Fréttablaðið - 06.04.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 06.04.2009, Síða 34
22 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR menning@frettabladid.is Nú um páskana verður tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit haldin í ellefta sinn. Eru hátíðahöld- in þar nyrðra orðin fastur liður í helgi páskanna þar um slóðir á mörkum vetrar og vors þegar sólin hækkar og þíðu tekur að gæta. Það er Lauf- ey Sigurðardóttir sem stendur fyrir tónleikahald- inu en að þessu sinni verða tónleikarnir tvennir. Annars vegar verða kammertónleikar í Skjól- brekku á skírdag kl. 20 þar sem flutt verður píanótríó eftir Beethoven og þekktar aríur eftir Verdi og Puccini auk þess sem frumflutt verða þrjú lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Þorsteins frá Hamri. Á föstudaginn langa verða kirkjutónleikar í Reykjahlíðarkirkju kl. 21. Þar verður flutt tónlist af kirkjulegum toga, m.a. eftir Bach, Leclair og Vivaldi, og frumflutt verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Síðustu orð Krists á krossinum. Flytjendur að þessu sinni eru: Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Laufey Sigurðardóttir fiðla, Bryndís Björgvinsdóttir selló og Aladár Rácz píanó og orgel. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða til sölu við innganginn. - pbb Músík í Mývatnssveit um páskana TÓNLIST Laufey Sigurðardóttir stendur fyrir tónlistar- hátíð við Mývatn í dymbilviku Skoðaðu Mín borg ferðablað Icelandair á www.icelandair.is Skipholti 50b • 105 Reykjavík kl. 21 Næsti fundur Bebopfélags Reykjavíkur fer fram í kvöld. Fram kemur gítarsnill- ingurinn Jón Páll Bjarnason ásamt þeim Ólafi Jónssyni, Þorgrími Jónssyni og Erik Qvick. Ætla þeir félagar að að fagna 50 ára afmæli útkomu tímamótaplötu John Coltrane, Giant Steps, og leika nokkur lög af henni ásamt fleiri lögum tengdum Coltrane. Hefst leikurinn kl. 21 og upp úr kl. 22 verður djammsessjón og eru allir sem vettlingi geta valdið hvatt- ir til að mæta og spreyta sig. Fundurinn fer fram í Jazzkjallara Café Cultura, Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu. >Ekki missa af ...tónleikum sem helgaðir eru sálmum Hallgríms Pétursson- ar í kvöld í Laugarneskirkju. Kristín Erna Blöndal söngkona, Gunnar Gunnarsson organisti og Matthías Hemstock slagverksleikari flytja bæði ný og gömul lög við sálma eftir Sigurð Sævarsson, Tryggva Baldursson, Smára Ólafsson og Kristínu Ernu. Hér er í boði óvenjuleg samsetning raddar og hljóðfæra. Fólk er hvatt til að hafa Passíusálmana með sér. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Það er vissulega erfitt að draga sýninguna Húmanímal í dilka: stundum er hún hrein myndlist, stundum dramatískt samtal sem hverfist í tvídans, raddtilraun eða söngatriði, erótísk slagsmál, kyrrstæður sólódans án hreyfing- ar: hún er tilraunakend hreyfing sem er bæði skopleg og sársauka- full, tvíræð en tilfinningaþrungin. Verkið er unnið í hópi en samt með leikstjórum, einfaldlega hugsað í rými með færanlegri dýpt tveggja veggbrota sem geta lifnað við á óvæntan og undurfagran máta. Það var yndislega gaman að sjá verkið skríða fram, finna fjöl- breytnina kveikja undrun og hríf- ast með í einfaldleika kyndugra hugmynda sem klæddust holdi og hreyfingu og stundum rödd- um. Þau hafa verið heppin krakk- arnir sem standa að sýningunni að ná utanum svo óskyld kons- ept sem eru fyrst og fremst sjón- ræn og koma þeim í svo glæsilega heild. Þau eru misjafnlega á sig komin: Álfrún slíkt múltitalent að mann undrar það, Jörundur að þreifa sig inn á ný svið, Margrét nánast himnesk í sínum makalausa bakskúlptúr og víkur ekki undan erfiðum orðaleik undir lok verks- ins. Saga dýrslega líkamleg, Dóra tvíbent í ræðu sinni um hvatirn- ar og Friðgeir fáranlega þurr í erótískri útlistun á ertisvæðum kvenlíkama. Og allt er þetta borið fram af hispursleysi, taktskynjun og alvarlegri nálægð svo undrum sætti. Allt framkvæmt af fullnustu og slíkum krafti að aðdáunarvert var. Víst gerir grunnhugmynd um liti og áferð búninga og leikmynd- ar mikið og hljóðheimurinn sam- svarar fullkomlega tínslu hug- mynda í atburðarásina. Þetta var bara gaman og furðu- legt og fallegt og maður ók glaður heim úr Firðinum. Það er á slíkum stundum að maður þakkar fyrir Leiklistarráð og það þrekfólk sem smíðar stórkostlega sýningu úr litlu. Og hina ungu og óreyndu leik- stjóra sem binda pakkann saman að lokum. Páll Baldvin Baldvinsson Skepnan skríður saman LEIKLIST Húmanímal rambar milli þess að vera leikur, tónlistargerningur, myndverk og dans. Spennandi efnistök á einföldum hugmyndum sem koma stöðugt á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LEIKLIST Húmanímal Sýning eftir Mig og vini mína. Flytjendur: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Einars- son, Jörundur Ragnarsson, Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Leikmynd og búningar: Rósa Hrund Kristjánsdóttir Ljósahönnun: Garðar Borgþórsson Umsjón með sviðshreyfingum: Mar- grét Bjarnadóttir og Saga Sigurðar- dóttir Leikstjórn: Friðrik Friðriksson og Frið- geir Einarsson ★★★★★ Hressandi nýsmíði, fallega unnin og hugkvæm.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.