Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 13
NÚ stendur yfir í Norræna húsinu samsýning
sautján listamanna, hluti af hátíðinni List án
landamæra. Hér er samvinna listamanna í
brennidepli, nokkuð sem hefur verið ofarlega
á baugi í samtímalistum um nokkurt skeið.
Samvinna þar sem jafnvel renna saman verk
listamanna í eina heild, samvinna þar sem
listamenn vinna saman eins og popp-
hljómsveit, samvinna myndlistarmanna og
tónlistarmanna, samvinna myndlistarmanna
og safna eins og við sáum á sýningunni Pakk-
hús postulanna og svo mætti áfram telja.
List án landamæra leitast við að brúa
heima listamanna sem venjulega vinna innan
nokkuð lokaðra geira, fatlaðir listamenn,
áhugalistamenn og atvinnulistamenn. Í Nor-
ræna húsinu er samvinnan í fyrirrúmi en sú
leið hefur verið farin að para saman tvo lista-
menn eða fleiri og samvinnan hefur tekið á sig
ýmis form. Gjörningaklúbburinn hefur unnið
nokkuð með hefðbundna handavinnu, hekl og
fleira sem setur samvinnu þeirra við Guðrúnu
Bergsdóttur sem vakti athygli fyrir kross-
saumsmyndir sínar fyrir ekki löngu, í rökrétt
samhengi. Litadýrð einkennir enn fremur oft
verk beggja. Hér sýna þær heklaðar kúlur og
hringlaga krosssaumsmynd sem vinna vel
saman og skapa nútímaleg verk á grunni
gamallar hefðar.
Innri salurinn inniheldur málverk byggð á
sjávarþema, málverk þeirra Rutar Ott-
ósdóttur, Soffíu Þorkelsdóttur og Þórunnar
Ingu Gísladóttur ná vel saman, málverk Þór-
unnar eins og djúpsjávarmyndir undirmeðvit-
undar, myndir Soffíu einkennast af næmum
litbrigðum og tilfinningu fyrir hreyfingu en
myndir Rutar eru næfari í stíl og skrautlegri.
Málverk þeirra Tolla og Gígju Thoroddsen á
heilum vegg liggja líka nokkuð nálægt í tján-
ingu og myndstíl, Gígja hefur sérstaka lita-
notkun sem minnir á kirkjulist eða íkona,
mótvægi við þá frjálsu drætti sem einkenna
myndir hennar og Tolla beggja í anda nýja
málverksins.
Trédrumbar Gauta Ásgeirssonar eru lifandi
og hafa sterka nálægð en hljóð Finnboga
heyrði ég ekki í heimsókn minni hvernig sem
á því stóð, ef til vill var það lágtíðni sem
braust ekki gegnum kvef og hellur fyrir eyr-
um.
Þau Hulda Hákon og Halldór Dungal sýna
verk sín hlið við hlið, myndir Halldórs eru
frjálsar og lífrænar og tengjast fuglamyndum
Huldu ef til vill helst í gegnum lífræna þátt-
inn.
Ljósmyndir Trausta Rúnars Traustasonar
og Péturs Thomsen birta á forvitnilegan hátt
tveggja manna sýn þar sem þeir tóku ofan í
ljósmyndir hvor annars af fjölskylduslóðum
sem tengja listamennina. Hér vakna hugleið-
ingar um persónulega sýn og upplifun sem
eru áhugaverðar í mun víðara samhengi en
bara þessarar sýningar.
Loks hafa Davíð Örn Halldórsson og Sig-
rún Huld Hrafnsdóttir unnið saman mynd-
verk þar sem höfundareinkenni beggja víkja
fyrir heildinni, nokkuð sem einnig mátti sjá á
sýningunni Pakkhús postulanna.
Listahátíðin List án landamæra er framtak
sem einkennist af bjartsýni og það gerir þessi
sýning líka. Öll erum við uppfull af ein-
hverjum fordómum og fyrirfram hugmyndum,
líka þegar sýning sem þessi er skoðuð. Þannig
greip ég mig í fyrstu í að velta því fyrir mér
hvaða fötlun viðkomandi listamenn byggju við
o.s.frv. En þegar sýningin var skoðuð gerðist
einmitt það sem Listahátíðin leitast við, mörk-
in milli listamannanna urðu óáhugaverð og
listaverk þeirra tóku yfir. Niðurstaðan er fjöl-
breytt sýning í anda ríkjandi stefna og
strauma í samtímalistum þar sem samvinna
og mannleg gildi ásamt persónulegri úr-
vinnslu á hversdeginum og raunveruleikanum
eru í hávegum höfð.
List dagsins í dag
Landamæralaus „Fjölbreytt sýning í anda ríkjandi stefna og strauma í samtímalistum þar
sem samvinna og mannleg gildi ásamt persónulegri úrvinnslu á hversdagnum og raunveru-
leikanum eru í hávegum höfð,“ segir Ragna í umsögn sinni um sýninguna í Norræna húsinu.
MYNDLIST
Norræna húsið
Samsýning 17 listamanna
Til 3. júní. Opið þri. til sun. frá kl. 12-17.
List án landamæra
Ragna Sigurðardóttir
gef ég þessum hópum siðferðislega stimpla:
„Þeir sem standa utan stofnunarinnar eru hug-
prúðir samherjar Sigurðar í baráttunni en þeir
sem teljast til stofnunarinnar eru skilnings-
vana varðmenn ríkjandi hefða og hugmynda.
Andstæðuhugsun Sigurðar Gylfa gerir sjaldan
ráð fyrir þriðju leiðinni.“ Í Sögustríðsbókinni
og víðar hef ég lagt mig fram um að greina
áhrif, fræðilega stöðu og fræðimennsku þeirra
sem tilheyra íslensku sögustofnuninni. Ég hef
verið mjög gagnrýninn á alla þætti í starfsemi
stofnunarinnar og talið að hún standist ekki
samanburð við kröftuga fræðimennsku eins og
hún er stunduð við marga erlenda háskóla (sjá
bls. 281-310). Ég hef sannarlega borið hug-
myndafræðilega stöðu sögustofnunarinnar
saman við hvernig þeir sem standa fyrir utan
hana hugsa um fortíðina. Þetta hef ég gert til
að draga fram stöðu þekkingarinnar meðal
þeirra sagnfræðinga sem hafa haft eitthvað til
málanna að leggja á síðari árum um fræði-
greinina. En ég hef aldrei haldið því fram að
þeir sem eru fyrir utan sögustofnunina og
starfa hér á landi séu „í mínu liði“ eins og Jón
Yngvi heldur fram, þvert á móti fjallar stór
hluti bókarinnar (eins og kaflinn „Gróður jarð-
ar“; sjá til dæmis bls. 313-356) um það hvernig
hugsun þessara hópa hverfist um sagnfræðina,
meðal annars hvernig þá greinir á um áherslur
mínar um svipuð efni. „Mikilvægt er að hafa í
huga,“ segi ég á einum stað í Sögustríðsbók-
inni, „til að forðast allan misskilning, að fjór-
menningarnir taka mjög gagnrýna afstöðu til
hugmynda minna og hafa margt út á þær að
setja.“ (Bls. 298). Hér er ég að vísa í sagnfræð-
ingana Láru Magnúsardóttur, Halldór Bjarna-
son, Ólaf Rastrick og Erlu Huldu Halldórs-
dóttur sem tóku þátt í umræðu um yfirlitsrit á
Hugvísindaþingi 2003 og tjáðu sig, hvert með
sínum hætti, um gildi þeirra og þýðingu. Ég
ber í löngu máli hugmyndir fjórmenningana
saman við rök sögustofnunarmanna sem ein-
kennast mest af uppgjöf gagnvart þeim hug-
tökum sem ég hélt hvað mest á lofti. Unglið-
arnir innan sagnfræðinnar sem standa fyrir
utan sögustofnunina áttu hins vegar ekki í
neinum erfiðleikum með að skilja hugtökin sem
voru til umræðu og unnu með þau á mjög upp-
lýsandi hátt. Það gerðu þau meira að segja án
þess að vera mér sammála, voru eiginlega á
öndverðum meiði við veigamikla þætti raka
minna um stöðu íslenskrar sagnfræði. Í of-
análag má spyrja hvort Jóni Yngva detti virki-
lega í hug að Guðmundur Hálfdanarson og Val-
ur Ingimundarson, svo einhverjir
háskólakennarar séu nefndir sem standa fyrir
utan sögustofnunina, séu hugmyndafræðilega
á mínum snærum? Tvíhyggjurök Jóns ganga
ekki upp ef mið er tekið af hugmyndum mínum
í Sögustríðsbókinni. Myndin sem þar er dregin
upp er margfalt flóknari. Bókin er skrifuð með
það í huga að skora á hólm vafasamar einfald-
anir og hvetja til samræðu um fræði og sam-
félag.
Öll þessi umfjöllun mín um fræðilegar hrær-
ingar utan sögustofnunarinnar hefur gengið út
frá „upplausninni“ sem samfelluhugsun yf-
irlitssagnfræðinnar stendur frammi fyrir um
heim allan. Upplausnin innan fræðanna skapar
ekki nýjan samstæðan hóp í anda tvíhyggj-
unnar, sem Jón Yngvi nefnir svo, heldur marga
ólíka hópa sem nálgast sín fræði með mismun-
andi hætti. Þeir sem fagna upplausn miðju-
hugsunar sjá á svipstundu að yfirlitið gengur
ekki fræðilega upp. Slíkum fræðilegum sjón-
armiðum vil ég taka fagnandi og hef meðal
annars hvatt til þess að formlegar stofnanir
innan háskólasamfélagsins séu markvisst
leystar upp til þess að áhrifa hinna nýju hug-
mynda fái notið. Mér hefur fundist til mikils að
vinna.
Sleggjan
Jón Yngvi lætur þess getið að ég hefði haft gott
af því að fjalla meira í Sögustríðsbókinni um
harðorða gagnrýni Hermanns Stefánssonar
(sem ég veit nú ekki alveg hvernig ég á að titla
eftir magnaðan táknfræðilegan lestur Jóns
Yngva á kynningu minni á Hermanni í Sögu-
stríðsbókinni) í grein sem nefndist „Klukk
(gegn einsögu)“. Jón Yngvi segir eftirfarandi í
Lesbókinni: „Hermann bendir í grein sinni á að
það hvernig Sigurður Gylfi smættar hugtök
eins og stofnun og vald úr því að vera greining-
artæki á stórar heildir í menningu og samfélagi
niður í barefli til að lumbra á einstaklingum.“
Jón Yngvi kvartar jafnframt yfir því að ég skuli
ekki hafa farið ofan í þessa hugmynd Her-
manns sem hann telur að hefði „verið honum
[mér] mjög hollt“.
Sögustríðsbókin er langt og yfirgripsmikið
rit í stóru broti og auðvitað verður hver höf-
undur að gera upp við sig hvað er best að taka
til umfjöllunar í verki eins og þessu. Ég taldi að
Hermanni Stefánssyni hefði láðst að kynna sér
hvernig ég beitti valdahugtakinu í tengslum við
sögustofnunina í fyrri verkum mínum. Umfjöll-
un hans bæri þess glögg merki. Þegar ég
beindi til dæmis sjónum mínum að Gunnari
Karlssyni þá væri það ekki gert af illvilja, til að
koma höggi eða lumbra á persónu Gunnars og
hans fólks, heldur tæki ég hann til umfjöllunar
vegna þess að ég teldi – rétt eins og hann sjálf-
ur – að hann einn hefði verið „sögustofnunin“ á
níunda áratugnum. Það kom því varla annað til
greina en að ræða um Gunnar Karlsson sem
tákngervingu stofnunarinnar sem hefði haft
gríðarlega mikið að segja um það hvernig
fræðigreininni sagnfræði vatt fram og þróaðist
hér á landi. Það er nú ástæðan fyrir „smætt-
uninni“ sem beinist að tengslum Gunnars og
sögustofnunarinnar; hvernig stofnun og vald
hverfðust um tíma um hugmyndir eins manns
innan fræðanna. Enn á ný verður að minna á
hina huglægu umfjöllun um stofnunina sem
getur á einum tíma talið hóp fólks úr ýmsum
áttum en við aðrar aðstæður einn einstakling
sem náð hefur að safna að sér svo miklum völd-
um og áhrifum að um hann verður að ræða sem
„stofnun“. Þetta hefur oft verið gert í íslensk-
um fræðum, til dæmis þegar metin hafa verið
áhrif manna á borð við Sigurð Nordal og Jón
Helgason.
Samræða í sögustríði
Mér finnst mikilsvert að fá tækifæri til að ræða
þær hugmyndir sem Jón Yngvi setur fram í
Lesbókargrein sinni af hófsemi og yfirvegun
og ég er ánægður með að hann skuli hafa kosið
að taka til máls í sambandi við gagnrýni mína í
Sögustríðsbókinni. Ég vil þó hvetja fólk til að
hræðast ekki hinn gagnrýna tón bókarinnar
um sögustríðið. Hvers vegna skyldi háskólafólk
ekki takast á um hugmyndir og hugsanir af
krafti og ákafa? Af hverju skyldi ungt og efni-
legt fræðafólk kveinka sér undan gagnrýni eins
og þeirri sem ég set fram á háskólasamfélagið í
heild sinni og jafnvel fyrirbæri eins og bók-
menntasöguna nýju? Það skal tekið fram að
umfjöllun mín um bókmenntasöguna er algjört
aukaatriði í bókinni en ég var vægast sagt
undrandi á þeim viðbrögðum sem verkið fékk.
Mér fannst þau vera máttlaus og snúast um
aukaatriði. Ég fer heldur ekki ofan af því að
bókmenntasagan á ekki eftir að frjóvga um-
fjöllun um bókmenntir í framtíðinni, frekar en
mörg áhrifarík yfirlitsrit hafa gert á umliðnum
árum og áratugum. Þau marka svo ákveðinn
ramma sem umfjölluninni er ætlað að fylgja að
þeim sem kjósa að fara aðrar leiðir er þokað út
á jaðarinn í fræðunum þar sem hugmyndir
þeirra dagar uppi. Ég hef kosið um tíma að
beita mér gegn slíkri þróun og vona að fleiri
muni fylgja í kjölfarið.
Jón Yngvi vill ekki stríð, telur að „það sé
óhemjuóhollt að vilja lifa í stríði“, og ég er þess
fullviss að hann á sér marga skoðanabræður
innan íslensku sögustofnunarinnar. Reynsla
mín er sú að þeir vilja „friðinn“ – sátt um sínar
hugmyndir og hugsanir – því hún auðveldar
eftir allt saman samantekt yfirlitsritanna. Stríð
umræða flækir samfelluna sem þar er stefnt að
því að skapa.
liðar …
» Jón Yngvi vill ekki stríð,
telur að „það sé óhemjuó-
hollt að vilja lifa í stríði“, og ég
er þess fullviss að hann á sér
marga skoðanabræður innan
íslensku sögustofnunarinnar.
Reynsla mín er sú að þeir vilja
„friðinn“ – sátt um sínar hug-
myndir og hugsanir – því hún
auðveldar eftir allt saman sam-
antekt yfirlitsritanna. Stríð
umræða flækir samfelluna sem
þar er stefnt að því að skapa.
Höfundur er sagnfræðingur.