Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 35
Reuters
NEPALSKUR óeirðalögreglumað-
ur forðar sér á hlaupum er til
óeirða kom í höfuðborginni, Kat-
mandú, í aprílmánuði. Þá komu
saman þúsundir lýðræðissinna sem
sem kröfðust þess að konungdæmi
yrði lagt af í landinu. Í desem-
bermánuði náðu skæruliðar maó-
ista og flokkar þeir sem nú fara
með völdin í landinu samkomulagi
um bráðabirgðastjórnarskrá sem
felur í sér að forsætisráðherra mun
fara með þau völd sem konung-
urinn áður hafði. Gyanendra kon-
ungur rak ríkisstjórnina frá völdum
síðla árs 2005. Í apríl í ár var hann
hins vegar knúinn til að leggja nið-
ur völd eftir fjölmenn mótmæli og
götuóeirðir. Gyanendra heldur enn
konungstitlinum en er nú valdalaus
með öllu.
Konungur hrakinn frá völdum
Reuters
INDVERSKAR lögreglusveitir beita öflugum vatnsdælum gegn stúdentum
sem söfnðust saman í Nýju-Delhí í ágústmánuði til að mótmæla áformum um
að tryggja fleiri námsmönnum úr röðum hinna stéttlausu pláss í háskólum
landsins.
Óeirðir á Indlandi
Reuters
ELDRI maður sogar sígarettu af áfergju eftir að honum hafði verið bjargað
úr rústum heimilis síns á eyjunni Jövu í Indónesíu í janúarmánuði. Maðurinn
fannst í rústunum fjórum dögum eftir að mikið aurflóð steyptist yfir þorpið
Kemiri.
Bjargað úr rústunum
DONALD Rumsfeld, hinn umdeildi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
skýrði frá því í byrjun nóvembermánaðar að hann hefði ákveðið að láta af
embætti. Repúblíkanaflokkur George W. Bush forseta hafði þá beðið afger-
andi ósigur í haustkosningunum vestra og misst meirihluta sinn í báðum
deildum Bandaríkjaþings. Ófarir Bandaríkjamanna í Írak voru taldar helsta
ástæða þess að kjósendur sneru baki við flokknum og var afsögn Rumsfelds
rakin til þessa. Rumsfeld var einn helsti skipuleggjandi innrásarinnar í Írak
og hann var talinn ábyrgur fyrir því að meiri liðsafla skyldi ekki vera beitt.
Margir halda því fram að Bandaríkjamenn hafi aldrei ráðið yfir nægilegum
herstyrk í Írak til að tryggja þar öryggi almennings. Á myndinni kveður
George W. Bush varnarmálaráðherrann eftir að hafa tilkynnt um afsögn
hans.
Rumsfeld kveður
Reuters
Reuters
TIL mikilla óeirða kom í París, höfuðborg Frakk-
lands, í marsmánuði þegar ungt fólk mótmælti
áformum stjórnvalda um breytingar á vinnulöggjöf-
inni. Kveikt var í bílum og verslanir rændar en
milljónir manna tóku einnig þátt í friðsamlegum
mótmælagöngum sem efnt var til sökum þessa. At-
vinnulöggjöfin nýja átti að ná til fólks sem er yngra
en 26 ára og var gert ráð fyrir tveggja ára reynslu-
tímabili þar sem atvinnurekendur hefðu rétt til þess
að reka starfsfólk án þess að þurfa að gefa upp
ástæðu fyrir því. Taldi ríkisstjórn Frakklands að
með þessu móti mætti auka sveigjanleika á vinnu-
markaði. Svo fór að stjórnvöld drógu lagabreyt-
inguna til baka.
Nýrri vinnulöggjöf mótmælt í París
Reuters
LEIKMENN landsliðs Ítala í knatt-
spyrnu halda verðlaunagripnum á
lofti eftir að hafa sigrað Frakka í úr-
slitaleik heimsmeistaramótsins sem
fram fór í Þýskalandi. Fabio Can-
navaro, fyrirliði Ítala, var síðan val-
inn leikmaður ársins af FIFA, Al-
þjóða knattspyrnusambandinu.
Ítalir heims-
meistarar í
knattspyrnu