Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 18
18 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
ZACH BRAFF ER 34 ÁRA.
„Ég hef alltaf verið hrifinn
af sögunni um örkina hans
Nóa og hugmyndinni að
byrja upp á nýtt með því að
bjarga því sem þér líkar við
og skilja annað eftir.“
Leikarinn Zach Braff er þekkt-
astur fyrir hlutverk sitt í þátt-
unum Nýgræðingar eða
Scrubs. Hann skrifaði líka
handritið að, lék í og leik-
stýrði myndinni Garden State.
MERKISATBURÐIR
1672 Frakkar lýsa yfir stríði gegn
Hollendingum.
1722 Pétur mikli afnemur skatt
af mönnum með skegg.
1746 Tveir af þremur bátum á
sjó frá Ingólfshöfða farast.
Eftir það leggjast af allir
sjóróðrar þaðan.
1830 Joseph Smith stofnar
Mormónakirkju í Seneca í
New York-ríki.
1912 Rafknúinn ræsihreyfill
fyrst settur í bíl.
1938 Roy J. Plunkett finnur upp
teflon.
1941 Lengsti þorskur sem vitað
er um á Íslandsmiðum,
181 sentimetri, veiðist á
línu í Miðnessjó.
1944 Átta mönnum bjargað
þegar bandarísk herflug-
vél steypist í sjó úti af
Vatnsleysuströnd.
Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður
hlaut styrk úr kvikmyndasjóði til að gera kvikmynd
eftir skáldsögunni Land og synir, eftir Indriða G.
Þorsteinsson. Myndin hlaut hæsta styrk kvik-
myndasjóðs en þetta var í fyrsta sinn sem úthlut-
un úr sjóðnum fór fram. Einnig fengu styrki þetta
ár kvikmyndirnar Óðal feðranna og Veiðiferðin.
Kvikmyndin Land og synir er jafnan talin
marka upphaf samfelldrar kvikmyndagerðar á Ís-
landi en hún var frumsýnd 25. janúar árið 1980
og voru bæði hún og Óðal feðranna sýndar á er-
lendum kvikmyndahátíðum. Þær fjalla báðar um
togstreitu milli sveitar og borgar á þeim tímum
þegar borgarsamfélag er að myndast á Íslandi og
fólksflutningar úr sveitunum á mölina verða stað-
reynd. Sagan Land og synir segir frá bóndasyni
sem býr ásamt öldruðum föður sínum í kotinu.
Hugur hans leitar til Reykjavíkur og þótt hann
felli hug til bóndadótturinnar á næsta bæ er það
ekki nóg til að halda í hann. Þegar faðir hans
fellur svo frá brýtur hann allar brýr að baki sér
og tekur rútuna suður. Með aðalhlutverk fór Sig-
urður Sigurjónsson. Um 110.000 miðar seldust á
kvikmyndina og sló hún aðsóknarmet á Íslandi
enda voru íslenskar kvikmyndir ekki oft á dagskrá
kvikmyndahúsanna.
ÞETTA GERÐIST: 6. APRÍL ÁRIÐ 1979
Land og synir hljóta styrk
„Ég gekk í hestamannafélagið um leið og
ég hafði vit á. Það er bara hluti af menn-
ingunni hér í sveitinni,“ segir Guðrún
Magnúsdóttir, sem býr í Bræðratungu
og er formaður hins fimmtíu ára hesta-
mannafélags Loga í Biskupstungum.
Hún segir starf þess hafa verið öflugt
frá upphafi. „Góð hross hafa alla tíð
verið í metum í sveitinni enda mikið
notuð kringum sauðféð. Tungnamenn
eiga víðlendan afrétt á Kili sem tekur
sjö daga að smala og þar þýðir ekkert
að vera á neinum kettlingum. Hesta-
mennskan snýst líka orðið um sýning-
ar og ræktun. „Við erum með þrjú mót
á hverjum vetri og eftir að ég tók við
formennsku hef ég lagt mikla áherslu á
æskulýðsstarf. Við erum með vikulöng
reiðnámskeið á sumrin og síðast sóttu
það sextíu þátttakendur, frá þriggja
ára upp í fullorðna. Það var haldið á
félagssvæðinu okkar Hrísholti, sem við
erum afar stolt af. Þar hefur allt verið
byggt upp í sjálfboðavinnu. Svo erum
við dugleg að fara í útreiðartúra, förum
í páskareið, sumarreið og ríðum í kirkj-
urnar okkar til skiptis. Þær eru fimm
og allar á sögustöðum, Bræðratungu,
Skálholti, Torfastöðum, Haukadal og
Úthlíð.“
Guðrún er uppalin á Kjóastöðum og
kveðst hafa haft áhuga á hestum frá
barnæsku. „Ég stefndi beint í bænda-
skóla og fór að Hólum, tók öll próf sem
hægt var í hestamennsku og vann þar
um tíma sem reiðkennari áður en ég
kom aftur heim í sveitina mína og fór
að búa með Kjartani Sveinssyni sem
er héðan frá Bræðratungu.“ Aðspurð
upplýsir Guðrún að þau búi með sextíu
kýr, 200 ær og hóp af hrossum. „Það
gengur bara vel,“ segir hún glaðlega.
„Að minnsta kosti erum við ekkert að
barma okkur, enda erum við ekkert
bættari með það.“
En hvernig fagna félagar í Loga fimm-
tíu ára afmælinu? „Við byrjuðum á að fá
hinn þekkta fyrirlesara Eyjólf Ísólfsson,
kennara á Hólum, til okkar í febrúar og
það var skemmtilegt og fróðlegt. Einnig
ákváðum við að taka þátt í stórsýning-
unni Æskan og hesturinn, fórum þangað
með 31 barn og tuttugu hross og vorum
með sögusýningu sem gekk vel. Svo
erum við vön að halda árshátíð í Ara-
tungu með kvenfélaginu og ungmenna-
félaginu og hún var afar vegleg í ár,
hátt í 300 manns mættir og við fengum
rausnarlegar gjafir. Búnaðar félagið gaf
okkur til dæmis þrjár milljónir sem fara
í reiðhöll á Flúðum sem við eigum hlut í
með hestamanna félaginu Smára. Það er
að byggjast upp skemmtilegt samstarf á
milli félaganna enda verður stutt á milli
þegar nýja brúin kemur yfir Hvítá sem
á að reisa hér í túnfætinum.“
Guðrún segir fólki hafa fjölgað í
Biskups tungunum á síðustu árum og
mannlíf sé þar fagurt. „Það er gríðar-
lega gott að starfa að félagsmálum í
þessari sveit,“ segir hún. „Samstaðan
er svo mikil.“ gun@frettabladid.is
HESTAMANNAFÉLAGIÐ LOGI Í BISKUPSTUNGUM: FIMMTÍU ÁRA
Engir kettlingar duga á KiliÚtför ástkærra foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu og afa,
langömmu og langafa,
Guðmundu
Bjarnýjar
Ólafsdóttur
og Sigurðar
Ágústar
Magnússonar
verður haldin í Grafarvogskirkju miðvikudaginn
8. apríl kl. 13.00.
Jóngeir A. E. Sigurðsson Una Árnadóttir
Benedikt Gabríel Sigurðsson Ólafía Kristný Ólafsdóttir
Magnús Sigurðsson Dagbjört Lára Garðarsdóttir
Margrét Sigurðardóttir Guðmundur Sv. Guðmundsson
Jóhanna Sigurðardóttir Martin Jay Alex Martin
barnabörn og barnabarnabarn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát
og útför ástkærrar konu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
Birnu Hervarsdóttur
Hamraborg 18, Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
13 E Landspítala við Hringbraut fyrir hlýhug og góða
umönnun.
Guðmundur Maríasson
Hafsteinn Gunnar Jakobsson Þórunn Sif Björnsdóttir
Svanhvít Jakobsdóttir Stefán Jens Hjaltalín
Jón Þorkell Jakobsson Júlíana Harðardóttir
Sóley Jakobsdóttir Bjarni Sigurbjörnsson
Guðmunda Jakobsdóttir Hannes Ingi Jónasson
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og systir,
Sesselja Anna Jóhannsdóttir
Møhl
frá Syðra-Lágafelli, Snæfellsnesi,
fædd 19. nóvember 1934, lést í Kaupmannahöfn
fimmtudaginn 2. apríl 2009. Jarðsett verður frá
Gladsaxe Kirke miðvikudaginn 8. apríl 2009.
Elsket og savnet.
Erik Møhl
Birgitte Møhl
Christian Møhl Dorte Nielsen
Cecilie, Isabella
og systkini hinnar látnu. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Guðmundur Ólafur
Finnbjörnsson
Bugðulæk 18, Reykjavík,
sem andaðist laugardaginn 28. mars, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 13.00.
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Haukur Garðarsson
Laufey Guðmundsdóttir Gylfi Georgsson
Sigríður Guðmundsdóttir Brynjólfur N. Jónsson
Helga Guðmundsdóttir Sigurður Einar Einarsson
afabörn og langafabarn.
Elsku litli drengurinn okkar,
Valdimar Máni Guðjónsson,
lést að morgni 25. mars sl. Útförin fór fram í kyrrþey
frá Höfðakapellu á Akureyri. Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og hlýhug.
Svanhildur Sif Aradóttir Guðjón Friðmar Gunnarsson
og aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför hjart-
kærs eiginmanns míns, föður, fóstra, afa,
langafa og langalangafa.
Hallbjarnar Bergmanns
Elímundarsonar.
Sérstakar þakkir til deildar 4 á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð.
F.h. okkar allra,
Erla Fríðhólm Sigurðardóttir.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem auð-
sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns og föður okkar,
Snorra Halldórssonar
Hvammi, Eyjafjarðarsveit.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á
Akureyri, á lyflækningadeild og öldrunardeildinni í
Kristnesi, ásamt hjúkrunarfræðingum heimahjúkrunar
á Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Guðlaug Helgadóttir og börn.
FORMAÐUR HESTA-
MANNAFÉLAGSINS
LOGA Guðrún á Fal
frá Bræðratungu.
M
YN
D
/SIG
U
R
LÍN
A
K
R
ISTIN
SD
Ó
TTIR