslu
þingnefndarinnar er að finna tillögur sem nýst
gætu Bush á þessum erfiðu tímamótum. Þær
tillögur lúta bæði að sjálfri framkvæmd hern-
aðarins í Írak og að pólitísku frumkvæði
Bandaríkjamanna í málefnum Mið-Austur-
landa. Forsetinn hefur sagt að ýmislegt nýti-
legt megi finna í skýrslu Rannsóknarhópsins
en öðrum tillögum þingnefndarinnar hefur
hann beinlínis hafnað. Leiðtogar nefndarinnar
hafa á hinn bóginn haldið því fram að tillögur
hópsins séu ekki þess eðlis að úr þeim megi
velja en hafna öðrum. Tillögurnar tengist allar
innbyrðis og því verði að velja þær allar eða
hafna þeim öllum.
Ógerlegt er að segja til um hvaða leik Bush
forseti velur í þeirri erfiðu stöðu sem hann er
nú í. Forsetinn er slyngur og reyndur stjórn-
málamaður og ekki er óhugsandi að hann geti
laðað fram fylgi við breytta stefnu í Írak. Stað-
fest var skömmu fyrir jól að Bush íhugi að
fjölga tímabundið í herliðinu í Írak í þeirri von
að þannig megi auka öryggi óbreyttra borgara.
Fjölgun hermanna gæti einnig verið fallin til að
greiða fyrir stórsókn gegn vígasveitum sjíta-
leiðtogans Moqtada al-Sadr sem ýmsir þeir
sem sérfróðir teljast segja óhjákvæmilega eigi
að takast að skapa stöðugleika í landinu. Á það
er bent að ekki er hlaupið að því að fjölga
bandarískum hermönnum í Írak án þess að
herforingjar geti í auknum mæli nýtt vara-
liðssveitir sem reynast myndi afar viðkvæm að-
gerð í pólitísku tilliti. Haft er fyrir satt að
bandarískir herforingjar vilji að verkefni liðs-
aflans verði breytt í þá veru að honum verði
einkum beitt til að styrkja hersveitir Íraka og
elta uppi hryðjuverkamenn í stað þess að berj-
ast nú við hinar ýmsu vígasveitir sem láta til sín
taka í landinu. Stjórnvöld í Írak eru sögð
áforma að fela íröskum öryggissveitum að
halda uppi gæslu í höfuðborginni, Bagdad, og
fara þess á leit við Bandaríkjamenn að sveitir
þeirra haldi uppi gæslu í úthverfum hennar til
að tryggja að vígaflokkar og hryðjuverkamenn
eigi ekki greiða leið að alþýðu manna. Er þá
jafnframt gert ráð fyrir að Bandaríkjamenn
leggi til ráðgjafa sem fylgi sveitum Íraka. Í
skýrslu þingnefndarinnar er að finna svipaða
hugmynd og lagt til að bandarískum ráðgjöfum
og þjálfurum á sviði hernaðar verði fjölgað til
muna í því skyni að auka bardagagetu liðsafla
stjórnvalda í landinu.
Hvað hernaðarþáttinn varðar eru ýmsir
möguleikar fyrir hendi og telja verður líklegt
að Bush forseti og undirsátar hans horfi til rót-
tækra aðgerða í því efni. Ljóst er að ríkis-
stjórnin þolir ekki óbreytt ástand öllu lengur
fremur en almenningur í Bandaríkjunum.
Takmarkað svigrúm
Í pólitísku tilliti er svigrúm Bandaríkja-
manna afar takmarkað. Stjórn Nuri al-Maliki,
forsætisráðherra Íraks, stendur höllum fæti.
Stjórninni hefur ekki tekist að hafa hemil á
vígasveitum sjíta og er deilt um hvort vilja eða
getu skorti í því efni. Forsætisráðherrann er
talinn hallur undir sjítaklerkinn Moqtada al-
Sadr sem fer fyrir Mahdi-hernum svonefnda.
Láti Bandaríkjamenn til skarar skríða gegn
sveitum þeim sem falla undir þann liðsafla
kann sú aðgerð að veikja stjórn forsætisráð-
herrans enn frekar. Þá er á það bent að al-Sadr
sé einn fárra leiðtoga í Írak sem haft geti ein-
hver áhrif á framgöngu vígasveita sjíta.
Bandaríkjamenn hafa og freistað þess að
þrýsta á Nuri al-Maliki og aðra leiðtoga sjíta
um að þeir leiti eftir sáttum við súnníta. Slíkt
beri m.a. að gera með því að heita réttlátri
skiptingu olíutekna landsins. Súnnítar eru ráð-
andi á svæðum þar sem litla olíu er að finna og
óttast leiðtogar þeirra að sjítar og Kúrdar í
norðurhlutanum áformi að rjúfa einingu rík-
isins og skilja þá eftir bjargarlitla. Ljóst sýnist
að reynist sjítar og kúrdar ekki viljugir til að
leita leiða til að sefa ótta súnníta aukast líkur á
að Írak klofni fyrr frekar en síðar í þrennt. Í
raun má halda því fram með góðum rökum að
sú þróun sé þegar hafin. Vísað skal til þess að
mikill uppgangur einkennir nú efnahagslífið í
Kúrdahéruðunum í norðri og sjálfstjórn þeirra
verður styrkari með degi hverjum.
Viðræðum hafnað við
Sýrlendinga og Írana
Í pólitísku tilliti er ástandið í Írak því afar
erfitt og vandfundinn leikur í stöðunni.
Margir eru þeirrar hyggju að ástandið í Írak
verði ekki bætt án þess að jafnframt verði leit-
að leiða til að setja niður önnur deilumál í Mið-
Austurlöndum. Í skýrslu Vinnuhópsins er lagt
til að Bandaríkjamenn leiti eftir viðræðum við
Írana og Sýrlendinga í því skyni að koma á
stöðugleika í Írak og jafnframt eru stjórnvöld
hvött til að hafa frumkvæði að því að hafnar
verði á ný friðarviðræður Ísraela og Palest-
ínumanna. Tony Blair hefur verið sérlegur
talsmaður þess síðarnefnda og hefur forsætis-
ráðherrann fullyrt að hryllingurinn í Írak teng-
ist öðrum deilumálum í þessum heimshluta.
Þessa söguskýringu er augljóslega erfitt að
rökstyðja.
Bush forseti hefur sagt að viðræður við Írani
og Sýrlendinga komi aðeins til greina fallist
leiðtogar þessara þjóða á ströng skilyrði
Bandaríkjamanna. Forsetinn lýsti því enda yfir
á sínum tíma að Íran myndaði ásamt Írak og
Norður-Kóreu „öxul hins illa“ í heimi hér og
hefur margoft gagnrýnt Sýrlendinga harðlega.
Skömmu fyrir jól tók Tony Blair efnislega und-
ir afstöðu forsetans er hann sagði stjórnvöld í
Íran vinna skipulega að því að auka enn á vand-
ann í þessum heimshluta. Þar væru við völd
öfgamenn sem ógnuðu nágrönnum sínum í
Mið-Austurlöndum.
Í Palestínu hefur spenna í samskiptum rík-
isstjórnar Hamas-samtakanna og Fatah-
hreyfingar Mahmoud Abbas forseta farið jafn
og þétt vaxandi á árinu sem senn verður kvatt.
Upp úr hefur soðið nokkrum sinnum en þó
aldrei eins og nú í desembermánuði þegar
ítrekað kom til átaka milli herflokka hreyfing-
anna tveggja. Algjör óvissa ríkir um fram-
haldið og engan veginn verður greint að póli-
tísk skilyrði séu ríkjandi fyrir því að hafnar
verði á ný viðræður Ísraela og Palestínu-
manna. Hamas-hreyfingin neitar enn að við-
urkenna tilverurétt Ísraelsríkis og hyggst snið-
ganga kosningar sem Abbas forseti hefur
boðað til. Líkur á friðarviðræðum eru litlar sem
engar; á nýja árinu sýnist stærsta verkefni
kjörinna leiðtoga Palestínumanna vera að
koma í veg fyrir frekari innbyrðis átök.
Í Ísrael stendur stjórn Ehuds Olmerts for-
sætisráðherra höllum fæti. Herförin í sumar
gegn Hizbollah-hreyfingunni í Líbanon mis-
tókst um flest og stuðningur við það stefnumál
stjórnvalda að flytja landtökumenn einhliða á
brott frá nokkrum byggðum á Vesturbakk-
anum er horfinn. Olmert hefur hafnað tillögum
þeim sem finna má í skýrslu Vinnuhópsins um
Írak þar sem segir m.a. að Ísraelum beri að
skila Sýrlendingum aftur Gólan-hæðum.
George W. Bush er maður baráttuglaður og
forsetinn hefur lýst yfir því að fjarri fari að haf-
in sé leit að „útgönguleið með sæmd“ í Írak.
Bush hafnar öllu tali um brottflutning herafl-
ans en vera kann að forsetinn glati frumkvæði í
málefnum landsins nú þegar demókratar hafa
náð meirihluta á þingi og greining og tillögur
Vinnuhópsins liggja fyrir.
Einhverjir kunna að telja að ástandið geti
varla versnað og því geti nýja árið vart orðið
Bush erfiðara en það sem senn er liðið. Reynsl-
an frá Írak kennir það eitt að slík bjartsýni er
óráðleg.
„Annus horribilis“
Reuters
Erfiðleikar George W. Bush Bandaríkjaforseti og Condoleezza Rice utanríkisráðherra gera grein fyrir þróun mála í Írak.
» Á árinu sem nú er að líða hrundi stefna Bush forseta íÍrak til grunna. Ástandið þar virðist aðeins lúta einu lög-
máli; að geta sífellt farið versnandi. Í flestum efnum rættust
spár hinna svartsýnustu og þegar horft er fram á veginn
blasir aðeins við eitt: óvissa.
Alþjóðamál
Ásgeir Sverrisson | asv@mbl.is