Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 15
Nýlistasafnið NÝLISTASAFNIÐ hefur verið tekið yfir og birtist í nýjum búningi á sýningu Olgu Bergmann og Valgerðar Guðlaugsdóttur, undir heitinu Stofnun um almannaheill. Olga Bergmann hefur um árabil unnið með hliðarsjálfið Dr. B, sem er vísindamaður og með frumlega rannsóknarstofu. Valgerður hefur m.a. sýnt verk sem vinna með form snyrtistofu og jafnan unnið á samfélags- legum nótum. Það hentar þeim vel að stilla saman strengi sína og ganga alla leið með sýningu sem skapar nýjan raunveruleika af húmor og íróníu. Slík vinnubrögð eru ekki ný af nálinni, nefna má „listasafn“ Marcels Broodthaers sem var umgjörð listar hans fyrir um fjór- um áratugum. Annar Belgi, Guillaume Bijl, skapaði raunsæjar eftirlíkingar af t.d. mat- vöruverslunum og fataverslunum. Þorvald- ur Þorsteinsson hefur fetað svipaðar slóðir í verkum sínum. Á þeim tíma voru lista- menn þó meira uppteknir af því í hvaða samhengi listin var og af því að birta og af- hjúpa starfsemi og innviði stofnana. Nú hefur fókusinn færst yfir á lífið sjálft um leið og myndlistin tengist í auknum mæli sviðslistum og tónlist. Í kjölfarið má sjá umbreytingu á hlutverki og eðli listsýn- ingarstaða sem í auknum mæli þjóna sam- runa listgreina og umræðu um listir. Sýn- ing þeirra Olgu og Valgerðar er að hluta á þessum nótum þó að umræðan fari að mestu fram í huga áhorfenda. Listaverkin hafa yfirbragð hefðbundinnar fagurfræði ólíkt þeirri samfélagslega tengdu list sem stunduð er í dag – en einmitt þess vegna nær sýning þeirra á köflum að skapa áhrifaríka sjónræna upplifun. Ekki síst eru það rannsóknarstofan og ættfræðihlutinn sem eru heillandi á dálitið 19. aldar máta þar sem flöktandi birta og ljóðrænt and- rúmsloft svífur yfir vötnum. Einna síst gengur upp stóra rýmið baka til en þar rík- ir ekki sú spenna milli raunveruleika og listar sem finna má í hinum deildunum. Í heildina er hér um áhugaverða tilraun að ræða sem gengur upp að mörgu leyti en líður aðeins fyrir kunnugleika í hug- myndafræði og herslumuninn vantar á þá gagnvirkni sem gefin er í skyn. Metn- aðarfull sýning engu að síður og vekur til umhugsunar, er auk þess þrælskemmtileg heim að sækja. Listin og sjálfshjálp samtímans MYNDLIST Morgunblaðið/Eggert Þrælskemmtileg „Metnaðarfull sýning engu að síður og vekur til umhugsunar, er auk þess þrælskemmtileg heim að sækja.“ Ragna Sigurðardóttir Til 23. des. Opið mið. til sun. frá kl. 12–17. Að- gangur ókeypis. Stofnun um almannaheill, Olga Bergmann og Val- gerður Guðlaugsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 15 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þorvaldur Mælir með Big Fish eftir Tim Burton sem hann segir bráðnauðsynlegt móteitur í heimi þar sem ex- cel-kynslóðin ræður ríkjum. Gláparinn Ég var enn einu sinni aðhorfa á myndina Big Fish í leikstjórn Tims Bur- tons. Handrit Johns August, sem hefur verið helsti skrifari töframannsins undanfarin ár, er fallega ofið og æv- intýralega sniðið – svolítið eins og tíu ára gamall sam- kvæmiskjóll með kryppu og útskotum frá Comme des Garsons. Í höndum Burtons verður útkoman samfelld ást- arjátning til sagnagleði og sköpunar um leið og hún gef- ur undarlega raunsanna mynd af því hvernig veruleik- inn er byggður úr sögunum sem við segjum, heyrum og endursegjum í samspili við gjörðir okkar og framkomu hvort við annað. Þegar upp er staðið er engin leið að greina hvar ævintýr- inu sleppir og hinn svokallaði raunveruleiki byrjar, enda álíka marklaus iðja og að skil- greina kærleikann, Guð og ástina. Sagnamennska Burtons og félaga er bráðnauðsynlegt móteitur í heimi þar sem ex- cel-kynslóðin ræður ríkjum; afgreiðir sköpunarkraftinn sem skreyti en fær standpínu yfir orðum eins og „þarfa- greining“, „breytinga- stjórnun“ og „ávöxt- unarkrafa“. Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur. Lesarinn Ég get nú ekki mælt með síðustu bók semég las, en það var skáldsagan La sangre de los inocentes, eða Blóð hinna saklausu, eft- ir Juliu Navarro. Sú bók fjallar um ófrið og ofsóknir milli ólíkra trúarhópa allt frá miðöld- um og fram á okkar daga, og er að mörgu leyti afar áhugaverð en allt of niðurdrepandi nú í skammdeginu. Ég las hana í glampandi sól á Spáni og varð samt niðurdregin. Í stað- inn langar mig að mæla með bókinni Fljót- andi heimur eftir Sölva Björn Sigurðsson. Hana las ég fyrst sem prófarkalesari en gat ekki beðið eftir að hún kæmi út á bók svo ég gæti notið hennar í makindum uppi í rúmi. Hún fjallar um bókmenntafræðinemann Tómas sem kynnist dularfullu sokkabuxna- módeli sem síðan hverfur og hann fer að leita hennar. Í þeirri leit flettir hann bæði ofan af drungalegri fortíð hennar og lendir inni í yf- irnáttúrlegum bókmenntaheimi þegar hann leigir undirmeðvitund rithöfundarins Haruki Murakami. Þetta er ástarsaga og spennu- saga, uppfull af bæði bókmenntalegum og heimspekilegum vangaveltum, og algjör gull- moli. Embla Ýr Bárudóttir rithöfundur. Morgunblaðið/Eggert Embla Ýr Mælir með bók sem hún las fyrst sem prófarkalesari en gat ekki beðið eftir að hún kæmi út á bók svo ég gæti notið hennar í makindum uppi í rúmi. EIN af óvenjulegri útgáfum síðasta árs var flutningur Einars Jóhannessonar klarínettuleikara á hug- leiðsluverki Atla Heimis Sveinssonar, sem innblásið er af 24. Davíðssálmi. Verkið, sem er rúmar 74 mínútur, fer mjög hægt af stað með afar hljóðlegum djúpum nót- um með litlum hreyfingum og miklum endurtekningum. Smám saman byggist styrkurinn upp og fer að móta fyrir fleiri stefjum og hendingum, tónbilin stækka og raddsvið klarínettsins opnast upp, allt upp í hæstu hæð- ir, þar sem tónarnir verða eins og skerandi óp eða ákall. Svo taka djúpu nóturnar aftur yfir en háar nótur hvella við inn á milli eins og frammíköll, líkt og skæra tónsviðið sé að minna á sig. Eins konar málamiðlun næst þegar tónninn klofnar í fjölhljóma sem skiptast á við stef með stórum tónbilum líkt og samtal þar sem háa tónsviðið nær aftur yfirhöndinni. Dæmið snýst aftur við og þá hljóma ögn hraðari stef og syngjandi hreyfingar sem spanna frá djúpa sviðinu upp á miðjutónsviðið. Þegar nær dregur enda verksins hægist á hreyfingunum og ólíkir litir verksins hljóma á víxl. Tvö ný klarínett bæt- ast við og stækka litrófið, meðal annars með samhljóma hálfnótum sem koma hreyfingu á tíðnirnar og diffra á efra sviðinu. Verkið endar á sama hátt og það byrjaði með djúpum hljóðum nótum sem hverfa svo loks undir yfirborðið. Flutningur Einars er mjög fallegur og inn- blásinn og virðist hann ná góðu sambandi við tónsmíð- ina, sem krefst bæði yfirvegunar og úthalds. Hljóð- umhverfi Kristskirkju setur svip sinn á verkið. Bæði njóta yfirtónarnir sín mjög vel og bergmálandi um- gangshljóð og stöku brak í bekkjunum hafa sitt að segja með að festa hugann á stað kyrrðar og tilbeiðslu. Það krefst einnig þó nokkurrar einbeitingar að hlusta á verkið í gegn, svo hugleiðsluverk er svo sannarlega rétt- nefni yfir gerð þess. Hvort tilgangi verksins „að vekja trúarkennd í brjóstum okkar og gera okkur móttæki- legri fyrir guðdómnum“ sé náð, er svo undir hlustand- anum komið. Í mínu tilfelli heppnaðist það ágætlega. Seilst í átt að guðdómnum TÓNLIST Geisladiskur Flutningur: Einar Jóhannesson, klarínett. Hljóðritað í Krists- kirkju í Reykjavík. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Hljóð- meistari: Hreinn Valdimarsson. Stafræn úrvinnsla: Páll Sveinn Guðmundsson. Smekkleysa 2006. Einar Jóhannesson – Þér hlið, lyftið höfðum yðar / 24. Davíðs- sálmur, Hugleiðsluverk fyrir klarínett eftir Atla Heimi Sveinsson b b b k k Ólöf Helga Einarsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.