Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 12
Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson hannesgi@rhi.hi.is G uðni Elísson upplýsti les- endur Morgunblaðsins drýgindalegur um það hér 10. nóvember síðastliðinn, að hann væri sérfræð- ingur í orðræðugreiningu. Nokkrum vikum áður hafði hann hreykt sér af því, að hann hefði nánast alla valdhafa heimsins og vísindamenn á bak við sig um þá kenningu, að bráð vá væri af hlýnun jarðar af mannavöld- um. Það er ekki heiglum hent að ræða við slík ofurmenni. Ég hef birt hér tvær greinar um málið, en ætla samt að reyna enn einu sinni, enda er fleira fróðlegt í síðasta framlagi orð- ræðusérfræðingsins en hann kemur ef til vill sjálfur auga á. Svör Guðna Í fyrri skrifum taldi Guðni sér nægja að stimpla mig í stað þess að svara ábendingum: Ég væri „málpípa ráðandi afla“, sem var einkennilegt, því að í sömu andrá sagðist Guðni hafa nær alla valdsmenn jarðar í liði sínu; ég ætti sálufélag við hægri sinnaða lýðveldissinna (repúblikana) bandaríska og launaða talsmenn þeirra, eins og það skipti einhverju máli um sanngildi ábend- inga minna. Nú sér Guðni sitt óvænna og reynir að svara mér efnislega um nokkur atriði. Það er lofsvert. Skoðum málið. – Ég hafði haldið því fram, að skóglendi hefði ekki minnkað síðustu hálfa öld. Guðni spyr um heimild. Hún er bók Björns Lomborgs, Hið sanna ástand heimsins. Þar segir hann, að skóg- lendi heims hafi 1950-1994 aukist um 0,85%. Heimildir Lomborgs voru skýrslur F. A. O., Landbúnaðar- og matvælastofnunar sameinuðu þjóðanna. Guðni nefnir, að regnskógar séu að minnka. Hann tekur ekki nytjaskóga með í reikninginn. Það er hins vegar rétt og liggur í hlutarins eðli, að skóglendi hefur minnkað frek- ar en aukist í heiminum, frá því að sögur hófust. Sérfræðingar þræta líka um skilgreiningar á skóglendi. – Ég hafði rifjað upp þá fullyrðingu nokkurra vísindamanna frá því um 1980, að ný ísöld væri að ganga í garð, enda hafði heldur kólnað á jörð- inni árin 1945-1980. Guðni svarar, að ísald- arkenningin hafi ekki verið viðtekin í sama mæli og kenningin um bráða vá vegna hlýnunar af mannavöldum. Það er rétt, enda var ábendingu minni aðallega ætlað að sýna, að vísindamenn eru skeikulir. – Ég hafði haft fyrir satt, að á suðurhveli sé að kólna, þótt á norðurhveli sé að hlýna. Guðni svarar, að landmassi sé miklu meiri á norð- urhveli, svo að áhrifa af losun gróðurhúsa- lofttegunda gæti þar frekar, og hafstraumar hiti auk þess ekki upp Suðurskautslandið. Ef- laust er eitthvað til í þessu, enda var ábending mín aðeins um það, hversu hæpið er að alhæfa um flókin ferli (sem Guðni viðurkennir raunar líka af þessu tilefni). – Ég hafði furðað mig á því, hversu lítið er gert úr því, að ekki hefur hlýnað í Bandaríkj- unum frá 1998. Hlýjasta ár 20. aldar reyndist þar vera 1934, en 1998 var hið næsthlýjasta. Þetta merkir, að öll árin eftir 1998 hafa mælst þar kaldari. Guðni segir, að þessi mæling eigi aðeins við Bandaríkin. En ég tók það einmitt fram í fyrri grein minni um málið, þótt ég stytti mál mitt í upprifjun á röksemdum mínum í seinni greininni. Þetta var yfirsjón mín: Ég hefði mátt vita, að orðræðusérfræðingurinn veitti þessu ekki athygli úr fyrri grein minni, svo að ég hefði átt að endurtaka það í hinni seinni. – Ég hafði bent á fyrri loftslagsbreytingar, hlýnun og kólnun á víxl. Guðni viðurkennir, að þær breytingar hafi ekki verið af mannavöldum. En leita þurfi að minnsta kosti 1200 ár aftur í Afhjúpun Guðna Elís „Guðni ætlaði að afhjúpa mig, en afhjúpaði í raun sjálfan sig,“ segir Hannes Hólmsteinn í svari sínu við Guðna Elíssyni en þeir hafa deilt á síðum Lesbókar um hlýnun loftslags og viðbrögð við henni. Í þessari grein segir Hannes að Guðni sé bara enn einn síðskeggjaði spámaðurinn úr Gamla testamentinu. 12 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.