Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 9
Morgunblaðið/Ásdís aður taðið ng- kið að pek- ur tákn- ga m aður ann rsti nn- mán- ði í i sem gu.“ m út s á ifað m leik- st og a og arnir ð að a atugi. nar gerð- það m það við ar ri nig n Ég - í sem ar og að ota ein- em ann- in gerir Aftur fað af u úr en hafa ddi. nt þeir leik- ýtur að við- ð öng egir enn vers u annig m þann- rðist ð- a og hafði þegar gert það, þar sem nokkur skáld áttu í hlut. En nú féllu slík laun í skaut leikara. Loks ber að geta að, að þegar hug- myndir um leiklistarlegt flaggskip, Þjóðleikhús, fóru að mótast, voru meðal sterkustu raka fyrir því að leikhópur Leikfélags Reykjavíkur væri ekki aðeins kominn á það stig, að hann risi undir slíku, heldur beinlínis ætti það skilið. Þetta leikhúsfólk mið- aði sig við það besta í útlöndum og þau leikrit sem leituðu út fyrir landsteinana voru ágætur prófsteinn á það að leiklistin var orðin marktæk á íslandi og samanburður á flutningi þeirra ekki endi- lega erlendum leikhúsmönnum í hag.“ Rit sem þörf er á Þegar Sveinn byrjaði að setja viðfangsefnið fram sem kenningu í doktorsritgerð ákvað hann snemma í ferlinu að ritgerðin ætti vera á ensku. „Það hafði ýmsa galla og ber þar fyrst að nefna að enskan mín er stórum lakari en íslenskan. Aftur á móti hafði það aðra kosti í staðinn. Í fyrsta lagi var ég búinn að skrifa um þetta tímabil þannig að ég var nánast búinn að vinna heimildavinnuna. En með því að skrifa á ensku og út frá öðrum forsendum, það er að segja með kennisetningu sem ég ætlaði að sanna, þá gat ég nálgast við- fangsefnið á annan og í rauninni á nýjan máta þannig að ég væri ekki að endurtaka mig. Síðan hef ég heyrt kollega mína, bæði leikhúsfræðinga, leikstjóra og leikhúsfólk almennt, kvarta undan því að það sé ekkert til skrifað um íslenskt leikhús á heimsmáli. Það litla sem er til er að finna í uppsláttarbókum og sumt af því er fullkomlega hneykslanlegt fyrir fáfræði sakir. Í þessu þarf að gera meiri kröfur,“ segir Sveinn og bætir við að umrætt rit gæti bætt þar talsvert úr. Sveinn ákvað jafnframt að hann yrði að hafa sögulegan inn- gang inn í verkið. „Það hentaði í rauninni ágætlega vegna þess að þó að okkar leiklist sé ung pro forma, þá er í allri okkar menningarhefð svo og svo mikið af leikrænum fyrirbærum. Þau er að finna í Íslendings- ögunum, í eddukvæðunum, í þjóðsögunum, í þjóðdönsunum og svo framvegis þannig að hið leikræna var okkur aldrei fjarri. Doktorsritgerðin hans Terrys Gunnells fjallar til dæmis um það að eddukvæðin hafi verið leikin enda eru þau í samtalsformi og með persónusköpun.“ Á vinnuferlinu kom Sveinn svo að kafla sem hann játar að hafi komið sjálfum sér algjörlega í opna skjöldu. Hann markar sem fyrr segir fyrri tímaás ritgerðarinnar við 1860 en þar miðar Sveinn við heimkomu Sigurðar Guðmundssonar málara frá námi í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið árið 1858. Sigurður var að sögn Sveins fyrsti leikhúsmaður þjóðarinnar. „Þegar hann kom heim þá var lítið um að vera í íslenskri leiklist; kannski ein sýning sett upp á fimm ára fresti og þá gjarnan á dönsku. Sigurður var náttúrlega ekki með neina formlega mennt- un í leikhúsi en hann var kominn með réttindi sem málari. Og hann nýtti sér það í leikhúsinu hér og setti upp sýningar, brennandi af áhuga, en hann hafði mikinn áhuga fyrir öllum framförum á Ís- landi. Ég get vel ímyndað mér að þessar sýningar hafi verið lélegar og svo framvegis en allt í einu var þarna komið fordæmi á um- gjörðina. Sigurður gerði til dæmis leikmynd fyrir Skugga-Svein, eða Útilegumennina eins og verkið hét fyrst, og einnig fyrir sýn- ingar á Holberg og Molière. Hann bjó til lifandi myndir og sótti þemu í fornsögurnar. Hið myndræna er útgangspunkurinn hjá Sigurði en hann hafði orðið fyrir áhrifum af sögulega málverkinu úti í Danmörku. Sigurður var með ástríðu og hún var sú að hér átti ekkert að leika á dönsku; það átti að leika á íslensku fyrir Íslend- inga og það átti að skrifa leikrit á íslensku. Hann verður þannig hvati að íslenskri leikritun og hvað sem má segja um hæfni hans sem leikstjóra og hvað hann gerði mikið á þessum tíma þá er hann örugglega fyrsti leikhúsmaðurinn okkar.“ Sprengikrafturinn Seinni tímaásinn miðar Sveinn við fullveldisár Íslands árið 1918 en nokkrum árum síðar var ákveðið að reisa þjóðleikhús. Helsta rökfærslan fyrir þeirri ákvörðun, segir Sveinn, var krafturinn í leikhússtarfseminni sem hafði sýnt sig fram að því; að starfsemin hefði verið komin á það stig að hún ætti þjóðleikhúsið skilið. Og þar kemur að því sem kom Sveini svo í opna skjöldu. „Leikhúslandslagið á þessu tímabili var svo miklu meira en það sem frumherjarnir í Iðnó áttu þátt í að móta. Á bak við það var leikhússtarfsemi með sprengikrafti sem fyrirfannst út um allt land. Og þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Ég fór að kanna þetta, bjó til tengslanet um allt land með góðra manna hjálp og mjög margir grófu upp fyrir mig heimildir um upphaf leikhússtarfseminnar á hverjum stað fyrir sig. Í fimmtíu þorpum um landið var leikið. Helsta ástæðan fyrir þessu var sú að á seinni helmingi nítjándu aldar áttu sér stað gífurlega miklar þjóðfélagsbreytingar á Íslandi. Þetta var fyrsta skriðan út úr sveitunum og inn á sjávarsíðuna. Fram að því hafði fólk verið sent í verið en komið svo aftur í sveitirnar eftir þrjá, fjóra mán- uði. Þarna var kominn vísir að nýjum iðnaði í sjávarþorpunum, litlum þó, en fyrst og fremst var farið að nota nýjar aðferðir við veiðar sem gjörbreytti öllu og núna þurfti fólk í plássin. Og í fyrsta skipti á Íslandi verður til raunverulegt fjölbýli.“ Þá nefnir Sveinn leiksýningar sem fluttar voru í sveitum lands- ins, ýmist í baðstofum, hlöðum, úti á hlaði, í þinghúsum og öðrum húsakynnum. „Hvar sem hægt var að setja upp einhverjar fjalir, þar var leikið. Það eru til ákaflega skrautlegar lýsingar á því hversu frumstæðar aðstæður voru. Leikþörfin var svona gífurleg. Þetta er baklandið; það er þessi óheyrilegi áhugi á leiklist sem þau njóta þessir frumherjar sem börðust fyrir „alvöruleikhúsi“.“ Og að lokum kemur Sveinn að einu þeirra viðmiða um listina og leikhúsið sem hann notaði í rannsókninni; hvort leikarar á um- ræddu tímabili hafi fengið formlega menntun eða ekki. „Auðvitað var þó aðalskóli þessara leikstjóra, Jens B. Waages og Einars H. Kvarans á leiksviðinu sjálfu og sama máli gegndi um þann tíu manna kjarna leikara sem byggðu þessa leiklist okk- ar upp. En það er ekki aðalatriðið. Það sem ég reyni að sýna fram á í ritgerðinni er að leiklist okkar kemur miklu fyrr inn í þá þróun borgarlegs menningarsamfélags sem á sér stað á þessum árum og á stærri þátt í því en menn hafa hingað til gert sér grein fyrir. Og þó að þetta fólk tæki einnig að sér önnur störf, voru aðstæður þeirra ekki svo mikið ólíkar því sem aðrir listamenn á Íslandi bjuggu við á þessum tíma: Rithöfundarnir voru ritstjórar eða prestar, tónskáldin ljósmyndarar eða prestar og fyrsti málarinn rak bókabúð sér til lífsviðurværis. En starf þessara frumherja okkar í leiklistinni var talsverð hetjusaga,“ segir Sveinn. Sveinn Einarsson „Leikhúslandslagið á þessu tímabili var svo miklu meira en það sem frumherjarnir í Iðnó áttu þátt í að móta. Á bak við það var leikhússtarfsemi með sprengikrafti sem fyrirfannst út um allt land. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.