Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Side 12
Kennari, uppalandi, höfundur. Ein bending frá Helga. Hópurinn hlustar, hlýðir. Hann hefur líf þessa fólks í hendi sér. Helgi hefur ekkert breytzt. Hárið hefur hvítnað. Það er allt og sumt. Ennþá sami lítilláti, feimni dreng- urinn, sem ég minnist frá æskuár- unum. Augun loga, þegar talið berzt að San Francisco ballettinum. Aðeins það bezta er nógu gott. Aðeins fær- ustu dansarar heims komast að. Með fullkomna tækni og þroska til að fylgja henni eftir. Frá Rússlandi, Úkraínu, Frakklandi, Spáni, jafnvel Kína. Hann ferðast um allan heim. Velur þá beztu. Allir vilja vinna með Hr. Tomasson. Samkvæmt kirkjulegri tilskipun var dans bannaður á Íslandi fram á síðustu öld. Íslenzkt málverk verður ekki til fyrr en á 20. öld. Tónlistar- hefðir okkar voru takmarkaðar við fátæklega hljóðfæraeign. Íslenzk list var fyrst og fremst orðsins list. Þeim mun merkilegra er, að tónlist og sjónlistir hafa náð að blómstra á ótrúlega skömmum tíma. Það er eins og þjóðin hafi viljað bæta sér upp fá- tæklegt listalíf fyrri tíðar. Þess vegna var það eins og op- inberun, að maður sem runninn er af þessum rótum, skuli ávinna sér heimsfrægð sem einn af fremstu dansahöfundum samtímans. Og meira en það, skapandi stjórnandi og listrænn innblástur „Corps de ballet“, sem trúlega á ekki sinn líka í heiminum. Fólk af öllu þjóðerni, frá þjóðum, sem eiga sér ríkar og ævafornar danshefðir, lúta listrænni leiðsögn Helga. Þetta er eitt stórkostlegasta ævintýri íslenzkrar nútímalistar. Og þegar týndi sonurinn snýr heim til Íslands á hátíð lista, verða miklir fagnaðarfundir. blés okkur gleðinni í brjóst. Dans- gleðinni. Á örskömmum tíma tókst honum að laða fram það bezta í hverjum og einum, búa til heild- stæðan hóp, setja á svið balletta: Dimmalimm, Bið að heilsa, Tchai- kovsky stef; semja dansa fyrir söng- leiki og óperettur; Kátu ekkjuna, Sumar í Týról, Kysstu mig Kata, „My Fair Lady“. Bidsted var líka frumkvöðull, kraftaverkamaður. Hann sáði fræj- um. Helgi Tómasson óx upp af þess- um fræjum. Við megum ekki gleyma því. Þetta voru yndislegir tímar. Að dansa frá sér vandamál unglings- áranna, óþreyjuna, vanmetakennd- ina. Að upplifa alsælu í svörun við stórkostlegri tónlist. Ég var bara tólf ára, þegar ég gekk inn í þessa töfraveröld. Á þessum árum var ég svo lokuð í eigin heimi, að ég tók lítið eftir fólki í kringum mig. Ég var sem í álögum. Tónlistin fór aldrei úr huga mér. Dansinn hafði heltekið mig. Ég man samt eftir litlum strák. Hann hefur verið átta eða níu ára. Fimur. Hafði fallegar hreyfingar. Vestmannaeyingur. Mamma hans kom stundum með honum. Lágvax- in, svört á brún og brá. Fædd í Vík í Mýrdal, heyrði ég. Strákurinn líktist henni. Sami augnsvipurinn. Þykkar augabrúnir. Einbeitni í svipnum. Ástríða í hreyfingunum. Hann sagði ekki margt. Brosti ekki oft. En hann lagði hart að sér. Eini strákurinn í hópnum. Hann hlaut að hafa sterk bein, sterkan vilja. Bidsted tók ástfóstri við þennan strák. Líklega séð, hvað í honum bjó. Ég man, að ég öfundaði strákinn. Bidsted tók hann með sér til Dan- merkur á sumrin. Hann fékk að dansa allt árið um kring. Bidsted gekk honum í föðurstað. Nokkrum árum seinna tók annar maður ástfóstri við Helga. Það var Jerome Robbins, einn mesti dansa- höfundur aldarinnar. Hann tók Helga með sér til New York. Það var upphafið að glæstum ferli, sem enn sér ekki fyrir endann á. Svo hitti ég þennan sama strák aftur hér. Mörgum, mörgum árum seinna. Í einni helztu listamiðstöð hins vestræna heims. Að vísu dansar hann ekki lengur. En hann stýrir einum fremsta listdanshópi ver- aldar. Hann er andlegur leiðtogi. Eftir Bryndísi Schram disschram@yahoo.com F agnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Dans- ararnir voru kallaðir fram á sviðið aftur og aftur. Kysstu á fingur sér, veif- uðu til mannfjöldans. Blómum rigndi yfir þá. Áhorfendur æptu af fögnuði. Ég hafði staðið upp eins og hinir. Tárin streymdu niður kinnar mínar. Ég náði varla andanum af geðshrær- ingu. Fullkomnun – það var orðið. Sannleikurinn birtist í algerri full- komnun. Ég hafði aldrei upplifað neitt þvílíkt í leikhúsi. Ég sneri mér að Helga, vafði hann örmum. Gat ekkert sagt. Fann engin orð. Sýningu var lokið. Við gengum saman út í haustnóttina. San Francisco ballettinn var í heimsókn. Helgi Tómasson í borg- inni. Þetta kvöld var upphafið að tveggja ára samfelldri hátíð í Ken- nedy Center. Hátíð danslistarinnar. Helgi Tómasson reið á vaðið. Auðvit- að. Í augum Bandaríkjamanna er Helgi frumkvöðull, kraftaverkamað- ur. San Francisco ballettinn er hans sköpunarverk. Þessi flokkur á fáa sína líka, hvort sem litið er til Evr- ópu eða Rússlands, þar sem hefðin er sterkust. Satt að segja hafði ég ekki áttað mig á þessu. Ég hafði reyndar aldrei átt þess kost að sjá San Francisco ballettinn. Ég hafði fylgzt með Helga úr fjarska. Vissi, að honum gekk vel. Gladdist með honum við hvern nýjan sigur úti í hinum stóra heimi. En að ég skildi, hvers konar mann hann hefði að geyma, hvers konar snilligáfu guð hefði gefið hon- um! Það rann ekki upp fyrir mér fyrr en þetta kvöld í leikhúsinu. Ég er að reyna að rifja upp, hve- nær ég sá Helga fyrst. Við vorum bara börn. Þjóðleikhúsið var ný- stofnað. Guðlaugur Rósinkranz lét verða sitt fyrsta verk að ráða ball- ettmeistara. Erik Bidsted var óvenjulegur maður. Hann leitaði ekki fullkomnunar. Til þess var enginn tími.En hann Týndi sonurinn Ekkert breyst „Helgi hefur ekkert breytzt. Hárið hefur hvítnað. Það er allt og sumt. Ennþá sami lítilláti, feimni drengurinn, sem ég minnist frá æskuárunum.“ Greinarhöfundur nam dans með Helga Tómassyni í listdansskóla Þjóðleik- hússins og steig því með honum fyrstu sporin. Nokkrum árum síðar sá hún dansflokk hans frá San Francisco sýna við upphaf tveggja ára danshátíðar í Kennedy Center í Washington borg í Bandaríkjunum. Og fagnaðarlát- unum ætlaði aldrei að linna. Höfundur var dansari við Þjóðleikhúsið á tuttugu ára tímabili. Ótal greinar birtust um Helga á meðan hann dansaði við New York City Ballettinn. 12 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók| Helgi Tómasson Ásamt Jerome Robins (aftast) og Leonard Bernstein. Ballett- inn Dybbuk eftir Robins var frumsýndur 1974.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.