Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.04.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.04.2009, Qupperneq 8
8 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is KJARTAN GUÐ- MUNDSSON Staðgengill umboðsmanns neytenda E N N E M M / S ÍA / N M 2 12 0 2 Neytandi sem vill ekki láta nafns síns getið kom með ábendingu: Mér hefur algjörlega blöskrað fjöldi hækk- ana hjá Bláa lóninu en verðið fyrir einstakl- ing er orðið 3.200 krónur. Þetta er algjörlega orðið með ólíkindum, ef hjón fara þá er það bara 6.400 krónur. Ég vinn mikið við það að fara með erlenda gesti í Lónið en ég vildi bara benda á þetta ef einhver hefði áhuga á að skoða þetta. Það er allavega ljóst að Lónið er ekki lengur ætlað venjulegum Íslendingum. Dr. Gunni, umboðsmaður neytenda, bætir í púkkið: Frá og með hausti 2008 fór Lónið, einhverra hluta vegna, að miða verðskrána við 20 evrur. Þá rauk verðið úr 1.800 krónu „sumarverði“ í mest 3.400 krónur. Það segir sig sjálft að enginn Íslendingur tímir í sund fyrir þennan pening, sama hversu flott er þarna. Í sundlaugar kost- ar um 300 kall. Lónið afsakar sig reyndar með því að bjóða oft einhverja 2 fyrir 1 miða, en niðurstaðan hlýtur að vera sú að Bláa lónið er mesta túristagildra landsins. Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafull- trúi Bláa lónsins, varð fyrir svörum. „Í gegn- um árin hefur Bláa lónið miðað aðgönguverð við eitthvað í kringum 20 evrur. Þegar gengið fór á flug í byrjun árs ákváðum við að festa verðið í evrum, þar sem 80 til 90 prósent viðskiptavina okkar eru erlend- ir ferðamenn. Í staðinn höfum við verið dugleg að bjóða Íslendingum upp á 2 fyrir 1 tilboð í Lónið.“ Aðspurð segir Magnea að 407.000 gestir hafi komið í Lónið á síðasta ári. Starfsmenn Lónsins fá ekki borgað í evrum. Neytendur: Neytanda blöskra hækkanir hjá Bláa lóninu Eintómar evrur í lóninu NOREGUR Tuttugu starfsmenn Becromal í Noregi missa vinnuna á næstunni vegna þess að Becrom- al hefur ákveðið að flytja tólf vélar frá aflþynnuverksmiðju fyrirtæk- isins á Notodden í Noregi í nýja aflþynnuverksmiðju sem verið er að byggja við Krossanes á Akur- eyri. Þetta kemur fram á frétta- vefnum Telen.no. Eyþór Arnalds, stjórnarmaður hjá Becromal á Íslandi, segir að fluttar verði tuttugu nýjar véla- samstæður frá Ítalíu og Noregi á þessu ári og svo komi gömlu vél- arnar frá Noregi. Um hundrað manns þurfi í uppsetninguna á vélasamstæðunum því stefnt sé að því að framleiðsla geti hafist á Íslandi í sumar. Eyþór staðfestir að hluti af starfsemi aflþynnuverksmiðjunn- ar í Noregi verði lagður niður og sú starfsemi verði flutt til Íslands. „Aðalframleiðslustaður Becrom- al í framtíðinni verður á Íslandi en í dag er framleiðslan í þremur löndum: Ítalíu, Bandaríkjunum og Noregi,“ segir hann. Verið er að ráða fólk hjá Bec- romal á Íslandi eins og sjá má á vef fyrirtækisins. Eyþór segir að mikil uppsetning sé í gangi á Krossanesi og þurfi bæði Íslendinga og útlend- inga til starfa. Sennilega þurfi um hundrað manns í uppsetninguna og síðan skapist störf fyrir Íslendinga til framtíðar. Þrátt fyrir efnahags- hrakningana sé enn verið að vinna að þessu verkefni. Knut Olsen, forstjóri verk- smiðju Becromal í Noregi, segir að ástæðan fyrir niðurskurðinum á Notoddon sé sú að norsk stjórn- völd hafi ekki skapað nógu góð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtækið og orkukrefjandi iðnað í Noregi. „Það er bara orkuverðið og skort- ur á ákvörðunum og framkvæmda- gleði hjá stjórnmálamönnum sem er ástæðan fyrir niðurskurðinum á Notodden,“ segir hann. Knut Olsen er svekktur og reiður yfir þróuninni og lætur gamminn geisa í gagnrýni sinni á norska stjórnmálamenn. „Þetta snýst um skort á pólitískum vilja og skilningsleysi á því hversu miklu góð orkupólitík getur áork- að. Við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Við erum bara rétt að byrja að sjá neikvæða þróun fyrir orkukrefjandi stóriðju í Noregi.“ Knut Olsen segir að Becrom- al hafi verið með áætlanir um að auka starfsemina á Notodden en nú fari öll aukningin til Íslands. „Stjórnmálamenn hafa svikist undan því að gera rammasamn- inga við stóriðjuna,“ segir hann. ghs@frettabladid.is GETA FENGIÐ VINNU Norskur fréttavefur segir að tólf vélar verði fluttar frá Noregi að Krossanesi á Akureyri. Eyþór Arnalds, stjórnarmaður hjá Becromal, segir að mikil uppsetning sé í gangi á Krossanesi og hundrað manns, bæði Íslendingar og útlend- ingar, geti fengið þar vinnu. Ný störf í iðnaði við Krossanesverkmiðju Stórfyrirtækið Becromal leggur niður hluta af starfsemi sinni í Noregi og flytur til Íslands. Hingað verða fluttar tólf notaðar vélar frá verksmiðjunni í Noregi. Hundrað manns geti fengið vinnu við uppsetningu á vélunum. BETRA START MEÐ EXIDE-RAFGEYMUM 15% afsláttur Upplýsingar í síma 515 1100 Sendið pantanir á pontun@olis.is Eigum fyrirliggjandi mikið úrval rafgeyma frá Exide, ýmsar stærðir og gerðir fyrir bíla, báta og önnur tæki. Gæðafram- leiðsla sem reynst hefur afar vel við íslenskar aðstæður. Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Ferðabox Pacific 100139 x 90 x 39 cm370 L43.900.- ... í nýjum umbúðum Sama góða CONDIS bragðið ... 1. Hvenær var Atlantshafs- bandalagið stofnað? 2. Fyrir hvað stendur MP í nafni MP Banka? 3. Hvenær er Kári Stefánsson fæddur? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.