Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Árið 2006 er í mínu minnimjög gott ár,“ segirHrund Rudolfsdóttir,framkvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags, sem m.a. rekur Lyf og heilsu, og formaður Sam- taka verslunar og þjónustu. „Ef litið er yfir farinn veg innan SVÞ þá er einna eftirminnilegust sú tilraun sem gerð var til að sam- eina SVÞ og Félag íslenskra stór- kaupmanna. Sú tilraun gekk ekki eftir en aftur á móti kom margt já- kvætt út úr henni. Ég er sannfærð um að þessi sameining sem stefnt hefur verið að muni koma seinna. Einnig er mér eftirminnilegt það frumkvæði Samtaka atvinnulífsins að ganga til kjarasamninga fyrr en áformað var, það frumkvæði var til að reyna að sporna við vaxandi verðbólgu og mér sýnist að þetta framtak hafi orðið til þess, með öðru, að ná betri tökum á efna- hagsástandinu. Hvað snertir starfið hér hjá L&H þá hafa verið miklar skipu- lagsbreytingar. Ég hef á árinu fært mig úr daglegum rekstri yfir í fjárfestingar og fjármögnun sem hefur verið mér mjög lærdómsríkt. Ég er viðskiptafræðingur og hef fram að þessu starfað meira á rekstrarlegum vettvangi, þetta er því nýtt fyrir mér. Einkum finnst mér áhugavert að annast fjárfest- ingar erlendis. Þess má geta að í sumar sem leið keyptu L&H fyrirtæki í Make- dóníu, sem var mjög skemmtilegt ferli. Þetta er lyfsölukeðja sem samanstendur af 34 apótekum og þeim fylgir heildsala. Ég hafði ekki áður komið til Makedóníu en landið kom mér á óvart. Ég vissi ekkert um landið en leist vel á það. Innanlands hafa sem kunnugt er verið miklar breytingar og það framtak sem gert var til lækkunar matvælaverðs standa upp úr, frá mínum bæjardyrum séð. Óneit- anlega er spennandi að sjá hvað gert verður næsta ár, sem er kosningaár, hvort menn halda áfram á þessari braut, ekki er van- þörf á því, margt á eftir að gera til að matvæli verði á samkeppn- ishæfu verði við önnur Norð- urlönd. Þetta á raunar ekki aðeins við um matvæli, þetta á líka við um ýmsar aðrar vörur. Í einkalífinu hefur líka dregið til tíðinda, við hjónin ákváðum að bæta við þriðja barninu og það á að fæðast í mars nk., ef allt geng- ur vel. Svona ákvörðun er ekki tekin í skyndi og mun óhjákvæmilega hafa talsverð áhrif á jafnvægið milli heimilis og vinnu, a.m.k. til skamms tíma. Fyrir á ég tvær telpur, átta ára og tólf ára, þannig að þær eru vel komnar af höndum og allt orðið mjög þægilegt. Með nýju barni aukast annir því mjög. Stóran hluta af árinu sem er að líða stóðum við, ég og maðurinn minn Kristján Óskarsson, í stórum breytingum á húsinu okkar sem er gamalt og þarfnaðist endurnýj- unar. Ég ætla rétt að vona að þær breytingar séu nú senn yfirstaðn- ar.“ Hrund Rudolfsdóttir framkvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags Nýtt barn á nýju ári! Morgunblaðið/Sverrir Í lok sumars varð slysaalda sem fékkliðsmenn áhugahóps um tvöföldunReykjanesbrautar til að láta meira tilsín taka í umferðaröryggismálum, segir Steinþór Jónsson. „Þrátt fyrir að tvö- földun Reykjanesbrautar sé bara hálfnuð er árangurinn á allra vitorði og því töldum við okkur bera siðferðilega skyldu til þess að miðla því sem hefur áunnist í okkar baráttu. Það leiddi til stofnunar Samstöðu. Mikill fjöldi fólks alls staðar af landinu vildi leggja sitt af mörkum en vantaði farveg. Við lögð- um áherslu á samstöðu og afmörkun verk- efna innan baráttuhópa um allt land sem þá vinna markvisst að málunum á sínu svæði. Við vildum horfa lengra fram í tímann og hafa markmiðin skýr. Við spyrjum okkur fyrir hverju við viljum berjast og hvað við gerum sjálf til þess að ná fram þeirri breyt- ingu? Fyrir þessu stendur Samstaða,“ segir hann. Ánægjuleg velgengni „Fyrir mig persónulega stendur það helst upp úr á árinu hversu vel hefur gengið í fjölskyldufyrirtækinu, hjá fjölskyldunni og í pólitíkinni en ég starfa einnig sem bæj- arfulltrúi í Reykjanesbæ. Hótel Keflavík varð 20 ára nú í maí og Hildur Sigurð- ardóttir konan mín varð fertug í sama mán- uði. Þessi tímamót fengu mig til að hugsa til þess hversu ung við vorum þegar hótelið var stofnað og við stórfjölskyldan hófum að berjast fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Þeg- ar maður horfir tilbaka fyllist maður ánægju yfir þeirri velgengni sem við höfum notið. Einnig hefur verið gaman að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem orðið hefur í Reykjanesbæ síðustu árin. Við fórum í sigl- ingu um Karíbahafið í tilefni af fertugs- afmæli konunnar, með systur minni og hennar maka sem einnig urðu fertug á árinu. Þetta var yndisleg ferð og áfanga- staðir sem við höfðum ekki heimsótt áður.“ Steinþór segir að meðaltali hafi sex bana- slys orðið á Reykjanesbraut á ári áður en hún var tvöfölduð að hluta, en nú hafi ekki orðið þar banaslys í tæp þrjú ár. „Þegar ég hugsa til þeirra skelfilegu banaslysa sem orðið hafa á árinu kemur upp í hugann hvernig útkoman hefði orðið ef úrbætur á Reykjanesbrautinni hefðu tafist eitthvað frekar,“ segir hann. Fyrr í mánuðinum voru settir upp 52 krossar á Suðurlandsvegi í nafni bar- áttuhóps innan Samstöðu til þess að minn- ast þeirra sem látist hafa þar í bílslysum. „Maður veltir því fyrir sér hvort tvöföldun á ákveðnum kafla á Suðurlandsvegi sem fyrst myndi ekki hafa sömu áhrif og á Reykjanesbraut. Síðustu vikur höfum við unnið að því að koma Samstöðu á legg þannig að fólk viti fyrir hverju við erum að berjast. Þessa dagana erum við að undirbúa auglýsingaherferð með stuðningi FÍB, Um- ferðarstofu og fleiri aðila.Við höfum þá sýn að berjast fyrir umferðaröryggismálum á jákvæðan hátt og í staðinn fyrir að gagn- rýna yfirvöld endalaust viljum við styðja þau og aðra tengda aðila til að vinna að settu markmiði. Markmið okkar er slysa- laus sýn árið 2007 í umferðinni. Einhverjum kann að þykja það háleitt markmið en að okkar mati má takmarkið aldrei vera minna. Við megum ekki falla í þá gryfju að sætta okkur við meðaltal slysa á síðustu ár- um sem góðan árangur. Í dag er vinna í gangi hjá Samstöðu um gerð Íslandskorts sem sýnir hvernig við viljum að umferð- armannvirki verði á Íslandi eftir 20–30 ár. Sú framtíðarsýn hefur aldrei verið lögð fram áður á þennan hátt en við teljum að ef ekkert markmið er sett, sé erfitt að ná ár- angri. Þegar myndin liggur fyrir getum við tekist á, á skynsamlegum nótum, um hver forgangsröðin á að vera,“ segir Steinþór Jónsson. Steinþór Jónsson formaður Samstöðu Markmið okkar er slysalaus umferð Morgunblaðið/G.Rúnar Áárinu sem er að líða hefur veriðmikil umræða um innflytjendamál.Ég hef alltaf haldið því fram aðvið eigum ekki að tala um „vanda- mál“, heldur „málefni“. Og þótt umræðan hafi í einstaka tilvikum verið skuggaleg, þá finnst mér standa upp úr að fólk hefur reynt að tala af hreinskilni,“ segir Tatjana Latinovic. Tatjana er formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna, situr í innflytjendaráði, stjórn Alþjóðahússins og stjórn Kvenna- athvarfsins. Hún segir að í þessu fé- lagsstarfi hafi hún kynnst ótrúlega mörgum konum og körlum og fengið staðfest hversu mikill fjölbreytileiki er í innflytjendahópn- um. „Hóparnir eru ólíkir og innan hvers hóps er fjölbreytileikinn líka mikill. Mér finnst mjög áberandi núna að aðflutt fólk notar íslenskuna sem fyrsta mál, í stað þess að skipta yfir í ensku, eins og var algengt. Í þessum hópi felast miklir möguleikar. Þarna eru hæfir einstaklingar, sem finnst gott að búa hér.“ Tatjana segir að eitt af viðfangsefnum hennar sé heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum, en varast þurfi að bendla slíkt sér- staklega við erlendar konur. „Ástæða þess að við þurfum að huga sérstaklega að er- lendum konum í þessu samhengi er að þær vantar oft það öryggisnet sem íslenskar konur hafa og vita ekki hvert þær geta snú- ið sér.“ Umræðan stundum á villigötum Umræðan um innflytjendur er stundum á villigötum, að mati Tatjönu. „Ýmis málefni eru flokkuð undir samheitið innflytj- endavandamál, þótt það sé rangnefni. Ég nefni til dæmis umræðuna um búsetu fólks í ólöglegu húsnæði. Ég vil alls ekki líta á það mál sem eitthvert innflytjendamál, þetta er félagslegt vandamál sem þarf að leysa á réttum vettvangi. Með því að spyrða óskyld málefni við innflytjendur er hætt við að þau mál hverfi, sem í raun brenna á innflytj- endum.“ Ýmislegt í umræðunni um innflytjendur þótti Tatjönu ánægjulegt. „Flestir, ef ekki allir stjórnmálaflokkar, kunna að meta framlag innflytjenda til samfélagsins. Ég held að samtök innflytjenda og einstaka innflytjendur sem hafa tjáð sig um málefni sem að þeim snúa, skipti miklu máli í mótun þeirrar umræðu. Hér á landi gera menn sér grein fyrir að innflytjendur eru ekki bara „erlent vinnuafl“ heldur einstaklingar og fjölskyldur sem hafa kosið að setjast hér að og vilja fá að taka þátt í samfélaginu. Þetta eru ekki vinnuvélar, heldur nýir íbúar landsins. Til þess að gera fólki kleift að skapa sér sómasamlegt líf hér á landi þurf- um við að huga að ýmsu, sérstaklega skóla- kerfinu.“ Tatjana segir að helsta áhyggjuefni henn- ar sé hvort íslenska skólakerfið sé í stakk búið til að taka á móti öllum þeim fjölda barna af erlendum uppruna sem flytjast hingað. „Þar skiptir ekki máli hvort fjöl- skyldan býr hér aðeins í örfá ár, það er langur tími í lífi barnanna. Ég held að það væri mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag ef tekst að taka vel á móti þessum börnum.“ Látrabjarg og Kalifornía Á árinu sem er að líða hefur Tatjana tek- ið þátt í að kynna íslenska menningu í Serb- íu og serbneska menningu hér á landi. Hún segir að sér þyki mjög gaman að fá að taka þátt í að leiða þessi heimalönd sín saman. Þegar Tatjana er ekki upptekin við störf sín í þróunardeild Össurar hf. eða ýmis fé- lagsstörf í þágu innflytjenda hefur hún gaman af að ferðast. „Í sumar fór ég í fyrsta sinn til Vestfjarða, að Látrabjargi. Svo þræddi ég líka strandlengju Kaliforníu, frá San Francisco suður til San Diego. Mað- urinn minn hafði reyndar á orði á því ferða- lagi að landið minnti sig á Ísland, en líklega hefur þar ráðið mestu að það rigndi á okkur allan tímann,“ segir hún og hlær við. Tatjana Latinovic formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Flestir meta framlag innflytjenda Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.