Fréttablaðið - 06.04.2009, Qupperneq 42
30 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR
ESL LMV
1900
149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
10. HVERVINNUR!
AÐAVINN
INGUR!
PANASO
NIC
TÖKUVÉL
!
NV - GS8
0
*Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum. Þú færð 5.mín til að svara spurningu.
Leik lýkur 13. apríl kl 23:59 2009. 99 kr/skeytið. Vinningar eru afhentir í ELKO Lindum.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
Iceland Express-deild karla
KR-Grindavík 88-84 (50-36)
Stig KR: Fannar Ólafsson 22, Helgi Már
Magnússon 22, Jason Dourisseau 17, Jón Arnór
Stefánsson 15, Jakob Örn Sigurðarson 8, Brynjar
Björnsson 2, Baldur Ólafsson 2.
Stig Grindavíkur: Nick Bradford 38, Helgi Jónas
Guðfinnsson 13, Brenton Birmingham 12, Arnar
Jónsson 6, Páll Kristinsson 6, Davíð Hermanns-
son 4, Þorleifur Ólafsson 3, Páll Axel Vilbergsson
2.
Enska úrvalsdeildin
ARSENAL-MANCHESTER CITY 2-0
1-0 Emmanuel Adebayor (7.), 2-0 Adebayor (48.).
BLACKBURN-TOTTENHAM 2-1
0-1 Robbie Keane (29.), 1-1 Benni McCarthy
(81.), 2-1 André Ooijer (88.).
FULHAM-LIVERPOOL 0-1
0-1 Yossi Benayoun (91.).
NEWCASTLE-CHELSEA 0-2
0-1 Frank Lampard (55.), 0-2 F. Malouda (64.).
WEST BROMWICH -STOKE 0-2
0-1 Ricardo Fuller (2.), 0-2 James Beattie (47.).
HULL CITY-PORTSMOUTH 0-0
BOLTON-MIDDLESBROUGH 4-1
1-0 Kevin Davies (7.), 1-1 Gary O‘Neil (37.), 2-1
Gary Cahill (43.), 3-1 Matthew Taylor (77.), 4-1
Ricardo Gardner (83.).
WEST HAM-SUNDERLAND 2-0
1-0 Junior Stanislas (41.), 2-0 J. Tomkins (52.)
EVERTON-WIGAN 4-0
1-0 Jó (26.), 2-0 Marouane Fellaini (46.), 3-0 Jó
(50.), 4-0 Leon Osman (60.).
MANCHESTER UNITED-ASTON VILLA 3-2
1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 1-1 John Carew
(29.), 1-2 Gabriel Agbonlahor (57.), 2-2 Cristiano
Ronaldo (79.), 3-2 Federico Macheda (92.)
STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA
Man. United 30 21 5 4 52-20 68
Liverpool 31 19 10 2 55-21 67
Chelsea 31 19 7 5 51-17 64
Arsenal 31 16 10 5 50-27 58
Aston Villa 31 15 7 9 45-39 52
Everton 31 14 9 8 44-31 51
------------------------------------------------------
Portsmouth 30 8 9 13 32-46 33
Sunderland 31 8 8 15 29-41 32
Newcastle 31 6 11 14 36-51 29
Middlesbr. 31 6 9 16 22-46 27
West Brom 31 6 6 19 26-57 24
ÚRSLIT LEIKJA
HANDBOLTI Þrjú Íslendingalið
munu spila í undanúrslitum Meist-
aradeildarinnar í handbolta eftir
að Rhein-Neckar Löwen, Kiel og
Ciudad Real slógu öll út sína and-
stæðinga í seinni leik átta liða
úrslitanna um helgina.
Rhein-Neckar Löwen vann átta
marka sigur á rússneska liðinu
Medvedi Cechov, 36-28, í seinni
leiknum í Karlsruhe í gær en
liðið þurfti að vinna upp tveggja
marka forskot Rússanna frá því í
fyrri leiknum.
Guðjón Valur Sigurðsson átti
mjög góðan leik með Rhein-Neck-
ar Löwen og skoraði 7 mörk, þar
af 2 úr vítaköstum. Hann fékk enn
meiri ábyrgð þar sem Pólverjinn
Grzegorz Tkaczyk er meiddur
og gat ekki spilað með.
Alfreð Gísla-
son stýrði
sínum mönn-
um í Kiel
til fjögurra
marka sigurs á
RK Zagreb, 31-
27, á heimavelli
en fyrri leiknum
lauk með jafn-
tefli. Ciudad Real, lið
Ólafs Stefánssonar, tapaði með
þriggja marka mun á útivelli
fyrir Veszprém, 29-32, en hafði
unnið fyrri leikinn með fimm
marka mun á heimavelli, 29-
24. Ólafur Stefánsson skoraði
2 mörk í leiknum.
Fjórða liðið í undanúr-
slitunum er þýska liðið
HSV frá Hamborg. Dreg-
ið verður í undanúrslitin á
þriðjudaginn kemur. - óój
Lið Guðjóns Vals, Alfreðs og Ólafs eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar:
Guðjón í stuði á móti Rússunum
FLOTTUR Guðjón Valur Sigurðs-
son lék mjög vel með Rhein-
Neckar Löwen. NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Deildarmeistarar Hauka
enduðu deildarkeppnina með sigri
þegar liðið lagði Stjörnuna, 27-31,
í Garðabæ í gær.
Stjarnan byrjaði leikinn betur,
en Haukar náðu frumkvæðinu í
leiknum áður en fyrri hálfleikur
var hálfnaður. Haukar náðu mest
fjögurra marka forystu fyrir leik-
hlé en þá munaði þrem mörk-
um, 13-16. Haukar byrjuðu síðari
hálfleikinn vel og náðu fljótt sex
marka forystu, 14-20, þrátt fyrir
að Arnar Pétursson og Sigurberg-
ur Sveinsson horfðu á leikinn ofan
af áhorfendapöllunum.
Stjarnan náði að minnka mun-
inn með mikilli baráttu í eitt mark,
24-25, þegar átta mínútur voru
eftir en nær komst liðið ekki því
Haukar löguðu sinn leik á loka-
sprettinum og unnu sanngjarnan
sigur. Stjarnan þarf því að fara í
umspil um sæti í N1-deildinni á
næstu leiktíð.
„Við erum komnir í þessa
úrslitakeppni og það er nýtt verk-
efni sem við þurfum að takast á
við, ÍR bíður okkar. Þetta verða
hörkuleikir og ég hef ekki velt því
mikið fyrir mér en ég hef engar
áhyggjur ef við náum að spila
eins og við höfum gert í leikjun-
um á undan þessum í dag,“ sagði
Patrekur Jóhannesson, þjálfari
Stjörnunnar. „Ég hefði viljað fá
aðeins meiri stuðning á pöllunum
en ég vil þakka þeim sem mættu,
ég þekkti held ég áttatíu prósent af
þeim,“ sagði Patrekur að lokum.
- gmi
Deildarmeistarar Hauka lögðu Stjörnuna í gær þrátt fyrir að hvíla lykilmenn:
Stjörnumenn fara í umspilið
UMSPIL Stjörnumaðurinn Kristján Kristj-
ánsson brýst í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Dramatíkin var allsráð-
andi í ensku úrvalsdeildinni um
helgina þegar bæði efstu liðin,
Manchester United og Liverpool,
tryggðu sér sigur í uppbótartíma.
Alan Shearer, nýjum stjóra New-
castle, tókst ekki að stýra lið-
inu til sigurs í fyrsta leiknum og
meiddu mennirnir sneru aftur og
lögðu grunninn að sigri Arsenal á
Manchester City.
Fáir höfðu heyrt um Federico
Macheda fyrir leik Manchest-
er United og Aston Villa í ensku
úrvalsdeildinni enda var þessi
sautján ára Ítali að koma inn á í
sínum fyrsta leik þegar Sir Alex
Ferguson tók áhættuna og henti
stráknum inn í einn af mikilvæg-
ustu leikjum liðsins á tímabil-
inu. Macheda skoraði sigurmark-
ið á 92. mínútu í 3-2 sigri á Aston
Villa og sá til þess að United end-
urheimti toppsætið af Liverpool.
„Þetta er svona dagur sem
mann hefur aðeins dreymt um.
Kannski þekktu mig ekki margir
áður en ég held að það sé breytt
núna,“ sagði Macheda.
Cristiano Ronaldo kom Unit-
ed yfir með laglegu marki eftir
óbeina aukaspyrnu en John Carew
jafnaði og lagði síðan upp annað
mark fyrir Gabriel Agbonlahor.
Allt stefndi því í fyrsta sigur
Villa á Old Trafford síðan 1983
þegar Sir Alex veðjaði á tán-
inginn Macheda. Í framhaldinu
jafnaði Cristiano Ronaldo metin
með lúmsku langskoti og svo var
komið að meistaratöktum Feder-
ico Macheda sem fékk boltann
frá Ryan Giggs inni í teig, sneri
af sér varnarmann með einni frá-
bærri snertingu og átti síðan aðra
engu síðri þegar hann afgreiddi
boltann í fjærhornið.
Elskar svona ævintýri
„Ég tek áhættu í svona stöðu. Það
er hluti af fótboltanum að taka
áhættu og það er ekkert nýtt. Ég
elska það að sjá svona ævintýri
verða til,“ sagði Sir Alex Fergu-
son, stjóri United.
„Þetta eru mikil vonbrigði því
við áttum þetta ekki skilið,“ sagði
Martin O‘Neill, stjóri Aston Villa,
sem var mjög ósáttur við marga
dóma sem féllu gegn hans liði.
Sigurmark frá Benayoun
Daginn áður hafði Liverpool
komist í toppsætið þökk sé sigur-
marki frá Yossi Benayoun í upp-
bótartíma í 1-0 sigri á Fulham
en fram að því hafði slagverkið
bjargað Fulham-liðinu ítrekað.
Það var eins og örlögin væru með
Liverpool í lokin en í gær kom í
ljós að þau eru ekki síður á bandi
Manchester United.
„Þetta eru rosalega mikilvæg
þrjú stig. Við vissum það fyrir
leikinn að allt annað en þrjú stig
væri ekki nægilega gott. Ég veit
að markið kom seint en við áttum
skilið að skora þetta mark,“
sagði Steven Gerrard, fyrirliði
Liverpool.
Emmanuel Adebayor og Cesc
Fabregas áttu frábæra endurkomu
eftir meiðsli í lið Arsenal í 2-0
sigri á Manchester City en Ade-
bayor skoraði bæði mörkin eftir
sendingar frá Fabregas. „Liðið
spilar betur og betur með hverj-
um leik og þetta var mjög góður
leikur bæði í vörn og sókn. Liðið
er ungt og hefur bætt sig gríðar-
lega frá því í haust,“ sagði Ars-
ene Wenger, stjóri Arsenal, en
liðið lék þarna sinn sautjánda
leik í röð án þess að tapa.
Tap í fyrsta leik Shearers
Alan Shearer, stjóri New-
castle, hefur enn fulla trú
á því að hann geti bjarg-
að Newcastle frá falli
úr ensku úrvalsdeild-
inni þrátt fyrir 0-2 tap
í fyrsta leiknum á móti
Chelsea en eftir marka-
lausan fyrri hálfleik skoruðu
þeir Frank Lampard og Flor-
ent Malouda í seinni hálfleik.
„Mitt markmið er að vera
boðið starfið í vor af því að
Newcastle hefur haldið sér
uppi. Ég hef fulla trú á því að
við getum bjargað okkur frá
falli og það sem er enn mikil-
vægara, mínir leikmenn hafa
fulla trú á því líka,“ sagði
Alan Shearer. Hann ítrekar
við hvert tækifæri að hann
ætli bara að stýra liðinu fram
á vor.
ooj@frettabladid.is
Óþekktur táningur kom
United aftur á toppinn
Liverpool sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í tæpan sólarhring eftir
sigurmark í uppbótartíma á móti Fulham en Manchester United endurheimti 1.
sætið eftir dramatískan 3-2 sigur á Aston Villa á Old Trafford.
ÁHÆTTAN
BORGAÐI SIG Sir
Alex Ferguson
faðmar Federico
Macheda í
leikslok. NORDIC-
PHOTOS/AFP