Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 39
Patrick Watson - Close to Paradise
Kanadíski tónlist-
armaðurinn Patrick
Watson átti stórleik á
Airwaves í haust, lék á
þrennum tónleikum,
hverjum öðrum betri.
Hann er frábær söngv-
ari og afbragðs laga-
smiður og platan bráð-
vel heppnuð, virkar
eiginlega frekar sem
samfelldur lagabálkur
en safn ósamtæðra
laga.
Liars - Drum’s Not Dead
Drum’s Not Dead segir
frá þeim Drum og Mo-
unt Heart Attack,
Drum skapandi hluti
tónlistar sveitarinnar
en Mount Heart Attack
streita, óöryggi og
vantrú á eigin getu.
Spennan milli þessara
tveggja þátta brýst út
hvað eftir annað í
mögnuðum lögum, en
sem betur fer hefur
Drum sigur að lokum.
Joseph Arthur - Nuclear Daydream
Þrátt fyrir ómælt af
hæfileikum hefur Jo-
seph Arthur ekki náð
þeirri hylli sem búast
mætti við. Hugsanlega
er það vegna þess að
hann semur poppperlur
en flytur þær síðan á
sérkennilegan hátt eða
fellir í óvenjulegar út-
setningar. Nuclear Day-
dream á hugsanlega
eftir að koma honum al-
mennilega á framfæri.
P.G. Six - Music From the Sherman Box
Patrick Gubler, sem
tók sér nafnið P.G.Six,
er ekki síst þekktur
fyrir að bræða saman
breska þjóðlagahefð
og bandarískan óhljóð-
aspuna. Fyrir ári samdi
hann tónlist fyrir mynd-
listarsýningu og flutti á
þjóðlegar bandarískar
hörpur. Plata með tón-
listinni kom síðan út í
haust - ný bandarísk
þjóðlagatónlist.
Cortney Tidwell - Don’t Let the Stars…
Cortney Tidwell er frá
Nashville, höfuðborg
alls þess sem verst er í
sveitatónlistinni vest-
an hafs, en þaðan kem-
ur og margt það besta
og hún á einmitt heima
í þeim hópi. Hennar
sveitatónlist er þó ekki
venjuleg, hún nýtir úr
forminu allt það besta
og tærasta og kryddar
smekklega með raf-
tónlist.
Mates of State - Bring It Back
Hjónin Kori Gardner og
Jason Hammel komu
hingað á síðustu Airwa-
ves-hátíð og spiluðu
sem hljómsveitin Ma-
tes of State og gerðu
það frábærlega vel.
Platan er upp full með
skemmtilegu poppi og
gaman að því að þau
fara þau ekki alltaf
beinustu leið í lög-
unum. Textarnir eru
skemmtilega súrir.
VIÐ ÞRÖSKULDINN
Ampop - Sail
to the Moon
Hafdís Huld -
Dirty Paper
Cup
Megas - Pass-
íusálmarnir
Dr. Mister &
Mister Hand-
some - Dirty…
Benni Hemm
Hemm - Kajak
Mammút -
Mammút
Original Mel-
ody- Fantastic
Four
Elísabet Ey-
þórsdóttir -
Þriðja leiðin
Hildur Guðna-
dóttir - Lost in
Hildurness
200 - Gracel-
and
Om - Confe-
rence of the
Birds
East River
Pipe - What
Are You On
The Hold
Steady - Boys
and Girls In
America
Beirut - Gulag
Orkestar
Caetano Ve-
loso - Cê
Fujiya &
Miyagi -
Transparent
Things
The Most Se-
rene Republic -
Underwater Ci-
nematographer
TV on the Ra-
dio - Return to
Cookie Mount-
ain
Burial - Burial
Pétur Ben -
Wine for My
Weakness
INNLENDAR PLÖTUR ERLENDAR PLÖTUR