Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is Þ etta er einn af þessum dög- um sem veturinn veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið og það rignir yfir okkur vori. Himinninn er grár og Hallgrímskirkja hímir á holtinu eins og niðurrignt lama- dýr. Þetta er svona dagur sem maður þakkar guði fyrir hús. Og í einu slíku í Hlíðunum, sjálfu Valshverfinu, býr Frið- rik Rafnsson þýðandi. Það er mikið lesið á þessu heimili. Lesið og þýtt. Friðrik hefur nýlokið við að þýða fyrstu skáldsögu Milans Kun- dera, Brandarann, og hefur þar með þýtt allar skáldsögur Kundera, tíu talsins. Þar með eru Íslendingar komnir í hóp þeirra þjóða sem eiga allar skáldsögur þessa vinsæla höfundar á eigin móð- urmáli. „Það er setning í Óbærilegur léttleiki tilverunnar sem hefur alltaf heillað mig: „Tilviljunin er töfrum gædd, hið fyr- irfram ákveðna ekki“,“ segir Friðrik. Hann hellir upp á kaffi. Hleypir kett- inum út. Segir frá því þegar hann stund- aði háskólanám í Aix en Provence í Suð- ur-Frakklandi og kynntist bókmenntum Kundera í kúrsi um útlagahöfunda, gjarnan frá Mið-Evrópu og Norður- Afríku, sem sest höfðu að í Frakklandi. Í Kundera fann hann skemmtilega blöndu af hugleiðingum um tilveruna, leikgleði og prakkaraskap, nokkuð sem hann hafði ekki séð í seinni tíð hjá íslenskum rithöf- undum, fyrir utan kannski Guðberg og Laxness. „Þetta var feiknarlega frískandi og skemmtileg lesning. Ég hafði áður reynt mig við að þýða Beckett og Ara- gon, aðallega vegna þess að ég skildi þá ekki. Það var gaman að glíma við þessa texta með hæfilegum skammti af orða- bókum og þrjósku.“ Kötturinn vill koma inn Fyrstu verk Kundera sem Friðrik þýddi voru smásagan Englarnir úr Bókinni um hlátur og gleymsku og Jakob og meist- arinn, leikrit sem sett var upp í Stúd- entaleikhúsinu 1984 í leikstjórn Sigurðar Pálssonar. Árið 1986 kom síðan út á ís- lensku Óbærilegur léttleiki tilverunnar í þýðingu Friðriks. Hún sló í gegn. Og svo framvegis. Milan Kundera hefur verið ís- lenskum lesendum kær æ síðan. Samstarf Friðriks og Kundera er sér- stakt. Friðrik kynntist rithöfundinum persónulega á námsárum sínum í París og var nemandi hans í háskóla þar um skeið. Fyrst hittust þeir í ársbyrjun 1984, um það leyti sem leikrit Kundera, Jakob og meistarinn var sett upp hér- lendis og skáldsagan Óbærilegur léttleiki tilverunnar kom fyrst út í París. Friðrik hefur í gegnum tíðina þýtt sumar skáld- sögur Kundera strax og þær voru til- búnar í handriti og ein bók, Óljós mörk, var frumútgefin á íslensku árið 1997. Hver bók er núllstilling Brandarann skrifar Kundera þegar Vorið í Prag stendur yfir. Það fjallar um hvernig lítill brandari á póstkorti hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar á lífshlaup ungs háskólastúdents. Kommúnistarnir voru ekkert sérlega hláturmildir þegar kom að gríni um kenningar Marx. Bjart- sýnin er ópíum fólksins, skrifar að- alpersónan Lúðvík í bréfi til ungrar stúlku og hún sýnir það félögum sínum í Kommúnistaflokknum. Þrautagangan hefst. Lúðvík er rekinn úr Flokknum. Nokkuð sem Kundera sjálfur upplifði vegna Brandarans. Kisi slappar af, liggur á gólfinu og leikur rýjamottu. „Þýðandinn þarf að núllstilla sig fyrir hverja bók sem hann byrjar að þýða, jafnvel þótt hann hafi safnað talsverðu í reynslusarpinn,“ segir Friðrik. „Það er mjög mikilvægt að nálgast hverja bók af auðmýkt og án fyrirframgefinna lausna. Lesa verkið ofan í kjölinn og leita lausna. Reyna síðan að vera í senn nákvæmur og hugkvæmur. Brandarinn er ólík síðari bókum Kundera, það er meira flæði í stílnum og meiri galsi í þessum unga Kundera. Sagan er sögð frá sjónarhóli nokkurra ólíkra persóna og því er frá- sagnarmáti og andblær misjafn eftir per- sónunum. Það var nokkuð snúið að finna málsnið og stíl sem hentaði hverri per- sónu og að því leyti er bókin mjög ólík seinni bókum höfundarins þar sem meiri samfella ríkir í tóninum. Sennilega er það helsti lærdómur minn sem þýðanda, að vera hógvær, nálgast sköpunarverk annarra af auðmýkt og virðingu.“ Tónhugsun í textanum Milan Kundera er alinn upp við mikla og góða tónlist. Faðir hans var á sínum tíma nemandi tónskáldsins Janaceks, píanisti og yfirmaður Janacek tónlistar- akademíunnar í Prag. Kundera lærði pí- anóleik af föður sínum og á sínum tíma var hann mjög að velta fyrir sér hvort hann ætti heldur að verða tónskáld eða rithöfundur. Þetta kemur glögglega fram í öllum hans bókum. Í ritgerðasöfnum sínum vísar Kundera t.d. gjarna í tónlist. Janacek, Beethoven, Bach og Stravinskí eru honum kærir. „Kundera vinnur mikið með hrynjandi og kaflaskipti; leggur mikið upp úr bygg- ingu verka sinna,“ segir Friðrik. „Hann talar um kompósisjón, um það að semja skáldsögu eins og maður semur tónverk. Þegar Óbærilegur léttleiki kom út töluðu gagnrýnendur gjarna um þessa tónlist- artengingu, jafnvel um kvartett Kundera, og vísuðu þá í aðalpersónurnar fjórar. Eins hefur Ódauðleikanum verið líkt við fúgu eftir Bach. Síðustu skáldsögurnar einkennast af stíl sem er enn hnitmiðaðri og sögurnar knappari, minna einna helst á sónötur Beethovens. Skáldsaga og tón- verk er auðvitað sitt hvor listgreinin, og merkingarkerfi orða annað en tóna. Það er því ekki hægt að yfirfæra verk hans algjörlega yfir á tónlist, en tónhugsunin mjög skýr í verkum hans og mikilvægur hluti af þeirri fagurfræði sem þau grund- vallast á.“ Kisi liggur enn. „Gefandi þolinmæðisverk“ Hlutskipti þýðenda er sérstakt, en Frið- rik kvartar ekki yfir því og finnst ánægj- an af vel unnu verki það sem mestu skiptir. „Að vera með safaríkt bók- menntaverk í höndunum og lesa ofan í kjölinn er gefandi og ánægjulegt. Að þurfa að átta sig á samhengi hlutanna, mynstri, músík og tengingum. Ef þýð- andinn heyrir ekki bergmál í tónverki höfundarins, í þessu tilfelli Kundera, sér ekki tilbrigði við stefin sem höfundurinn er að vinna með, svíkur hann textann. Þessi einkenni verka Milans Kundera gera þau kannski erfiðari viðureignar en verk margra annarra og kallar á meiri undirbúningsvinnu. Síðan er eitt að telja sig skilja verkið og annað að koma því á hliðstæðan hátt yfir til íslenskra lesenda. Þegar manni finnst það takast, þegar hlutirnir smella saman, grípur mann ein- hvers konar vellíðunartilfinning sem kannski mætti kalla endursköpunargleði. En þetta er þolinmæðisverk, gefandi þol- inmæðisverk." Kötturinn sefur enn. Það er enn vor. Bjartsýnin er ópíum fólksins, jafnt á tím- um kommúnisma og markaðshyggju. Hættum að tala upp gengi krónunnar og lesum bók. Kannski Brandarinn gæti kennt okkur sitt hvað um vorið í Reykja- vík. Góðir kommúnistar hlæja ekki að Marx Morgunblaðið/Sverrir Friðrik Rafnsson „Þýðandinn þarf að núllstilla sig fyrir hverja bók sem hann byrjar að þýða, jafn- vel þótt hann hafi safnað talsverðu í reynslusarpinn“ segir Friðrik. Friðrik Rafnsson hefur þýtt allar skáld- sögur tékknesk-franska rithöfundarins Milans Kundera á íslensku. Seinasta bókin sem hann þýddi, Brandarinn, er jafnframt fyrsta skáldsagan sem Kundera gaf út. Hér er rætt við Friðrik um glímuna við Kundera. Höfundur er rithöfundur. Verk eftir Milan Kundera Sögur Brandarinn (skáldsaga, 1967; útgefin á íslensku 2007) Hlálegar ástir (smásögur, 1968; útgefin á íslensku 2002) Lífið er annars staðar (skáldsaga, 1973; útgefin á íslensku 2005) Kveðjuvalsinn (skáldsaga, 1973; útgefin á íslensku 1992) Bókin um hlátur og gleymsku (skáldsaga, 1978; útgefin á íslensku 1993) Óbærilegur léttleiki tilverunnar (skáldsaga, 1984; útgefin á íslensku 1986) Ódauðleikinn (skáldsaga, 1990; útgefin á íslensku sama ár) Með hægð (skáldsaga, 1995; útgefin á íslensku sama ár) Óljós mörk (skáldsaga, 1997; frumútgefin á íslensku) Fáfræðin (skáldsaga, 2000; útgefin á íslensku sama ár) Leikrit Jakob og meistarinn, hylling til Denis Diderot (1981; leik- ið á íslensku 1984) Ritgerðir List skáldsögunnar (1986; útgefin á íslensku 1999) Svikin við erfðaskrárnar (1993) Tjöldin (2005, útgefin á íslensku 2006) » Síðan er eitt að telja sig skilja verkið og annað að koma því á hliðstæðan hátt yfir til íslenskra lesenda. Þegar manni finnst það takast, þegar hlutirnir smella saman, grípur mann einhvers konar vellíð- unartilfinning sem kannski mætti kalla end- ursköpunargleði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.