Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 8
Eftir Láru Magnúsardóttur larama@gmail.com Þ ótt hljótt sé orðið um nafn Jóns Guðmundssonar rit- stjóra var hans minnst þeg- ar öld var liðin frá fæðingu hans fyrir að vera sá Ís- lendingur sem hefði verið þjóð sinni til mestrar nyt- semdar „að Jóni Sigurðs- syni einum fráskildum“. Jón Guðmundsson var áberandi stjórnmálamaður á sínum tíma, einn helsti forgöngumaður þess andófsflokks sem myndaðist á þjóðfundinum 1851 og einn þeirra sem þar mótmæltu. Hann var leiðtogi lýðræðishreyfingar sem stóð að Þingvalla- fundum, fyrsti atvinnublaðamaður landsins og gegndi embætti forseta Alþingis. Jónarnir tveir voru vinir og samherjar í baráttunni fyrir heimastjórn og fullveldi Ís- lands, en þótt báðir hafi barist ævilangt fyrir sannfæringu sinni um rétt og stöðu Íslands innan danska konungsríkisins var Jón Guð- mundsson búsettur á Íslandi öfugt við nafna sinn Sigurðsson sem fór ungur alfarinn til Kaupmannahafnar. En sú vík, sem hafið milli Íslands og Danmerkur var milli þessara vina, skapaði fjársjóð fyrir eftirkomandi kynslóðir því vegna fjarlægðarinnar þurftu þeir að tal- ast við í gegnum bréfaskriftir sem hafa varð- veist að hluta. Einar Laxness sagnfræðingur hefur búið til prentunar áður óútgefin bréf Jóns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar, ásamt inngangi og skýringum. Bréfabókin ber heitið Jón Guðmundsson ritstjóri, bréf til Jóns Sigurðssonar forseta 1855-1875, og er gefin út af Þjóðskjalasafni Íslands á tveggja alda fæðingarafmæli Jóns. Vinir og pólitískir samherjar 191 bréf og orðsendingar eru til frá Jóni Guð- mundssyni til nafna hans Sigurðssonar, en 47 þeirra voru prentuð í bókinni Bréf til Jóns Sigurðssonar: Úrval. Auk tveggja uppkasta eru aðeins varðveitt sjö bréf til hins fyrr- nefnda frá þeim síðarnefnda. „Ef til vill hafa bréf brunnið hjá afkomendum Jóns Guð- mundssonar og kannski hafa þau dreifst,“ segir Einar Laxness, sem auk þess að gefa bréfin út nú skrifaði ævisögu Jóns Guð- mundssonar (1960) og annaðist útgáfu bréfa Jóns ritstjóra til Jóns forseta frá árunum 1845-1855, en það rit kom út árið 1984. „ En Jón Sigurðsson hélt sínum bréfum vel til haga og eyddi engum bréfum öðrum en frá Ingibjörgu Einarsdóttur heitkonu sinni,“ seg- ir Einar ennfremur. Því eru líklega öll bréf sem Jón Guðmundsson skrifaði nafna sínum varðveitt. Jónarnir tveir urðu samherjar í stjórn- málum en milli þeirra var einnig vináttu- samband sem hófst þegar báðir sátu á þingi árið 1845. „Bréfaskriftir byrja strax þá og standa í 30 ár. Það hlýtur að hafa verið ómet- anlegt fyrir Jón Sigurðsson að fá upplýsingar beint frá Jóni Guðmundssyni til Kaup- mannahafnar. Þá vissi hann alltaf hvað var á seyði heima. Í þau fimm skipti sem Jón Guð- mundsson dvaldi í Danmörku var hann heim- ilisvinur hjá Jóni Sigurðssyni og öfugt. Það var vináttusamband milli fjölskyldnanna og til dæmis kölluðu Kristín, dóttir Jóns Guð- mundssonar, og Jón Sigurðsson hvort annað „sinn góða vin“. Það var alltaf verið að senda kveðjur milli þeirra.“ Hver var Jón Guðmundsson? Jón Guðmundsson fæddist í Reykjavík árið 1807 en lést 1875. Hann var sonur fátækra foreldra sem áttu skammvinnt samband og Jón varð sjö ára niðursetningur á heimili Hans Peter Wilhelm Biering, verslunarstjóra í Reykjavík. Jón hlaut þar gott atlæti og nokkra menntun til fimmtán ára aldurs og lauk síðar prófi frá Bessastaðaskóla með að- stoð góðra manna. Veikindi, ef til vill berklar, munu hafa sett nokkurt strik í reikninginn, en hann var síðan haltur og gekk við hækju. Árið 1852 tók hann „kúskeksamen“, en það var próf í dönskum lögum. Kona hans var Hólmfríður Þorvaldsdóttir. Þau áttust árið 1836 og eignuðust þrjú börn. Jón starfaði síðan hjá land- og bæjarfóg- etanum í Reykjavík og varð umboðsmaður jarða Kirkjubæjarklausturs og konungsjarða í Vestur-Skaftafellssýslu frá 1837. Þar hóf hann stjórnmálaferil sinn. Hann var alþing- ismaður Skaftfellinga á hinu nýendurreista ráðgjafarþingi Alþingis 1845 en Vestur- Skaftfellinga eftir að sýslunni var skipt, frá 1858-1869. Hann var oft varaforseti Alþingis frá árinu 1855 og forseti 1859 – og felldi þá Jón Sigurðsson vegna fjárkláðamálsins, sem annars var jafnan forseti Alþingis þegar hann sat þing frá 1849 til æviloka. Lýðræðissinninn Stjórnmál voru með líflegra móti á tímum Jóns Guðmundssonar, því þegar konungur af- salaði sér einveldi árið 1848 þurfti að koma á nýrri stjórnskipan í danska ríkinu og meðal annars að skilgreina stöðu Íslands innan þess. Jón Sigurðsson mótaði stefnu Íslend- inga í því máli með ritgerð sem hann birti í Nýjum félagsritum sama ár. Í stefnunni fólst að Íslendingar ættu að semja beint við kon- ung um stöðu sína í danska ríkinu en ekki við þjóðþing Dana og það ætti að gera óháð stjórnlögum Danmerkur. Hart var tekist á um þetta mál, en styrinn stóð um það hvort Ísland yrði samt í danska ríkinu eins og hug- ur stjórnvalda stóð til, eða fengi innlenda landstjórn, eigið löggjafarþing og fjárforræði eins og fólst í stefnu Jóns Sigurðssonar. Árið 1848 átti Jón Guðmundsson frum- kvæði að því að haldinn var almennur fundur á Þingvöllum, þar sem samin var bænaskrá til konungs um stjórnskipunarmálið. Farið var fram á að Íslendingar fengju eigið þjóð- þing eins og Danir og kysu fulltrúa eftir frjálsum kosningalögum til að sinna eigin málum. Ennfremur var lögð fram tillaga sem gerði ráð fyrir að sérstök samkoma Íslend- inga, þjóðfundur, gerði tillögur um framtíð- arskipan mála. Konungur féllst á að staða Íslands yrði ekki ákveðin fyrr en eftir að Íslendingar hefðu látið álit sitt í ljós á þingi innanlands, en útnefndi Jón og fjóra aðra sem fulltrúa Ís- lands á stjórnlagaþingi ríkisins um veturinn. Þeir gættu þess að engar ákvarðanir væru teknar um málefni Íslendinga, en á þinginu var samþykkt stjórnarskrá fyrir danska ríkið, Grundloven. Þingvallafundurinn 1848 vakti upp hreyf- ingu í lýðræðisátt meðal landsmanna, þar sem Jón Guðmundsson fór fremstur og hélt meðal annars á lofti kröfu um að kosninga- réttur yrði rýmkaður. Hann var þeirrar skoð- unar að fleiri ættu að tjá sig um stjórnmál en þeir fáu eignamenn sem höfðu kosningarétt. Atvinnubann Á þjóðfundinum 1851 var Jón Guðmundsson einn forystumanna þeirra sem tóku eindregna afstöðu gegn frumvarpi dönsku stjórnarinnar og fóru fram á að nýtt frumvarp yrði lagt fram, á grundvelli þeirrar stefnu sem Jón Sigurðsson mótaði. Eftir harðar deilur sleit Trampe greifi fundinum, en hann var fulltrúi konungs. Það var þá sem Jón Sigurðsson og flestir aðrir fundarmenn mótmæltu, eins og frægt hefur orðið. Trampe greifi taldi Jón Guðmundsson einn „skaðvænasta“ andstæðing stjórnarinnar og fljótlega var honum vikið úr embætti sýslu- manns Skaftafellssýslu og bannað var til frambúðar að veita honum opinbert embætti. „Það sem yfirvöld höfðu á hann var að hann fór til Kaupmannahafnar í leyfisleysi eftir þjóðfundinn 1851, þótt hann hefði tilnefnt mann fyrir sig,“ segir Einar. „Eftir þetta sótti Jón ítrekað um störf og reyndi að fá sýslumannsembætti eins og hann var mennt- aður til. Hann bað Jón Sigurðsson að hjálpa sér að fá embætti póstmeistara, en Jón Sig- urðsson gaf lítið fyrir póstmeistaradæmið og sagði að staður Jóns Guðmundssonar væri í stjórn Íslands. Menn höfðu stórar en óraun- sæjar hugmyndir um það sem gæti gerst.“ Fjölmiðlavald Á Þingvallafundi sumarið 1852 var hinum at- vinnulausa Jóni Guðmundssyni falið að taka við ritstjórn blaðsins Þjóðólfs og gegndi hann því starfi í 22 ár. Það varð málgagn stjórn- arandstöðunnar og eins og Jón lýsti því; Skuggi þjóðhetjunna Einar Laxness „Ég fékk ungur áhuga á sögu. Þá dettur manni í hug kennslubók í Íslandssögu eftir J þjóðernishyggju og stælti okkur til hrifningar á dáðum forfeðranna og leiddi okkur inn í heim Íslend Jón Guðmundsson ritstjóri átti í umfangsmiklum bréfasamskiptum við Jón Sigurðsson forseta. Bréf hans hafa nú verið birt á einni bók; Jón Guðmundsson ritstjóri, bréf til Jóns Sigurðssonar forseta 1855-1875, en útgáfuna annaðist Einar Laxness sagnfræðingur. Blaðamaður kynnti sér Jón Guðmundsson, en í dag eru 200 ár liðin frá fæðingu hans, og talaði við Einar Laxness. 8 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.