Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 46
46 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
1 „Vindum, vindumvef darraðar,
þann er ungr konungr
átti fyrri.
Fram skulum ganga
og í fólk vaða
þar er vinir vorir
vopnum skipta.“
Um hvaða orustu er þessi draum-
vísa?
a) Örlygsstaðabardaga
b) Víðinesbardaga
c) Brjánsorrustu
d) Flóabardaga
2Ekki er getið neinna eldvarna íhúsum hér áður fyrr en óhætt
er að fullyrða að reykskynjari hefði
komið að góðu gagni þann 30. sept-
ember 1148 en þá átti sér stað mann-
skæðasti bruni á Íslandi fyrr og síð-
ar. Þá brunnu inni meira en 70
manns og þar á meðal biskupinn í
Skálholti, Magnús Einarsson.
Hvar brann?
a) Á Flugumýri
b) Á Bergþórshvoli
c) Á Hrafnseyri
d) Í Hítardal
3 „Þorgils bíður nú byrjar ogdreymir, að maður kæmi að
honum, mikill og rauðskeggjaður, og
mælti: „Ferð hefir þú ætlað fyrir þér
og mun hún erfið verða.“
Draummaðurinn sýndist honum
heldur greppilegur. „Illa mun yður
farast,“ segir hann, „nema þú hverf-
ir aftur til míns átrúnaðar. Mun ég
þá enn til sjá með þér.““
Hver var það, sem vitjaði Þorgils
Þorgrímssonar örrabeins í svefni?
a) Þór
b) Óðinn
c) Freyr
d) Njörður
4 Tveir Íslendingar voru meðHaraldi Sigurðarsyni Noregs-
konungi og áttust jafnan heldur illt
við. Hæddist annar að kveðskap
hins, svokölluðum Soðtrogsvísum,
en sá lét hinn ekkert eiga inni hjá
sér og sagði, að enginn hefði hefnt
föður síns jafngrimmilega og hann.
Hann hefði étið föðurbana sinn.
Í hvaða þætti segir frá þeim félögum?
a) Ögmundar þætti dytts
b) Sneglu-Halla þætti
c) Þorsteins þætti forvitna
d) Óttars þætti svarta
5 „Þórir hundur kom þá og gekkfram með sveit sína fyrir merk-
ið og kallaði: „Fram, fram búand-
menn,“ lustu þá upp herópi og skutu
bæði örum og spjótum. Konungs-
menn æptu þá heróp en er því var
lokið, þá eggjuðust þeir svo sem
þeim var áður kennt, mæltu svo:
„Fram, fram Kristsmenn, kross-
menn, konungsmenn!“
Hér runnu saman fylkingar í frægri
orrustu en hvar var hún háð?
a) Á Fyrisvöllum í Svíþjóð.
b) Við Orrustuhól.
c) Á Stiklastöðum í Noregi.
d) Á Gnitaheiði.
6 „Veit eg það sjálfrað í syni mínum
vara ills þegns
efni vaxit
ef sá randviðr
röskvast næði
uns her-Gauts
hendr of tæki.“
Hver orti svo?
a) Gunnar á Hlíðarenda
b) Gísli Súrsson
c) Þorgeir Hávarsson
d) Egill Skallagrímsson
7 „Nú mun ég launa þér lausungþína og lygi, að þú skalt nú taka
augnverk mikinn og strangan, svo
að bæði augu skulu springa úr höfði
þér, nema þú lýsir fyrir alþýðu
klækisskap þínum, þeim er þú tókst
frá mér mitt lofkvæði og gefið ann-
arri konu.“
Hver var það, sem sneri lofkvæði til
einnar konu upp á aðra?
a) Þorgeir Hávarsson
b) Gunnlaugur ormstunga
c) Þormóður kolbrúnarskáld
d) Kjartan Ólafsson
8 „Það geri eg víst, er vetrar, vind eg háls á kjúklingum.
Enn þótt eldri finnist
eins ber eg af sérhverri.“
Hver svaraði svo eftir að hafa unnið
heldur skammarlegt verk?
a) Finnbogi rammi
b) Gunnar Þiðrandabani
c) Illugi Tagldarbani
d) Grettir Ásmundarson
9 „En um morguninn, að áliðnumdegi, var henni veittur sá um-
búnaður, sem hún þurfti að hafa til
að fremja seiðinn. Hún bað og fá sér
konur þær, er kynnu fræði það, sem
til seiðsins þarf og Varðlokur hétu.
En þær konur fundust eigi. Þá var
leitað að um bæinn, ef nokkur
kynni.“
Hér segir frá Þorbjörgu lítil-völvu á
Grænlandi en hver var sú kona, sem
kunni og fór með galdra- eða seið-
kvæðið?
a) Guðríður Þorbjarnardóttir
b) Guðrún Ósvífursdóttir
c) Hallgerður Höskuldsdóttir
d) Hildigunnur Flosadóttir
10 „Kjartan fleygir sér nú út áána og að þessum manni, er
best er sundfær, og færir niður þeg-
ar og heldur niðri um hríð. Lætur
Kjartan þennan upp. Og er þeir hafa
eigi lengi uppi verið, þá þrífur sá
maður til Kjartans og keyrir hann
niður, og eru niðri ekki skemur en
Kjartani þótti hóf að, koma enn
upp.“
Hér segir frá Kjartani Ólafssyni en við
hvaða mann átti hann í ánni Nið?
a) Ólaf konung Haraldsson
b) Ólaf konung Tryggvason
c) Magnús konung góða
d) Harald konung hárfagra