Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Qupperneq 7
félag legalt? Í Rvk eru skotfélög, íþróttafélög &c. og
öll legal [lögleg, starfa fyrir opnum tjöldum]. Er
þetta til þess að takmarka inngang í félagið eða eru
félagarnir þess meðvitandi að þeir séu að gera eitt-
hvað ljótt sem ekki má líta dagsins ljós? . . . Það hlýt-
ur að komast upp . . . . að kommúnistar séu farnir að
koma upp rauðum her og allir borgarar hvetja lýðinn
til þess að berja niður þennan ófögnuð. Árangurinn
verður svo að segja að höfuðatriðið í bylting-
artækninni – það að mobilisera fjöldann til varnar –
hverfur úr höndum okkar yfir til borgaranna. Einnig
fá borgararnir betri aðstöðu til þess að banna slíkan
félagsskap, því sympati smáborgaranna og jafnvel
verkamanna verður með þeim. Við erum þeirrar
skoðunar að slíkt félag eigi að vera algjörlega legal
massorganisation [fjöldasamtök] og að engar
ástæður séu til að stofna illegal organisationir
heima á Íslandi eins og sakir standa. Til þess að
meðhöndla mál er hægt að kjósa nefnd – en hún
verður að samanstanda af þeim bestu og mest
reyndu félögum, sem við höfum á að skipa.3
Hér geta lesendur glögglega séð, að allar
mótbárur Moskvumanna gegn bardagaliðinu
beindust gegn óhæfum forystumanni, Jafet, en
einkum þó gegn leyndinni, sem skaðað gæti
Kommúnistaflokkinn. Í Moskvu vildu menn að
flokkurinn ætti sitt bardagalið. Það átti að
starfa fyrir opnum tjöldum og miðstjórn flokks-
ins átti að kjósa nefnd til að koma því á fót sem
viðbragði til varnar gegn fólsku ,,borgaranna“.
Það tilefni gafst eftir atlögu kommúnista að
bæjarstjórn Reykjavíkur 1932, þegar flokk-
urinn stofnaði opinberlega Varnarlið verka-
lýðsins, þ.e. einkennisbúna, vopnaða liðssveit til
að verjast ,,árásum lögreglu“. Þessi liðssveit
var einkum ábyrg fyrir því að limlesta tvo
þriðju hluta Reykjavíkurlögreglunnar í næstu
atlögu að bæjarstjórninni. Það er því með ólík-
indum, að Jón Ólafsson skuli bera það á borð í
annað sinn, að með ofangreindu bréfi hafi
Moskvumenn hafnað vopnuðum sveitum, vegna
þess að ,,langflestir íslenskir kommúnistar,
töldu að á Íslandi væru friðsamlegar aðgerðir
og þátttaka í pólitík vænlegri til árangurs held-
ur en ofbeldisaðgerðir“. Hve oft skyldi Jón
treysta sér til að afbaka eina og sömu heimild-
ina, jafnvel þó að hann hafi áður ratað á rétta
lokaniðurstöðu um hana í eigin bók?4
Í Lesbókargrein minni nefndi ég hin ströngu
skilyrði, sem deildir Kominterns, komm-
únistaflokkarnir, urðu að hlíta til að fá inn-
göngu í heimsbyltingarsambandið. Eitt skilyrð-
anna var einmitt að ,,virða að engu
burgeisalega lagaskipan og koma upp ólögleg-
um samtökum, sem eru reiðubúin að koma
flokknum til aðstoðar í byltingunni“. Af áð-
urnefndu bréfi Moskvumanna sést, að þeir
töldu óæskilegt og óþarft að slík sveit starfaði
hér ólöglega ,,eins og sakir standa“, þó að starf-
semi hennar væri að öðru leyti í samræmi við
inngönguskilyrði Kominterns. Jón víkur að
þessu, en þá ber nýtt við:
Þór gefur sér að þess vegna [þ.e. vegna inngöngu-
skilyrðanna] hljóti slík deild einnig að hafa starfað í
Kommúnistaflokki Íslands . . . spurningin sé bara
hver hafi stjórnað henni, hvað hún hafi gert og svo
framvegis. Ég er á annarri skoðun. Mér virðist allt
eins líklegt að engin raunveruleg leynideild hafi ver-
ið innan KFÍ þó hugsanlega hafi einhverjir félagar
látið sig dreyma um að stofna slíka deild (þessa
ályktun styður bréf það frá íslenskum kommúnistum
í Moskvu sem áður var getið.)
Jón hefur ekki fyrr fullyrt að Moskvumenn
hafi mælt gegn starfsemi ólöglegs bardagaliðs,
en hann lýsir því yfir að það hafi aldrei verið til
nema í draumi! Annað kemur þó fram í boðskap
Moskvumanna, er vísuðu til bréfs, sem þeir
hefðu fengið um stofnun sveitarinnar:
,,Bréfið skýrir frá því eins og þið sjáið að búið sé að
stofna fraktion innan flokksins sem eigi að hafa það
markmið, að ala upp hreina ,,byltingar bardaga-
menn“. Fraktionin er illegal, inntökuskilyrðin ströng,
félagarnir vilja fá sér rauð merki héðan eins og
rauðu hermennirnir nota . . . Sé félagsstofnunin í
raun og veru eins og bréfið skýrir frá er hún svo
hlægileg [vegna leyndar og óhæfrar stjórnar] að við
getum varla búist við að miðstjórnin hafi gefið sam-
þykki sitt til þessa.“5
(Af framhaldinu sést að sveitin var talin
starfa með samþykki miðstjórnar, sjá nánar í
bréfi Moskvumanna hér að ofan.) Sjálfur hef ég
aldrei haldið því fram, að nein önnur ,,leyni-
deild“ en sú, sem hér um ræðir, hafi starfað í
Kommúnistaflokknum, hvað þá að ég hafi borið
fram einhverjar spurningar um ,,hver hafi
stjórnað henni“ ,,og hvað hún hafi gert“, eins og
Jón spinnur upp. Ég vefengi ekki bók Jóns um
að Jafet Ottósson hafi stjórnað leynilega bar-
dagaliðinu og geng út frá því að starfsemin hafi
verið í samræmi við,,markmiðið“, sem Moskvu-
menn tilgreindu: ,,að gera félagana hæfari í
hinni teknisku baráttu [svo sem skotfimi og
bardögum], íþróttum & c.“ Til þess þurfti vita-
skuld einhver skotvopn og herkunnáttu.
Uppspuni um heimildir
Jón Ólafsson gengur lengst í blekkingum sín-
um með eftirfarandi orðum:
Þór er sannfærður um að vopnabúr hafi verið til á Ís-
landi . . . . Ég verð að viðurkenna að þessi röksemda-
færsla Þórs minnir mig á sannanir fyrir tilvist Guðs. .
. . Mér virðist augljóst að nokkrir æstir ungkomm-
únistar geta hæglega talað um vopnaða uppreisn án
þess að það merki að þeir hljóti að hafa haft vopn
undir höndum. Ég nefni ekki vopnasöfnunina sem
Þór talar um í Þjóðmálagrein sinni vegna þess að ég
sé ekki að hann hafi merkilegri heimildir um hana en
sögusagnir og ögrandi yfirlýsingar.
Nú hef ég aldrei látið í ljós þá skoðun, að
kommúnistar hafi komið sér upp sérstöku
,,vopnabúri“. Í Þjóðmálagreininni minntist ég
hins vegar á inngönguskilyrði Kominterns um
vopnaða byltingarsveit og stofnun ,,byltinga
bardagaliðsins“ og sagði síðan:
Átta árum fyrr, 1924, hafði Félag ungra kommúnista
(fyrirrennari Kommúnistaflokks Íslands) kosið nefnd
til að gera ,,tillögur um íþróttastarfsemi og vopna-
burð í félaginu“. Einn nefndarmanna, Þorsteinn Pét-
ursson, síðar foringi Varnarliðs verkamanna, [þ.e.
verkalýðsins] sagði þá að ekki væri hægt ,,að koma
upp vopnuðum flokki, en ef á þyrfti að halda væri
gott að félagsmenn gætu útvegað sér vopn, t.d. kylf-
ur og byssur“. Þorsteinn, sem snerist síðar gegn
kommúnistum, hefur staðfest að um 15 manna hópur
hafi farið að hvatningum hans og útvegað sér skot-
vopn, flestir skammbyssur. Ólíklegustu menn hefðu
verið furðu óþreyjufullir að hefja byltingu.
Í þessari klausu vísaði ég rækilega í tvær
heimildir aftanmáls. Fundagerðarbók Félags
ungra kommúnista, 24. ágúst 1924, ljósrit í
vörslu höfundar, og viðtal við Þorstein Pét-
ursson, 14. nóvember 1979. Þessar heimildir,
sem styðja hvor aðra, kallar Jón ,,sögusagnir
og ögrandi yfirlýsingar“ og líkir þeim við sann-
anir ,,fyrir tilvist Guðs“. En hvers vegna skyldi
Jón grípa til svo ósvífinnar blekkingar og af-
baka aðra heimild að auki til að reyna að bera
það af kommúnistum að þeir hafi átt sína bylt-
ingarsveit og safnað að sér skotvopnum? Svarið
liggur í augum uppi: sveitin og vopnin sanna
áþreifanlega að kommúnistum var full alvara
með byltingartali sínu.
Einar Olgeirsson vottar
um byltingarnámið
Ég vakti athygli á því í Lesbókinni, að í bók
Jóns Ólafssonar; Kæru félagar, væri að finna
vitnisburð Einars Olgeirssonar, annars helsta
leiðtoga íslenskra kommúnista, um að ,,afleið-
ingin“ af byltingarnáminu eystra hafi verið sú,
að brautskráðir nemar hafi rætt um að gera
,,vopnaða uppreisn á Íslandi“. Þetta sagði Ein-
ar sovétsendiherranum í Reykjavík 1952, en þá
mæltist hann til þess að alþjóðahreyfing
kommúnista kæmi sér upp nýjum og end-
urbættum stjórnmálaskólum. Vegna ,,sér-
stöðu“ Íslands hlyti leiðin til sósíalisma að
verða hér dálítið önnur en í mörgum löndum.
Jón Ólafsson leggur út af þessum orðum, en úr
verður ruglandi og tímaskekkja, sem endar í
mótsögn:
Í samtalinu [Einars og sendiherrans 1952] er einmitt
verið að halda því fram að íslenskir kommúnistar
beiti ekki ofbeldi. Á fjórða áratugnum hafði Einar Ol-
geirsson næstum mátt þola að hans eigin félögum
[svo], sem orðnir voru svo ,,dogmatískir“ að þeir
töldu minnstu frávik frá ,,línunni“ til marks um borg-
aralegt hugarfar, vikju honum úr flokknum. Þess
vegna bendir hann sendiherranum á að alþjóðlegir
flokksskólar, sem Einar hafði almennt mikla trú á,
þurfi að vera sveigjanlegir hugmyndafræðilega til að
hæfilegt tillit sé tekið til séraðstæðna í hverju landi.
Á Íslandi var algjör andstaða við vopnaburð sá veru-
leiki sem taka þyrfti tillit til.
Þótt Einar Olgeirsson hafi verið þeirrar
skoðunar á því herrans ári 1952, að Sósíal-
istaflokkurinn gæti náð völdum án þess að
herma eftir rússneska meistaraflokknum,
breytir það auðvitað alls engu um þá fullyrð-
ingu hans, að Moskvunámið hafi hvatt útlærða
byltingarmenn til að ræða um ,,vopnaða upp-
reisn“ á fjórða áratugnum. Fáránlegt er að Jón
skuli lýsa þessu svo, að þá hafi ,,nokkrir æstir
ungkommúnistar“ haft uppi marklaust hjal um
ofbeldi. Það voru hinir Moskvulærðu, sem
höfðu undirtökin í flokknum í umboði Kom-
interns og gátu meira að segja gefið sjálfum
Einari Olgeirssyni síðustu viðvörun um brott-
rekstur. Aðalumkvörtunarefni Einars 1952
snerist einmitt um það, að þessum áhrifamiklu
félögum hans hefði verið innrætt í Moskvu að
virða ekki þá ,,sérstöðu“ Íslands og vopnleysi,
sem Jón Ólafsson fullyrðir að allt þeirra nám og
barátta Kommúnistaflokks Íslands hafi verið
miðuð við. Einar var í raun að mælast til þess
að kommúnistahreyfingin menntaði menn á
þann hátt, sem Jón fullyrðir að hún hafi gert á
fjórða áratugunum, en gerði ekki. Tal hinna
Moskvulærðu manna verður að sjálfsögðu
einnig að tengja við stofnun byltingarsveitar,
vopnasöfnun kommúnista og skipuleg ofbeld-
isverk þeirra, eins og árásir á meirihluta bæj-
arstjórnar. Ella voru engin efni til að ræða um
,,vopnaða uppreisn“ í landinu.
Jón staðfestir sjálfur þessa niðurstöðu mína
með því minna á, að Einari Olgeirssyni hafi
nærri því verið vikið úr Kommúnistaflokknum
1934. Hvers vegna? Vegna þess að flokks-
stjórnina undir forystu útlærðra bylting-
armanna grunaði að Einar væri ekki full-
komlega trúr byltingarlínu Kominterns, sem
Jón heldur fram í hinu orðinu, að hafi aðeins
verið í nösunum á íslenskum kommúnistum.
Eins og ég hef lýst í ritum mínum var Einar
Olgeirsson hálfvolgur í byltingarafstöðu sinni,
þegar Kommúnistaflokkur Íslands var stofn-
aður. Á fjórða áratugnum gekkst hann hins
vegar inn á byltingarlínu Kominterns og
flokksstjórnarinnar og boðaði hér valdatöku
með ofbeldi og hernaðar- og efnahagsstuðningi
Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það gerði Einar ætíð
skarpan greinarmun á ótímabæru valdaráni co-
up d’état (sem hann var alltaf andvígur) og
byltingu, sem ,,mikilvægasti hluti“ verkalýðs-
stéttarinnar stæði að.6 En með árunum hall-
aðist Einar aftur á þá skoðun, að íslenskir
kommúnistar gætu komið hér á sósíalisma eftir
sínum eigin leiðum, svo sem fram kom í samtali
hans við sovétsendiherrann 1952.
Þetta sama ár skýrði Brynjólfur Bjarnason,
áhrifamesti foringi Sósíalistaflokksins, hins
vegar opinbera afstöðu flokksstjórnarinnar til
ofbeldis í riti um sögu flokksins:
Valdataka alþýðunar verður aðeins framkvæmd af
meirihluta fólksins [þ.e. verkalýðsstéttarinnar]. . . .
Hversu friðsamlega hún fer fram er hins vegar undir
viðbrögðum auðmannastéttarinnar komið.
Afstaða Sósíalistaflokksins til valdbeitingar styðst
ekki við neinar algildar siðareglur. . . . Hann metur
valdbeitingu eftir þýðingu hennar í hinni sögulegu
þróun. . . . Vera má að alþýðan taki völdin með til-
tölulega skjótri svipan og verði að beita borg-
arastéttina hörðu. . . . Hitt er þó engu síður líklegt að
burgeisastéttin láti undan síga . . . vegna þess að
hún á einskis annars úrkosta, ef hún á þess ekki
lengur kost að styðjast við erlent vald.7
Forsendur friðsamlegrar valdatöku Sósíal-
istaflokksins voru að mati Brynjólfs greinilega
ekki fyrir hendi 1952, vegna þess að ,,burgeisa-
stéttin“ (sem átti að ráða fyrir hinum stjórn-
málaflokkunum) vildi ekki afhenda sósíalistum
völdin nema eftir þingræðisreglum og hún tald-
ist styðjast við erlent vald, svo sem líflátshót-
anir Brynjólfs við þingmenn vitna um.
Orð þessa valdamesta manns Sósíal-
istaflokksins sanna enn, hve rangt það er, eins
og Jón Ólafsson gerir í öðru orðinu, að dæma
afstöðu kommúnista til ofbeldis út frá ummæl-
um Einars Olgeirssonar 1952. Burtséð frá því,
hvernig Jón reynir ranglega að heimfæra um-
mæli hans upp á Kommúnistaflokkinn og fjórða
áratuginn, eru þau ekki einu sinni til marks um
afstöðu ráðandi afla Sósíalistaflokksins til of-
beldis árið 1952.
Voru fyrrverandi kommúnistar
ekki vitnisbærir?
Jón segir ,,barnaskap“ minn ná hámarki, þegar
ég ,,láti eins og bituryrði manna, sem gengu úr
hreyfingu kommúnista í þeirra garð séu ein
sönnun á ofbeldisáformum þeirra“. Þannig leyfi
ég mér að vitna í orð Áka Jakobssonar fyrrver-
andi þingmanns og ráðherra Sósíalistaflokks-
ins um að kommúnistar hafi í senn verið
þér þekkja þá
30. mars Grjóti kastað að Alþingi Íslendinga,
þegar það ræddi um inngöngu í Atlantshafs-
bandalagið 30. mars 1949 (sjá menn í bak-
grunni t.v. og t.h.). Í þessari einstæðu atlögu
að löggjafarþinginu slösuðust menn, en til-
viljun réð því að ekki skyldi verr fara.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 7