Fréttablaðið - 06.04.2009, Qupperneq 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Afasystir mín, Áslaug Þorsteins-
dóttir, saumaði þessa mynd af síð-
ustu kvöldmáltíðinni,“ segir Arna
Ýrr Sigurðardóttir prestur um
mynd sem er í miklu uppáhaldi
hjá henni. „Hún ákvað að gefa
mér þessa mynd þar sem ég er
eini presturinn í fjölskyldunni,“
útskýrir Arna.
Myndina fékk Arna árið 2004
en á þeim tíma bjó hún á Kópa-
skeri en var að flytja í bæinn. „Við
fluttum úr tveimur einbýlishúsum
í þriggja herbergja íbúð þannig að
plássið var takmarkað og því átti
ég engan stað fyrir myndina góðu,“
segir Arna en þegar hún fékk stöðu
prests í Langholtskirkju fannst
henni tilvalið að hengja myndina
upp á skrifstofunni sem hún deilir
með séra Jóni Helga Þórarinssyni
sóknarpresti.
„Mér þykir óskaplega vænt um
þessa mynd enda ekki oft sem
manni áskotnast slíkir dýrgripir
eftir ættingja,“ segir Arna og
finnst ekki verra að myndin hafi
trúarlega merkingu.
Mikið er að gera hjá prestum
yfir páskana. Arna hlakkar mest
til páskavöku sem haldin verður
aðfaranótt páskadags. „Það er mjög
áhrifarík stund sem hefst klukk-
an ellefu að kvöldi laugardags. Í
fyrstu er kirkjan almyrkvuð og
smám saman birtir til þar til öll
ljós eru kveikt. Þá er guðspjallið
lesið og páskarnir komnir.“
solveig@frettabladid.is
Listaverk á skrifstofunni
Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Langholtskirkju, á fallega útsaumaða mynd af síðustu kvöldmáltíðinni.
Myndina fékk hún að gjöf frá afasystur sinni sem hefur í gegnum tíðina saumað út fjölda verka.
MÁLVERKAUPPBOÐ verður haldið í dag
klukkan 18.15 í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Fjöldi
verka gömlu meistaranna verður boðinn upp,
meðal annars eftir Kjarval, Jón Stefánsson, Nínu
Tryggvadóttur og Ásgrím Jónsson.
Séra Arna Ýrr Sigurðar-
dóttir, prestur í Langholts-
kirkju, er með útsaumaða
mynd af síðustu kvöld-
máltíðinni á skrifstofu
sinni í kirkjunni.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N
Velbon þrífætur
mikið úrval
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki