Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Síða 9
köldum vetrardegi. Þar sjáum við verkamenn í appelsínugulum vinnugöllum innan um vinnuvélar og harða en lifandi náttúru. Verkamennirnir birtast þó ekki sem persónur á þessum myndum heldur fremur sem hlutir á meðal hluta. „Ég forðaðist að hafa fólk á myndunum. Það hefði spillt fyrir upplifuninni, dregið athyglina frá umhverfinu sem ég vildi skrásetja,“ segir Spessi. Hann bætir því við að sér finnist oft best að mynda þar sem ekkert fólk er nálægt. „Þá fæ ég meira rými fyrir sjálfan mig – og næ að upp- lifa umhverfið á annan hátt.“ Spessi vann ljósmyndirnar í bókinni á nokkurra ára tímabili og segist hafa notið þess mjög að taka myndir úti á landi. „Það er ofsalega gaman að ferðast um Ísland og mynda, sérstaklega að vetrarlagi. Það er líka allt svo auðvelt. Ef mig langaði að mynda yfirgefið hús í litlu þorpi þá var alltaf einhver sem þekkti einhvern sem var með lykil þó að íbúarnir væru fluttir burt. Ég þurfti kannski að bíða í nokkra tíma eftir því að sá sem væri með lykilinn kæmi af sjónum en það var ekkert mál. Mér var hleypt inn og fékk að mynda það sem mig langaði að mynda.“ Á Kárahnjúkum fór Spessi í fylgd öryggisvarðar um svæðið og hafði, mörgum til mikillar furðu, mestan áhuga á að taka myndir af umhverfi verkafólksins og aðbúnaði þess en ekki framkvæmdunum sjálfum. Þrátt fyrir að myndirnar birti okkur veruleika og aðbúnað verkafólks sem mikið hefur verið í umræðu að undanförnu neitar hann því að þær feli í sér pólitískan undirtón. „Mig langaði einfaldlega miklu meira til að mynda umhverfi fólksins og þau ummerki sem voru þarna um þeirra daglega líf en að taka myndir ofan í skurðum og inni í göngum. Mér fannst það einfaldlega miklu áhugaverð- ara. Í Location eru myndir af húsnæði starfsmanna Kárahnjúka, matsal og klúbbi staðarins. Gul, blá og myntugræn hús eða skúrar sem voru heimili þeirra starfsmanna sem störfuðu á Kárahnjúkum á þessum tíma vekja upp margar spurningar um það líf sem fólkið lifði. Hvernig fór það að því að gefa þessum kuldalegu og fábrotnu híbýlum innihald? Hvað tók það sér fyrir hendur að vinnudegi loknum? Tvær ljósmyndir eru teknar í matsal starfsmanna, önnur sýnir salinn í biðstöðu rétt áður en hádegisverðarhlé skellur á en hin er tekin um klukkutíma síðar, stólarnir eru komnir upp á borð og búið að sópa sandi og óhreinindum saman í hrúgu á gólfinu. Hér eru aðeins ummerki um fólk en hvergi er nokkur maður sjáanlegur. Á ljósmyndum sem Spessi sýndi í 101 Gallery í Reykjavík á síðasta ári var þessu öfugt farið. Þar mátti sjá erlenda verkamenn í vinnugöllum, sitjandi við borð með matarskammtinn fyrir framan sig. Spessi segir mér frá tilurð þeirrar myndaraðar: „Ég var að taka myndir af tómum matsalnum þegar allt í einu koma hundrað Kínverjar inn um dyrnar og fara í röð til að ná sér í mat. Mér fannst þetta svo sérstakt, að sjá alla þessa kín- versku verkamenn koma inn í matsal uppi á fjöllum á Íslandi. Ég stillti því myndavél- inni upp við eitt borðið og bað þá um að setjast þar tvo og tvo á meðan ég tók af þeim mynd. Þeir náðu sér í mat, komu svo og settust við borðið, leyfðu mér að taka mynd og héldu svo áfram inn í matsalinn. Ég átti reyndar í smá vandræðum með að tala við þá. Þeir skildu mig ekki og ég skildi þá ekki en engu að síður unnum við saman að þessu. Þeir höfðu ekki hugmynd um á hvaða forsendum ég var að mynda þá og kannski vissi ég það ekki heldur.“ Spessi hefur í gegnum árin unnið fjölda myndaraða með fólk sem viðfangsefni. Hann sýnir mér nokkrar portrettmyndir og skýrir fyrir mér hvernig hann hafi smám saman verið að prófa sig áfram með það form. Á fyrstu myndunum sem teknar eru á þeim tíma þegar hann stundaði nám við De Vrije Akademie í Haag má sjá hefðbundin „karakter“-portrett þar sem áhersla er lögð á að sýna persónuleika viðkomandi með réttum stellingum, svipbrigðum og leikmunum. Árið 1992, áður en Spessi fór í framhaldsnám við Aki Akademie voor BeeldendeK- unst í Enschede í Hollandi, tók hann myndir af karlmönnum á leið á skemmtun BDSM félagsins. Þeir sem vildu mættu í tilbúið stúdíó sem Spessi hafði komið fyrir við inn- ganginn og stilltu sér upp eins og þeir vildu sýna sig, sumir berir að ofan, aðrir á typp- inu. Í myndaröðinni Maður frá árinu 1993 myndaði Spessi aftur á móti ólíka karlmenn í eins jakkafötum. „Með því að hafa þá eins klædda og láta þá alla vera í sömu stellingu vildi ég reyna að ná mynd af því sem stæði eftir þegar búið væri að hlutleysa bæði klæðnaðinn og stellinguna. Ég vildi sjá hvað væri eftir, sjá persónuna sjálfa.“ Með þessum hætti náði hann að gera umgjörðina sýnilega og þar með draga úr vægi henn- ar. Allt annað var upp á teningnum í myndaröðinni Fólk en þar fékk hann „venjulegt“ fólk sem hann hitti á götum úti til að sitja fyrir í stúdíóinu sínu. Fólkið valdi sér föt og stellingu og fékk þannig að sviðsetja sjálft sig. Þannig vildi hann undirstrika persónu- leika viðkomandi og það hvernig portrettmyndin sviðsetur ætíð og hlutgerir um leið og hún gefur viðfangsefninu tækifæri til að túlka sína eigin persónu. Í bókinni Location eru í vissum skilningi einnig portrettmyndir þó að mannslíkam- inn sé ekki sjáanlegur. Í stað þess að sýna okkur persónur sem hluti (sem ljósmynd- arinn stillir upp) og vitundarverur (sem stilla sér sjálfar upp), líkt og hann hefur gert á mörgum mynda sinna, dregur hann upp mynd af ákveðnum einstaklingum með því að taka myndir af þeim hlutum sem mynda umgjörð utan um líf viðkomandi. Þegar ég loka bókinni Location blasir við mér baksíðumynd sem tekin er á rit- stjórnarskrifstofu í Reykjavík. Svartur skrifborðsstóll, full ruslakarfa, tómlegt skrif- borð, og ljósmynd á veggnum. Þannig endar þessi bók sem endar samt í rauninni ekki því að bæði er bókarkápan og hönnun bókarinnar hluti af heildarverkinu og kemur í veg fyrir að hægt sé að fastsetja upphaf og endi. » Mig langaði ein- faldlega miklu meira til að mynda umhverfi fólksins og þau ummerki sem voru þarna um þeirra daglega líf en að taka myndir ofan í skurð- um og inni í göngum. Mér fannst það ein- faldlega miklu áhuga- verðara. Í Location eru myndir af hús- næði starfsmanna Kárahnjúka, matsal og klúbbi staðarins. Gul, blá og myntu- græn hús eða skúrar sem voru heimili þeirra starfsmanna sem störfuðu á Kára- hnjúkum á þessum tíma vekja upp marg- ar spurningar um það líf sem fólkið lifði. Hvernig fór það að því að gefa þessum kuldalegu og fá- brotnu híbýlum inni- hald? Hvað tók það sér fyrir hendur að vinnudegi loknum? Breiðholt í sól Spessi skoðar borgarumhverfið á annan hátt en aðrir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.