Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 23

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 23 Þegar kemur að starfinu er fernt semstendur upp úr í huga Finns Svein-björnssonar bankastjóra Icebank,sem áður hét Sparisjóðabanki Ís- lands, þegar hann lítur til baka yfir árið. „Í fyrsta lagi ný framtíðarsýn sem eigendur Ice- bank, sparisjóðirnir í landinu, settu bankanum og sú fyrirætlun þeirra að opna eignarhaldið og skrá hlutabréfin í Kauphöllinni. Þessar ákvarð- anir einkennast bæði af djörfung og framsýni. Í öðru lagi nefni ég samruna sparisjóða og þar ber hæst nýafstaðinn samruna Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Að mínu mati er hafin þróun sem á örfáum árum mun leiða til algerrar uppstokkunar í sparisjóða- kerfinu. Í þriðja lagi nefni ég glímu íslenskra fjár- málafyrirtækja við andsnúna erlenda aðila í kjölfar þess að alþjóðlegt lánshæfismatsfyr- irtæki breytti í febrúar sl. horfum fyrir láns- hæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í nei- kvæðar. Andrúmsloftið víða erlendis var virkilega neikvætt á tímabili. Sem betur fer tókst með samstilltu átaki að snúa vörn í sókn. Þar eiga stóru íslensku bankarnir og Við- skiptaráð sérstakan heiður skilinn en fjölmarg- ir aðrir einkaaðilar og opinberir aðilar lögðu á sig mikla vinnu í þessari orrahríð. Þótt það versta sé afstaðið er þó greinilegt að áhrifanna mun gæta í lakari lánskjörum erlendis, gagn- rýnna viðhorfi, varfærni og jafnvel tortryggni um eitthvert skeið. Reyndar sýnir ákvörðun Standard & Poor’s í síðustu viku um að lækka lánshæfismat íslenska ríkisins að það er enn á brattann að sækja. Í fjórða lagi nefni ég söluna á Kauphöll Ís- lands og Verðbréfaskráningu Íslands til er- lendra aðila. Það stendur yfir mikil uppstokkun í þessari atvinnugrein og það var raunveruleg hætta á að þessi mikilvægu íslensku fyrirtæki hefðu einangrast sem hefði getað haft neikvæð- ar afleiðingar fyrir frekari framþróun.“ Í striklotu upp um fjöll Þegar Finnur lítur sér nær segir hann að ár- ið hafi verið farsælt. „Ég og mínir nánustu vor- um heilsuhraust og börnin héldu áfram að sýna að þau eru heilsteyptir einstaklingar. Sonurinn fékk bílpróf fyrr á árinu og sem betur fer virð- ist hann haga sér skikkanlega í umferðinni. Einna minnisstæðast á árinu eru ferðir okkar hjóna og heimilishundsins í striklotu upp á Snæfell og Herðubreið og umhverfis Langasjó, þrjú ein í náinni snertingu við náttúruna, fjarri áreiti og skarkala. Við gengum einnig á Hvannadalshnúk í vor með systkinum og mök- um og upplifðum svo sannarlega breytileika ís- lensks veðurfars. Þessar ferðir og fyrri göngu- og bílferðir um óbyggðir hafa smám saman opnað augu mín fyrir mikilfengleik íslenskrar náttúru og hversu mikil verðmæti eru í henni fólgin.“ Brotthvarf stjórnmálamanna tímamót Þegar Finnur er beðinn að nefna atburði fjarri sjálfum sér og fjármálaþjónustu á líðandi ári talar hann um brotthvarf Halldórs Ás- grímssonar úr stjórnmálum sem ásamt brott- hvarfi Davíðs Oddssonar í fyrra marki ákveðin tímamót. Einnig nefnir hann brotthvarf varn- arliðsins og það endurmat á öryggismálum Ís- lands sem hafið er. „Þá nefni ég skipbrot Íraksstefnu Bandaríkj- anna og Bretlands, afleitt gengi repúblikana í þingkosningum í Bandaríkjunum, veika stöðu Bush Bandaríkjaforseta og þá erfiðu stöðu sem stefna hans og framganga hefur komið Banda- ríkjunum í víða um heim. Einnig nefni ég sívax- andi efnahagslegan og pólitískan styrk Ind- lands og Kína sem smám saman mun gerbreyta valdahlutföllum í heiminum.“ Að síðustu getur Finnur um togstreitu ólíkra menningarheima. „Það er sárt að horfa upp á að mannkynið geti ekki lifað saman í sátt og samlyndi og að ofbeldi í heiminu virðist fara sí- fellt vaxandi.“ Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank Djörfung og framsýni eigenda Icebank Morgunblaðið/Ásdís Mér finnst félagið hafaeflst mjög mikið á þessuári. Félagsstarfið íStangarhyl 4 er orðið mjög blómlegt og þangað koma upp undir þúsund manns á viku,“ segir Margrét Margeirsdóttir. „Það sem stendur upp úr er að Fé- lag eldri borgara í Reykjavík átti 20 ára afmæli á árinu og var þess minnst með glæsibrag í heila viku. Við héld- um meðal annars briddsmót, skák- mót og tónleika í Grafarvogskirkju og einnig sýndi leikfélagið í Iðnó. Dag- skránni lauk svo með hátíð- arsamkomu á Hótel Sögu þar sem forseti Íslands flutti ávarp og fjöldi listamanna kom fram. Í byrjun sept- ember var félaginu boðið að kynna starf sitt á stórri sýningu í Egilshöll, sem var mikill heiður og krafðist mik- ils undirbúnings. Við fluttum í annað húsnæði árið 2005 sem er mjög heppi- legt fyrir okkar starfsemi, því við gát- um sameinað félagsstarfið og skrif- stofuna undir einu þaki. Við höfum lagt mikla áherslu á að kynna félagið í fjölmiðlum og einnig hefur verið leit- að mikið til okkar um að kynna mál- efni eldri borgara á ráðstefnum, þing- um og fundum. Við erum á góðri siglingu að mínu mati.“ Félag eldri borgara hefur lagt áherslu á að byggja upp samstarf við Reykjavíkurborg á undanförnum misserum og segir Margrét það líka mjög mikilvægt, þar sem fulltrúar þess eiga nú sæti í tíu starfshópum og nefndum um bætta þjónustu á vegum borgarinnar. „Það sem stendur upp úr í einkalíf- inu hjá okkur hjónum er langömmu- og langafabarn sem fæddist 15. júní, stúlka sem var skírð í október síðast- liðnum. Einnig var ég viðstödd opnun ljósmyndasýningar sonar míns, Björns Margeirs Sigurjónssonar, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði, sem var líka mjög ánægjulegt. Þetta er önnur sýningin sem hann heldur á þessu ári.“ Skerðingar og flækjur „Sumarið var reyndar nokkuð óvenjulegt, þar sem ég gat eiginlega ekkert ferðast vegna nefndarstarfa. Ég þurfti að vera í bænum þar til í júlílok og hef því lítið verið í sum- arbústaðnum okkar í Skagafirði. Honum tengt er mikið baráttumál sem ég hef brennandi áhuga á, en það er verndun jökulsánna í Skagafirði, þar eru okkar rætur.“ Margrét segir nokkur baráttumál líka vera á döfinni hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík. „Í fyrsta lagi þarf að færa málefni eldri borgara frá ríkinu til sveitarfélaganna, fyrr verð- ur engin heildarstefna í þessum mála- flokki. Í öðru lagi þarf að endurskoða lög um almannatryggingar, eða hreinlega skera þá löggjöf upp eins og hún leggur sig. Aldraðir sætta sig ekki lengur við skerðingar og óskilj- anlegar lagaflækjur. Við þurfum að halda áfram að efla félagið og berjast fyrir þessum aðkallandi breytingum á stjórnsýslunni, enda er þjónusta við eldri borgara nærþjónusta og sam- þætting á heimaþjónustu og heima- hjúkrun er algert grundvallaratriði svo dæmi sé tekið. Við höfum reynslu af þannig fyrirkomulagi frá Akureyri, þar sem bærinn hefur stýrt heima- þjónustu með þjónustusamningi við ríkið og þar er ekki líku saman að jafna. Það vantar áhuga og yfirsýn yf- ir þennan málaflokk hjá ríkinu,“ segir Margrét Margeirsdóttir. Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík Á góðri siglingu Morgunblaðið/Ásdís Mér er efst í huga hversu gaman það hefurverið að taka þátt í uppbyggingu Heimilisog skóla með því frábæra fólki sem þarstarfar og situr í stjórn. Foreldrar eru stór hópur með sameiginlega hagsmuni sem fara saman hvar sem við búum á landinu. Okkar starf er að styðja þá í uppeldishlutverkinu og virkja til þátttöku í skóla- samfélaginu. Heimili og skóli tók þátt í undirbúningi tveggja ráð- stefna á árinu. Önnur fjallaði um móðurmál og íslensku- kennslu fyrir nýja Íslendinga en framtíðarskólakerfi þarf að hafa fjölmenningarlega heildarsýn svo hægt sé að stuðla að jafnrétti allra og undirbúa þau jafnvel und- ir lífið. Hin ráðstefnan fjallaði um markaðssókn fyr- irtækja gagnvart börnum. Ásókn auglýsenda í athygli barna eykst stöðugt í gegnum miðla eins og Netið sem við foreldrar höfum mjög takmarkaða getu til að loka á. Þessir sömu auglýsendur stefna nú hraðbyri inn í skóla barnanna okkar. Þessi viðfangsefni þarfnast umræðu og skýrrar stefnumörkunar á næstu árum,“ segir hún. Lánsöm og þakklát María Kristín segir að fyrir sig persónulega sé minn- isstæðast „ævintýrið endalausa“ við að gera nýtt hús fjölskyldunnar íbúðarhæft. „Við keyptum fyrir nokkru hús sem við erum að gera upp og fluttum á meðan til mömmu og pabba. Það reynir svo sannarlega á fjöl- skyldur að búa saman í stærri einingum en ég er bæði lánsöm og óendanlega þakklát að geta leitað til foreldra minna um þennan stuðning. Bara að allir ættu slíkan stuðning vísan. Dóttir mín tók líka þátt í og vann Stóru upplestrarkeppnina í Hafnarfirði síðastliðið vor. Það er örugglega ein besta tilfinning sem hægt er að upplifa um ævina þegar börnin manns standa sig vel í ein- hverju. Á næsta ári hlakka ég til að halda áfram upp- byggingu Heimilis og skóla en við erum samtök í vexti, ekki endilega örum, en öruggum. Heimili og skóli ætlar á nýju ári að stofna til samræðu um hvaða gildi mennt- un hefur fyrir sjálf okkur og þjóðfélagið í heild. Við vilj- um líka láta enn frekar til okkar taka við mótun íslensks skólastarfs og stuðningi við foreldra, sérstaklega nýja Íslendinga. Í landi þar sem hlutfall mæðra og feðra á vinnumark- aði er það hæsta í heimi er alveg ljóst að við getum ekki verið 100% foreldrar alltaf. Að tryggja hverju barni bestu mögulegu skilyrði til uppvaxtar og verja það gegn ónauðsynlegu áreiti er úrlausnarefni sem varðar öll börn og foreldra. Það varðar líka fyrirtæki, fjölmiðla, skóla og samfélagið allt. Mér var einu sinni sagt að hægt væri að mæla gæði lífs í líðan barna. Barnauppeldi er eitt erfiðasta en á sama tíma ánægjulegasta verkefni sem fullorðnir takast á við. Það er einnig það verkefni sem við fáum minnsta menntun til að leysa. Eitt það mikilvægasta sem foreldrar geta gefið börnum er tími. Umræða um misskiptingu auðs hefur verið hávær í samfélaginu undanfarnar vikur en tími er sá auður sem er ekki misskipt milli manna. Við eigum öll jafn mikið af tíma, 24 tíma á sólarhring, 52 vikur og 365 daga á ári. Hvernig við ráðstöfum þessum auði er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Hér ætla ég sjálf að gera betur á næsta ári,“ segir María Kristín Gylfadóttir. María Kristín Gylfadóttir formaður Heimilis og skóla Tími ein mikilvægasta gjöf foreldra til barna Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.