Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 15
Sigríður Sumarið með Moniku er trúlega ein aðgengilegasta
mynd leikstjórans Ingmar Bergman.
Gláparinn
Íupphafi þorra þegarfrostið bítur kinn dett-
ur mér helst í hug að
mæla með mynd sem
kemur hita í kroppinn.
Sólargeislar verma unga
elskendur í sænska
skerjagarðinum í mynd-
inni Sumarið með Moniku
(Sommaren med Mo-
nika). Þetta er trúlega ein
aðgengilegasta mynd
leikstjórans Ingmar
Bergman. Hún er frá
árinu 1953, byggð á bók
eftir Per Anders Fogelst-
röm og hefur fallið í
skuggann af meist-
araverkum sem hann
gerði síðar á ævinni. Sum-
arið með Moniku fjallar á
óvenju opinskáan og
raunsæjan hátt um ást-
arsamband unglinganna
Moniku og Harry, sem
leikin eru af Harriet And-
ersson og Lars Ekborg.
Mörg höfundareinkenni
Bergmans eru þegar
greinileg og gullfalleg
myndatakan er í höndum
Gunnars Fischer.
Sigríður Pétursdóttir
útvarpsmaður
Lesarinn
Orð eru geimskip, kafbátar, vængir, þaufara með okkur upp til himna og niður til
vítis, fram og til baka, ætli það sé ekki þess
vegna sem ég byrjaði snemma að lesa, og mun
halda því áfram þar til eitthvað dimmt stöðvar
mig. Ég les yfirleitt nokkrar bækur í einu, fer
á milli ljóðabóka, grúska í sagnfræði, en þó
ósjaldan ein eða tvær bækur sem fá mesta at-
hygli, núna eru það Primal Vision, safn prósa
og ljóða eftir Gottfried Benn, eitt af áhrifa-
mestu þýsku skáldum síðustu aldar, og
Lykkelige Kristoffer eftir Danann Martin A.
Hansen, bók sem ég hreifst ákaflega af fyrir
einum tíu árum og hlakka til að endurlesa,
söguleg skáldsaga, hefur verið líkt við Fall
konungsins eftir annan Dana, Johannes V.
Jensen, við erum því að tala um stórmeistara,
báðir töframenn í stíl en stíllinn „er æðri sann-
leikanum því hann ber í sér staðfestingu
sjálfrar tilverunnar“ skrifaði Benn fyrir rúm-
um 50 árum; það er eftir miklu að slægjast í
bókum Benn. Og svo er ég ennþá að hugsa um
andrúmið í Theresu, bók Francois Mauriac
sem Kristján Árnason þýðir ákaflega vel, hún
kom út hjá Hávallaútgáfunni í fyrra, það er
kraftaverkaútgáfa. Þeir sem eiga ekki The-
resu, og smásagnasafn Gógóls sem kom líka
út hjá þeim, ættu að drífa sig í næstu bókabúð;
þær kosta lítið, en gefa mikið.
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur
Jón Kalman „Er ennþá að hugsa um andrúmið í Theresu, bók Francois Mauriac.“
Yfir 1800 lausnir bárust á verðlaunagátunum
sem birtust í Lesbókinni á Þorláksmessu. All-
nokkuð var af villum í innsendum lausnum, sér-
staklega í krossgátunni og helzti fingurbrjót-
urinn í myndagátunni var „enda á“, þ.e.a.s.
stafurinn Á sem var teiknaður úr garnendum.
Verðlaunahafar í krossgátunni eru: 25 þúsund
kr: Eiríkur Þormóðsson, Ögurási 3, Garðabæ
210.
20 þúsund kr: Gunnar Þór Þórhallsson,
Strandvegi 2, Garðabæ 210 og Tómas Tómasson,
Vaglaseli 2, Reykjavík 109.
Verðlaunahafar myndagátunnar eru þessir: 25
þúsund kr.: Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Óspak-
sstöðum, Hrútafirði, Staður 500.
20 þúsund kr.: Reynir Brynjólfsson, Víðiteig
28, Mosfellsbæ 270 og Sigrún Sighvatsdóttir,
Fífuseli 15, Reykjavík 109.
Lausn myndagátunnar var þessi: Margir bera
ugg í brjósti um hver verða örlög tungumáls okk-
ar enda á íslenskan í vök að verjast um þessar
mundir.Tilvera þjóðarinnar byggist á henni.
Aldrei má sofna á verðinum.
Lesbókin þakkar lesendum sínum þátttökuna.
Verðlaunagáturnar