Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 4
Eftir Hjálmtý Heiðdal seylan@seylan.is Í sraelsríki er stöðugt í fréttum, oft vegna hernaðarátaka, stundum vegna landtökubyggða og stöku sinnum vegna sk. friðarferlis. Þetta smávaxna ríki er um 20.700 km2 að flatarmáli. Að auki eru landsvæði sem Ísraelar hafa her- tekið eftir 1967 um 7.400 km2. Á þessu svæði öllu búa nú um 6,6 milljónir innan núverandi landamæra ríkisins og tæplega 4 milljónir á herteknum svæðum, samtals rúm- lega 10 milljónir manna sem skiptast til helm- inga í araba og gyðinga á svæði sem er um ¼ hluti Íslands að stærð. Á Vesturlöndum er Ísrael yfirleitt talið til lýðræðisríkja, einskonar vestrænn útvörður í austri. Evrópusambandið styður ríkið pólitískt og efnahagslega og Bandaríkin veita engu öðru landi jafnmikla aðstoð, jafnt pólitískt, efnahags- lega sem hernaðarlega – fjárframlög frá BNA nema rúmlega einum milljarði króna dag hvern og þar af fer einn milljarður á mánuði til að byggja landtökubyggðir á hernumdu landi sem er stranglega bannað í samþykktum Samein- uðu þjóðanna. Hinir sterku bandamenn Ísr- aelsríkis telja sig fremsta í flokki þeirra ríkja sem aðhyllast lýðræði og mannréttindi. Í því ljósi væri eðlilegt að álykta að Ísrael hafi mik- ilvægt hlutverk á þessum sviðum. Um Ísrael ríkir þó enginn friður, það líður vart heil vika án þess að fréttir berist af átökum sem Ísrael á þátt í. Hvað veldur? Eru það and- stæðingar lýðréttinda og vestrænna gilda sem herja stöðugt á þennan útvörð? Eða er það til- koma og eðli Ísraelsríkis sem skapar þennan ófrið sem hefur brátt staðið í 60 ár? Í þessari grein mun ég reyna að varpa ljósi á þá þætti sem skipta máli þegar menn skoða þennan vettvang átaka og armæðu. Lýðræði og mannréttindi Frá barnæsku er Íslendingum innrætt að þeir búi við stjórnmálalegt lýðræði, njóti mannrétt- inda og séu jafningjar gagnvart lögum. Og þótt menn greini á um hversu lýðræðið sé fullkomið og mannréttindin víðtæk þá ríkir almenn sátt um þennan sameiginlega grunn. Lýðræði og mannréttindi eru ekki sjálfgefin, víða skortir þessi réttindi alveg og sífellt þarf að berjast gegn þeim sem reyna að grafa undan þessum réttindum okkar. Mannréttindasáttmáli SÞ er skýr: „Mann- réttindi á að vernda með lögum. Að öðrum kosti hljóta menn að grípa til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn kúgun og ofbeldi. Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, lit- arháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmála- skoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, upp- runa, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, um- ráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.“ Ofanritað sýnir að í orði aðhyllist hið sk. al- þjóðasamfélag víðtæk mannréttindi sem skulu varin með lögum og lögin eru varin með valdi ríkisins. Það er jafnframt viðurkennt að njóti menn ekki grundvallarréttinda þá séu það eðli- leg viðbrögð að rísa gegn kúgun og ofbeldi. En þegar kemur að málefnum Ísraelsríkis þá kemur upp sú sérkennilega staða að öllu er snú- ið á haus. Skerðing mannréttinda er varin með lögum í Ísrael og uppreisn hinna kúguðu talin vera orsök átakanna. Og Vesturlönd, með Bandaríkin í broddi fylkingar, vinna að sk. frið- arferli samkvæmt þessari öfugsnúnu afstöðu, mannréttindi Palestínumanna eru virt að vett- ugi en sífellt talað um að allir verði að við- urkenna Ísrael – ríki sem viðurkennir ekki mannréttindi milljóna manna. Franski heimspekingurinn og prófessorinn Etienne Balibar, sem hefur í skrifum sínum fjallað mikið um tilgang laga og réttar, skrifaði í franska blaðið Le Monde að málstaður Palest- ínumanna væri málstaður allra manna; því að viðurkenning á rétti þeirra skæri úr um það hvort alþjóðalögum yrði framfylgt eður ei. Í 65 skipti hafa stjórnvöld í Ísrael verið for- dæmd af Sameinuðu þjóðunum vegna brota á sáttmálum SÞ. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur ritað bók gegn stefnu Ísraels, titill bókarinnar er Palestína: friður en ekki kynþáttaaðskilnaður (Palestine: Peace Not Apartheid), og Desmond Tutu, biskup í S- Afríku, hefur lýst Ísrael sem ríki kynþáttaað- skilnaðar og hvatt til alþjóðlegra refsiaðgerða líkt og beitt var með góðum árangri gegn kúg- unarstjórninni í S-Afríku. Getur verið að ríki sem virðist halda uppi merkjum lýðræðis og mannréttinda verðskuldi slíkar ásakanir? En þrátt fyrir margendurteknar og alvar- legar ásakanir alþjóðastofnana, mannréttinda- og friðarsamtaka og atkvæðamikilla ein- staklinga láta stjórnvöld víða um heim eins og allt sé í stakasta lagi, Ísraelar taka meira að segja þátt í Evróvisjón! Hvað er það þá sem Tutu, Carter o.fl. eru að agnúast út af? Til þess að átta okkur á eðli Ísraelsríkis þá er nauðsynlegt að skoða grundvallaratriði, s.s. lög og kerfið sem framfylgir lögunum. Einnig er nauðsynlegt að skoða stjórnmálavettvanginn, kynnast helstu stefnum og birtingarmynd þeirra. Ríkir lýðræði í Ísrael? Í fimmtíu ár hafa Ísraelar reynt árangurslaust að koma sér saman um stjórnarskrá. Í stað stjórnarskrár hafa gilt sk. grunnlög sem skil- greina ríkið og réttindi þegnanna. Nýlega setti núverandi stjórnarskrárnefnd fram tillögur að stjórnarskrá. Upphafsorð hennar eru: Ísrael er lýðræðislegt gyðingaríki (Israel is a Jewish and democratic state). Í grunnlögunum sem nú eru í gildi segir: Til- gangur þessara grunnlaga er að verja mann- lega reisn og frelsi svo grunnlögin nái yfir gildi Ísraelsríkis sem lýðræðislegs gyðingaríkis. Í stofnyfirlýsingu Ísraels frá 1948 er skráð: „Eretz-Israel (Land Ísraels) var fæðing- arstaður gyðingaþjóðarinnar.“ Ekki fer á milli mála eftir þennan lestur að ríkið er ríki gyðinga – ekki ríki allra sem þar búa, heldur þeirra sem þar búa og eru gyðingar. Nú vill svo til að 20% íbúanna eru ekki gyðingar. Gæti íslenska stjórnarskráin verið orðuð með líkum hætti og Ísland áfram talist til lýðræðisríkja? Ísland er lýðræðisríki 80% Íslendinga. Þetta væri yfirlýsing um að 60.000 Íslendingar væru utangarðs þegar sjálfur grundvöllur þjóð- skipulagsins væri ákveðinn. Kæmi hljóð úr horni? Yrði kvartað undan skorti á jafnræði? Myndu íslenskir stjórnmálamenn veifa þessu plaggi kotrosknir og fá almenna viðurkenningu fyrir? Ég veit það ekki, þetta hefur ekki verið reynt. Ísrael er reyndar eina ríkið á jarð- arkringlunni sem hefur lýst því hreinlega yfir að það sé ekki ríki þeirra sem þar búa, heldur hluta íbúanna. Það getur tæpast verið þægileg tilfinning að búa í slíku landi – fyrir þá sem ekki eru gyðingar. Síonískur sjóður fyrir gyðinga Í grunnlögum landsins er staðfest að 93% alls landrýmis í Ísrael eru í eigu 3 aðila, þ.e. ríkisins, yfirvalda þróunar og Þjóðarsjóðs gyðinga (Jew- ish National Fund). Þjóðarsjóðurinn „er hluti Heimshreyfingar Síonista“ eins og segir í kynn- ingarplöggum og var stofnaður af Theodor Herzl, upphafsmanni Síonismans. Það segir sig sjálft að aðrir en gyðingar geta ekki átt hlut í Síoníska Þjóðarsjóðnum og því er eignarhald á landi ekki hluti þeirra réttinda sem þau 20% landsmanna sem eru ekki gyðingar njóta. Á Íslandi væri varla friður um það að 60 þús- undin sem ekki væru með í grundvelli stjórn- arskrárinnar væru einnig sett til hliðar með þessum hætti. Þjóðlendustríð ríkisstjórn- arinnar sem nú geisar hérlendis sýnir okkur að það yrði ekki átakalaust ef slíkt yrði reynt. 60.000 Íslendingar eru kraftmikill kór og það dygði ekkert annað en margefld víkingasveit til að halda þeim í skefjum ef til alvarlegra átaka kæmi. Þau 20% landsmanna í Ísrael sem eru ekki gyðingar telja nú 1,2 milljónir (arabar og drúsar). Og til þess að tryggja það að eign- arhald á landi breytist ekki þá er skráð í grunn- lögin að land í eigu þessa 3 aðila megi aldrei selja né láta af hendi með öðrum hætti. Til þess að stjórna landnotkun er skipað í Landaráð Ísraels (Israel Lands Council). Helmingur ráðsmanna eru samkvæmt lögum frá Þjóðarsjóði gyðinga og restin frá ríkinu. Fulltrúar ríkisins eru einnig gyðingar enda er- um við að tala um hið „lýðræðislega gyð- ingaríki“. Eignarhald Þjóðarsjóðs gyðinga og ríkisins gerir það að verkum að hvorki arabar né aðrir sem ekki eru gyðingar geta eignast land í Ísrael þótt þeir séu löglegir íbúar lands- ins, þeir eru ekki gyðingar og þar við situr. Jafnvel þótt stór hluti Ísraelsríkis standi á landi sem er stolið land (gyðingar áttu aðeins 7% landsins 1947) og engar bætur hafa komið fyrir. Við stofnun Ísraelsríkis áttu arabar töluvert land en með ýmsum hætti hafa þeir misst það í hendur gyðinga og nú eru aðeins um 3% eftir í eigu þeirra. Allir nema Hafnfirðingar, Kópavogs- búar, Garðbæingar og Álftnesingar Til þess að átta okkur betur á raunstærðum í þessum dæmum sem hér eru sett fram verður að spyrða saman alla íbúa Hafnarfjarðar, Kópa- vogs, Garðabæjar og Álftaness til þess að setja saman hóp 60.000 Íslendinga. 65. grein íslensku stjórnarskrárinnar yrði þá orðuð svona: Allir, nema Hafnfirðingar, Kópavogsbúar, Garðbæingar og Álftnesingar, skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisupp- runa, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema al- menningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Til þess að átta okkur á aðstæðum í Ísrael verðum við enn að setja Hafnfirðinga og ná- granna í spor þeirra íbúa Ísraels sem ekki eru gyðingar. Engan, nema Hafnfirðinga o.s.frv. … má skylda til að láta af hendi eign sína … Lögbundið kynþáttamisrétti Ísraelar búa í raun við tvennskonar lög, ann- arsvegar veraldlegu lögin eins og þau eru í grunnlögunum og hinsvegar trúarleg lög (Ha- lakha) sem ná til m.a. fjölskyldumála, s.s. hjú- skapar. Þrátt fyrir að því sé haldið fram víða að Ísrael sé lýðræðisríki þá hlýtur það að sá efa í brjóst lýðræðissinna að uppgötva að í hluta Þarf alþjóðasamfélagið Stöðvar hryðjuverkamenn!? Graff eftir breska götulistamanninn Banksy á múrnum sem Ísr- aelsmenn hafa komið upp á Vesturbakkanum. Palestínskur maður gengur eftir múrnum nærri Betlehem. Hillary Clinton hyllti smíði múrsins, sem Alþjóðadómstóllinn hefur dæmt ólöglegan, þar sem hann „stöðvaði hryðjuverkamenn“. Ísraelsríki – undir smásjánni í tilefni 40 ára hernáms 4 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.