Fréttablaðið - 06.04.2009, Side 40

Fréttablaðið - 06.04.2009, Side 40
28 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR sport@fretta- KÖRFUBOLTI KR-ingar og Grind- víkingar sýndu á sér tvær hliðar í 88-84 sigri KR í fyrsta úrslitaleik liðanna í DHL-Höllinni á laugar- daginn. KR vann fyrstu þrjá leik- hlutana með 23 stiga mun, 74-51, en fékk síðan á sig 33 stig í fjórða leiklhuta og var nærri því búið að missa frá sér leikinn. „Við vorum virkilega góðir fyrstu þrjá leikhlutana en svo koma þeir mjög sterkir inn í þetta í fjórða leikhluta þar sem allt annað lið mætti til leiks hjá þeim. Við þurfum að hafa það í kollinum þegar við förum til Grindavíkur að þeir eru með marga sem geta skorað mörg stig á stuttum tíma,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR. „Við vorum ragir og lélegir framan af leik. Ég er mjög svekkt- ur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, og gat ekki leynt vonbriðgum sínum með byrj- un liðsins. Hann hrósaði sínu liði þó fyrir að koma til baka. „Það skiptir samt engu máli hvort við töpuðum með 4 stigum eða með 30 stigum. Staðan er bara 1-0 og við erum ekkert lélegri í körfubolta en við vorum fyrir viku síðan. Við þurfum að hysja upp um okkur og spila betur,“ sagði Friðrik. Nick Bradford var frábær í leiknum, skoraði 38 stig og fékk 43 í framlagseinkunn. „Við erum ekkert að stressa okkur yfir því þótt Nick sé að skora mikið, svo framarlega sem við vinnum. Það má ekki hleypa þessum stórskytt- um í gang. Við erum ekki að tví- dekka hann til þess að það opnist fyrir einhverja aðra,“ sagði Bene- dikt, og fyrirliðinn Fannar Ólafs- son, tekur undir þetta. „Nick er ofboðslega góður leikmaður en ég er á því að ef við höldum hinum niðri má Nick skora eins og hann vill,“ sagði Fannar. Nick Bradford skoraði 28 af 51 stigi Grindavíkur í fyrstu þremur leikhlutunum (55 prósent) þar sem restin af liðinu nýtti aðeins 9 af 36 skotum sínum (25 prósent). Tvær af umræddum skyttum Grindvíkinga fóru einmitt í gang í lokahlutanum þar sem Brenton Birmingham og Helgi Jónas Guð- finnsson skoruðu 19 af 25 stigum sínum í leiknum. Fram undan er annar leikurinn í Grindavík í kvöld þar sem Grind- víkingar unnu eina leik liðanna í vetur með 11 stiga mun. „Við vitum að Grindavík á hell- ing inni. Þetta eru mjög jöfn lið, held ég, og þeir eiga eftir að koma grimmir til leiks,“ segir Benedikt. ooj@frettabladid.is KR ætlar ekki að tvídekka Nick KR er komið í 1-0 í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn eftir 88-84 sigur á Grindavík. Þjálfari og fyrirliði KR hafa meiri áhyggjur af grindvísku skyttunum en Nick Bradford sem skoraði 38 stig á laugardag. TVEIR FRÁBÆRIR Fannar Ólafsson og Nick Bradford berjast um frákast en þeir léku báðir mjög vel í fyrsta leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Hanna náði ekki meti Ramune Hanna Guðrún Stefánsdóttir var einu marki frá því að bæta markamet félaga síns í Haukaliðinu, Ramune Pekarskyte, í lokaumferð N1-deildar kvenna um helgina. Ramune skoraði 253 mörk í 25 leikjum veturinn 2003-2004 eða 10,12 mörk að meðaltali í leik. Hanna skoraði 9 mörk í 30-22 sigri Hauka á HK en þurfti að skora tíu mörk til að bæta afrek Ramune. Hönnu tókst þó að ná 210 mörkum, sem þýðir að hún skoraði yfir tíu mörk að meðaltali í leik. Afraksturinn var 212 mörk í 21 leik eða 10,09 mark í leik. N1-deild karla Akureyri-Fram 28-28 (13-15) Stjarnan-Haukar 27-31 (13-16) FH-Víkingur 25-27 (10-16) HK-Valur 33-26 (17-11) LOKASTAÐAN Haukar 21 16 1 4 599-516 33 Valur 21 13 3 5 585-509 29 HK 21 10 5 6 564-560 25 Fram 21 10 4 7 586-580 24 FH 21 8 2 11 602-613 18 Akureyri 21 7 3 11 538-573 17 Stjarnan 21 6 3 12 535-572 15 Víkingur 21 3 1 17 527-613 7 Í ÚRSLITAKEPPNINNI MÆTAST: Haukar-Fram Valur-HK Úrslitakeppnin hefst 16. apríl og þurfa lið að vinna tvo leiki til að komast í lokaúrslitin. N1-deild kvenna Fram-Fylkir 37-26 (19-13) FH-Valur 15-29 (7-12) HK-Haukar 22-30 (11-15) Grótta-Stjarnan 23-32 (14-17) LOKASTAÐAN Haukar 21 18 2 1 659-553 38 Stjarnan 21 18 0 3 602-473 36 Valur 21 15 1 5 634-481 31 Fram 21 10 1 13 567-549 21 HK 21 7 1 13 564-612 15 FH 21 6 0 15 547-612 12 Grótta 21 4 0 17 463-635 8 Fylkir 21 3 1 17 510-631 7 Í ÚRSLITAKEPPNINNI MÆTAST: Haukar-Fram Stjarnan-Valur Úrslitakeppnin hefst 18. apríl og þurfa liðin að vinna tvo leiki til að komast í lokaúrslitin. LOKAUMFERÐIN HANDBOLTI Akureyringar þökk- uðu Haukum pent fyrir að vinna Stjörnuna í lokaumferð N1-deild- ar karla í gær. Þar með skipti ekki máli að Akureyri gerði jafn- tefli við Fram, 28-28, og endaði liðið því í sjötta sæti deildarinn- ar á meðan Stjarnan mætir Sel- fyssingum í umspili um laust sæti í efstu deild að ári. „Við vorum bara á léttleikanum í dag. Viggó sagði við okkur fyrir leikinn að þetta væri pressulaust og að leikurinn skipti ekki öllu máli,“ sagði Framarinn Rúnar Kárason, sem var besti maður vallarins. Fram mætir nú deildar- meisturum Hauka í úrslitakeppn- inni í stað Valsmanna. „Þetta eru bæði hörkulið sem við þurf- um kannski að vinna til að verða meistarar,“ sagði Rúnar. Viggó Sigurðsson, áðurnefndur þjálfari Fram, fékk rautt spjald fyrir mótmæli eftir leikinn, sem Framarar köstuðu frá sér. Þeir leiddu 23-28 en með góðri vörn náði Akureyri að minnka muninn og Andri Snær Stefánsson jafnaði svo metin í blálokin. Annar dómara leiksins var Jón Karl Björnsson, sem lék í mörg ár undir stjórn Viggós hjá Hauk- um. Jón Karl hefur lagt skóna á hilluna en er búinn að snúa sér að dómgæslunni. „Það er gríðarlega létt yfir okkur,“ sagði Akureyringurinn Jónatan Magnússon brosmildur eftir leik. „Við vildum alls ekki enda tímabilið í þessari stöðu. Fyrir stuttu ætluðum við okkur í úrslitakeppnina, en við náðum okkur aldrei aftur á flug. Við spil- uðum illa í dag fyrir utan síðustu mínúturnar en sýndum að það er karakter í liðinu,“ sagði Jónatan en bæði Heimir Örn Árnason og Guðlaugur Axelsson ganga í raðir liðsins í sumar. „Við getum ekki beðið eftir næsta vetri. Við gömlu mennirnir erum langt frá því að vera sadd- ir. Við erum deildarmeistarar í 2. flokki og framtíðin er björt,“ sagði Jónatan en líklega verða litl- ar breytingar á leikmannahópn- um utan Heimis og Guðlaugs. HK upp fyrir Fram og í 3. sætið Þar sem Fram tapaði stigi náðu HK-menn að komast upp fyrir þá í 3. sætið en HK vann 33-26 sigur á Val í Digranesi. HK-liðið hefur leikið mjög vel í þriðju umferð- inni og er til alls líklegt í úrslita- keppninni þar sem það mætir ein- mitt Valsmönnum. Einar Ingi Hrafnsson og Valdi- mar Þórsson skoruðu báðir átta mörk fyrir HK, sem fékk 13 af 14 mögulegum stigum í þriðja og síð- asta hluta deildarkeppninnar og vann þá öll hin liðin sem eru með HK í úrslitakeppninni. Víkingar kvöddu N1-deildina með 27-25 útisigri á FH í Kapla- krika. Tímabilið var nokkuð endasleppt hjá FH-liðinu, sem missti marga lykilmenn í meiðsli á lokasprettinum. Líkt og í síð- ustu leikjum var liðið án tveggja markahæstu manna sinna, Arons Pálmarssonar og Ólafs Guðmundssonar. - hþh / óój Akureyri slapp við umspilið um fallið og Fram missti HK upp fyrir sig í töflunni: Geta ekki beðið eftir næsta ári VIGGÓ SÁ RAUTT Viggó Sigurðsson fékk rauða spjaldið og verður að öllum líkindum í banni í fyrsta leik í úrslitakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Helgi Már Magnússon átti mjög góðan leik í 88-84 sigri KR á Grindavík í fyrsta leik lokaúrslita Iceland Express-deildar karla. Helgi Már var með 22 stig á 30 mínútum og KR skoraði 21 stigi meira en Grindavík meðan hann var inni á vellinum. „Þetta eru úrslitin og það eru allir tilbúnir þá,“ sagði Helgi kátur eftir leikinn. „Það er gaman að minna aðeins á sig. Það er samt ekki að ástæðulausu sem er verið að tala um Jón og Jakob því þeir eru ótrúlega góðir. Maður hefur gaman af því að sýna að maður getur átt svona leiki líka,“ sagði Helgi, sem hitti úr 9 af 13 skotum sínum í leiknum. „Það er lögð gríðarleg áhersla á að stoppa þessa menn og Fannar og ég njótum góðs af því. Sérstaklega Fansi,“ segir Helgi, sem fagnar því að Grindvíkingar ætli ekki að tvöfalda á fyr- irliðann. „Þeir virðast ætla að spila einn á einn, sem er fínt. Fannar var frábær bæði í vörn og sókn. Hann batt vörnina saman og spilaði fantavel í sókninni,“ sagði Helgi og var ánægður með fyrirliðann sinn. Helgi var líka ánægður með vörnina í leiknum. „Ef við spilum svona góða vörn kemur sóknin af sjálfu sér. Þá fáum við auðveldu körfurnar og þá er bara hraði og hraðaupphlaup og svaka gaman,“ sagði Helgi. KR tapaði samt fjórða leikhlutan- um 14-33 og missti niður örugga forustu. „Það greip ákveðin værukærð menn í lokin. Við vorum komnir með 20 stiga forskot og menn fóru að reyna að verja forskotið eins og þeir eiga til að gera í svona stöðu. Lið eins og Grindavík, sem er með svona hratt spil og góðar skyttur, refsar fyrir það. Sem betur fer náðu þeir ekki að snúa þessu algjörlega sér í hag,“ sagði Helgi. Fram undan er leikur tvö í Grindavík, sem Helgi gerir sér grein fyrir að verður mjög erfiður. „Endakaflinn í þessum leik var kannski bara ágætis spark í rassinn því ef við erum ekki á tánum gæti allur leikurinn verið svona. Við vitum að Grindvíkingar eru með gott lið og það er ekki að ástæðulausu sem þeir eru í úrslitunum. Við ætlum að taka á þeim,“ sagði Helgi Már að lokum. HELGI MÁR MAGNÚSSON HJÁ KR: ÁTTI FRÁBÆRAN LEIK Í SIGRI KR Á GRINDAVÍK Í FYRSTA LEIK LOKAÚRSLITANNA Það er gaman að minna aðeins á sig

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.