Fréttablaðið - 06.04.2009, Síða 12
6. apríl 2009 MÁNUDAGUR
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Demparar
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop
Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending
Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár.
Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast.
Þvottavélar - Verð frá kr. 139.995
Þurrkarar - Verð frá kr. 119.995
TILBOÐ
Sparaðu
með Miele
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
ka
2
0
0
8
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI Á STIGAGANGINN
EVRÓPUMÁL Þótt lítil eyþjóð hafi
veika rödd innan „fjölskyldu“ eins
og Evrópusambandsins, þá er það
samt betra en að hafa veika rödd
utan fjölskyldunnar. Á þennan hátt
lýsir Marios Katsioloudes, deildar-
forseti við Grísk-ameríska háskól-
ann, Hellenic American University,
reynslu Kýpverja af fimm ára veru
í Evrópusambandinu. Hann hélt
framsöguerindi á málfundi um kosti
og galla ESB-aðildar sem haldinn
var á vegum tvíhliða viðskiptaráða
Íslands og Þýskalands, Bretlands,
Svíþjóðar, Spánar og fleiri á Grand
Hóteli fyrir helgi.
Katsioloudes lagði í erindi sínu
áherslu á að þótt efnahagsleg atriði
væru jafnan í forgrunni þegar þjóð
leggur mat á kosti og galla ESB-
aðildar, þá skiptu önnur atriði á
borð við formlegt og menningarlegt
sjálfstæði ekki síður máli. Gerði
hann í þessu sambandi að umtals-
efni hve algengt það væri orðið að
starfsfólk í ferðaþjónustu, svo sem
afgreiðslufólk á veitingastöðum,
væri eftir ESB-inngöngu Kýpur
ekki mælandi á grísku og jafnvel
illmælandi á ensku, þar sem þess-
ir starfsmenn væru nú upp til hópa
farandverkafólk frá nýju ESB-aðild-
arríkjunum í austan verðri Evrópu.
Martin Marcussen, dósent í
stjórnmálafræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla, talaði um lærdóm
sem draga mætti af nærri fjög-
urra áratuga aðild Dana að ESB.
Marcussen er einn höfunda nýlegrar
skýrslu sem unnin var fyrir danska
þjóðþingið um afleiðingar „dönsku
undanþáganna“ svonefndu, sem
samið var um eftir að Danir höfn-
uðu staðfestingu Maastricht-sátt-
málans í þjóðaratkvæðagreiðslu
árið 1992.
Marcussen lagði áherslu á að
reynsla Dana sýndi hve mikilvægt
það væri að „engu væri sópað undir
teppið“ í umræðunni um kosti og
galla aðildar, þegar sú umræða
færi fram í aðdraganda aðildar.
Danskir ráðamenn hefðu, með réttu
eða röngu, setið uppi með það lengi
eftir inngönguna árið 1973 að stór
hluti almennings í landinu ætti bágt
með að treysta því sem ráðamenn
segðu um ESB-mál þar sem honum
fyndist sem ráðamenn hefðu ekki
sagt allan sannleikann um það hvað
í ESB-aðild myndi felast, þegar
samið var um hana á sínum tíma.
Með öðrum orðum: Í upphafi skyldi
endirinn skoða.
Um reynslu Dana af því að standa
utan evrópska myntbandalagsins
sagði hann að með þeirri miklu
nánd sem þeir hefðu komið sér upp
við það kerfi (fastgengi og sama
vaxtastefna) nytu þeir nú þegar
margra kosta þess, án aðildar.
Loks dró Alyson Bailes, gesta-
prófessor við Háskóla Íslands,
saman reynsluna af öryggismála-
samstarfi í ESB. audunn@frettabladid.is
KÝPUR OG DANMÖRK Í ESB Framsögumennirnir Marios Katsioloudes frá Kýpur og Martin Marcussen frá Danmörku hlýða á
opnunarávarp Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á málþinginu á Grand Hótel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Veik rödd innan fjöl-
skyldu betri en utan
Betra er að hafa veika rödd innan þeirrar þjóðafjölskyldu sem ESB er en utan.
Þetta kom fram á málfundi um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Þar
var meðal annars fjallað um reynslu Kýpverja og Dana af mislangri aðild sinni.
SAMFÉLAGSMÁL Samtök áhugafólks
um áfengis- og vímuefnavand-
ann, SÁÁ, eru sökuð um villandi
og rangar staðhæfingar í umfjöll-
un sinni um kannabisefni, í opnu
bréfi Ólafs Skorrdal til Matthías-
ar Halldórssonar landlæknis.
Bréfið var sent 31. mars, í kjöl-
far staðhæfinga á vef SÁÁ um að
kannabisneysla leiddi til neyslu
harðari vímuefna, og viðtala við
Þórarin Tyrfingsson yfirlækni í
fjölmiðlum.
Ólafur, sem er stofnandi hóps-
ins Lögleiðum kannabis og skatt-
leggjum neysluna, bendir á að
engin vísinda-
leg rök fylgi
máli hjá SÁÁ,
og að ann-
ars staðar á
vef SÁÁ megi
lesa að engar
rannsóknir
bendi skýr-
lega til þess að
kannabis neysla
leiði til neyslu
harðari efna.
Þórarinn Tyrfingsson yfir-
læknir hafi misnotað stöðu sína
til að blekkja fólk og til að koma
pólitískum sjónarmiðum á fram-
færi.
Í bréfinu er og fjallað um við-
tal við Þórarin í Kastljósi, þar
sem Þórarinn segi að ekkert hafi
komið út úr tilraunum til að gera
lyf úr kannabis. Ólafur kveður
þetta rangt og telur upp þrjú lyf.
„Er ekki orðið tímabært að
ræða þessi mál af yfirvegun og
með hliðsjón af vísindalegum
rannsóknum?“ spyr Ólafur. Hann
vill vita hvort landlæknir hyggist
leiðrétta staðhæfingar Þórarins
opinberlega og jafnvel víta hann
eða stofnun hans. - kóþ
Stofnandi lögleiðingarhóps sakar yfirlækni um rangfærslur af pólitískum toga:
SÁÁ klöguð til landlæknis
MATTHÍAS
HALLDÓRSSON
HEILBRIGÐISMÁL Meðal þess sem
hefur verið nefnt til að skera niður
í heilbrigðiskerfinu er að læknar
fari ekki í útköll með neyðarbílum
eftir klukkan fjögur á daginn. Ekk-
ert er þó ákveðið í þeim efnum og
ekki er komin tillaga þar um.
Í fyrra var sú breyting gerð að
læknir var tekinn úr áhöfn bílanna
og síðan hefur hann ekki farið með
í útköll nema aðstæður þyki gefa
tilefni til; ef þarf að endurlífga eða
fólk er fast undir fargi eða inni í
bílum. Már Kristjánsson, sviðs-
stjóri lækninga-, slysa- og bráða-
sviðs á Landspítalanum, segir að
þetta fyrirkomulag hafi gengið
ágætlega. Ekki sé vitað um að nein
vandamál hafi komið upp vegna
þessa, þótt mögulega hafi komið
upp þau tilvik að þjálfaður læknir
hafi ekki verið til staðar í útköll.
Már segir að öll starfsemi bráða-
móttökunnar sé til skoðunar, þar
sem verið sé að sameina tvær
móttökur. „Hvort það hefur áhrif
á starfsemi neyðarbíls get ég ekki
sagt til um,“ segir Már. Hann segir
að verið sé að glíma við að spara
um tíu prósent eins og fyrri ríkis-
stjórn hafi farið fram á.
Sú ákvörðun að taka lækni úr
áhöfn neyðarbíla vakti miklar
umræður í samfélaginu og sitt
sýndist hverjum.
- kóp
Viðvera lækna í útköllum skoðuð vegna hagræðingarsjónarmiða:
Allt undir í niðurskurðinum
NEYÐARÚTKALL Ekki hefur alltaf verið
þjálfaður læknir til að sinna útkalli. Hug-
myndir hafa komið upp um að læknir
fari ekki með bílum eftir klukkan 16 en
ekkert hefur verið ákveðið.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI