Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Page 2
Eftir Jón Karl Helgason
jkh@hi.is
G
ott kvöld öllsömul og velkom-
in á þessa kosningavöku
sjónvarpsins, stemningin
hérna í Helsinki er hreint út
sagt mögnuð, enda styttist í
að frambjóðendur stígi á
svið, flytji loforð flokkanna, hver með sínu
nefi, og fyrstu tölur fari að berast, þær
koma í stafrófsröð, fyrst frá Austfjörðum,
síðan Álandseyjum og Írak og nú er bara
að bíða og sjá hvernig fer, veðbankar hafa
verið að veðja á okkar mann enda hefur
hann fullyrt að ef hann fái enginn atkvæði
þá ætli hann ekki að vinna keppnina, en
samkvæmt síðustu skoðannakönnunum gæti
Ómar náð langt, nema Ske kynni að þeir
Guðmundur Steingríms og Róbert komi á
óvart í brekkusöngnum með Árna, og svo er
Heiða auðvitað í baráttusæti með þetta líka
fína lag eftir Dr. Gunna, en það er við
ramman reip að draga, íslenski hópurinn
hefur þurft að glíma við tæknileg mistök og
í hópi erlendu keppendanna eru, auk full-
trúa hinna staðföstu þjóða, finsk skrímsli,
rússneskar babúskur, ekkert landsbyggð-
arpakk, suður-amerískir innflytjendur og
danskur söngfugl af íslenskum ættum, að
ógleymdum hinum glysgjarna Boy George
fjörutíu kílóum síðar - ég lýg þessu ekki:
maðurinn hringsnýst eins og diskókúla á
miðju sviðinu - enda heyrði ég því fleygt í
vinstri-græna herberginu áðan að það sé
bagalegt fyrir væntanlega stjórnarmyndun
að okkar maður sé hvorki rauðhærður né
ljóska en við tökum því eins og hverju öðru
hundsbiti enda eigum við von á góðum gest-
um hingað í viðtal, nokkrum flokkseig-
endum, bresku Íslandsvinunum sem fylgd-
ust með forkeppninni heima, ásamt
netlögreglukórnum og hásum áhangendum
handboltalandsliðsins og svo sýnum við
upptökur frá kosningavökum víðsvegar um
Hótel Borg, að ógleymdum þrautreyndum
skemmtiatriðunum þeirra spaugstofumanna
enda skiptir stöðugleikinn öllu, gleymum
ekki að kosningar eru ekkert grín („ég er
ekki að grínast“), þetta snýst um að kjósa
betri framtíð, hefja allt annað líf á öðrum
hnöttum, velja forystusauði fyrir íslenska
þjóð, fella stóriðjustefnuna að nýjum orða-
leppum, ekkert stopp á hana, hringja inn
nýja tíma með gömlum tuggum, og stjórn-
málafræðingarnir verða auðvitað á sínum
stað til að lesa úr lófa þínum og segja álit
sitt á auglýsingakostnaði fylkinganna, fylgi-
ssveiflum og klæðaburði keppenda, já svo
að segja öllu nema auðvitað tónlistinni og
pólitíkinni, enda algjör aukaatriði, mestu
skiptir að opna hjarta sitt, fá yfirdrátt hjá
gleðibankanum og selja sig dýrt, það er far-
ið að vora hérna í Helsinki, gamli bærinn
og hálendið á brunaútsölu, allt á að seljast
nema hvað rúmlega þriðjungur vill Stjórn-
ina áfram, þriðjungur vill Siggu Beinteins
og restinni er nokk sama, svo framarlega
sem pítsurnar komi á réttum tíma og fjar-
stýringin klikki ekki og svo vonumst við til
að úrslitin liggi fyrir einhvern tímann um
tíuleytið í kvöld eða fyrramálið, það verður
sigurstund því allir flokkar eru bæði að
missa fylgi og bæta við sig, allt eftir því við
hvaða könnun er miðað, og það skemmtir
ekki heldur fyrir að listahátíð var að hefj-
ast, hér áðan rakst ég á skjögrandi álrisa á
flækingi um miðbæinn, hann var með axla-
bönd og belti og nýbúinn að höggva stræt-
isvagn í herðar niður, hélt tópaskröfuspjald-
inu hátt á loft, bauðst til að spila bæði við
brúðkaup og jarðarför ríkisstjórnarflokk-
anna þegar hann væri búinn með númerið
sitt hér í kvöld og áður en við kvöddumst
sagðist hann eiga von á því að norsku ráð-
herrarnir fengju mörg stig frá okkur að
þessu sinni, enda hefðu Norðmenn lofað að
sjá um landvarnirnar heima næstu tólf-
hundruð sextíu og tvö árin. Já, kæru áhorf-
endur, það er góður andi í íslenska hópnum,
stöðug upplausn, sólin kemur upp fyrir all-
ar aldir í fyrramálið og aldrei að vita nema
það hlaupi á snærið hjá okkur að þessu
sinni.
Einu sinni einu sinni enn
Morgunblaðið/Eggert
Fyrstu tölur „... enda heyrði ég því fleygt í vinstri-græna herberginu áðan að það sé bagalegt fyrir væntanlega stjórnarmyndun að okkar mað-
ur sé hvorki rauðhærður né ljóska en við tökum því eins og hverju öðru hundsbiti enda eigum við von á góðum gestum hingað í viðtal, ...“
FJÖLMIÐLAR » ... en það er við ramman
reip að draga, íslenski hóp-
urinn hefur þurft að glíma við
tæknileg mistök og í hópi er-
lendu keppendanna eru, auk
fulltrúa hinna staðföstu þjóða,
finsk skrímsli, rússneskar ba-
búskur, ekkert landsbyggð-
arpakk, suður-amerískir inn-
flytjendur og danskur söngfugl
af íslenskum ættum, ...
2 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
!
Ég hefi búið til nýtt hugtak: póst-
mótþrói.
Mér finnst mjög við hæfi að búa
til slíkt orð, allir eru alltaf að tala
um póst-hitt og póst-þetta, póst-
módernisma, póstkólóníalisma,
póstrokk, póstpopp – er það ekki
örugglega til? – tölvupósta og
pósthús (sem eru í dauðateygjunum, nema
um jólin), póstsögu og ruslpóst. Björk hitti
naglann á höfuðið 1995 þegar hún skírði
aðra breiðskífu sína fyrir alþjóðamarkað
Post og var í jakka með flugpóstumslags-
mynstri. Enn betri var titillinn á rímixinu,
Telegram. Fyrst sendir maður handskrifað
bréf í flugpósti. Svo sendir maður skeyti,
því það er alltaf minni og minni tími fyrir
samskipti. Þannig lýsti Björk samtímanum.
Mig minnir annars að hún hafi sagt í við-
tölum að titlarnir tengdust ömmu hennar,
kannski voru plöturnar bréf frá London til
ömmu á Íslandi. Mig minnir að það hafi ver-
ið þannig. En þetta var á síðustu öld, mig
gæti misminnt.
En hugtakið mitt, póstmótþrói, er ekki
mótþrói í garð bréfasendinga eða póstþjón-
ustunnar yfirleitt. Það er ástandið sem
kemur á eftir því að vera á móti einhverju.
Eins og þegar maður vex upp úr því að vera
unglingur. Eða vex frá því að vera skuld-
bindingafælinn (þetta eru hugtök úr róm-
antískum gamanmyndum, ekki til í veru-
leikanum). Eða þegar maður vex upp í
stríði. Hvernig verður manni þá innan-
brjósts, að stríðinu loknu? Þegar allur
móþrói hefur verið kæfður í blóði, sorg,
fréttamyndum, flótta, endurbyggingu. Og
sýndarsáttmálum. Þá ríkir póstmótþróinn.
Póstmótþrói ríkir líka í fyrrum komm-
únistaríkjum evrópskum þar sem mótþrói
gagnvart kapítalismanum, einstaklings-
hyggjunni og öðrum bráðhættulegum vest-
rænum gildum var brýndur um áratuga-
skeið. Nú vaða þar uppi auglýsingaskilti,
ruslblöð, nýríkidæmi, bíóhlé, bloggarar,
valkvíði, yfirvinna, japönsk tækni, skandin-
avísk loftljós, mafíur og annar lúxus, sann-
ur eða upploginn, og margir þeirra sem
vörðu einangrunina hvað hatrammast aka
nú um á Cherokee og reka eigin fyrirtæki.
Já, ég veit, þetta er einfaldað dæmi. Naívt.
En stundum þarf að gera meira en gott
þykir til að útskýra ný (naív?) orð. Póst-
mótþrói heitir það líka þegar stjórnarand-
stæðingar komast í stjórn, hætta sam-
stundis að vera á móti því sem lagt er fram,
leggja sjálfir fram málin og njóta þess að
horfa á hina gera sér upp viðbjóðinn. Innst
inni eru nefnilega allir sammála – stundum
er póstmótþrói sýndarhegðun.
En póstmótþrói er hins vegar ekki það
sama og uppgjöf. Póstmótþrói ber alltaf í
sér mótþróann sjálfan með einhverju móti,
ummerki eftir atið, ör eftir átökin, tor-
tryggni gagnvart fyrrum andstæðingum –
póstmótþrói er eins og óbærilegur léttleiki,
ekki fullkominn léttleiki heldur svo óbæri-
legur á köflum að um hann verður að semja
nýtt hugtak. Sá sem haldinn er póstmót-
þróa hefur annað hvort tapað, eða séð að
mótþróinn hefur ekkert upp á sig og gert
sér upp linku til þess að grafa undan
ástandinu með öðrum hætti. Hann gengur
til liðs við valdhafana, andstæðingana, for-
eldrana, nágrannana (kapítalismann?) og
molar styrk þeirra innan frá. Þriðji kost-
urinn er auðvitað að mótþróagemsar átti
sig á því að þeir höfðu rangan málstað að
verja. Fjórði kostur er að upphafleg upp-
reisn beri í raun árangur, en þá heitir til-
finningin sigurvíma. Og mun vera sjaldgæf
í hreinu formi.
Við bíðum og sjáum hvað gerist í kvöld,
við bíðum og sjáum hvað gerist í Palestínu
og í Tíbet, við bíðum og sjáum hvað gerist
hjá erfiðu unglingunum á efri hæðinni.
Mannleg hegðun er óútreiknanleg. Við
reynum samt af veikum mætti að gefa að-
stæðunum viðeigandi heiti. Póstmótþrói.
Ég ætla að tryggja mér einkaleyfi fyrir orð-
inu.
Póst-
mótþrói
UPPHRÓPUN
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs-
ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins