Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 15 lesbók Morgunblaðið/ÞÖK Ívar Páll Hann hefur verið að lesa ævisögu Andys Kaufman. „Hann var í karakter allt sitt líf og jafnvel þeir sem stóðu honum næst komust ekki innfyrir brynjuna og látalætin.“ Lesarinn Aðdáendur Silvíu Nætur ættu að kynna sér feril snillingsins Andys Kaufmans, sem flestir þekkja ef til vill úr myndinni Man on the Mo- on. Þar fór Jim Carrey með hlutverk Kauf- mans, en þeir sem hafa séð myndbönd með frumgerðinni (og þau má fjölmörg panta á amazon.com) hafa ekkert sérstakt gaman af þeirri mynd. Andy var einstakur. Hann var í karakter allt sitt líf og jafnvel þeir sem stóðu honum næst komust ekki innfyrir brynjuna og látalætin. Bókina Andy Kaufman Revealed!: Best Fri- end Tells All ritaði nánasti samstarfsmaður og meðhöfundur Kaufmans, Bob Zmuda. Lýs- ingar hans á ævintýrum þeirra félaga eru skemmtilegar, enda voru þeir álíka bilaðir. Þeim fannst brandarinn fyndnastur ef enginn skildi hann nema þeir og oft var sjálfur brand- arinn viðbrögð furðu lostinna áhorfenda, sem gjarnan voru æfir af bræði. Best er að hafa hæfilegan fyrirvara á því sem maður les í þessari bók, því auðvitað væri það stílbrot ef allt í henni væri satt. Ívar Páll Jónsson, blaðamaður. Hlustarinn Sá diskur sem oftast ratar á spilarann hjá mér um þessar mundir er reyndar þriggja diska box og heitir The Big Bang. Hann inniheldur slagverkstónlist frá öllum heims- álfum og í flestum þekktum stíltegundum. Fyrsta upptakan á diski 1 er af simpönsum sem berja á hola trjástofna og varpa, að minnsta kosti í mínum huga, örlitlu ljósi á upphaf menningarinnar. Fyrstu verkfærin voru ekki vopn, heldur hljóðfæri og menn- ingin á rót sína í takti sem forfeður okkar heyrðu í umhverfi sínu og reyndu síðan að líkja eftir, enda er undirtitill disksins „Í upp- hafi var trumban“. Síðan fer The Big Bang vítt um völl og það er gulls ígildi fyrir dellu- kall eins og mig að reyna að ráða í ferðalag taktsins um jarðarkringluna og lesa úr því sögu mannkyns á nýjan og gefandi hátt. Karl Ágúst Úlfsson leikari Morgunblaðið/G.Rúnar Karl Ágúst „Fyrstu verkfærin voru ekki vopn, heldur hljóðfæri og menningin á rót sína í takti sem forfeður okkar heyrðu í umhverfi sínu og reyndu síðan að líkja eftir,“ segir Karl Ágúst. Bókaskápur Guðmundar Andra Thorssonar Morgunblaðið/Einar Falur Guðmundur Andri Á kvöldin þegar allt er orðið hljótt heyri ég stundum hvernig streymir frá bókunum. EF RÉTT er munað er Hall- grímspassía Sigurðar Sævars- sonar, er frumflutt var á föstu- daginn langa, þriðja íslenzka óratórían sem samin hefur verið við Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar. Að fyrri verkum ólöst- uðum má óhætt telja að hún sé þeirra aðgengilegust í hlustun. Sumpart vegna þess hvað tónmál hennar var sláandi óháð miðevr- ópskum eftirstríðsmódernisma; í meginatriðum á tónalt-módölum grunni impressjónisma og ný- klassíkur með mismiklu harm- ónísku kryddi er leiddi stundum hugann að yngri bandarískum kórtónskáldum á við Eric Whi- tacre. Þó án þess að verka gam- aldags, enda bar né heldur á ýkja eftirminnilegum laglínum við fyrstu heyrn. Hitt var óvenjulegra hvað Hall- grímspassía Sigurðar hélt góðri athygli á fullum 75 mínútum. Burtséð frá „jákvæðri blekkingu“ hins afburðagóða flutnings ein- söngvara, Scholae Cantorum og Caputs má eflaust rekja það til dirfsku einfaldleikans og gegnsæs ritháttar þar sem ekki sízt inn- blásin nýting höfundar á lit- brigðamöguleikum kórs og lítillar kammersveitar með einskipuðum tréblæstri hélt uppi stöðugum dampi, þrátt fyrir oftast nær hægferðug tempó og ómælda staði með undirliggjandi bordún. Fleira er matur en feitt kjöt, og heillandi ófeimni Sigurðar við lát- lausan ferskleika leiddi fram fjölda bráðfallegra augnablika, ekki sízt hljómrænna, sem eftir 50 ára skraufþurran akademisma verkuðu furðu nýstárleg. Meðal frumlegra uppátækja mætti nefna „Pílatus herrann hæsta“ og næstu 2 vers með grafískri lýs- ingu á píslum Krists, þar sem of- urveikt messandi atkvæðaeintón kvenradda bak við afgangskórinn myndaði áhrifamikinn kontra- punkt; frumlegt „understate- ment“ þar sem flestir hefðu velt sér upp úr krassandi tónlýsingum í dreyra drifnum anda Mels Gib- son. Það var auðheyrt að mergjaður andi Passíusálmanna hafði gefið jafnt höfundi sem flytjendum og stjórnanda byr undir báða vængi, að ógleymdri safaríkri meðferð Jóhanns Smára á burðarhlutverki guðspjallaskáldsins. Eftir slíka úrvalstúlkun er varla að efa að þetta gullfallega verk eigi eftir að lifa með þjóðinni. Nýstárleiki hins einfalda Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hallgrímskirkja Sigurður Sævarsson: Hallgríms- passía (frumfl.). Jóhann Smári Sæv- arsson B (Hallgrímur), Hrólfur Sæ- mundsson bar. (Jesús), Benedikt Ingólfsson B (Pílatus), Gísli Magn- ússon T (Júdas) og Guðrún Edda Gunnarsdóttir A, Schola Cantorum og Caput. Stjórnandi: Hörður Áskels- son. Föstudaginn 6. apríl kl. 22. Kórtónleikar  Morgunblaðið/Einar Falur Hallgrímspassía „Eftir slíka úrvalstúlkun er varla að efa að þetta gullfallega verk eigi eftir að lifa með þjóðinni,“ segir í dómnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.