Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 30

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 30
30 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ár þenslu og árangurs er framundan hjá bogmanninum. Tæki- færin munu láta á sér kræla í vinnu og einkalífi, ferðalögum, menntun og með tengslum við þýðingarmikla einstaklinga. Eitt af þessu eða allt mun koma við sögu á vaxtarskeiðinu sem nú blasir við. Víkkaðu sjóndeildarhringinn, færðu landamærin, en gættu þess að þenslan einskorðist við þekkingu þína og tengsla- net, ekki mittismálið. Heppni þín kemur annaðhvort fram í ást- um eða peningamálum og þú verður opinn fyrir því að færa út kvíarnar á þeim sviðum. Nú ríður á að láta ekki góð áhrif him- intunglanna hlaupa með sig í gönur, ekki munu allar áætlanir leiða til ríkidæmis, allir hitta stóru ástina í lífinu eða öll gæfu- spor bylta aðstæðum. Væntingar þínar gætu á stundum reynst óraunsæjar eða byggðar á fölskum forsendum, ekki síst í tengslum við málefni heimilis eða fjölskyldu. Kannski finna einhverjir í bogmannsmerki sig knúna til þess að stökkva í stað þess að hrökkva, en stóra tækifærið sem hann kemur auga á gæti allt eins reynst viðskilnaður við hið kunn- uglega, án þess að nokkuð komi í staðinn. Það gæti þýtt nýtt líf eða nýjar aðstæður í vinnu, ást og daglegu lífi og breytingarnar gætu orðið skyndilegar og afdrifaríkar. Gættu þess bara að eitthvað áþreifanlegt bíði þín og mundu að ef þú ert ánægður með núverandi fyrirkomulag er engin ástæða til þess að snúa öllu á hvolf. Ef bogmaðurinn er raunsær á næstu mánuðum gæti nýtt ár orðið til þess að styrkja sjálfstraustið, magna eld- móðinn og auka bjartsýni hans og lífsgleði. Ábyrgð og stjórnun eru lykilatriði varðandi vinnu og heilsu, ekki síst með haustinu. Passaðu að hafa smáatriðin í lagi, vertu skipulagður og farðu vel með þig. Þú þarft að koma þér upp rút- ínu sem þú getur farið eftir og heldur þér við efnið. Frelsi og þægindi freista þín, þig langar heldur til þess að skemmta þér og láta eftir þér og þótt einstaka hrösun geri ekki mikið til skaltu reyna að halda aftur af þér og lágmarka skaðann. BOGMAÐURINN 22. nóvember til 21. desember Stjörnuspá fy Hrúturinn hefur fundið sig knúinn til þess að vera sinnar eigin gæfu smiður upp á síðkastið með því að nýta sér skapandi hæfi- leika sína og taka áhættu. Árangur þess kemur líklega í ljós í ágúst eða september. Nýtt ár verður kannski ekki það rómantískasta sem hrút- urinn hefur upplifað í nánum samböndum þótt ævintýrin láti ekki á sér standa á öðrum sviðum. Ábyrgð og raunsæi í sam- skiptum við aðra verður undirstrikað. Einhleypir í merki hrúts- ins gætu fundið ástina á þessu ári, en þá hugsanlega í gegnum vinnu eða með einhverjum sem gegnir ábyrgðarstöðu. Allt sem viðkemur ást, peningum og samböndum krefst aðgætni frá lok- um júlímánaðar fram í byrjun september. Hvað heimili og fjölskyldu varðar þarf heimilislífið að laga sig að vinnunni. Kannski þarf hrúturinn að grípa tækifæri og ferðast og vera fjarri sínum nánustu. Í lok september er hugs- anlegt að einhver hverfi af heimili hans eða þá að einhver kem- ur heim eftir langa fjarveru. Hrúturinn þarf að spá í heilsuna á nýju ári, ekki síst með haustinu, og gætu breytingar orðið á hreysti eða daglegum störfum. Hann þarf hugsanlega að leggja á sig meiri vinnu eða vinna meira einn, en á að passa að vinnan bitni ekki á heilsunni. Kannski verða óumflýjanlegar breyt- ingar á annað hvort vinnu eða heilsu sem hann þarf að horfast í augu við. Ferðalög, nám og stærri sjóndeildarhringur kallar á ein- hverja í hrútsmerkinu á nýju ári. Sumir kjósa jafnvel að víkka landamæri hugans og auka þekkingu. Aðrir halda áfram námi í menntastofnun lífsins og opna sig fyrir umheiminum. Ef hrút- urinn vill komast áleiðis þarf hann að auka kunnáttu sína og sjá hlutina í stærra samhengi. Hugsanlegt er að einhverjir skipti alveg um stefnu í lífinu. Heppnin verður líklega með hrútnum á árinu, en hvað sem verður, mun kímni eða heimspekilegt við- horf ná að halda honum á floti og hjálpa til við að finna frið. Í upphafi nýs árs verður rífandi gangur hjá voginni. Viðskipti, menntun, nýjar hugmyndir, áætlanir, samskipti og ferðalög koma við sögu. Ekki vera of hreinskilin og farðu varlega í um- ferðinni. Þú ættir að reyna að gera ráðagerðir að veruleika á meðan ákefðin og frumkvæðið ræður ríkjum. Kannski þarf vog- in að eiga við uppivöðslusamar eða kraftmiklar manneskjur og hún ferðast í tengslum við vinnu, viðskipti eða dagleg viðfangs- efni. Mikið verður á döfinni í sambandi við systkini eða ná- granna. Tengsl í fjarlægum löndum eða framandi áfangastaðir gætu komið við sögu og fólk þaðan gæti tengst því sem þú ert með á prjónunum, eða að hrinda í framkvæmd. Notaðu tæki- færið og vertu áhugasöm, hreyfanleg og til í að taka hinum stóra heimi opnum örmum. Taktu af skarið en hugsaðu og skipulegðu með heildarmyndina í huga. Hvað ást og rómantík áhrærir er vogin enn að leita að ein- hverju sem hún getur ekki beint orðað. Hvort sem það er full- komin ást, fullkominn lífsmáti, fullkomin afþreying eða full- komin áhætta leitar hún með þrá í hjarta til þess að fullkomna tilveruna. Á sama tíma finnst henni sú viðleitni þreytandi með einum eða öðrum hætti. Ójafnvægi í lífsmáta, vinnu eða einka- lífi verður uppspretta vandamála. Gættu þess að teygja þig ekki of langt á einu sviði til þess að ná árangri á öðru. Hvort sem um er að ræða ást eða peninga, er lykillinn að uppbyggilegum breytingum og ánægjulegu lífi ein af grundvallarlexíunum í þínu lífi, eða sjálft jafnvægið. Einbeittu þér að því að bæta tengslin og ástandið heima fyrir. Kaup á einhverju og heim- sóknir koma við sögu. Hvað vinnuna áhrærir verða nýjar áætl- anir eða breyttar aðstæður til þess að losa vogina út úr gömlum aðstæðum eða kalla yfir hana nýjar skyldur. Ástæðan getur verið nýtt tækifæri eða óvæntar breytingar. Þú hendist af stað, eða liggur í leyni, eða verður einhvers staðar annars staðar að gera eitthvað annað. Framundan er rússíbanareið. VOGIN 23. september til 22. október Hulin öfl og ný ævintýri einkenna næsta ár hjá nautinu. Fjár- málin eru í brennidepli og samvinna við aðra lykilatriði í þeim efnum. Nýttu fjármuni þína betur og taktu útpælda áhættu sem hjálpar þér við að bæta stöðuna. Nautið er þrjóskt að eðl- isfari, en á þessu ári þarf það að temja sér talsverðan sveigj- anleika í nálgun sinni og viðfangsefnum. Skólaðu þig í því hvernig það er gert. Lykillinn að velgengni í ást og peningamálum er að stækka vinahópinn og taka atburðarás í öðrum heimshlutum opnum örmum. Einhleypir í nautsmerkinu hitta nýtt fólk sem ber með sér nýjan keim, annað hvort menningarlegan eða vitsmuna- legan. Í hönd fer ár framandleikans. Drífðu þig af stað, naut á faraldsfæti fær fleiri tækifæri en aðrir. Naut sem eru í sambandi upplifa nýja möguleika með því að ferðast, læra eða víkka sjóndeildarhringinn með einhverjum hætti. Rómantík, afþreying, lífsmáti, börn og skapandi við- fangsefni verða í forgrunni snemma í haust, en þá þarf nautið hugsanlega að létta af sér ábyrgð og nota meiri tíma í að hugsa um sjálft sig og sína nánustu. Losaðu þig alveg við fánýtar skyldur. Nautið er heldur orkuminna í byrjun nýs árs en það hefði kosið. Haltu þínum hraða, en ekki færast of mikið í fang. Hvað starfsferilinn varðar er það líklega enn að leita að einhverju al- veg sérstöku sem hönd hefur ekki enn fest á, til þess að svala metnaði sínum. Nýja árið felur í sér tækifæri til umskipta á þremur sviðum. Ef nautið er heppið og snjallt í peningamálum, gæti það fjármagnað eitthvað sem markar nýtt upphaf. Í öðru lagi gæti nýtt sjónarhorn hjálpað því að finna nýjan starfsvett- vang. Í þriðja lagi gæti gæfan eða örlögin spilað inn í. Óvenju- legar hugmyndir, iðkun, einstaklingar eða örlítið af stálheppni gæti fært þér óvænt tækifæri til breytinga. Ekki detta í þrjósku eða festast í sama gamla farinu. NAUTIÐ 20. apríl til 21. maí Athafnasemi og breytingar eru lykilorðin fyrir lífsmáta og róm- antík á næstunni. Sporðdrekinn verður sér meðvitandi um sín- ar innstu þrár, æðstu hugsjónir og tilfinningalegar þarfir. Í hönd fer ár ólíkra og blandaðra áhrifa. Hann þarf að vera hvat- inn sem leiðir alla þræðina saman svo þeir verði að sameinuðu átaki. Sporðdrekinn hefur hug á því að auka bolmagn sitt eða tekjur, en leitin að nýjum eða öðruvísi gildum gæti leitt í ljós hvers vegna hann vill það sem hann vill. Styrktu undirstöð- urnar í peningamálum með því að taka rétta áhættu og vertu svo reiðubúinn til þess að færa út kvíarnar, auka þekkinguna eða stækka tengslanetið. Sporðdrekinn heldur áfram að leita að tilgangi og valdi í lífs- starfinu og síðar á árinu finnur hann sig knúinn til þess að skil- greina vináttu og markmið upp á nýtt. Vertu vandfýsinn á það sem þú vilt og hverja þú vilt vera í félagi við. Nú er kominn tími til þess að tileinka sér nýja færni og aðferðir sem gera þig vand- ari að meðulum og vandlátari á það sem þú tekur þér fyrir hendur. Byrjaðu á því að finna þér fólk sem þú getur unnið með og hefur samskonar áhugamál og viðfangsefni og þú. Ef þú vilt takast eitthvað á hendur skaltu reyna að gera það eins vel og þú getur. Líkamleg, andleg eða geðheilsa veltur á því hvernig þú ferð að því að ná markmiði þínu. Ást og félagsleg samskipti munu tengjast vinnu, viðskiptum og tengslaneti sporðdrekans. Viðskipti og skemmtun gætu far- ið saman. Þeir sem eru í sambandi munu hugsanlega ekki hafa eins mikinn tíma til þess að vera með ástvinum og þeir hefðu kosið vegna vinnu og annarra viðfangsefna. Í einhverjum til- fellum mun sporðdrekinn þurfa að eiga samskipti við almenn- ing. En hann þarf að minnsta kosti að gefa sér tíma fyrir sína nánustu, því hann mun ekki verða til af sjálfu sér. Óvenjuleg manneskja eða heilsufarið gæti breytt heimilislífinu varanlega. SPORÐDREKINN 23. október til 21. nóvember Nýtt ár er ár samvinnu hjá tvíburanum og makar og nánir sam- starfsmenn eru í brennidepli. Viðskipta- og ástarsambönd munu blómstra og tvíburinn myndar áhugaverð tengsl. Í hönd fer ár þenslu og nýs sjónarsviðs og einhver nákominn, eða ein- hver sem tvíburinn á eftir að verða náinn, ræður ferðinni. Nýtt fólk ber með sér léttleika, spennu og heimspekilega nálgun og samskiptin við þá sem eru í kringum tvíburann taka á sig æv- intýralegan blæ. Kannski verður hann í tengslum við ákafa, áhrifamikla eða hæfileikaríka einstaklinga. Ýmislegt tengt ást og peningum verður á suðupunkti og tví- burann langar helst að sökkva sér á bólakaf. Hann tekur jafnvel áhættu í tilfinningalífi eða fjármálum. Gakktu úr skugga um að hún sé úthugsuð og leitaðu ráða hjá sérfróðum. Forðastu leynd- armál eða laumuspil sem eru á siðferðilega gráu svæði og ekki gera neitt sem ekki má koma upp á yfirborðið síðar. Samþætting vinnu og einkalífs verður lykilatriði á þessu ári. Spenna gerir vart við sig til þess að byrja með og gerðir eða langanir annarra gætu truflað heimilisfriðinn endrum og sinn- um. Kannski kostar það fyrirhöfn að halda öllum góðum. Ein- hverjar breytingar gætu orðið heima fyrir sem tvíburinn þarf að sætta sig við eða koma til móts við. Hvað vinnuna áhrærir er hugsanlegt að tvíburinn þurfi að skipta sér af viðfangsefnum annarra eða vinna samkvæmt fyrirmælum. Eða kannski þarf hann að taka þátt í verkefnum sem krefjast sameiginlegra fjár- festinga. Nauðsynlegt verður að fylgjast vel með heilsunni, ekki síst streitu, tímabilið framundan verður að líkindum bæði spenn- andi og krefjandi og þess vegna þarf að styrkja og róa taug- arnar. Ekki láta áhyggjurnar ná tökum á þér. Hvatinn að persónulegum þroska og þróun starfsferilsins kemur einkum frá þeim sem eru nánir tvíburanum og hann lær- ir af félögum og nánum samstarfsmönnum. TVÍBURINN 21. maí til 20. júní HRÚTURINN 20. mars til 20. apríl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.