Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Side 8
8 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helgakristin@gmail.com V iðfangsefni Par- tílands er staða lýðræðisins í markaðs- hagkerfi þar sem neikvætt frelsi ræður ríkjum og þær öru þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið og eru enn að eiga sér stað. Partíland er líka í aðra röndina tilraun til þess að finna leikhúsinu nýjan stað og hafa yfirstandandi endurbætur á Þjóðleikhúsinu áhrif á verkið, að því marki sem hrun og endurbygging koma við sögu. Ís- lenska þjóðin hefur svo sannarlega þurft að mæta margvíslegum ógn- um í aldanna rás, konungsvaldinu, einokunarversluninni, bænda- ánauðinni, eldgosum, drepsóttum og Júróvisíon, eins og sagt er með reglubundnu millibili í verkinu, og er alþýðuskemmtunin sem fram fer í Partílandi öðru fremur við- leitni þjóðar til þess að rannsaka ástand sitt á þeirri tilraunastofu sem leikhús verður að vera, segir Jón Atli Jónasson, höfundur verks- ins. Í Partílandi koma fram meðal annarra Erlingur Gíslason, Björn Thors, Laufey Elíasdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Jón Atli Jónasson og ýmsir þekktir tónlistarmenn. Sýn- ingin hefst klukkan 20. Leikstjóri Partílands er Jón Páll Eyjólfsson og hafa þeir Jón Atli vakið athygli á síðustu árum fyrir beinskeyttar leiksýningar. Nýverið unnu þeir saman við uppsetn- inguna á Mindc@mp, einni um- deildustu leiksýningu síðasta árs. Um 160 manns taka þátt í Partíl- andi og orðar Jón Páll það svo, að þjóðin sé á sviðinu í verkinu, enda er viðfangsefnið lýðveldishátíðin í fortíð og nútíð, hátíðin sem kennd er við þjóðina sjálfa. „Við höfum haft samband við ýmsa hópa í sam- félaginu sem venjulega eiga ekki greiða leið upp á svið Þjóðleikhúss- ins og til dæmis verið í samvinnu við Hundaræktarfélag Íslands og Íþróttafélagið Glóð, eitt yngsta íþróttafélag landsins,“ útskýrir hann. Fögur fyrirheit Jón Atli og Jón Páll gaumgæfðu umgjörð lýðveldishátíðarinnar 17. júní árið 1944, þar sem 200 raddir Þjóðkórsins sungu Lofsöng Matt- híasar Jochumssonar í grenjandi rigningu og festu þjóðsönginn þannig endanlega í sessi, en ekki síður innihaldið. „Þarna var líka glímusýning og fimleikar og ekki síst fyrirheitin sem gefin eru um þetta nýja lýðveldi og óma í hátíð- arræðunum. Svo fórum við að hugsa um 17. júní dagsins í dag og hvað hann merkir ef Glitnir á öll sölutjöldin og Vodafone blöðrurnar og atriði úr Prumpuhólnum eru til sýnis að viðstöddu fjölmenni á Arnarhóli. Hvað segir þetta okkur ef við setjum það í samhengi við lýðveldishátíðina? Hvaða mynd gefur það af samfélaginu? Skemmtiatriðin 17. júní árið 1944 eru táknræn og spegilmynd síns tíma og hið sama má segja um daginn í dag. Svo erum við líka dálítið skotnir í þessari orku sem myndast á 17. júní og ég þekki vel sem flytjandi, það er orka sem einkennist af vissu óðagoti því hljóðneminn er bilaður og svo kemur vitlaust lag. Dagurinn er keyrður áfram, af því að það er 17. júní, en merkingin er hins vegar á reiki. Ég fer á Gay Pride hátíðina með sex ára dóttur minni og ef ég spyr hana um hvað sá dagur sé, getur hún svarað því með einu orði, virðingu. En hvað er þá 17. júní? Minningarathöfn um þennan fyrsta 17. júní? Af hverju göngum við niður í bæ? Göngum við niður í bæ til þess að endurnýja fyrirheitin sem voru gefin við stofnun lýðveldisins? Þarf maður þá ekki að vita hver þau eru og hvers vegna þau voru gefin?“ spyr hann. Verðlaunaðir Meðal leikstjórnarverkefna Jóns Páls má nefna Frelsi í Þjóðleikhús- inu og Maríubjölluna og Herra Kolbert hjá LA. Fyrir Maríubjöll- una hlaut hann tilnefningu til Grímuverðlauna sem leikstjóri árs- ins, einnig var sýning sem hann vann með Stúdentaleikhúsinu, Þú veist hvernig þetta er, valin áhuga- leiksýning ársins 2005 og var í kjölfarið sýnd í Þjóðleikhúsinu. Jón Páll hefur nýlokið við leikstjórn á fyrsta verkefni nemendaleikhúss LHÍ, Hvít Kanína, sem sýnd var á litla sviði Borgarleikhússins. Jón Atli Jónasson hefur skrifað þrjár bækur; smásögur, skáldsögu og skáldævisögu sem kom út í fyrra. Hann hefur haslað sér völl sem leikskáld á síðustu árum og hafa verk hans meðal annars verið sett upp í Borgarleikhúsinu, Þjóð- leikhúsinu og í Vesturporti. Jón Atli hlaut Grímuverðlaunin árið 2004, sem leikskáld ársins, og var tilnefndur til sömu verðlauna á síð- asta ári fyrir verk sitt Hundrað ára hús. Hann vinnur nú að verki fyrir danska tilraunaleikhúsið Tea- ter X um stöðu lýðræðis í Evrópu, í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar, og er að skrifa handrit að kvikmynd sem breskt kvik- myndafyrirtæki, FM&E, ætlar að gera áður en langt um líður, um atburði er áttu sér stað í Nígeríu undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, þegar skipulagðar ofsóknir norðanmanna gegn Ibo-ættbálk- inum urðu til þess að austurhlutinn sagði skilið við Nígeríu og stofnaði lýðveldið Bíafra. Að hengja sig seinna Partíland verður sett á svið einu sinni og segir Jón Atli sýninguna að vissu leyti framhald á samstarfi þeirra Jóns Páls og Egils Heiðars í Mindc@mp. „Í þeirri sýningu vor- um við að taka púlsinn á því hvar við erum og hvert við stefnum, hún var dálítil spegilmynd af Beðið eft- ir Godot. Persónurnar í verkinu gera samkomulag um að hengja sig á morgun og okkur fannst við vera stödd þar, með allan þennan heimsósóma sem er í kringum okk- ur. Það er í raun og veru ekkert hægt að bjarga Afríku, henni verð- ur ekki bjargað með ölmusu, en við gerum henni kleift að hengja sig á morgun. Það er líka margt í okkar þjóðfélagi og á Vesturlöndum sem endurspeglar viðhorfið, að ætla að hengja sig á morgun, og við finn- um okkur alltaf einhverja leið til þess að halda áfram. Partíland er í raun og veru bara rökrétt fram- hald af þeirri sýningu og sam- hljómurinn sem við þrír fundum var dálítið í því að gera tilraunir. Okkar leikhús gengur fyrst og fremst út á það. Við látum fyrir róða hluti sem hafa þótt skipta máli, en skipta okkur minna máli, eins og dramatísk átök, og ég held að það sé komið til vegna þess að okkar sýn á leikhús, eða að minnsta kosti mín, er sú að það er svo hætt við því að dramatíkin lok- ist inni í sjálfri sér. Það býr til þessa einangrun sem mér finnst gæta svolítið í leikhúsinu. Eins há- tíðlega og það kann að hljóma hlýtur leikhús að snúast um list, ekki afþreyingu, því um leið og markmiðið er að búa til afþreyingu afþreyingarinnar vegna er leik- húsið að keppa við sjónvarp og kvikmyndir og það er töpuð bar- átta. Okkur hættir til þess að líta á listina sem dálítið vandræðafag. Í okkar neyslumenningu og mark- aðssamfélagi er til einhvers konar „gourmet“-menning og svo er til Partí með alvarleg- um undirtóni Morgunblaðið/EyþórÞjóðhátíðarglaðværð Jón Páll Eyjólfsson og Jón Atli Jónasson bregða sér í gervi neytandans. Leikfélagið Gilligogg sýnir verkið Partíland eftir Jón Atla Jónasson á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í kvöld og er sýningin lokaviðburður Listahátíðar. Partíland er alþýðuskemmtun og öðru fremur viðleitni þjóð- ar til þess að rannsaka ástand sitt, að sögn höfundar. Umgjörðin er þjóðhá- tíðin 17. júní, í fortíð og nútíð, jafnt upphafin sem seld, og þjóðin bæði við- fangsefni og þátttakandi í sínu eigin leikhúsi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.