Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 31

Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 31 Vilji, staðfesta og bjartsýni einkenna nýtt ár hjá ljóninu. Fyr- irhöfn, skyldur og einstaklingsframtak gætu verið nokkuð sem það þarf að leggja af mörkum til þess að komast þangað sem það ætlar sér. Að sama skapi mun ljónið upplifa bjartsýni, eld- móð, smávegis heppni og þrá eftir gríni og ánægju. Árið sem er að byrja verður tímabil rómantíkur hjá ljóninu. Þau sem eru í sambandi nú þegar, gætu lagt meira undir til- finningalega eða ákveðið að tileinka sér lífsstíl sem gefur meiri tíma og svigrúm fyrir sameiginleg áhugamál og ævintýri svo ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Börn gætu komið til sögunnar í einhverjum tilfellum. Félagslífið verður með miklum ágætum og fólkið sem ljónið blandar geði við vekur áhuga. Hugsanlegt er að það taki upp nýtt áhugamál, fari í íþrótta- eða menning- arferðir, leggi stund á dans eða skrái sig í áhugaleikfélag. Pen- ingar verða í brennidepli á komandi ári og ljónið þarf að taka sig á í einkaneyslunni og hafa gætur á fjárhagsstöðunni. Styrk stjórn og nákvæmt skipulag eru lykilatriði. Leggðu í sjóð sem ætlaður er til að mæta óvæntum útgjöldum. Breytingar eða þróun verður á heimili á nýju ári. Kannski endurnýjar ljónið heimili sitt, eða þá að miklar breytingar hafa orðið á aðstæðum upp á síðkastið. Einhverjar endurbætur gætu enn staðið fyrir dyrum. Spenna eða hástemmdar tilfinningar gera líka vart við sig, en þá þarftu að beita þér til þess að lægja öldurnar. Sambönd ljónsins munu krefjast vinnu og fyrirhafnar á nýju ári, sem felst hugsanlega í samningum eða samskiptum við vinnufélaga eða starfsfólk. Tengsl fólks á vinnustaðnum taka tíma frá ljóninu og hið sama gildir um félagslífið. Gættu þess að tala skýrt, af ábyrgð og sýna þroska í samskiptum í vinnu og í daglegri rútínu. Á næstu mánuðum er rétti tíminn til að sækj- ast eftir fleiri skyldum eða aukinni ábyrgð í vinnunni. Hvað heilsuna varðar þarftu að hætta að brenna kertið í báða enda. LJÓNIÐ 23. júlí til 23. ágúst Ár vatnaskila er að renna upp hjá steingeitinni. Hún skilur hvað hún vill eða trúir á, sér fortíðina í nýju ljósi, kannar hinar innri víddir. Steingeitin nær eins miklum árangri og henni er unnt í peningamálum og nýjar hugmyndir og nýjar leiðir til miðlunar koma upp á yfirborðið. Sambönd, hugmyndir og skoðanir gætu breyst eða liðið undir lok. Kannski kynnist hún nýju fólki, nýjum hugmyndum eða nýjum áhugamálum og ferðalög í framandi um- hverfi blasa við. Í suðupotti ársins kraumar nýr innri veruleiki, ef svo má segja, sem hún fær forsmekkinn af innan tíðar. Stein- geitin á að sökkva sér í það sem hulið er sjónum, það sem hún hefur ekki séð eða viljað sjá í lífi sínu til þessa. Þegar árið er á enda kemur hún upp úr kafinu á ný, þess reiðubúin að njóta góðs af því sem á undan er gengið. Steingeitin fer inn á við og leitar að sannleika og visku í byrj- un nýs árs. Einhverjir í steingeitarmerki kjósa að halda núver- andi stefnu og leitast við að sjá fleiri möguleika eða skilja þýð- ingu núverandi aðstæðna. Aðrir velja að nema staðar og velta kringumstæðum sínum fyrir sér, jafnvel til þess að finna sér nýj- an vettvang og viðfangsefni til að glíma við. Hin andlega leið freistar kannski einhverra þar sem veraldleg viðfangsefni eru gefin upp á bátinn. Önnur leið felst í því að halda sínu striki í daglega lífinu og nota frítímann til þess að læra, jafnvel í laumi. Núverandi aðstæður gætu valdið ein- hverjum vonbrigðum. Steingeitin er í þekkingarleit og á eftir að uppgötva fleiri uppsprettur og túlkunarmöguleika en hún vissi af. Hún uppsker í lok ársins, við henni blasa ný tækifæri og heppnin verður með henni. Í millitíðinni á hún að láta sér nægja að vinna bak við tjöldin og vera á varðbergi gagnvart leyndum óvinum og sinni eigin sjálfseyðingarhvöt. Breytingar á fjölskyldumynstri koma til greina á nýju ári og eins á steingeitin að passa upp á heilsuna á næstunni, hún finnur ef til vill fyrir þreytu og miklu álagi. STEINGEITIN 22. desember til 20. janúar yrir árið 2007 Árið byrjar með látum en hugsanlega líka með truflunum. Sam- skipti, ferðalög, lagaleg viðfangsefni, viðskiptaáætlanir og tengsl við fólk í fjarlægum löndum eru í veðurkortinu. Hafðu gætur á peningunum á nýju ári og haltu þig við gerðar fjár- hagsáætlanir. Makar og nánir samstarfsmenn eru krabbanum ofarlega í huga og hann þarf að hlusta meira en tala á næstunni. Aðrir þurfa að fá útrás fyrir það sem þeim liggur á hjarta og hugs- anlegt að makar og ástvinir ráði ferðinni. Hvað fjármálin varð- ar er það möguleiki að krabbinn vinni að gerð mikilvægra áætl- ana, vinni á óvenjulegan hátt eða á nýju sviði með einstakri manneskju. Sameiginleg verkefni eða fjárhagslegar skuldbind- ingar koma mikið við sögu. Félagar eða nánir samstarfsmenn gætu haft úrslitaáhrif og boðað breytingar af einhverju tagi. Líklegt er að tímabil framfara sé fyrir höndum á vinnusvið- inu. Ekki væri vitlaust að tileinka sér nýjar aðferðir eða þekk- ingu. Krabbinn verður hugsanlega hækkaður í tign eða þá að hann velur sér nýjan vettvang til þess að starfa á. Ferðalög vegna vinnu virðast yfirvofandi, ekki síst á fjarlægar slóðir og samstarf við fólk í framandi menningarheimum. Málefni tengd heilsu gætu þarfnast úrlausnar. Hvað lífsstarfið varðar þarf krabbinn virkilega að tileinka sér nýja þekkingu og læra að lóðsa sig í gegnum aðstæður og kerfi sem hann þarf að nota. Samskipti við einhvers konar yfirvald eða ósveigjanlega manneskju eiga jafnvel eftir að gera honum gramt í geði og því þarf hann að læra að sneiða hjá þeim. Fram- undan er ár hægfara breytinga og nákvæmrar beitingar áætl- ana og ráðagerða. Nú þýðir ekkert að rasa um ráð fram. Ef krabbinn hugar vel að smáatriðum og er fer varlega í það að mæta kröfum daglegrar tilveru kemst hann á áleiðis með tím- anum. Taktu eitt skref í einu og á endanum kemstu nægilega hátt til þess að geta virt fyrir þér sléttuna fyrir neðan þig. KRABBINN 21. júní til 22. júlí Nýir vinir og nýjar hugmyndir gefa tóninn fyrir nýtt ár og hvetja vatnsberann til þess að sækja inn á víðara þekkingarsvið og leita að nýju sjónarsviði, áhugamálum eða hugmyndum til þess að endurnýja sig. Vatnsberinn verður félagslyndari en áð- ur og fær aftur áhuga á vináttu og nýjum samböndum. Hann sækist eftir takmarki sínu af krafti og með gamansemi í far- teskinu og hefur margvíslegri tök á tilverunni en áður. Draum- arnir sem hann hefur dreymt vegna áhrifa frá öðrum þurfa nú að víkja fyrir einhverju sem stendur nær hjarta hans. Hugs- anlega kennir vatnsberinn eða nemur sjálfur, eignast spenn- andi kunningja eða tekur þátt í nýju hópverkefni. Hann öðlast nýjan skilning á lífinu í öllum sínum fjölbreytileika. Velgengni gæti fylgt nýjum samböndum sem hann myndar og einhverjir öðlast opinbera viðurkenningu fyrir vinnu sína. Óvæntir möguleikar gætu skotið upp kollinum um mitt ár eða breytingar orðið. Nýir draumar laða og lokka. Þú þarft að átta þig á hvort þeir eru skýjaborgir eða framtíðarsýn. Hugs- anlegt er að vatnsberinn láti freistast til þess að leggja fé eða eyða tíma og fyrirhöfn í nýtt verkefni eða áætlun, en hann þarf að ganga úr skugga um að áhættan sé þess virði áður en hann leggur allt í sölurnar. Þú átt eftir að njóta stuðnings vina og fólks af sama sauða- húsi og þú á næstunni og góðra ráðlegginga ef þú berð þig eftir þeim. Njóttu þess til hins ýtrasta. Góðir vinir eru undirstaða lífs, örlaga og eðlis vatnsberans. Framundan er nýtt ferli sem felur í sér innri þroska, kennslu og persónulegar upplifanir tengdar framtíð og fortíð. Flest verkefni vatnsberans á sviði vinnu eða heilsu eru lík- lega til komin vegna breytingar í samböndum, nýrrar uppbygg- ingar eða fleiri skyldna gagnvart maka eða nánum vinum. Fólk þér nákomið gæti tekið upp á því að valda vandræðum ein- hverra hluta vegna. VATNSBERINN 21. janúar til 19. febrúar Meyjan upplifir meira líf á heimilinu og spennu í parsamband- inu og kemur smátt og smátt út úr skelinni á nýju ári. Það má með sanni segja að hún sé á tímamótum. Einhverjir í meyj- armerki verða fyrir því láni að komast upp metorðastigann, en þurfa fyrir vikið að leggja meira af mörkum en nokkru sinni fyrr. Reyndar bíður umbunin þeirra sem hafa úthald í að sinna skyldum sínum eða þora að taka nýja stefnu. Áhersla verður líka lögð á að ljúka óuppgerðum málum, en eitthvað nýtt er svo sannarlega að taka við. Hertu þig og láttu ekki óunnin verkefni á þig fá, með því kemurðu þér upp mynstri sem mun fylgja þér inn í framtíðina. Almennt séð verður meyjan ný og breytt per- sóna hvað varðar hlutverk hennar og virkni í mikilvægum sam- böndum. Rómantík og félagslíf blasa við á nýju ári. Meyjan gæti ákveðið að einbeita sér að þeim lífsmáta sem hún þráir og tekið upp nýtt áhugamál eða skapandi viðfangsefni. Á komandi ári á hún að sigla lífsfleyi sínu þangað sem hún óskar sér. Hvað fjármálin varðar munu verkefni sem útheimta tíma eða aukna menntun skila sér í auknum tekjum í framtíðinni. Ein- beittu þér að því sem hægt er að þróa á löngum tíma. Þroskaðu sjálfa þig og leggðu þitt af mörkum með fólki sem hugsar eins og þú. Gættu þess samt að halda sjálfstæði þínu. Ef þú einbeitir þér að því að öðlast þann lífsstíl sem þú þráir rata peningarnir til þín að endingu. Breytingar á tilfinninga- og heimilislífi virðast á döfinni á nýju ári. Í einhverjum tilvikum verða breytingar til batnaðar eða endurnýjun, í öðrum bíða flutningar á nýjan og betri stað, jafnvel í dreifbýli eða öðru landi. Hugsanlegt er að meyjan finni til vonbrigða vegna fyrri vinnu eða skyldustarfa. Kannski dreg- ur hún sig í hlé fyrir vikið. Heilsukvillar gætu líka komið til eða skortur á orku. Ef það gerist munu ný viðfangsefni eða önnur stefna leiða til endurnýjunar. MEYJAN 23. ágúst til 23. september Fiskurinn á misjafnt ár í vændum svo hann verður að halda vel á spöðunum. Í lífsstarfi eða á faglegum vettvangi eru merki um rísandi stjörnu en kröfur og skyldur blasa við í málefnum tengdum heilsu, vinnurútínu og daglegum viðfangsefnum fram á haust. Eftir það er sjónum beint að maka og nánum sam- starfsmönnum og verkefnum sem hvíla á fisknum á því sviði. Kannski virðist tímabilið framundan einkennast af óreiðu, en þegar maður fer í rússíbana er það spennunnar og ánægjunnar vegna, ekki þægindanna. Taktu þér far með rússíbananum og þegar árið er á enda verðurðu kannski andstuttur en þakklátur fyrir túrinn. Annir og breytingar á persónulegum högum blasa við í upp- hafi ársins og þegar þeim er lokið á fiskurinn eftir að sjá sjálfan sig í nýju ljósi og vera tilbúinn til að taka nýja stefnu. Hann verður breyttur og tilbúinn fyrir nýtt tímabil. Stórhuga draumar eða stórbrotnir atburðir leiða hugsanlega til umskipta og fiskurinn gæti verið undir það búinn að breyta mynstrinu í einkalífi. Kringumstæðurnar munu meira að segja hjálpa í þeirri viðleitni, hvort sem hann kærir sig um eða ekki. Gæfuhjólið snýst með þig eða leiðir þig inn á braut sem þú áttir ekki von á og þú býrð yfir nægri staðfestu og þrjósku til þess að komast á leiðarenda. Góð sambönd eða rétta tækifærið blasa við þér þegar þú þarft mest á því að halda. Hvað einkalífið varðar munu þeir sem eru í samböndum upp- lifa hvatningu og örvun í gegnum félaga eða hópa. Einhleypir finna kannski félagsskap eða rómantískt samneyti í vinahópn- um. Hvað sem því líður verður enginn skortur á vináttu ef fisk- urinn ber sig eftir henni. Ný áhugamál afla þér nýrra sam- banda sem hjálpa þér við að taka nýja stefnu í lífinu. Almennt talað þarf fiskurinn að temja sér að hugsa stand- andi, haga seglum eftir vindi og halda öllum möguleikum opn- um á nýju ári. Treystu og leyfðu hlutunum að hafa sinn gang. FISKURINN 19. febrúar til 20. mars

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.