Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Page 4
Eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur alda@hi.is Í grein sinni „Er hægt að skrifa ævi- sögur þjóðskálda?“ varpar Páll Valsson fram þeirri spurningu hvort mesti vandi hvers ævi- sagnaritara sé hneigðin til að of- meta söguhetjur sínar: „Þegar menn taka sér fyrir hendur að skrifa um skáld, þá gera þeir það yfirleitt vegna þess að þeim finnst skáldið gott, þeir finna einhvern samhljóm með verkum þess eða lífskoðun. Líf og starf tiltekins skálds hlýt- ur að tala sterkt til þess sem skrifar ævisögu viðkomandi; fáir leggja út í margra ára vinnu við að skrifa ævisögu persónu sem þeim líkar illa við, nema þá í mjög einbeittu afhjúp- unarskyni og þá er ekki síður ástæða til tor- tryggni.“1 Ævisagnaskrif eru samkvæmt þessu í einhverjum skilningi sjálfstjáning, eða sýna að minnsta kosti djúpstæða þörf á að miðla ein- hverju mikilsverðu sem líf skáldsins er talið standa fyrir. Er þá svo mikill munur á því að skrifa ævi- sögu þjóðskálds og að yrkja um það ljóð, þó svo að tíminn sem fer í ritun stórra ævisagna sé ólíkt meiri? Skáldin sem gera sér líf Jónasar að yrkisefni eru um leið að hefja upp lífsstarf skáldsins, stöðu ljóðlistarinnar í landinu og birta á sama tíma þær myndir af honum sem flestir kannast við, þar sem fyrirferðarmestar eru tengsl skáldsins við náttúruna, tungumálið og þjóðina, og gæfulaust lífshlaup skáldsins á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Náttúran og skáldið Í frægri ritgerð um Jónas sem birtist í Alþýðu- bókinni 1929 ræðir Halldór Laxness um nátt- úruskoðarann Jónas Hallgrímsson sem „talar um fyrirbrigði náttúrunnar af sömu ástúð og blíðu og unnusta strýkur fíngurgómum sínum um andlitsdrætti elskhugans.“2 Halldór segir vötn Jónasar fiskisæl og ár hans silungsár. Fjöll Jónasar horfa ofan á heyjavöllinn og fénaðurinn „dreifir sér um græna haga“. Hin innilega nátt- úrusýn Jónasar verður mörgu skáldinu að yrkisefni, t.d. Davíð Stefánssyni sem hefur ljóð sitt um Jónas Hallgrímsson með orðunum: „Í blárri móðu, fagurt eins og fyr,/rís fjallalandið mitt úr draumasænum,/og vorið gefur vinum sínum byr,/og vængir fljúga létt í sunn- anblænum./Svo hrynjið, veggir; hrökkvið opn- ar, dyr./Kom, hreina loft, með ilm frá skógum grænum.“3 Svipaða mynd af Jónasi má finna í ljóði Tómasar Guðmundssonar um skáldið þar sem náttúran, þjóðin og tungan eru meginyrk- isefnið. Tómas segir vorið hafa leitað lesendur uppi í ljóðum Jónasar: „Síðan er/hver brekku- sóley bernskusystir okkar/og leikbróðir hver lítill foss í gili./Þú tengdir okkur móðurmold og sól/og gerðir okkur skyggn á örlög okkar.“4 Fyrir Matthíasi Johannessen er Jónas einnig skáld sólar og sumarblíðu, en andi hans bregð- ur birtu yfir allt í 14. hluta kvæðabálksins „Hrunadansinn“: „Og þar kom Jónas eins og óvænt sýn/ og allt var baðað sól í nútíðinni/ og huldan fylgir honum enn til þín/ með himin guðs í bjartri vitund sinni“.5 Hálfri öld fyrr hafði fæðingarstaður Jónasar Hallgrímssonar, Hraun í Öxnadal, verið Hann- esi Hafstein hugleikinn, staður sveipaður sum- arbirtu og þeim blíðleika sem menn tengja jafn- an náttúrumyndum Jónasar Hallgrímssonar: „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“ lék í ljósi sólar, lærði hörpu’ að stilla, hann, sem kveða kunni kvæðin ljúfu, þýðu, skáld í mun’ og munni, mögur sveitablíðu.6 Halldór Laxness gerir sér tíðrætt um þá djúpu og heiðu gleði sem ríkir í ljóðum Jónasar, en segir þau hljóta mótvægi sitt „í hinum þúnga íslenska lífstrega. Hann leikur þannig naumast svo léttúðugt lag á kvintstreing að ekki heyri um leið þúngan kontrapúnkt lángt niðri til vinstri handar, og þarf ekki að taka fram að ein- mitt treginn að baki ljær brosi hans áhrifa- mesta töfra.“7 Í ljóði Snorra Hjartarsonar „Jónas Hall- grímsson“ er einmitt dreginn fram sá harmur sem býr undir einfaldri náttúrumyndinni og lesinn í samhengi við dapurlegt hlutskipti skáldsins: Döggfall á vorgrænum víðum veglausum heiðum, sólroð í svölum og góðum suðrænum blæ. Stjarnan við bergtindinn bliknar, brosir og slokknar, óttuljós víðáttan vaknar vonfrjó og ný. Sól rís úr steinrunnum straumum, stráum og blómum hjörðum og söngþrastasveimum samfögnuð býr. Ein gengur léttfætt að leita: lauffalin gjóta geymir nú gimbilinn hvíta, gulan á brár. Hrynja í húmdimmum skúta hljóðlát og glitrandi tár.8 Stjarnan við bergtindinn blikar í mörgum minningarljóðum um Jónas. Hún er táknið um óhöndlanlegu ástina í lífi Jónasar, sá skapadóm- ur sem hann var dæmdur til að hlíta. Matthías Jochumsson vísar til stjörnunnar í ljóði frá 1905 og það gera Tómas Guðmundsson og Steinn Steinarr líka í ljóðum um skáldið í Fljótinu helga (1950) og Sporum í sandi (1940). Sagan segir að ferðalag Jónasar og Þóru Gunn- arsdóttur í júlí 1828 norður í land hafi löngu síð- ar orðið uppspretta ástarljóðsins „Ferðaloka“ sem Jónas samdi að öllum líkindum skömmu fyrir andlát sitt 1845. Stundirnar sem Jónas og Þóra vörðu saman má skoða sem skurðpunkt í skáldmyndinni sem við gerum okkur af lífi Jónasar, þeim er ætlað að standa sem lykilsena í harmrænu lífi skálds- ins. Jafnvel náttúran ber ekki sitt barr eftir skilnað elskendanna í ljóði Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar „Hlógu þau á heiði“: Kyrrlátur blær á heiði hrærir hrímsilfurstrá og fífu dána, hvíslar í víði, bliknuð bærir blómin við ána. Flókar á himni, hljótt á jörðu, haustleg úr vestri nálgast gríma. Leikur þó skin um lága vörðu liðinna tíma. Blásköruð áin, blærinn stillti, blómin og stráin hug vorn túlka: Eitt sinn gekk hér með ungum pilti örlagastúlka.9 Jónas: Einnar aldar minning Nokkur af þekktustu skáldum Íslendinga við upphaf 20. aldar minntust Jónasar á ald- arafmæli hans 1907 í dæmigerðum minning- arljóðum. Þorsteinn Erlingsson yrkir um hann í ljóðinu „Jónas Hallgrímsson“. Hann lofar mál- töfrana sem búa í ljóðum Jónasar og sólskinið og blómin sem Jónas söng inn í dalina sína. Í ljóði Þorsteins kemur einnig fram sú gráglettni örlaganna að ættjarðarskáldið Jónas skuli hafa dáið „ástvana sjálfur og einmana“. Þorsteinn telur frama Íslands ekki mikinn nú 62 árum eft- ir andlát Jónasar en ljóð skáldsins geta enn ver- ið okkur innblástur og hvatt okkur til nýrra dáða: Og gaktu’ honum aldrei í gáleysi hjá: hann gleymdi’ ekki landi njé túngu, og ævinni sleit hann við ómana þá, sem yfir þig vorhimin súngu. Hjer bíður hann dagsins sem ljósvættur lands og lítur til blómanna sinna: þess fegursta’ í ættjarðarhlíðunum hans og hjörtunum barnanna þinna.10 Í samsæti Stúdentafélagsins í Reykjavík á hundrað ára afmæli Jónasar 16. nóvember 1907 flutti Þorsteinn Gíslason ljóð sitt „Jónas Hall- grímsson“. Áherslurnar í ljóði Þorsteins eru nokkurn veginn þær sömu og í ljóði nafna hans Erlingssonar. Íslenskt mál er honum ofarlega í huga, sólskinsljóð skáldsins, blómin, blærinn, lindin, fossinn og bjartar sumartíðir. Þorsteinn lýkur ljóði sínu á þeim orðum að Ísland geymi ekki margt ef það gleymir minningu skáldsins: „Sje því, Jónas, sífellt bjart/ sólskin yfir minn- ing þinni.“11 Guðmundur Guðmundsson skólaskáld orti einnig ljóð um Jónas í tilefni af aldarafmælinu, en yrkisefnið er málsnilld skáldsins og ást Ís- lendinga á þjóðskáldi sínu sem liggur núna graf- inn í moldu fjarri fósturjörðinni: Enginn þekkir leiðið lágt, þar sem kærri fósturfoldu fjarri varst þú hulinn moldu, – en við sérhvern andardrátt heyrum við þinn hjartaslátt hlýjan gegnum strengjakliðinn, ljúflingsmál og lækjarniðinn, lóukvak og sumarfriðinn, – hjartans skáld, sem hjörtun átt!12 Tveimur árum áður hafði Matthías Joch- umsson einnig gert gröf Jónasar að yrkisefni í ljóði sínu „Jónas Hallgrímsson“: Á Sjálandsströnd þú sefur undir leiði. Ó, svanur Íslands, hvíldu vært og rótt! Vor góði engill báðar hendur breiði um beðinn þinn og stytti helga nótt!“13 Matthías horfir heim til Hrauns í Öxnadal, heim til héraðsins þar sem hjarta drengsins sló sem átti eftir að verða þjóð- og frelsisskáld Ís- lendinga. Matthísar spáir því að vegur Jónasar verði jafn mikill í upphafi 21. aldarinnar: „Hug- ljúfa skáld, í munar mildum tárum/vér minn- umst þín að liðnum hundrað árum“. Í ljóðum Guðmundar og Matthíasar má sjá hugmynd sem átti eftir að reynast lífseig í umræðunni um Jón- as framan af síðustu öld, um skáldið í útlegð sem ber beinin fjarri ströndum heimalandsins, en áð- ur hafði Benedikt Gröndal gert það að yrkisefni í minningarljóði sínu um skáldið: „hnípin nú eyjan grætur góða/ geyma þitt lík hún ekki má“.14 Gröf Jónasar í útlöndum verður að táknmynd fyrir lánleysi ævi hans. Sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að flytja bein Jónasar heim og grafa þau á Þingvöllum átti sér því langan aðdraganda. Utangarðsmaðurinn „já, hræið af Jónasi er sannarlega sjórekið/ sjó- rekið uppá fjörur gullstrandlengjunnar“ söng Megas í laginu „Um skáldið Jónas“ af fyrstu plötu sinni Megasi frá árinu 1972. Í laginu gerir Megas sér mat úr drykkfelldni Jónasar og ögrar þeirri upphöfnu ímynd þjóðskáldsins sem finna má í hjörtum íslenskra broddborgara: sauðdrukkinn úti í hrauni lá Hallgrímsson Jónas og hraut eins og sögunarverksmiðja í Brasilíu mamma komdu ekki nálægt með nefið þitt fína það er nálykt af honum þú gætir fengið klígju. Hann orti um fallega hluti, það er hlálegt og hellti svo bjór yfir pappírinn og yfir orðið gættu þín mamma maðurinn hann er með sýfilis mundu að þegar hann fer skaltu dekka borðið. Og Jónas er Megasi enn hugleikinn því að á kápu nýjustu plötu hans Hold og mold sem kom út í þessum mánuði stilla þrjár fáklæddar konur sér upp á legsteini þjóðskáldsins rétt eins og þær séu að auglýsa glæsivagn á bílasýningu. Kápan er gerð eftir myndverki Ragnars Kjartanssonar og heitir „Morgunn á Þingvöllum“. Páll Valsson ber saman stöðu Jónasar og Megasar og segir þá eiga margt sameiginlegt í grein sinni „Byltingarmenn í bundnu formi. Jón- as og Megas“: „trúlega var hrollurinn þeim mun meiri eftir því sem ofar var komið í svokölluðum þjóðfélagsstiga. Jónas og Megas urðu báðir í upphafi ferils síns eins konar „enfant terrible“ í þjóðlífinu.“15 Í kvæði Megasar um Jónas er vísað í mýtuna um drykkfellda, lánlausa skáldið, utan- garðsmanninn sem snilling en sú ímynd er nokk- uð rótgróin í íslenskri umfjöllun um þjóðskáldið og hugsanlega er Megas sjálfur með þessu að rekja tengslin milli sín og þjóðskáldsins, herða á þeirri hugmynd að Jónas hafi verið trúbador sinna tíma. Halldór Laxness átti nokkurn þátt í að skapa myndina að utangarðssnillingnum í rit- gerðinni um Jónas: „Nú eru bráðum liðin hundr- að ár síðan þessi útigángsmaður var á stjáki, um flórhellurnar í Kaupinhöfn stúrinn og þrjósku- legur, einsog títt er um flibbalausa menn á bil- uðum skóm. Glóðin sem brann í augum hans lýsti fremur söknuði en von, enda týndist hann einn góðan veðurdag oní danskan herrans urta- garð og hefur ekki fundist síðan.“16 En ræturnar liggja lengra aftur, því ímyndin af hinum lánlausa Jónasi er samfléttuð minning- arljóðunum sem skrifuð voru eftir andlát hans tæpri öld fyrr, í kvæðum Gríms Thomsen og Konráðs Gíslasonar sem birtust fyrst á prenti 1846, ekki síður en í kveðskap Jónasar sjálfs. Enginn grætur Íslending Á skemmsta degi ársins, 21. desember 1844, rúmum fimm mánuðum fyrir andlátið yrkir Jón- as Hallgrímsson þær stökur sem líklega hafa átt ríkastan þátt í að halda á lofti ímyndinni um lán- lausa skáldið í útlöndum: Enginn grætur Íslending einan sér og dáinn. Þegar allt er komið í kring, kyssir torfan náinn. Mér er þetta mátulegt, mátti vel til haga, hefði ég betur hana þekkt, sem harma ég alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér allt í haginn. Í öngum mínum erlendis yrki ég skemmsta daginn. Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju. Ó, að ég væri orðinn nýr og ynni þér að nýju!17 Það er þessi ímynd af skáldinu sem er ráð- andi í fyrstu ljóðunum sem ort voru um hann af samferðamönnum hans, Benedikt Gröndal, Grími Thomsen og Konráð Gíslasyni. Benedikt harmar að Jónas skuli ekki hvíla á Íslandi og segir önd hans sem lifði með „líkamsfjötrum/í fögrum geislum/frelsissólar“ nú gengna „um grafar dyr/frá vonsku heims/og vanþakklæti“.18 Annað minningarljóð birtist um Jónas án höf- undarnafns í sama hefti Fjölnis (9. árg. 1846) en Páll Valsson, ævisöguritari Jónasar Hallgríms- sonar, segir alveg öruggt að Konráð Gíslason hafi komið að þessu kvæði: „Fingraför hans á því eru svo skýr að þeim verður ekki á móti mælt.“19 Konráð hefur ljóð sitt með þeim um- mælum að: Því, sem að Ísland ekki meta kunni, er Ísland svipt; því skáldið hné og dó, skáldið, sem því af öllu hjarta unni, og elskaði þess fjöll og dali og sjó og vakti fornan vætt í hverjum runni. Frægast þeirra ljóða sem ort var um Jónas nýlátinn er þó kvæði Gríms Thomsen „Jónas Hallgrímsson“. Grímur gerir sér að yrkisefni galdurinn í skáldskap Jónasar sem gat „látið lækjarnið“, „sjávarrót og svanaklið“ og bárur á sandi heyrast í ljóðum sínum. Jónas kunni mál náttúrunnar og tungur fjallanna svo vel að hann gat „stein og stál/í stuðla látið falla“. Lokalínur ljóðsins eru eflaust þær þekktustu: Íslands varstu óskabarn, úr þess faðmi tekinn og út á lífsins eyðihjarn örlaga svipum rekinn. Langt frá þinna feðrafold, fóstru þinna ljóða, ertu nú lagður lágt í mold, listaskáldið góða.20 Óskabarn ógæfunnar Feigð skáldsins er yrkisefni skáldanna Snorra Hjartarsonar, Gerðar Kristnýjar og Þorsteins frá Hamri. Snorri, sem um margt var arftaki Jónasar í ljóðagerð tuttugustu aldar, yrkir um Hviids Vinstue, sem er elsta krá Kaup- Skáldin og skáldið Jónas Hallgrímsson í meðförum íslenskra ljóðskálda 4 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók| Jónas 200 ára

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.