Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 11 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Nýlega kom út hjá bókaútgáf-unni Mondial í New York þýð- ing Baldurs Ragnarssonar á Sjálf- stæðu fólki á esperantó. Áður hafa birst þýðingar Baldurs á tveim ljóðabókum Þor- steins frá Hamri, Njáls sögu og Hrafnkels sögu auk fjölda þýð- inga á ljóðum ís- lenskra skálda í tímaritinu La Tradukisto (Þýð- andinn). Þýðing hans á Snorra- Eddu bíður nú prentunar hjá Mondial. Frumsamin verk Baldurs á esper- antó, ljóð og ritgerðir, komu út í heildarútgáfu á Ítalíu á ágúst síðast- liðnum undir heitinu La lingvo se- rena (800 bls.). Á íslensku hefur Baldur sent frá sér tvær ljóðabækur. Hann hefur einnig samið kennslubækur í ís- lensku fyrir framhaldsskóla, upp- flettiritið Tungumál veraldar og fræðsluritið Esperanto – alþjóðlegt samskiptamál.    Sænski gagnrýnandinn Per Isra-elsson hefur íslensku barnabók- ina Ég vil fisk í hópi þeirra þriggja bóka sem hann mælir sérstaklega með til jólagjafa í bókablaði Svenska Dagbladet í vikunni. Ég vil fisk er eftir Áslaugu Jónsdóttur og kom út á fimm tungumálum í vor: íslensku, dönsku, sænsku, færeysku og grænlensku. Sænska forlagið Kabusa prentaði á dögunum nýtt upplag af bókinni. Per ritdæmdi Ég vil fisk í Dag- ens Nyheter fyrr á árinu og eru meðmæli hans nú samhljóða dómnum þá: „Opnir fletir og kantaður stíll í blandaðri mynd- tækni skapa þá nauðsynlegu nánd sem á hnífskarpan hátt dregur fram mögnun tungumálsins og sjálfsvit- undarinnar í þessum djúptæka fjöl- skylduleik. Snilld!“    Leitin lifandi: Líf og störf sextánkvenna heitir bók í ritstjórn Kristínar Aðalsteinsdóttur sem komin er út hjá Háskólaútgáfunni. Sextán konur, sem allar hafa lokið doktorsnámi við erlenda háskóla, eiga kafla í bókinni. Þær starfa ým- ist við Háskóla Íslands, Háskól- ann á Akureyri eða Kennarahá- skóla Íslands og hafa allar, um lengri eða skemmri tíma, stundað eigin rannsóknir og miðlað þeim ríku- lega í ræðu, kennslu og riti. Í bókinni greina konurnar frá eigin fræða- og rann- sóknarsviði, hvernig áhugi þeirra á því vaknaði og hvernig þeirra eigin lífssaga og persónuleg reynsla hafði áhrif á starfsval þeirra. Þær fjalla einnig um hugmyndafræðilega þró- un innan síns fræðasviðs og hvernig hún hefur endurspeglast í lífi þeirra, störfum og rannsóknum. Konurnar litu yfir farinn veg, þær völdu að segja frá nokkrum þáttum af mörgum úr eigin sögu og ákváðu að túlka áhrif þeirra þátta á nám sitt og starf. Í bókinni má lesa hvaða augum þessar sextán konur líta brot úr lífi sínu, sérstaklega af hverju þær lögðu á sig langt og strangt framhaldsnám, flestar á fullorðins- árum, og hvað varð helst til þess að áhugi þeirra var svo mikill sem raun ber vitni. Þær voru í leit að aukinni þekkingu og skilningi á eigin hugs- un og störfum. Sú leit hefur verið lifandi. BÓKMENNTIR Baldur Ragnarsson Leitin lifandi Áslaug Jónsdóttir Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Breski rithöfundurinn Martin Amis hefurlengi verið milli tannanna á fjölmiðlafólkiog menningarummælendum. Ástæð-urnar hafa verið ólíkar en á liðnum árum hefur þó færst í aukana að umfjöllun um höfundinn snúist meira um persónu hans og hegðun en skáld- verkin. Hér mætti reyndar bæta við að ritgerðir hans og greinaskrif hafa undanfarin ár með reglu- legu millibili vakið athygli og deilur; skrif um jafn ólíka hluti og fótboltasnillinginn Diego Armando Maradona og nýfráfarinn forsætisráðherra Tony Blair hafa komið af stað gárum í menningarlífinu en aldrei áður hefur þó viðlíka stormur geisað um Amis og gert hefur undanfarnar vikur. Nú er svo komið að breskir fjölmiðlar keppast við að lýsa og fjalla um hatrammar deilur sem upp hafa sprottið í tengslum við ummæli sem Amis lét falla í fyrra í blaðaviðtali við The Times um íslam, öfga- trúarmenn, hryðjuverkastríðið og árekstur menn- ingarheima. Svo langt mætti jafnvel ganga að segja að orðstír Amis væri í húfi. Ummælin vöktu reyndar litla athygli á sínum tíma, sem getur að sumu leyti talist nokkuð furðu- legt þar sem Amis tjáði sig á ansi harðvítugan hátt um þá hættu sem Vesturlöndum stafar að hans mati af íslömskum hryðjuverkamönnum. Þá deilir hann hart á hópa innan íslam sem hann kennir við bókstafstrú og telur kvenhatur, andúð í garð sam- kynhneigðra og almenna fordóma vera áberandi einkenni og fylgifiska slíkra viðhorfa. Mesta reiði áttu þó eftir að vekja ummæli Amis um hvernig bregðast skyldi við „vandamálinu“ heima fyrir. Viðtalið við Amis komst þó ekki í hámæli fyrr en bókmenntafræðingurinn Terry Eagleton tók það til gagnrýnnar umfjöllunar í inngangskafla endur- útgáfu á þekktri bók sinni, Ideology: An Introduc- tion, en hún kom út fyrr á þessu ári. Þar fer hann hörðum orðum um Amis og sakar hann um hættu- lega fordóma. Að hluta til vöktu skrif Eagleton at- hygli sökum þess að hann er samkennari Amis við Manchester-háskóla en þar kennir hann menning- arfæði en Amis skapandi skrif. Eitt af því sem þótti sérlega safaríkt í bókarkafla Eagleton voru um- mæli hans um föður Martins, rithöfundinn Kings- ley Amis, en Eagleton lýsir honum sem: „kynþátta- hatara, leiðindaskjóðu sem hataði gyðinga, sídrukkinn hatursmann kvenna, samkynhneigðra og vinstrimanna“. Og bætir svo við að eplið falli sjaldan langt frá eikinni. Skeyti gengu á milli samkennaranna í kjölfarið en hámæli náðu þó eftirköstin fyrir rúmum tveimur vikum þegar rithöfundurinn Ronan Bennett, í for- síðugrein með yfirskriftinni „Nýja kynþáttahyggj- an“ í menningartímariti dagblaðsins The Guardian, sagði Amis hafa komist upp með „þann viðbjóðsleg- asta flaum kynþáttahyggju sem nokkur þjóðþekkt- ur einstaklingur hafi látið frá sér fara í þessu landi um langt árabil“. Síðan bætti hann við, „hann [Am- is] ætti að skammast sín fyrir að hafa sagt þetta, og við hin ættum að skammast okkar fyrir að hafa leyft honum að komast upp með það“. Hér hafði málið náð þjóðarathygli. Ekki var lengur um innanbúðardeilur í háskóla að ræða, eitt víðlesnasta og virtasta blað Bretlandseyja hafði birt grein sem á forsíðu ásakaði einn þekktasta höf- und þjóðarinnar um kynþáttahyggju. Og við- brögðin létu ekki á sér standa. Síðar í sömu viku birti Christopher Hitchens grein honum til varnar, sama gerði Ian McEwan og nokkrum dögum síðar skrifaði Amis sjálfur grein í The Guardian þar sem hann reyndi að gera grein fyrir máli sínu. „Nei, ég er ekki kynþáttahyggjumaður“ var yfirskriftin og í greininni ber hann af sér með miklum stíltilþrifum ásakanir Bennetts: „Vill hann – vilt þú – að skáld- sagnahöfundar taki að hljóma líkt og stjórn- málamenn, eða sjálfumglöð, póst-söguleg upp- trekkt gervimenni á borð við Bennett og Eagleton? Viltu rödd einstaklingsins eða árásargjarnt flekk- leysi hugmyndafræðingsins?“ Amis heldur áfram og vitnar í sjálfan sig, fyrri skrif sem endurspegla samúð með múslimum og trúarheimi þeirra. En sérstaklega er Amis uppsigað við stimpil kynþátta- hyggjunnar og þrátt fyrir tilvitnunina hér að ofan lýsir hann sjálfum sér þegar upp er staðið sem hug- myndafræðilegum baráttumanni. Ég tel nokkuð víst að sitt muni hverjum sýnast um mótsvör Amis, upphaflegar staðhæfingar hans voru glæfralegar, svo ekki sé meira sagt, en málið er hins vegar allt orðið hið athyglisverðasta. Ljóst er að hér er tekist á um málefni sem á eftir að verða enn meira aðkall- andi og knýjandi á næstu árum, og hér gefst tæki- færi til að sjá ákveðnar línur dregnar í menning- arlegt og hugmyndafræðilegt landslag samtímans. Allar greinar sem vitnað hefur verið til er hægt að finna á eftirfarandi vefsíðu: http://www.martinamisweb.com/comment- ary.shtml Martin Amis og „nýja kynþáttahyggjan“ ERINDI » „Vill hann – vilt þú – að skáld- sagnahöfundar taki að hljóma líkt og stjórnmálamenn, eða sjálfumglöð, póst-söguleg upp- trekkt gervimenni á borð við Bennett og Eagleton?“ Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Í nýútkominni minningarbók Hrafns Jök- ulssonar, Þar sem vegurinn endar, reif- ar höfundur þegar hann ungur kemur heildarsafni Alistair MacLean í verð. Safnið taldi þá átján bindi og var mikil gersemi á þessum árum þegar Mac- Lean var ótvíræður konungur metsölulistanna. Þetta var árið 1978 og MacLean átti eftir að drottna yfir íslenskum spennusagnamarkaði í röskan áratug í viðbót og í kjölfarið átti næstum alnafni hans Alistair MacNeill stutt blómaskeið sem nokkurs konar bókmenntaleg afturganga ný- látins höfundar. En þegar arftakinn kom var það úr óvæntri átt, úr Reykjavíkinni sem til þessa hafði talist nær ótæk fyrir reyfaraskrif. Síðan þá hafa erlendir reyfarahöfundar átt sífellt erfiðara uppdráttar á íslenskum markaði en þó eru enn nokkrir sem eru tilbúnir til þess að taka slaginn. Hercule Poirot fer í sveitina Einn þeirra er drottningin sjálf, Agatha Christie, sem hóf glæpasagnaferilinn um það leyti sem MacLean fæddist, en rithöfundarferill hennar handan grafar hefur verið ólíkt gjöfulli en hjá kollega hennar sem óðum virðist að gleymast. Fyrir þessi jól gefur Bókafélagið Ugla út Ráðgát- una um jólabúðinginn – safn fimm smásagna þótt titilsagan nálgist það reyndar að vera nóvella. Það er belgíski leynilögreglumaðurinn Hercule Poirot sem neyðist til þess að yfirgefa Lundúnaborg um jól og halda á enskt sveitasetur í leit að dýr- mætum rúbínstein sem hafði verið rænt. En margt bendir til þess að það sé eitthvað gruggugt við sjálfan jólabúðinginn og hverju er hægt að treysta þá? Alls fjalla þrjár sagnanna í bókinni um Poirot en um hann skrifaði Christie heilar 33 skáldsögur og 54 smásögur. Svo er bara að sjá hvort hérna sé ekki komin vinsælasta möndlugjöf ársins. Þýðandi bókarinnar er Ragnar Jónsson en hann hefur áður þýtt tólf bækur eftir Christie. Kobbi kviðristir fundinn? Gagnrýnandi Daily Express leiðir okkur næst til Patriciu Cornwell, en hana kallar hann Agöthu Christie DNA-aldarinnar. Hvort Christie væri líkleg til þess að finna sér söguefni hjá Íslenskri erfðagreiningu skal ósagt látið en nú er komin út á íslensku Dauðrabýlið, fimmta bók Cornwell um réttarmeinafræðinginn Kay Scarpetta en um hana hefur Cornwell þegar skrifað fimmtán bæk- ur á frummálinu og því á þýðandinn Atli Magn- ússon nóg verk óunnið enn. Umrætt dauðrabýli er nokkurs konar rannsóknarstofa réttarmeinafræð- inga, en þar finnur Scarpetta óvæntar vísbend- ingar um morð á ellefu ára stúlku. Cornwell virðist vera mjög trú þeirri hugmynd að skrifa um það sem maður þekkir. Áður en hún hóf rithöfundarferilinn skrifaði hún í sex ár um glæpi fyrir Charlotte Observer, vann í líkhúsi og réttarmeinastofu og sem sjálfboðaliði hjá lögregl- unni, auk þess sem hún lék smáhlutverk í þætti um lögfræðinginn snjalla Ben Matlock. Þá er margt fleira líkt með henni og Scarpetta, báðar fæddust í Miami, eru fráskildar og áttu afskap- lega brösótt samband við látna feður sína. Þá hef- ur Cornwell skrifað bók um afar umdeilda kenn- ingu sína um að breski málarinn Walter Sickert hafi verið hinn eini sanni Kobbi kviðristir. Nafnlausi höfundurinn Myrkur vetur er fyrsta skáldsaga Andy McNab sem kemur út á íslensku, en það er Brynjar Arn- arson sem þýðir. Andy McNab er þó í raun ekki til, þetta er dulnefni fyrrverandi sérsveitarfor- ingja í breska hernum sem eðli málsins sam- kvæmt getur ekki skrifað undir nafni enda hafa ófáar hryðjuverkasveitir lagt fé til höfuðs honum, en McNab tók þátt í fyrra Persaflóastríðinu. Þá er hann eini rithöfundur Breta sem þarf að leggja bækur sínar inn til varnarmálaráðuneytisins til yfirlestrar áður en öruggt þykir að gefa þær út. Bókin Myrkur vetur fjallar um Nick Stone (en um hann hefur McNab skrifað níu sögur aðrar) sem lendir í baráttu við hryðjuverkasveitir á vegum hins eina sanna Osama bin Laden sem vitaskuld hafa ekki minni metnað en svo að þær ætla sér að gera London að eyðiborg með efnavopnahernaði – og New York og Berlín eru næstar á listanum. Hakkararnir í Svíþjóð En þótt breskir og bandarískir krimmahöfundar hafi lengi verið vinsælir hérlendis hafa íslenskir kollegar þeirra mun oftar leitað í smiðju norrænu glæpasöguhefðarinnar og þar er hinn sænski Henning Mankell einn af risunum. Hans Erlendur er Kurt Wallander en Eldveggur er áttunda bókin sem Vigfús Geirdal þýðir með ævintýrum hans. Söguþráðurinn minnir um margt á fjórðu Die Hard-myndina sem íslenskir bíógestir flykktust á í sumar – en í báðum tilfellum virðast tölvulæsir þrjótar standa á bak við algjöra ringulreið sem óneitanlega skapast þegar tölvukerfi heilla þjóða fara að haga sér undarlega. Mankell sjálfur er raunar merkilegur karakter, eyðir stórum hluta ársins í býli sínu í Mósambík – og hefur skrifað mjög skemmtilega prósa um Afr- íkulífið – og hefur nýlega stofnað útgáfuforlagið Leopard Förlag sem gefur út verk ungra höfunda frá Afríku og Svíþjóð, en auk þess hefur hann í rúma tvo áratugi starfrækt leikhús í Mósambík. Þá er hann vel giftur inn í sænsku menningarelít- una en kona hans er Eva Bergman, dóttir Ing- mars heitins. Osama bin Laden og jólabúðingurinn Vafasamur jólabúðingur, rannsóknarstofa rétt- armeinafræðinga, hryðjuverkahópar og tölvu- hakkarar koma við sögu í nýþýddum reyfurum eftir Agöthu Christie, Patriciu Cornwall, Andy McNab og Henning Mankell. Drottningin Agatha Christie fær sér tesopa í Sýrlandi á sjöunda áratugnum. Henning Mankell Semur bækurnar um Kurt Wallander, Erlend þeirra Svía.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.