Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Qupperneq 5
arkreppu andspænis mikilvægum fyrirrenn- urum sínum á sviðinu og eiga erfitt með að koma á eftir þeim, því allt sem skiptir máli virðist þeg- ar hafa verið skrifað. Áhrifamáttur höfundanna sem á undan koma heftir sköpunargáfu ung- skáldanna. Ekkert íslenskt ljóðskáld hefur unnið jafn markvisst með stöðu Jónasar í nútímanum og Hallgrímur Helgason sem hefur sjálfur lýst sambandi þeirra með orðunum: „Jónas er afi minn“.30 Hallgrímur teiknaði mynd af Jónasi fyrir kápuna á ævisögu Páls Valssonar um skáldið og sagði í viðtali við Kolbrúnu Bergþórs- dóttur: „Jónas er ágætur. Ætli Jónas sé ekki svo hugstæður okkur vegna þess að það náðist aldr- ei ljósmynd af honum.“31 Hallgrímur sat jafn- framt í ritnefnd tímaritsins Fjölnis en heiti þess er vitaskuld dregið af Fjölni Jónasar og félaga sem kom fyrst út 1835. Í fyrsta hefti seinni tíma Fjölnis frá 1997 skrifar Hallgrímur harðorða grein „Ljóðið er halt og gengur með hæku“ þar sem hann boðar byltingu í íslenskri ljóðagerð, rétt eins og Jónas þegar hann gagnrýndi Tis- transrímur Sigurðar Breiðfjörðs í samnefndu tímariti meira en einni og hálfri öld fyrr.32 Þennan útgangspunkt, að yrkja þvert á það sem er að gerast í samtímaljóðlistinni, má finna í Ljóðmælum sem komu út 1998 en þar leitast Hallgrímur við að tengja sig ljóðhefð 19. aldar, bæði í nafni bókarinnar og lengd (en hún er tæp- ar 400 síður), auk þess sem þar má finna ferða-, ættjarðar- og erfiljóð, afmælisvísur, stökur og lengri söguljóð. Af lestri Ljóðmæla má sjá hversu mikil áhrif Jónas hefur haft á Hallgrím. Hann endurskrifar t.d. ljóðin „Ferðalok“ og „Ís- land“ og færir til nútímans, en eitt erinda „Ferðaloka“ hljómar þannig: Leiddi ég þig á Mokka svo lítið bar á, vöfðum vindlinga. Brosa blómvarir, blikna poppstjörnur, ást í brjósti býr.33 Í stað rómantískra náttúrumynda gerist ástarsagan nú inni á diskóteki og kaffihúsi með tilheyrandi sígarettureyk. Hallgrímur krefst þess að íslensk skáld yrki um íslenskan veru- leika eins og hann er nú á dögum, en liður í því er að taka tungumálið til endurskoðunar. Í pistli sínum „Enskan er þjóðlegri“ bendir Hallgrímur á að enskan sé orðin hluti af þjóðerni Íslendinga og birtist sú hugsun meðal annars í ljóðinu „Ís- land“ þar sem Hallgrímur rappar um Bandarík- in, sjónvarpið, fótbolta og popptónlist, en Ísland virðist vera orðinn vinsæll áfangastaður hjá frægu fólki úti í heimi sem koma hingað til lands m.a. til að skoða fallegar íslenskar konur. Ljóðið er í þremur útgáfum og er ein þeirra á ensku. Önnur útgáfan ber undirtitilinn Love-Hate Re- mix en sú þriðja American Agent Mix. Þannig eru kvæðin „mixuð“ á ólíkan máta eins og tíðk- ast um popptónlist eða rapp: „Iceland is on the phone“ andvarpar alheims-móðir. „Asking for Fortune and Fame, to find it’s place in the west.“ Allt er í heiminum horfið um leið og litið er augum. Leikur sem lýst er í nótt er að morgni frá annarri öld. Landið er nýjasta nýtt og notað í töku myndar, himinninn heitur skjár og hafið svo skínandi smart. Nú koma fljúgandi frægar fegurðarhetjurnar góðu vestan um hyldýpis haf, hingað í sælunnar reit; lengja sér lim undir súð í ljóðshærðu meyjanna skauti; sér aka í eigin frægð, og andvarpa this is it! Hátt í eldhúsi upp, þar sem ennþá Öxará rennur ef að skrúfað er frá, um rettur er rakin glóð. Þar stendur Sting á þingi og Trudy vel tekið af liði. Þar koma Bowie og Blur, BB- og ABC.34 En tengslin milli Hallgríms og Jónasar enda ekki hérna. Kvæðið „Fyrir utan og inni á Bíó- barnum eða leitin að Jónasi Hallgrímssyni“, segir frá því þegar höfundurinn leitar að Jónasi Hallgrímssyni úti á næturlífinu. Barþjónninn segist hafa séð Jónas og er hann í lýsingunni um margt eins og utangarðsmaðurinn í ritgerð Halldórs Laxness; lánlaus og illa klæddur, en hann drekkur: „Brennivín/ blandað í Fanta og appelsín./ Fötin voru, ja … furðuleg/og frekar svona ógeðsleg.“35 Stúlka með rauðan skúf segir að sama skapi að Jónas sé: „Fullur karl/í framan eins og drullumall?/ Róni sem var að reyna við mig/ en ruglaði mest um sjálfan sig“.36 Jónas er andfúll, hann er með húð eins og „á blettóttum banana/ og bringu … sem minnti á … gras- hana“.37 Þannig má sjá hvernig Hallgrímur legg- ur áherslu á veikindi Jónasar, drykkjuskap og fátækt. Höfundur kvæðisins finnur ekki Jónas, hann sést „hverfa í leigubíl“38 en Hallgrímur heldur áfram leitinni að skáldinu í leikriti sínu Skáldanótt sem sækir í sömu hugmynd og áð- urnefnt kvæði Ljóðmæla. Verkið gerist á svonefndri skáldanótt sem er sú nótt ár hvert er þjóðskáldin vakna til lífsins og er leikritið er að mestu skrifað í bundnu máli. Unga fólkið í verkinu, sem hefur mikinn áhuga á skáldskap, talar í rími þessa nótt. Það reynir að sýna skáldunum ljóðin sín, tekur af þeim mynd- ir, falast eftir viðtölum eða vill upplifa viðburð- inn. Á meðal þjóðskáldanna eru Jónas Hall- grímsson, Einar Benediktsson, Benedikt Gröndal og Steinn Steinarr, en þeir tala í óbundnu máli og hafa lítinn áhuga á skáldskap unga fólksins en meiri áhuga á pólitík samtím- ans, slúðri og því að komast á séns. Undir lok verksins hefst skáldaslagur þar sem ungu skáldin keppa um það hvert þeirra sé fræknasta skáldið. Slagsmál, söngvar, drykkja og makaleit tilheyra skáldanóttinni. Glösin eru fyllt af skáldamiði og heimur unga fólksins er út- ópískur og minnir um margt á söngleiki. Skáld- in kýta og metast, þau ræða forna frægð, stæra sig af sínum gömlu afrekum, gera lítið úr frama skáldbræðra sinna eða væla yfir því að hafa ekki fengið næga viðurkenningu. Jónas montar sig af því að hafa fengið grimmilegri dauðdaga en tíðkast hjá yngri kynslóðinni: „Já, þið ungu mennirnir deyjið orðið svo snyrtilega. Annað en við sem dóum úr þremur, fjórum sjúkdómum minnst“.39 Drunginn sem hvílir yfir gömlu skáldunum er í andstöðu við lífskraft unga fólksins. Jónas er hin mikla fyrirmynd ungskáldsins Hermanns í Skáldanótt sem þreytist ekki á að lýsa hversu mikilvægur Jónas er fyrir þjóðina og ljóðlistina, þrátt fyrir að tilheyra horfinni öld. Hermann dreymir um að verða mikið skáld sem muni rísa úr gröf sinni á komandi árum, en veit að hann á ennþá langt í land, þar sem hvert orð hans sé komið frá Jónasi, hinum mikla meistara íslenskrar tungu: Hér stendur hann á stalli, mennskur varði, og styður hönd á minnar þjóðar hjarta en ber í hinni sönginn sólarbjarta. Hve sumarið var stutt í skáldsins garði. Þó látinn sért þú lifir mér í huga. Lífið er meira en ártöl tvö á steini. Veslings öld þér varð að banameini en velferð okkar seint þig nær að buga. Ég er sá sem dauðan anda dregur og dreymir um að lifna við að deyja. Jónas, þú ert sá eini sem úr því sker. En milli okkar liggur langur vegur. Þér leiðist allt sem hef ég þér að segja því hvert mitt orð, það komið er frá þér.40 .  1 Páll Valsson: „Er hægt að skrifa ævisögur þjóðskálda?“ Skorrdæla. Ritstj. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Matthías Viðar Sæmundsson. Reykjavík: Háskólaútgáfan 2003, bls. 142-43. | 2 Halldór Laxness: „Um Jónas Hallgrímsson“. Af skáldum. Reykjavík: Bókaútgáfa menningarsjóðs, 1972, bls. 26. | 3 Davíð Stefánsson: „Jónas Hallgrímsson“. Að norðan II [Ný kvæðabók, 1947]. Reykjavík: Helgafell, 1952, bls. 463. | 4 Tómas Guðmundsson: „Jónas Hallgrímsson“. Ljóð Tómasar Guðmundssonar [Fljótið helga, 1950]. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1992, bls. 428. | 5 Matthías Johannessen: „Hruna- dansinn“. Hrunadans og heimaslóð. Reykjavík: Háskóla- útgáfan, 2006, bls. 17. | 6 Hannes Hafstein: „Hraun í Öxna- dal“. Ljóð og laust mál. Reykjavík: Helgafell, 1968, bls. 48. | 7 Halldór Laxness: „Um Jónas Hallgrímsson“, bls. 24. | 8 Snorri Hjartarson: „Jónas Hallgrímsson“. Kvæðasafn [Kvæði, 1944]. Reykjavík: Mál og menning, 1992, bls. 8-9. | 9 Ólafur Jóhann Sigurðsson: „Hlógu þau á heiði.“ Kvæði [Að laufferjum, 1972]. Reykjavík: Mál og menning, 1995, bls. 74. | 10 Þor- steinn Erlingsson: „Jónas Hallgrímsson“. Rit II. Reykjavík: Ísa- foldarprentsmiðja h.f., 1958, bls. 57. | 11 Þorsteinn Gíslason: „Jónas Hallgrímsson“. Ljóðmæli. Reykjavík: Fjelagsprent- smiðjan, 1920, bls. 6. | 12 Guðmundur Guðmundsson: „Jónas Hallgrímsson“. Ljóðasafn. Síðara bindi. Reykjavík: Ísafold- arprentsmiðja h.f., 1954, bls. 125. | 13 Matthías Jochumsson: „Jónas Hallgrímsson“. Ljóðmæli. Fyrri hluti, frumort ljóð. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja h.f., 1956, bls. 117. | 14 Bene- dikt Gröndal: „Jónas Hallgrímsson“. Ljóðmæli. Úrval. Reykja- vík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Menning- arsjóður, 1985, bls. 115. | 15 Páll Valsson: „Byltingarmenn í bundnu formi. Jónas og Megas.“ Lesbók Morgunblaðsins, 9. júní, 2007, bls. 12. | 16 Halldór Laxness: „Um Jónas Hall- grímsson“, bls. 19. | 17 Jónas Hallgrímsson: „Stökur“. Ritsafn. Reykjavík: Helgafell, 1971, bls. 101. | 18 Benedikt Gröndal: „Jónas Hallgrímsson“, bls. 115. | 19 Páll Valsson: Jónas Hall- grímsson. Ævisaga. Reykjavík: Mál og menning, 1999, bls. 491. Páll Valsson segir kvæðið einnig hafa verið eignað Gísla Thorarensen. | 20 Grímur Thomsen: Ljóðmæli. Reykjavík: Mál og menning, 1969, bls. 92-93. Ljóðið birtist fyrst í Nýjum félagsritum (6. árg.). Kaupmannahöfn, 1846. | 21 Páll Vals- son segir ekki vitað hvaðan Jónas var að koma nóttina sem hann fótbrotnaði. Sjá: Jónas Hallgrímsson. Ævisaga, bls. 485. | 22 Snorri Hjartarson: „Hviids Vinstue“. Kvæðasafn [Lauf og stjörnur, 1966]. Reykjavík: Mál og menning, 1992, bls. 147. | 23 Gerður Kristný: „Jónas“. Höggstaður. Reykjavík: Mál og menning, 2007, bls. 25. Ljóðið birtist upphaflega í örlítið breyttu formi í fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar, 2007 (68. árg.), bls. 3. | 24 Þorsteinn frá Hamri: „Jónas“. Ritsafn. Reykjavík: Iðunn, 1988, bls. 405. | 25 Jónas Hallgrímsson: „Til Konráðs Gíslasonar“. Ritsafn. Reykjavík: Helgafell, 1971, bls. 498. | 26 Jónas Hallgrímsson: „Alsjóa“. Ritsafn. Reykjavík: Helgafell, 1971, bls. 165. | 27 Páll Valsson: Jónas Hall- grímsson. Ævisaga, bls. 443. | 28 Jóhann Sigurjónsson: „Jónas Hallgrímsson“. Ritsafn III. Reykjavík: Mál og menning, 1980, bls. 109. | 29 Steinn Steinarr: „Í Öxnadal“. Kvæðasafn og greinar. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1988, bls. 101. | 30 Óskar Hafnfjörð Auðunsson: „Launavinna er dauði listamannsins“. Viðtal við Hallgrím Helgason. Birt í Skinfaxa, skólablaði MR, 2000. Tekið af heimasíðu Hallgríms (http://hall- grimu.mm.is/) [sótt 29. ágúst 2004]. | 31 Kolbrún Bergþórs- dóttir: „Andinn er óður hundur“. Viðtal við Hallgrím Helga- son. Dagur, 27. maí, 2000, bls. 22. | 32 Jónas Hallgrímsson: „Um rímur af Tistrani og Indíönu, orktar af Sigurdi Breid- fjörd“ (prentaðar í Kaupmannahöfn, 1831)“ [1837]. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, I. bindi. Ljóð og lausamál. Ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Reykjavík: Svart á hvítu, 1989, bls. 356-366. | 33 Hallgrímur Helgason: Ljóðmæli 1978-1998, Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 14. | 34 Hallgrímur Helgason: „Ísland“. Ljóðmæli 1978-1998, bls. 274. | 35 Hallgrímur Helgason: „Fyrir utan og inni á Bíóbarnum eða leitin að Jónasi Hallgrímssyni“. Ljóð- mæli 1978-1998, bls. 181 og 1. | 36 Sama, bls. 183. | 37 Sama, bls. 184 | 38 Sama, bls. 197. | 39 Hallgrímur Helgason: Skáldanótt. Reykjavík: Mál og menning, 2000, bls. 88. | 40 Sama, bls. 138. mannahafnar (frá 1723), en hún stendur við Nýjatorg Konungsins og var lengi vinsæll sam- komustaður Íslendinga fyrr á öldum. Sagan segir að Jónas hafi verið á heimleið af kránni þegar hann hrasaði í stiganum heima hjá sér og hlaut svo vont brot að hann lést skömmu síðar.21 Í ljóðinu heyrir Snorri fótatök skáldsins á kránni áður en hann heldur á braut leiðina heim rúmri öld fyrr. En nærveru Jónasar er ekki síð- ur að finna í ljóðum Snorra sjálfs sem er þakk- látur fylgdinni: Brenna augun þín brúnu frá borðinu þarna í köldum skugga þíns skapadags Heyri ég hikandi þung hinztu fótatök þín hverfa í ysinn að utan Heyri þau heyri þau óma í hugar míns djúpi sem fyr á langferðum lífs míns og brags22 Gerður Kristný fylgir líkt og Snorri skáldinu eftir um stræti Kaupmannahafnar síðustu gönguferðina í ljóðinu „Jónas“ sem birtist í nýjustu bók hennar Höggstað nú í haust. Hikandi og þung fótatök skáldsins í ljóði Snorra verða í ljóði Gerðar þung og reikul sem gefur til kynna að skáldið sé drukkið, og senn mun því skrika fótur í tunglskininu í stiganum heima. Lokamynd ljóðsins dregur skýrt fram feigð skáldsins, en hrafnarnir á þakinu sem „teygja sig/ eins og tindar upp í himininn“ kall- ast á við fjallamyndina í Öxnadal, með hinn svarta Hraundranga. Það er komið að leið- arlokum: Útidyrnar opnast inn í hús þar sem þoka leikur um þrepin og tunglskinið strengist milli veggja Nóttin er þungstíg í þessu húsi reikul í spori en ratar samt heim Bara að nú verði ekki sungið, hugsar fólkið í húsinu og festir aftur blund Í dögun hrekkur það upp við hrafna á þaki þeir teygja sig eins og tindar upp í himininn23 Feigð Jónasar er einnig meginviðfangsefni Þorsteins frá Hamri í ljóðabókinni Spjótalögum af spegli (1982) en þar varpar Þorsteinn fram þessari gátu í ljóðinu „Jónas“: Jónas, þú sem ortir um hinn eilífa snjó, varð þér hugsað til spora hindarinnar frá Assembléen…?24 Þorsteinn vísar hér til tveggja ljóða sem Jón- as orti í Sórey, ljóðs á dönsku sem finna má í bréfi til Konráðs Gíslasonar frá mars 1844, þar sem ljóðmælandinn eltir hvíta hind í gegnum skóg á meðan stjörnurnar blika yfir honum og hann áttar sig skyndilega á því að hann sjálfur er feigur, eltur af hundum skógardísarinnar,25 og ljóðsins „Alsnjóa“ þar sem dauðinn er sagður „hreinn og hvítur snjór“,26 en samkvæmt túlkun Páls Valssonar „fjallar kvæðið um hlutskipti mannsins í heiminum“ sem gengur til móts við dauða sinn, einn og óstuddur út á endalausa hjarnbreiðuna.27 Feigðin liggur sem hjúpur yfir ímynd Jón- asar. Hin sjúka og lánlausa ævi skáldsins, hefur þó líklega aldrei verið dregin jafn skýrum og fögrum dráttum og í ljóði Jóhanns Sigurjóns- sonar um frænda sinn og skáldbróður: Dregnar eru litmjúkar dauðarósir á hrungjörn lauf í haustskógi. Svo voru þínir dagar sjúkir en fagrir, þú óskabarn ógæfunnar.28 Feður og synir Það sem er kannski óvenjulegast við sterka stöðu Jónasar Hallgrímssonar í íslenskri ljóða- gerð er að skáldin sem yrkja til hans virðast ekki finna til vanmáttarkenndar frammi fyrir þessum mikilvæga forvera sínum í ljóðagerð- inni. Hann er ekki greindur sem lamandi kraft- ur, rétt eins og lengi hefur verið hlutskipti Hall- dórs Laxness í íslenskri sagnagerð. Það er helst að hugmyndarinnar megi finna merki í ljóði Steins Steinarrs „Í Öxnadal“ þar sem nærveran við Jónas virðist fylla Stein óvenjulegum andans þrengslum: Skáld er ég ei, og innblástrunum fækkar, andagift minni er löngum þungt um vik. Mun ég þó yrkja, meðan krónan lækkar og mæddur bóndi nær sér ögn á strik. Öxnadalssólin sér til gamans hækkar, suðar í hlíð og slakka spræna kvik. Blágresið hlær og hrútaberið stækkar. Hérna gekk Jónas um með mal og prik.29 Þegar ljóð Steins er skoðað mætti hafa í huga kenningu bandaríska bókmenntafræðingsins Harolds Bloom um áhrifafælni (anxiety of influ- ence) en samkvæmt henni eiga höfundar í sál- Morgunblaðið/Sverrir Höfundur leggur stund á doktorsnám í bókmenntum við Háskóla Íslands. Teikningar Helga Helgi Sigurðsson var að ljúka læknisnámi við Friðriksspítalann í Höfn þegar Jónas lá þar banaleguna vorið 1845. Hann teiknaði þessar myndir af skáldinu sem eru einu myndheimildirnar um Jónas. Helgi hóf nám í lögfræði um 1840 við Háskólann í Kaupmanna- höfn, en nam síðar læknisfræði og lærði jafnframt ljósmyndagerð, trúlega fyrstur Íslendinga. 1842 hóf hann nám við teiknideild Det Kg. Akademi for de Skønne Kunster. Helgi fluttist alfar- inn til Íslands 1846. Helgi fékkst lítið við myndlist eftir heimkomuna frá Danmörku, en vann öt- ullega að söfnun fornminja og er talinn frumkvöðull að stofnun Þjóðminjasafnsins ásamt Sig- urði Guðmundssyni málara. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.