Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ A llt frá því að Albert Guðmundsson fór í víking eftir seinni heimsstyrj- öldina og herjaði með knatt- spyrnuskó sína á Skotlandi, Eng- landi, í Frakklandi og á Ítalíu, hefur unga knattspyrnumenn á Íslandi dreymt um að feta í fótsport hans og það gerðu Þórólfur Beck og Ásgeir Sigurvinsson, sem frægt var, og handknattleiksmennirnir Axel Axelsson, Ólafur H. Jónsson, Alfreð Gíslason, Sigurður Valur Sveinsson og Kristján Arason herjuðu síðan í Þýskalandi. Nú eru 120 knattspyrnumenn og handknattleiksmenn að herja víðs vegar um Evrópu. Þeir hafa látið drauminn rætast í út- rásinni og víkkað sjóndeildarhring sinn og fjöl- skyldu við góðar orðstír. Á árum áður dreymdi engan Íslending um að eignast heilt lið í efstu deild á Englandi. Fyrir nokkrum árum vakti það geysilega athygli hér heima og á Bretlandseyjum þegar framtaks- samir Íslendingar keyptu meirihlutann í Stoke, sem lék í næstefstu deild. Gunnar Þór Gíslason var stjórnarformaður liðsins og Ásgeir Sigur- vinsson sat í stjórn. Kaupin voru sögð geysileg bjartsýni, enda hafði Stoke ekki gengið vel og það þrátt fyrir að hafa aðsetur á nýjum glæsilegum knatt- spyrnuvelli í Stoke-on-Trent, Britannia Stadi- um. Rekstur félagsins tók kipp upp á við en síðan fór að fjara undan og í maí sl. ákváðu Íslending- arnir að selja sinn hlut í Stoke. Ævintýrið ekki úti Ævintýri Íslendinga á Englandi var þar með ekki lokið, heldur skaust baráttumaðurinn Egg- ert Magnússon, formaður Knattspyrnu- sambands Íslands, fram í sviðsljósið í október og tilkynnti að hann væri tilbúinn að kaupa hið gamalgróna Lundúnarlið, West Ham, sem leik- ur í úrvalsdeildinni. Hjólin tóku að snúast hratt og eftir nokkur hamarshljóð var það staðfest að morgni 21. nóv- ember á Upton Park – að hópur fjárfesta undir forystu Eggerts hefði keypt West Ham fyrir 85 milljónir punda eða um 11,4 milljarða króna. Þá yfirtóku hinir nýju eigendur skuldir sem námu um þremur milljörðum króna. Eggert Magnússon varð stjórnarformaður West Ham og Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, heiðurs- forseti. Björgólfur var helsti bakhjarl Eggerts í kaupunum. Eggert, sem hefur lyft grettistaki við upp- byggingu knattspyrnunnar á Íslandi síðan hann tók við forystu KSÍ 1989, er þekktur fyrir dugn- að í starfi og er einn af þeim mönnum sem þola illa að tapa á knattspyrnuvellinum, en knatt- spyrna hefur lengi verið hans líf og yndi. Egg- ert hefur ekki aðeins staðið í brúnni og stjórnað flaggskipi íslenskra íþrótta – hann situr einnig í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Eggert þolir ekki lognmollu í kringum sig þannig að hann á heima í vöggu knattspyrn- unnar – í Englandi, þar sem knattspyrnan veg- ur þungt í lífi Englendinga. Miklar kröfur eru gerðar og pressan er mikil á stjórnarmönnum, knattspyrnustjórum og leikmönnum, sem eru stöðugt á síðum blaðanna í Englandi, þeim sem eru lesnar mest og eru vinsælastar – íþróttasíð- urnar – sem byrja alltaf á baksíðunni og síðan halda lesendur inn í blaðið aftan frá. Þegar stór „skóp“ eru á lofti, þá eru þau á forsíðu – frétt- irnar eiga að sjálfsögðu heima þar, enda eru íþróttafréttir oftar en ekki á forsíðum blaða í Englandi, sem um allan heim. Eggert á heima í Englandi! – já, það segi ég þegar hugsað er til svara margra Íslendinga í gegnum árin, þegar þeir hafa verið spurður um hvaða íþrótt væri vinsælust á Íslandi? Svarið hefur verið einfalt – enska knattspyrnan! Eggert byrjaði strax í mikilli spennu – þegar hann ákvað að kaupa West Ham hvað sem það kostaði – og síðan hefur spennan magnast dag frá degi eftir að Eggert og Björgólfur gengu frá kaupum á þessu gamalkunna knattspyrnuliði frá Austur-London. Eggert, sem lifði sig vel inn í alla umgjörð í kringum sjö landsleiki karla á ári í undankeppni HM eða EM, fékk að upplifa sjö leikja stemn- ingu hjá West Ham á fyrsta mánuði sínum á Upton Park og hann á eftir að upplifa tvo aðra leiki um áramótin, eða níu leiki á rúmum mán- uði. Hann fagnaði sigri í fyrsta leiknum sem hann sá, 25. nóvember, gegn Sheffield United, 1:0. Síðan komu þrír tapleikir í röð, ekkert mark skorað, en átta sinnum urðu leikmenn West Ham að hirða knöttinn úr netinu hjá sér. Eggert tók þá erfiða ákvörðun – hann leysti knattspyrnustjórann Alan Pardew frá störfum og var búinn að ráða nýjan mann til að stjórna skútunni í leik gegn Manchester United 17. nóvember. Það var Alan Curbishley og undir hans stjórn kom annar sigur, mjög óvæntur, 1:0. Í kjölfarið gerði West Ham jafntefli við Ful- ham og tapaði fyrir Portsmouth. Um áramótin leikur liðið við Manchester City og Reading, þannig að eldhættan um áramótin getur orðið talsverð – spennan er mikil, eins og er alltaf í kringum flugeldasýningar. Þar sem Eggert þekkir vel mikla spennu, þá er næsta víst að hann standist álagið og press- una. Álagið er mikið – að fá níu þýðingarmikla leiki í æð á rúmum mánuði er ótrúlegt hjá mönnum sem kaupa knattspyrnulið. Það verður því gaman fyrir Íslendinga, sem lifa og hrærast í ensku knattspyrnunni, að fylgj- ast með West Ham á næstu vikum, sem eru afar viðkvæmar. Útrás ungra knattspyrnu- manna hefur aukist Á undanförnum árum hefur útrás íslenskra knattspyrnumanna stóraukist og vekur það nokkra athygli að ungir og óþroskaðir leikmenn fara í víking – leikmenn með litla sem enga reynslu. Yfirleitt ná þeir leikmenn ekki að þroskast eðlilega sem íþróttamenn, enda langt frá heimahögum – í framandi löndum og menn- ingu. Alls eru 54 karlar atvinnumenn í knattspyrnu með liðum í Evrópu og fimm konur. Þar fyrir utan þá stundar stór hópur karla og kvenna nám í bandarískum háskólum og leikur þar knattspyrnu. Þeir leikmenn koma heim löngu eftir að keppnistímabilið hér heima er hafið og fara síðan aftur vestur um haf nokkru áður en keppnistímabilinu lýkur. Hér er um að ræða leikmenn sem nýtast illa. Leikmannahópurinn, sem eru atvinnumenn í Evrópu, gæti skipað nær sex ellefu manna lið hér heima, en þess má geta að það leika aðeins tíu lið í efstu deild. Þetta gefur auga leið að liðin sem missa leik- mennina út úr landi veikjast og til að halda eðli- legum styrkleika verða þau að tryggja sér leik- menn frá Evrópu og víðar. Leikmenn, sem sumir hverjir, eru ekki nægilega góðir til að laða að áhorfendur – leikmenn sem stuðnings- menn kunna ekki að meta og hætta þar með að mæta á leiki sinna liða. Knattspyrnulandsliðið veikist Þar sem flestir bestu knattspyrnumenn Ís- lands halda í víking og herja á öðrum víg- stöðvum en hér heima, fá íslenskir knatt- spyrnuunnendur ekki að njóta þeirra. Margir af okkar bestu leikmönnum fara til sterkra liða, þar sem samkeppnin er mikil. Þar með fá sumir leikmennirnir, sem hafa verið landsliðsmenn Íslands, fá tækifæri til að leika – þurfa að verma varamannabekkinn leik eftir leik, eða eru jafnvel ekki í leikmannahópi. Það verður til þess að íslenska landsliðið veikist, þar sem leikmennirnir komast ekki í leikæfingu. Handknattleikslandsliðið styrkist Þessi útrás á sér einnig stað í handknatt- leiknum og mörg félög ná sér ekki á skrið eftir að hafa misst fjölmarga leikmenn á síðustu ár- um í víking, eins og til dæmis ÍR-liðið. Alls leikur 61 handknattleiksmaður með lið- um í Þýskalandi, Austurríki, Danmörku, Sví- þjóð, Spáni, Frakklandi og Noregi, eða hátt í níu sjö manna byrjunarlið, en í úrvalsdeildinni hér heima leika átta lið. Flestir þeirra leikmanna sem leika í hinum sterku deildum í Þýskalandi og á Spáni, leika lykilhlutverk í liðum sínum. Þeir fá því mikla reynslu og styrkjast með hverri raun. Þegar íslenska landsliðið náði fjórða sætinu á Evrópumótinu í Svíþjóð 2002 var það sama uppi á teningnum – leikmennirnir í Þýskalandi voru klárir í bátana, þegar á reyndi. Einn af þeim leikmönnum er Guðjón Valur Sigurðsson, nýkjörinn íþróttamaður ársins 2006. Hann sagði Ívari Benediktssyni, íþrótta- fréttamanni Morgunblaðsins, frá draumum sín- um í skemmtilegu viðtali í Köln á dögunum. Við skulum grípa niður í viðtalið, sem á að vera lær- dómsríkt fyrir unga íþróttamenn, sem dreymir um að gerast atvinnumenn í íþrótt sinni í fram- tíðinni: Þjálfari sagði að ég myndi aldrei ná árangri „Ég hafði ungur áhuga eða löngun til þess að verða atvinnumaður í handknattleik, en það fór ekkert að ganga hjá mér í handboltanum fyrr en á eldra ári í þriðja flokki. Þá fór ég aðeins að geta lyft mér upp og skotið að markinu fyrir ut- an punktalínu. Atvinnumennska var alltaf draumurinn. Einn góður knattspyrnuþjálfari sagði við mig þegar ég var í yngri flokkunum að ég yrði aldrei neitt á íþróttasviðinu, myndi aldr- ei ná árangri. Orð sem þessi sátu í mér og hvöttu mig til þess að berjast áfram við að ná settu marki. Ekki má gleyma því að ég var heppinn með þjálfara í yngri flokkunum í handboltanum hjá Gróttu, svo sem Gauta Grétarsson. Hann vann mikið með mér, kenndi mér margt bæði í hand- knattleik og eins hvernig rétt væri að styrkja sig og gera snerpuæfingar. Fleiri get ég nefnt, eins og Guðmund Árna Sigfússon, sem enn er að þjálfa hjá félaginu. Þessir menn tóku mig ungan að sér og kenndu mér margt. Til þeirra ber ég sterkar tilfinningar og er þeim afar þakklátur fyrir þá hjálp sem þeir veittu mér á sínum tíma. Mitt annað heimili á þessum árum var íþróttahúsið á Seltjarnarnesi. Ég hafði þá og hef enn mikinn metnað til þess að ná langt. Vonandi fæ ég tækifæri til þess að ná ennþá lengra en ég hef gert, metnaðurinn er fyrir hendi. Ég er atvinnumaður í dag og hef unnið Evrópumeistaratitil með mínu fyrra liði hér í Þýskalandi, Tusem Essen, og hugurinn stendur til þess að gera það sama með Gummersbach.“ Þú ert að komast inn á það skeið þar sem handknattleiksmenn eru hvað bestir, á aldr- inum 28–32 ára, þannig að það á enn að vera lag til þess að bæta sig, ekki satt? „Svo er sagt. Ég ætla ekki að láta það trufla einbeitinguna og halda að þegar maður verður 28 ára hringi einhver bjalla sem segir að nú eigi allir hlutir að ganga vegna þess eins að ég sé kominn á réttan aldur. Ég veit að árangur næst ekki án fyrirhafnar. Mín ósk snýst um það að ég og fjölskyldan haldi heilsu sem lengst og maður geti lifað í sátt og samlyndi við allt og alla og um leið tekið framförum sem handknattleiksmaður. Handknattleikur er atvinna mín og þar af leið- andi hugsa ég eins vel um líkama minn og kost- ur er um leið og ég hjálpa mínu liði til sigurs í hverjum einasta leik sem ég tek þátt í.“ Þú ert mjög einbeittur íþróttamaður? „Já, að sjálfsögðu. Líkami minn er atvinnu- tæki mitt og ef ég hugsa ekki vel um hann með heilbrigðum lifnaðarháttum þá stytti ég kannski ferilinn um þrjú til fjögur ár. Ég vonast til þess að geta haft atvinnu af handknattleik í nokkuð mörg ár til viðbótar enda er ég ekki nema 27 ára gamall.“ Síðar í viðtalinu segir Guðjón Valur frá kynn- um sínum af Jóni Arnari Magnússyni, tug- þrautarkappa, sem hefur borið sæmdarheitið íþróttamaður ársins þrisvar: Fann ofjarl sinn í Jóni Arnari – Það vakti nokkra athygli þegar þú leitaðir í smiðju til tugþrautarmannsins Jóns Arnars Magnússonar sumarið 2005 og æfðir eftir hans forskrift hluta úr sumri. Þú ert óhræddur að leita á önnur mið og brjóta upp hversdagsleik- ann? „Að sjálfsögðu ræðir maður við aðra menn og fylgist með í þeim tilgangi að bæta hraða, snerpu og styrk. Ég kynntist Jóni Arnari á Ól- ympíuleikunum í Aþenu sumarið 2004 og lang- aði að kanna hvað hann gæti fyrir mig gert. Það er nú svo að þegar vel hefur gengið hjá manni í langan tíma þá er auðvelt að halda áfram og gera alltaf það sama, fara auðveldari og örugg- ari leiðina. Mig langaði hins vegar að brjóta mig svolítið út úr því fari sem ég var í, gera eitthvað nýtt. Ég fékk að æfa með eða við hlið Jóns Arn- ars í einn mánuð sumarið 2005 þegar ég var í sumarfríi heima á Íslandi. Hann lyfti meiri þyngdum en ég, hljóp hraðar og stökk hærra þótt sagt væri að ég stykki hátt. Eina sem ég hefði kannski unnið hann í var að rekja bolta á hlaupum. Þarna fann ég mann sem stóð mér framar í hraða, styrk og snerpu. Þar af leiðandi gat ég sett mér ný markmið og ég tel að vinnan með Jóni Arnari hafi skilaði mér miklum árangri. Auk þess sem við náðum vel saman. Að mínu mati er Jón Arnar einn fremsti íþróttamaður sem þjóðin hefur átt og því miður held ég að alltof fáir geri sér grein fyrir því hversu fjölhæfur og góður hann er. Jón Arnar hjálpaði mér mikið, ekki aðeins varðandi lík- amlegan styrk heldur einnig með því að vekja mig til umhugsunar um hvernig beri að mæta ýmsum aðstæðum. Tíminn með Jóni var alveg frábær og í raun forréttindi að fá að kynnast honum. Ég held að menn heima megi alveg líta út fyrir sína íþrótt til þess að bæta sig og velta fyrir sér hverjir hlaupa hraðast og stökkva hæst. Svarið er frjálsíþróttamenn.“ Undir stjórn Klajic og eftir sumaræfingar hjá Jóni Arnari tugþrautarmeistara lék Guðjón Valur að margra mati sitt besta keppnistímabil til þessa. Í mótslok í vor hafði hann skorað flest mörk allra leikmanna þýsku 1. deildarinnar og var valinn besti leikmaður deildarinnar af leik- mönnum hennar og þjálfurum. Hvað sem allri hæversku Guðjóns líður er ljóst að hann hafði stimplað sig inn sem einn besti hornamaður heims. Þeir bestu fara Það er ljóst að ef íslenskir íþróttamenn ætla að ná árangri og komast í hóp þeirra bestu, verða þeir að fara í víking og æfa og keppa í út- löndum. Það hafa okkar bestu knattspyrnu- menn, handknattleiksmenn og körfuknattleiks- menn sýnt okkur í gegnum árin. Einnig okkar bestu frjálsíþróttamenn og skíðamenn, en Jón Arnar Magnússon, sem er fjölhæfasti íþrótta- maður sem Ísland hefur átt, er og verður alltaf undantekning. Það er þó næsta víst – hann hefði kannski orðið enn betri við að fara og víkka sjóndeildarhring sinn og æfa á meðal jafningja. Ungir íslenskir íþróttamenn geta tekið Jón Arnar sér til fyrirmyndar áður en þeir halda út í hinn harða heim íþróttanna. Það er að undirbúa sig sem best líkamlega fyrir átökin og fara ekki út fyrr en þeir eru tilbúnir í slaginn. Útrás íþróttamanna Reuters Ævintýri Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, á Upton Park í London. »Guðjón Valur Sigurðsson: „Að mínu mati er Jón Arnar einnfremsti íþróttamaður sem þjóðin hefur átt og því miður held ég að alltof fáir geri sér grein fyrir því hversu fjölhæfur og góður hann er.“ Íþróttir Sigmundur Ó. Steinarsson | sos@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.