Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 26
26 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Gleðilegt ár
Þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða
Ráðning framkvæmdastjóraKaffitárs í ársbyrjungerði mér kleift að sinnaýmsu öðru en daglegum
rekstri fyrirtækisins. Þar stendur
upp úr, að ég ferðaðist mikið og náði
að kynnast kaffibændum í Suður-
Ameríku, sem ég hefði ekki komist í
samband við að öðrum kosti. Mér
fannst það mjög skemmtilegt og
vonandi njóta íslenskir neytendur
góðs af þeim samböndum,“ segir Að-
alheiður Héðinsdóttir, kaffimeistari
og forstjóri Kaffitárs.
Á árinu ferðaðist Aðalheiður til
Hondúras og Níkaragva, en áður
hafði hún m.a. heimsótt Kólumbíu.
Að því er varðar atvinnugreinina í
heild finnst Aðalheiði merkastur sá
áfangi að koma á einu þrepi virð-
isaukaskatts á matvæli og veit-
ingaþjónustu og niðurfelling vöru-
gjalds. „Með þessum aðgerðum
losnum við undan mikilli skrif-
finnsku. Öll einföldun starfsum-
hverfis fyrirtækja er af hinu góða.“
Fyrst minnst er á einföldun er
vert að rifja upp, að Aðalheiður
barðist gegn skriffinnsku við útgáfu
veitingaleyfa. Og hafði sigur. Mála-
vextir voru þeir, að við opnun fjórða
kaffihúss Kaffitárs var farið fram á
að lögð yrðu fram alls konar vottorð,
alls 35 talsins, en með atbeina Sam-
taka atvinnulífsins var fallið frá
þeirri kröfu, enda öll vottorðin þegar
fyrir hendi.
„Þetta mál sýnir að það þarf ekk-
ert endilega að breyta reglugerðinni
sem gildir um veitingaleyfi, heldur
gæta þess að gera ekki meiri kröfur
en reglugerðin sjálf kveður á um.“
Enn fjölgar kaffihúsum
Aðalheiður segir fyrirtækið ganga
vel. „Við erum með öfluga stjórn,
sem pískar okkur áfram,“ segir hún,
en þykir það greinilega ekkert verra.
Aðalheiður segir að kaffihúsum
Kaffitárs eigi áreiðanlega eftir að
fjölga. „Við stefnum að því að veita
sem flestum þá ánægju að drekka
gott kaffi. Til að svo megi verða þarf
kaffið auðvitað að vera aðgengilegt.
Ég held að enn megi bæta við kaffi-
húsum í Reykjavík og ef til vill ann-
ars staðar á landinu.“
Hún segir að a.m.k. eitt nýtt kaffi-
hús verði opnað á næsta ári og von-
andi tvö, ef rétt staðsetning býðst.
„Kannski gerum við líka eitthvað
annað, eitthvað nýtt, sem tengist þó
kaffinu. Núna, þegar ég þarf ekki
lengur að sinna daglegum rekstri,
hef ég tíma til að kynna mér nýj-
ungar annars staðar í heiminum. Við
hjá Kaffitári viljum ekki bíða og
bregðast við, heldur vera þátttak-
endur í að koma nýjungum á mark-
að.“
Göngur og tangó
Þegar talið berst að einkalífinu
prísar Aðalheiður sig enn sæla yfir
ráðningu framkvæmdastjórans, því
nú hafi hún meiri tíma til að sinna
fjölskyldunni en áður. „Við erum
reyndar að verða tvö eftir í kotinu,
hjónin. Við sinnum auðvitað börnum
og barnabörnum, ferðumst innan-
lands á sumrin og til útlanda að vetr-
arlagi. Í sumar fórum við hjónin í
skemmtilega göngu frá Langasjó um
Strútsstíg að Hvannagili og við höf-
um gaman af að dansa tangó. Reynd-
ar verðum við að fara að taka okkur
á í dansinum, kunningjar okkar eru
miklu lengra komnir en við og það
gengur ekki að sitja eftir,“ segir
kaffimeistarinn Aðalheiður Héðins-
dóttir.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs
Öll einföldun er
af hinu góða
Morgunblaðið/Ásdís
FYRIRTÆKIÐ Ektafiskurá Hauganesi er þekkt fyr-ir úrvalssaltfisk enda seg-ist framkvæmdastjórinn,
Elvar Reykjalín Jóhannesson, vera
saltfiskkóngur Íslands. „Það þýðir
ekki að vera með neina minnimátt-
arkennd! Ekki það að ég framleiði
mest allra af saltfiski á landinu en
það gerir enginn meira úr honum
fyrir neytendamarkað en ég,“ sagði
Elvar í samtali við Morgunblaðið.
Starfsemi fyrirtækisins hefur
gengið mjög vel á árinu. „Við send-
um frá okkur vel á fjórða hundrað
tonn af afurðum á árinu, sem er
mjög mikið miðað við fjölda starfs-
manna, en hér eru níu heilsárs
stöðugildi. Það er okkar gæfa að
vera með frábært starfsfólk og hér
eru eingöngu Íslendingar sem er lík-
lega einsdæmi í fiskvinnslu hér á
landi.“
Elvar er í miklu og góðu samstarfi
við spænskt fyrirtæki, sem er með
starfsemi bæði í Sevilla og Madríd.
„Þetta er rosalega flott fyrirtæki
sem framleiðir alls konar rétti úr
saltfiski og þeir vilja ekki kaupa salt-
fisk af neinum öðrum en okkur; ég
sel þeim stærsta línufiskinn, flak-
aðan, og þeir skera hann niður í alls
konar rétti.“
Mjög spennandi tímar eru fram-
undan, að sögn Elvars, því fljótlega
hefst hann sjálfur handa við að fram-
leiða margskonar tilbúna rétti og
fær þá að kafa í viskubrunn hinna
spænsku vina sinna, sem hafa langa
reynslu á því sviði.
Nú er unnið að því að setja upp
eldhús í húsnæði fyrirtækisins á
Hauganesi og það verður líklega
tilbúið í febrúar. Þá segist hann
væntanlega þurfa að fjölga starfs-
fólki. „Við erum í viðræðum við mjög
sterka aðila sem vilja samstarf við
okkur við framleiðslu á tilbúnum
réttum og það er mjög spennandi.
Við höfum lagt mikið á okkur til þess
að eldhúsið verði sem glæsilegast;
þetta verður í alveg nýinnréttuðu
húsi og öll tæki eru af bestu gerð.
Það verður virkilega gaman að fram-
leiða nýja rétti þar.“
Hugmyndin er að ráða kokk „til
þess að láta gamminn geisa í eldhús-
inu,“ eins og Elvar orðar það.
Þá nefnir hann að fyrirtækið sé í
samstarf við Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins, Háskólann á Ak-
ureyri og fleiri aðila varðandi spenn-
andi hluti, en ekki sé tímabært að
gera opinbert strax hvað þar er um
að ræða.
Elvar segir fyrirtækið stækka og
eflast ár frá ári og sífellt sé rennt
fleiri stoðum undir reksturinn.
Guðlaug, eiginkona Elvars, sér
um sölustarfið innanlands. „Ég má
ekkert vera að því og hún hefur líka
gert það frábærlega; hefur náð mjög
góðum árangri með persónulegum
tengslum við verslanir og veitinga-
hús,“ segir Elvar Reykjalín Jóhann-
esson, framkvæmdastjóri Ektafisks.
Saltfiskkóngur Íslands býr og starfar á Hauganesi í Dalvíkurbyggð
Mjög spennandi tímar
framundan hjá Ektafiski
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þegar menn hafa kynnst líf-rænni ræktun og séð ogbragðað uppskeruna erengin leið til baka, svo
mikill reginmunur er á afurðunum“
segir Eymundur Magnússon, bóndi
í Vallanesi á Fljótsdalshéraði þar
sem hann stendur úti við og vaskar
kartöflur sem ekki náðust upp fyrir
frost í haust.
Hann hefur stundað lífræna rækt-
un frá árinu 1989. „Fyrir mér er fátt
fallegra en nýplægður akur og þetta
er einhver tenging við jörðina; af
jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu
aftur verða. Þetta er hin eðlilega
hringrás og lífræn ræktun er í raun-
inni náttúruvernd í praxís.“
Eymundur ræktar kartöflur og
fjölbreytt úrval af grænmeti, eins og
kál, rófur, púrru, hvítkál, rauðrófur,
salat og steinselju. Hann ræktar
einnig umtalsvert af korni sem hann
selur sem bankabygg og byggmjöl
og framleiðir tilbúna grænmet-
isrétti; byggbuff, rauðrófubuff,
baunabuff og byggsalat. Þá býr
hann til olíur; lífolíu, blágresisolíu
og birkiolíu og eru þær gjarnan not-
aðar í nudd og til að lina verki. Af-
urðirnar selur Eymundur undir
vörumerki sínu Móður jörð.
Olíur sem selja sig sjálfar
„Ég segist gjarnan vera í 250%
starfi sem bóndi og nuddi svo á
kvöldin og þá nota ég lífolíuna. Ol-
íurnar selja sig talsvert sjálfar og
lífolían er heilmikið notuð inni á
heilbrigðisstofnunum, t.d. Landspít-
ala-Háskólasjúkrahúsi, sem segir
mér heilmikið um þá tiltrú sem fólk
hefur á henni.“
Afurðir Eymundar eru seldar
víða um land. Grænmetið og buffin
eru seld hjá stórum verslunarkeðj-
um og olíurnar í apótekum og
heilsubúðum. Tilbúnu réttirnir
ryðja sér til rúms og segir hann
augljóst að þörf hafi verið á slíkri
vöru.
Þó Eymundur velti ekki mörgum
milljónum króna í framleiðslunni þá
er umfangið mjög mikið og ræður
hann til sín fólk eftir þörfum. Að-
allega er unnið í törnum, við að
framleiða buffin, pakka korninu og
taka upp grænmetið og ganga frá
því. „Þetta er vaxið mér yfir höfuð,
ég kemst engan veginn yfir það einn
að reka þetta fyrirtæki. Sá þáttur
að vera við tölvuna og hugsa hvern-
ig fyrirtækið eigi að vera á næsta
ári, vinna í kynningarmálum og
markaðssetningu og nýjum fram-
leiðsluvörum verður út undan. Ég
er t.d. með hugmyndir núna um
þrjár nýjar vörur sem ég hef ekkert
getað unnið í.“
Ímyndin tekin að láni
„Markaðurinn fyrir lífræna rækt-
un er fínn og þeir sem eru að flytja
inn vörur, eins og t.d. Yggdrasill,
hafa margfaldað söluna. Það er auk-
in meðvitund hjá neytendum en
engir nýir að koma inn í framleiðslu.
Það er ennþá einhver sérvitringa-
og hippastimpill á okkur sem stönd-
um í þessu. Lífræn ræktun er erf-
iðari og útheimtir meiri vinnu, en
þegar fólk er að koma til mín og
þakka mér fyrir þessar góðu vörur
þá vill maður halda áfram.
En bændaforystan vill ekki sinna
þessu. Hún vill gjarnan fá ímynd líf-
rænnar ræktunar á hefðbundna
framleiðslu og er að búa til eitthvað
eins og vistvænt og annað sem er
bara nýtt nafn á hefðbundna fram-
leiðslu. Hugtakaruglingur er gíf-
urlegur og fólk heldur að vistvænt
sé næstum því lífrænt og það sem er
sagt ræktað án eiturefna er ræktað
með tilbúnum áburði sem er n.k.
grunneiturefni skv. lífrænu rækt-
uninni. Því er verið að blekkja fólk
alveg miskunnarlaust. Við erum sex
eða sjö sem erum virkilega að selja
okkar vörur á almennum markaði,
en miklu fleiri sem eru vottaðir frá
vottunarstofunni TÚN.
Fyrir mér er málið að ekki verður
snúið aftur og maður vill halda
áfram að þjóna því fólki sem er
tilbúið til að borga fyrir þessa vöru.“
Sérvitringastimpill á
lífrænum ræktendum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi