Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Page 10
10 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók| Jónas 200 ára Eftir Matthías Johannessen É g hef ávallt verið þeirrar skoðunar að fáránlegt sé að segja að einn lista- maður sé betri en annar, ennþá fárán- legra að bera saman ólík listaverk. Við höfum svo ólíkan smekk. Lista- verk hafa mismunandi áhrif á okkur. Listaverk kallast á við tilfinningar mínar með öðrum hætti en það mundi kallast á við tilfinningar ann- arra. Listaverk kallar á persónulega upplifun. Það er t.a.m. ekki aðal- atriðið, hvernig gott ljóð er með til- liti til annarra ljóða, heldur skiptir hitt mestu máli, hvernig það verkar á lesandann. Gott ljóð kallar fram í honum ljóðskáldið. Ljóðið, list þess og efni, er ekki endilega aðalatriðið, heldur hitt, hvernig list þess og efni verka á tilfinningar okkar; hvaða neisti fæðist af þessum loga og hver viðbrögðin eru. Við njótum ekki öll eins. Við njótum með ýmsum hætti. Af þessum sökum m.a. er út í hött að bera saman skáld, það ætti miklu fremur að bera saman lesendur; eða neytendur, svo við notum markaðs- vænt tízkuorð. Það er þá einnig út í hött að bera saman góð kvæði og segja að eitt sé betra en annað, það merkir einungis nokkurn veginn hið sama og segja: að einn neytandi eða lesandi sé betri en annar. Við verðum að sætta okkur við að listin er fjölbreytt flóra, nei, við eig- um ekki að sætta okkur við það, við eigum þvert á móti að fagna því og þá ekki síður hinu, að lesendur eru með ýmsu móti og harla ólíkir, þótt þeir séu allir skapaðir í kross! Til- finningalíf þeirra, kvikan í brjósti þeirra, reynsla þeirra og áhugaefni eru af ýmsum toga spunnin og harla misjafnlega undir það búin að njóta þess sem skáldið hefur fram að færa. Það hvarflar því ekki að mér að segja að Jónas Hallgrímsson sé betra skáld en öll önnur, en hann er öðruvísi skáld en öll skáld önnur. Og ljóðmál hans er sprottið úr tilfinn- ingalífi sem er annars konar en það tilfinningalíf umhverfisins sem við erum vön hversdagslega. Ég þekki fólk sem segir að Jónas Hallgrímsson sé leiðinlegt skáld. Ég þekki einnig merkilegt skáld og sér- stætt sem heldur því blákalt fram að Jónas Hallgrímsson sé ekki jafn- mikið skáld og sagt hefur verið. Ég virði þessar skoðanir þótt þær séu öndverðar öllu því sem ég tel rétt og afdráttarlaust, því skynsem- in segir mér, ásamt tilfinningunum, að Jónas sé mikið skáld og með köfl- um harla skemmtilegt og frumlegt, en þó einkum sérstætt og öðruvísi skáld en öll önnur skáld, þótt marg- vísleg áhrif annarra skálda séu merkjanleg í ljóðum hans. En hann er umfram allt sérstakur. Ljóð hans hafa aðra áferð en ljóð allra annarra skálda. Þau eru eins og íslenzkt um- hverfi, allt öðruvísi en allt annað um- hverfi. Á sama hátt og það er sungið öðruvísi en annars staðar í íslenzkri náttúru, þannig er allt annar söngur, allt önnur hrynjandi í ljóðum Jón- asar Hallgrímssonar en annarra skálda. Allt þetta tel ég ótvírætt og hirði ekkert um það sem aðrir fullyrða, ekki frekar en menn geta haft mis- munandi skoðanir á íslenzkri nátt- úru og hlustað með ýmsum hætti á þrastakliðinn í birkiskógunum. Ég efast ekki um að sumum þyki annar kliður tilkomumeiri, bæði hér heima og erlendis, t.a.m. straumniður stór- fljótanna eða þögnin í sandauðn há- lendisfjallanna. En Jónas Hall- grímsson á einnig þann klið í verkum sínum, ef vel er hlustað, en hann er þá einnig öðruvísi en sams konar kliður í ljóðum annarra skálda. Ef ég væri spurður hvert væri mesta ljóð Jónasar ætti ég erfitt um svar. Flestir mundu áreiðanlega nefna Ísland eða Gunnarshólma og gæti ég vel tekið undir það. Þau eru eins og landið sjálft, yfirbragðsmikil til að sjá eins og segir í öðru þessara ljóða, eða eins og Jónas kemst að orði í Ferðadagbók sinni til Vest- mannaeyja, 3. júní 1837, en þá segir hann m.a.: „Þegar sjónum er svo hinsvegar beint til lands, þar sem nær ekkert er að sjá annað en hinn mikilfenglega Eyjafjallajökul og gnæfir geysilegt, snæviþakið hvel hans uppúr skýjunum, þá hnykkir manni við þá tilhugsun hve Ísland hlyti að vera einstætt og áhrifamik- ið, ef augað gæti í einni sjónhend- ingu litið öll hin þverhníptu og margbreyttu stuðlagrjótsfjöll, stöll- óttu blágrýtisfjöll svo og hin miklu ljósgrýtisfell og sú gríðarlega þyrp- ing birtist hliðstætt þeirri smámynd sem Vestmannaeyjar eru tilsýndar.“ Þessari ægifegurð lýsir hann með svofelldum orðum annars staðar, eða í yfirliti sínu yfir íslenzka fugla – og minnir óneitanlega á tungutak Tómasar Guðmundssonar síðar: „… því varla held ég að nokkur fugl væri lengi að telja eftir sér tveggja eða þriggja daga ferð til að geta búið að svo fallegu og skemmtilegu landi, Íslandi.“ Sigurður Nordal taldi að kvæði Jónasar Sáuð þið hana systur mína … væri óviðjafnanlegt í ein- faldleik sínum og því hversdagslega tungutaki sem er ein helzta prýði þess. En ef ég væri spurður um óvið- jafnanlegt kvæði eftir Jónas, jafnvel bezt kompóneraða eða bezt orta eða samsetta kvæði hans, mundi ég hik- laust nefna minningarkvæðið um Jón bónda Sighvatsson. Ekki veit ég um tengsl þeirra en Jón (1759-1841) var bændahöfðingi, bjó í Höskuld- arkoti í Ytri-Njarðvík og þegar hann lézt samdi Sveinbjörn Egilsson graf- skrift eftir hann og birtist hún í Skírni 1842, framan við ljóð Jónasar. Grafskrift Sveinbjarnar er svolát- andi: „Hann var stakur dugnaðar, ráðvendnis og ráðdeildarmaður, manna geðspakastur og góðfús- astur, vinavandur og hinn vin- fastasti, hjálparhönd hjálpþurfenda, prýði sinnar stéttar, sómi ættjarðar. Hans leið varð bein og blessunarrík, því hann leit ekki á sitt gagn ein- ungis, heldur og annarra. Vel hefir það land, sem eignast marga hans jafningja.“ Ekkert kvæði er jafn gott dæmi um það, hvernig unnt er að tengja líf mannsins náttúrunni og bera það saman við hringrás hennar, vorið sem vaknar með nýjum kliði og harðneskjuleg endalok dauðans á myrkum og köldum vetri. Í engu ljóði, hvorki eftir Jónas Hallgrímsson, né neitt annað skáld sem ég þekki, er annað eins sam- ræmi í þeim líkingum sem dregnar eru upp milli náttúrunnar ann- arsvegar og lífs mannsins á hinn bóginn. Í fornyrðislaginu njóta sín beztu kostir skáldsins – og þá ekki sízt sérkenni – og orðavalið er ekki sízt til marks um smekk Jónasar og hugmyndaflug: haustsól brosandi … salar sólheima … systur álfröðuls … sælust dagstjarna … á von- arhimni … í góðri elli. Í upphafi segir skáldið að dýrlegt sé að sjá eftir liðinn dag haustsól brosandi í hafið renna. Hún kveður landið og hnígur hóg- lega að vesturfjöllum; kveður með friðarkossi; kveður eins og „sofnað prúðmenni“ sem gengur til grafar „í góðri elli“, eins og segir í 7. erindi kvæðisins. En þegar sólin hefur kvatt, rísa alskærar stjörnur upp af austurstraumum eins og skáldið segir í öðru erindi, en það minnir á Alheimsvíðáttuna sem hann yrkir eftir hugmynd Schillers, en þar seg- ir hann í 3. erindi: sá eg í ungum æsku blóma stjörnur úr himin- straumum rísa … Og þá einnig á þýðingu hans á smákvæði eftir Heine, Strit, brot úr kvæði: Sól rís sæl úr svölum straumum austurdjúps, að eyða dimmu … en það á rætur í Deutschland – Ein Wintermärchen. Við þessi ferðalok blika stjörnurnar eins og blys um heiðan boga sólheima, en nóttin er svöl, eins og návist dauð- ans. Þarna vaka stjörnurnar í návist- inni við systur álfröðuls, þ.e. sólina, en hin sæla dagstjarna sofnar ekki, þótt hún sígi til viðar, heldur sést hún enn að morgni. Þannig er einnig um ævi mannsins þegar hann getur búizt við betri dögum að loknu ævi- starfi í stundarheimi. Og skáldið lýk- ur ljóðinu með því að endurtaka orð- in í miðju 3. erindi: sofnar ei og sofnar ei – og á þá við sólina, en í lokin er líkingin endurtekin með þessum hætti: Sefur ei og sefur ei í sorta grafar sálin – í sælu sést hún enn að morgni Þannig á maðurinn áfram athvarf „hjá drottni lifanda“, eins og skáldið segir í 6. erindi. Þegar Jónas hefur lokið 3. er- indinu með því að benda á að sólin komi aftur upp að morgni, segir hann, að þannig rísi sumarsólin einnig í ævi öldungmanna, eins og hann kemst að orði, en þeir hnígi svo á haustkvöldi hérvistardags, hóg- lega og blíðlega fyrir hafsbrún dauða, en þá vaka og skína alskærar stjörnur á vonarhimni og engu lík- ara en líf mannsins sé brennt inn í náttúruna og hún og það séu eitt. Af þeim sökum er ekki ástæða til að gráta „göfgan föður“, engin ástæða til harms, því að lífsdagur Jóns Sig- hvatssonar – og þá væntanlega ann- arra í hans sporum – var fagur, en fegri dagur er þó upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda, eins og segir í fyrrnefndu erindi. Minningin lifir og blómstrar eins og annar mikilvægur og eftirminnileg- ur gróður í náttúru landsins, því að hinn látni sem nú er allur í minning- unni var fyrirmynd dáða og dugn- aðar og hvers kyns dyggða og sem slíkur verðugur eins og fjölær jurt í landslagi. Og þar með er líkingin fullkomnuð og verður með engum hætti end- urtekin í öðrum kvæðum, hvorki í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar né annarra skálda. Hér birtist hið fullkomna sam- ræmi lífs og listar með þeim hætti sem einstætt er, bæði í íslenzkri ljóðlist og að því er ég bezt veit í þeirri ljóðlist annarri sem við þekkj- um til. Það væri að vísu gaman að vita eitthvað meira um Jón Sighvatsson og áreiðanlega hægt að viða að sér frekari upplýsingum um líf hans og störf. En það er þó ekki nauðsynlegt til að njóta kvæðisins um hann, svo ágætt sem það er í sjálfu sér. Skáld yrkja sjaldnast um einstakar persón- ur, heldur út frá almennum gildum. Þau draga almennar ályktanir af ein- stökum tilfellum. Ef það er haft í huga er auðvelt að njóta jafn ein- stæðrar perlu og kvæðið um Jón Sig- hvatsson er. Og þá getum við einnig verið minnug þess sem sr. Matthías Jochumsson sagði, þegar Sigurður Nordal spurði hann hver væri sá eft- irminnilegi maður sem hann hafði löngu áður ort um frábært erfiljóð. Æ, sagði sr. Matthías, það var ein- hver karl í Hafnarfirði! Lengra verður ekki komizt í sam- runa lífs og náttúru en í kvæði Jón- asar um Jón bónda Sighvatsson nema með því að lýsa náttúrunni og árstíðum hennar einni og sér og án skírskotunar í ævi mannsins, en þó þannig að draga megi augljósar ályktanir af þessum hliðstæðum í lífi okkar og tilveru. Það er auðvitað hinn fullkomni samanburður – og þá notuð sú skáldskaparlega tækni að fela annað kvæði innan í því, sem ort er. Oft er það áhrifamikil lík- ingaaðferð og veitir mikið og óvænt svigrúm til túlkunar á tilfinningum okkar og umhverfi. (Úr bókinni Um Jónas, 1993) Morgunblaðið/RAX Legsteinn Jónasar Legsteinninn yfir gröf Jónasar í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Hin fullkomna líking

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.