Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 17
á framhaldsstigi háskólanáms
Á hverju ári veitir Landsvirkjun styrki til nemenda á framhaldsstigi háskólanáms sem eru
að vinna að lokaverkefnum í meistara- og doktorsnámi. Á árinu 2007 verður varið allt að
4 milljónum króna í námsstyrki og verður styrkjunum úthlutað í apríl næstkomandi. Hver
styrkur verður að lágmarki 400 þúsund krónur.
Markmiðið með námsstyrkjunum er að efla menntun og hvetja til rannsókna á hinum marg-
víslegu sviðum sem tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir
til að kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsíðu fyrirtækisins. Styrkjunum
er ætlað að standa undir hluta af kostnaði við lokaverkefni sem hafin eru eða munu hefjast á
árinu 2007.
Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á verkefninu, meðmæli leiðbeinanda og rök-
stuðning fyrir því að verkefnið tengist starfsemi Landsvirkjunar. Umsóknum ásamt fylgi-
gögnum skal skilað á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum:
„Námsstyrkir Landsvirkjunar 2007“.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkveitinguna og starfsemi Landsvikjunar er
að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is.
Fyrirspurnir má senda á netfangið styrkir@lv.is.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2007.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Landsvirkjun er í hópi stærstu fyrirtækja
landsins. Fyrirtækið býður viðskiptavinum
bestu lausnir í orkumálum og tryggir með
því grundvöll nútíma lífsgæða.
Landsvirkjun fæst við fjölbreytt rannsóknar-
starf á sviði náttúruvísinda, verkfræði og
orkumála. Það er helsti raforkuframleiðandi
landsins og er í forystu fyrir byggingu orku-
vera sem hafa í gegnum tíðina verið meðal
stæstu framkvæmda í landinu. Landsvirkjun
rekur umfangsmikla fjármálastarfsemi á
alþjóðamarkaði vegna fjármögnunar á verk-
efnum fyrirtækisins.
Hjá Landsvirkjun starfa rúmlega 200 manns
með fjölbreytta menntun. Dótturfélög eru
þrjú talsins og er Landsnet þeirra stærst. Þá
á Landsvirkjun hlutdeild í mörgum félögum,
innlendum og erlendum, á sviði orkumála,
fjarskipta, ráðgjafar og framkvæmda.
Landsvirkjun stefnir að því á hverjum tíma
að vera í fararbroddi í framsækinni nútíma
stjórnun og leggur áherslu á jafnrétti og
tækifæri til starfsþróunar.
Styrkir til nemenda
P
I P
A
R
•
S
ÍA
•
6
07
79
Árið 2006 verður sennilega lengi í
minnum haft hjá Magnúsi Scheving,
framkvæmdastjóra Latabæjar, en
vinsældir þáttanna um íþróttaálfinn
Sportacus og félaga hans í Latabæ
hafa aldrei verið meiri en einmitt nú.
„Það sem kannski stendur upp úr á
árinu er það að við stækkuðum
áhorfendahópinn og fórum í dreif-
ingu víðar en í Bandaríkjunum og
Suður-Ameríku. Við tókum til dæmis
Bretland „með stormi“ og byrjuðum
í Ástralíu og á Norðurlöndunum og
fengum gríðarlega góðar móttökur,“
segir Magnús. Viðurkenningarnar
létu ekki á sér standa í kjölfar land-
vinninganna; Juliana Mauriello, sem
leikur Sollu stirðu, var tilnefnd til
Emmy-verðlauna, þáttaröðin fékk
EMIL-verðlaunin í Þýskalandi fyrir
besta barnaefni sem og Bafta-
verðlaunin fyrir besta alþjóðlega
barnaefnið. Heiðursverðlaun Edd-
unnar komu svo í hlut Magnúsar
sjálfs.
Magnús segir að í ár hafi það kom-
ið í ljós hversu vel þátturinn höfðar
til barna, sama hvar þau eru stödd í
heiminum. „Við erum að ná þeim
markmiðum sem stefnt var að í upp-
hafi í þeim efnum. Krakkar í Mexíkó
tóku til dæmis gríðarlega vel á móti
okkur,“ segir Magnús og bætir við að
árangurinn megi að miklu leyti
þakka því viðhorfi hans og annarra
aðstandenda þáttanna að hvika
hvergi frá gæðum, jafnvel þótt áhorf-
endur séu að langstærstum hluta
börn.
Magnús segir að árið hafi verið
mjög erfitt en um leið mjög skemmti-
legt og innihaldsríkt. „Við höfum
unnið hörðum höndum að því að
byggja upp þetta vörumerki,“ segir
Magnús og skýrir frá því að útrás
Latabæjar sé frábrugðin annarri út-
rás að því leytinu til að Latibær sé
vörumerki sem byggt hafi verið upp
frá grunni. „Íslenska útrásin felst
nánast alltaf í því að íslensk fyrirtæki
hafa keypt vörumerki, lyfjafyrirtæki,
verksmiðjur og verslanir og þannig
vaxið og dafnað, en þessu er öðruvísi
farið með okkur,“ segir Magnús.
Höfundur, leikari og
framkvæmdastjóri
Spurður um hvernig það fari sam-
an að vera höfundur þáttanna, aðal-
leikari þeirra og framkvæmdastjóri
fyrirtækisins segir Magnús það
vissulega hafa sína ókosti sem meðal
annars felist í aukinni þreytu og
hverfandi tíma fyrir sjálfan sig og
sína nánustu. Auk þess sé fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins ekki sá
miðpunktur sem hann er í hefð-
bundnum fyrirtækjum þar sem
Magnús sjálfur ferðast heimshorn-
anna á milli í kynningarskyni. Kost-
irnir eru þó ótvíræðir að mati Magn-
úsar. „Við þurfum ekki einhvern
fókushóp fyrir börnin heldur förum
við á staðinn og hoppum með tíu þús-
und börnum í Frakklandi eða fimm
þúsund í Ástralíu,“ segir Magnús og
bætir við að fyrir vikið séu tengslin
milli aðstandenda Latabæjar og
barnanna mun betri, sem sé í raun
einn helsti kostur fyrirtækisins.
Magnús skýrir einnig frá því að
vegna þeirrar sjaldgæfu stöðu að
höfundur, leikari og framkvæmda-
stjóri þáttaraðarinnar sé einn og
sami maðurinn hafi kastljós fjölmiðla
beinst að honum í meira mæli en ella
og hann hafi því átt auðveldara með
að vekja athygli á fyrirtækinu.
Framtíðin björt
En skyldi framtíðin vera björt hjá
hinum önnum kafna athafnamanni?
„Þetta er bara eins og með alla
vinnu, maður þarf að leggja mikið á
sig og samkeppnin er mikil eins og
Íslendingar þekkja manna best “
segir Magnús og bætir við að ef mað-
ur leggi mikið á sig skili það yfirleitt
árangri að lokum. „Sem dæmi um ár-
angurin má nefna að nýleg könnun
bendir til þess að 70% bandarískra
mæðra þekki vörumerkið Latabæ
[Lazytown].“
Á nýju ári hefjast sýningar ann-
arrar þáttaraðar Latabæjar auk þess
sem leiknar sýningar sem sameina
söng og hreyfingu verða settar upp
víðs vegar um heiminn.
„Erum að ná þeim markmiðum sem stefnt var að“
Morgunblaðið/Eggert
Meðal verðlauna er Magnús hlaut á árinu voru heiðursverðlaun Eddunnar
sem hann veitti viðtöku með eftirminnilegum hætti.
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
Magnús Scheving
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið