Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Það var fyrir löngu orðið tíma-bært að hin eina sanna sál- ardrottning samtímans, Erykah Badu, sem er ósnertanleg í sval- heitum, snaraði út nýrri plötu. Fjórða breiðskífa hennar kemur út í lok febrúar á næsta ári undir merkjum Univer- sal Motown og hefur hlotið heit- ið Nu AmEry- kah, en vinnu- heiti plötunnar var á tímabili Kabbah. Badu lék efni af plöt- unni fyrir valinn hóp aðdáenda í Electric Lady- hljóðverinu í New York í síðustu viku. Badu sagði við það tækifæri að hún væri að takast á við breytta tíma í samfélaginu á plötunni. „Ég er að mæla fyrir munn kyn- þáttar míns og jarðarinnar,“ sagði hún. „Útgáfan fær eflaust sína pen- inga út úr þessari plötu og þeir hafa í staðinn gefið mér tíma til að klára þetta.“ Síðasta plata Badu, Worldwide Underground, kom út 2003. Hún hefur verið kölluð EP-plata eða stuttskífa þótt hún sé tíu laga. Sú skilgreining vísar meira í þann hátt sem hafður var á við upptökurnar, en allt ferlið tók frekar fljótt af og plötunni var lætt út án alls lúðra- blásturs. Badu viðurkennir að hún hafi líka verið upptekin við annað, enda nýorðin móðir. Nu AmErykah verður átján laga og dreifist á tvær plötur sem verða seldar sér, sam- kvæmt fréttum Billboard. Und- arlegt ef satt reynist.    Margir voru ekki par hrifnir afsíðustu plötu Outkast, Idle- wild (2006), sem var gefin út sam- hliða kvikmynd með sama heiti, og tónlistin dró nokkurn dám af tónlist fjórða áratugarins. Talað var um að þeir Outkast-félagar, Big Boi og Andre 3000, væru komnir með mik- ilmennskubrjálæði í kjölfar Spea- kerboxxx/The Love Below (2003) og héldu að þeir kæmust upp með hvað sem er. Speakerboxxx/The Love Below sló í gegn er hún kom út, þá sérstaklega síðari platan sem var runnin undan rifjum Andre 3000 en þar sleppti hann svo gott sem öllu rappi og söng sig í gegn- um ómótstæðileg, Prince-skotin popplög eins og hann hefði aldrei gert annað. Æ síðan Idlewild kom út hefur verið hvíslað um að sveitin sé að leggja upp laupana. Nýleg frétt um að Big Boi sé að fara að gefa út sólóplötu verður líkast til ekki til að slá á þann orðróm en hann sjálfur þvertekur reyndar fyrir að slíkt standi til og segir að ný Outkast- plata sé einnig í spilunum. Outkast- platan gengur undir nafninu 10 The Hard Way og slúðrað hefur verið um hana í um tvö ár núna. Sóló- plötuna, sem gengur undir nafninu Sir Luscious Left Foot, er hins vegar áætlað að gefa út snemma á næsta ári og fyrsta lagið fer í loftið um áramótin. Lítið er að frétta af tónlistarstússi André, sem er mikið að sýsla í kvikmyndum um þessar mundir, en hann þvertekur, líkt og félagi hans, fyrir að hið góða sam- starf þeirra sé að líða undir lok. TÓNLIST Erica Badu Outcast Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Íbítið þann 19. mars 1982 hlekktist Beech-craft Bonanza-flugvél á í glæfraflugi í Lees-burg í Flórída, með þeim afleiðingum að húnrakst á rútubifreið og brotlenti á framhlið höfðingjaseturs nokkurs. Þrennt var um borð og létust þau samstundis, rútubílstjórinn Andrew Ay- cock, sem flaug vélinni, hárgreiðslukonan Rachel Youngblood og gítarleikarinn Randy Rhoads. Rhoads heyrði til hljómsveit Ozzy Osbournes sem var á tónleikaferðalagi og hafði áð næturlangt við téð setur sem var í eigu Jerrys Calhouns, eig- anda rútubifreiðastöðvarinnar sem Aycock starfaði hjá. Hugmyndin með fluginu var að hræða aðra meðlimi og starfsmenn hljómsveitarinnar, sem sváfu værum blundi í rútunni. Engan þeirra sakaði við áreksturinn. Randy Rhoads, sem var aðeins 25 ára, var rokk- elsku fólki harmdauði, ekki síst Osbourne sjálfum sem hafði mikið dálæti á samstarfsmanni sínum. „Það var eins og almættið hefði komið inn í líf mitt,“ sagði hann löngu síðar um kynni sín af hinum göldrótta gítarleikara. Ozzy hafði sökkt sér í fen þunglyndis og fíkniefna eftir viðskilnaðinn við Black Sabbath seint á átt- unda áratugnum og ljóst var að kraftaverk þurfti til að fá hann aftur að hljóðnemanum. Rhoads var það kraftaverk. Árið 1979 kom hann í áheyrnarprufu fyrir nýja hljómsveit sem Ozzy hugðist setja saman fyrir sína fyrstu einherjaplötu og var ráðinn á staðnum. „Þetta var stórfurðulegt. Ég stillti bara gítarinn og lék nokkur stef og hann sagði: „Þú færð giggið“. Þetta kom mér í opna skjöldu því hann hafði varla heyrt mig leika,“ rifjaði Rhoads upp síð- ar. En hann lét ekki segja sér það tvisvar og sagði skilið við sína gömlu sveit, Quiet Riot, sem hann stofnaði á sínum tíma. Já, Ozzy hafði heyrt nóg. Skyldi engan undra. Rhoads var tækniundur, framsækinn rokkgít- arleikari undir þungum áhrifum frá klassískri tón- list. Honum voru allir vegir færir. Ozzy beið heldur ekki boðanna, heldur dreif Rhoads í hljóðverið. Afraksturinn var platan Blizz- ard of Ozz sem kom út í Bretlandi í september 1980 og í Bandaríkjunum í janúar 1981. Blizzard of Ozz féll í frjóa jörð og er enn þann dag í dag söluhæsta plata Ozzys, hefur selst í meira en fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum ein- um og sér. Á henni er að finna frægasta lagið frá einherjaferli kappans, Crazy Train, sem síðar átti eftir að verða upphafslagið í veruleikaþættinum um Ozzy og hans nánasta kyn á MTV-sjónvarpsstöð- inni – í silkimjúkri sveifluútsetningu. Á plötunni eru líka lög á borð við I Don’t Know, Goodbye to Romance, No Bone Movies og Mr Crowley, að ekki sé talað um hið umdeilda Suicide Solution. Ýmsum þótti Ozzy þar hvetja til sjálfsvíga og náði sú umræða hámarki fyrir dómstólum þegar foreldrar fjórtán ára drengs, John McCollum að nafni, stefndu söngvaranum og útgáfufélagi hans, CBS Records, í kjölfar þess að McCollum svipti sig lífi meðan hann var að hlusta á tónlist Ozzys árið 1984. Fyrir dómi fullyrti Ozzy að texti lagsins fjallaði um ótímabært fráfall Bons Scotts, söngvara AC/ DC, skömmu áður en Blizzard of Ozz kom út. Bob Daisley, bassaleikari í sveit Ozzys, hafnaði hins vegar þessari skýringu og kvaðst sjálfur hafa samið textann um misnotkun Ozzys sjálfs á áfengi og fíkniefnum. Kæru McCollum-hjónanna var vísað frá með þeim rökum að stjórnarskrá Bandaríkjanna verði frelsi til listrænnar tjáningar. Með Randy Rhoads sér við hlið fór Ozzy Osbour- ne á flug og önnur breiðskífa, Diary of a Madman, leit dagsins ljós í nóvember 1981. Hana voru þeir að kynna þegar Rhoads týndi lífi. Fimm árum eftir andlát Rhoads sendi Ozzy svo frá sér minningar- skífuna Tribute, sem hljóðrituð var á tónleikum ár- ið 1981. Þar má glöggt heyra hvílíkur yfirburða- maður Rhoads var á hljóðfæri sitt. Það er engin tilviljun að fjölmargir rokkgítarleikarar hafa nefnt hann sem einn af sínum helstu áhrifavöldum, þeirra á meðal Zakk Wylde, Dweezil Zappa, Dan Spitz, Tony MacAlpine, Jake E. Lee og Yngwie Malm- steen. Enginn veit hvaða brautir Randy Rhoads hefði fetað hefði honum orðið fleiri lífdaga auðið. Raunar hefur Ozzy upplýst að hann hefði að líkindum ekki enst lengi í hljómsveit sinni en Rhoads hafði lýst vilja sínum til að mennta sig betur í klassískum gít- arleik. Aðrir segja óhugsandi að hann hefði sagt endanlega skilið við rokkið. En allt eru þetta vanga- veltur. Rhoads var hrifinn burt í blóma lífsins og við verðum að gera okkur ylinn af minningunni að góðu – og óborganlegar upptökur. Galdrakarlinn hans Oz POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com H ELSTI keppinautur Kylie í gegnum tíðina um poppdívukr- únuna, a.m.k. hin síðustu ár, hefur verið Madonna. Aðkoma þeirra að bransanum er þó gjör- ólík, Madonna var kyntákn frá og með fyrstu smáskífu á meðan Kylie byrjaði sinn feril sem vinalega, sakleysislega stúlkan í næsta húsi í sjónvarpsþáttaröðinni Neighbours. Ferill Minogue hefur verið æði skrykkjóttur, líkt og hjá stöllu hennar, og hafa hin ýmsu blæbrigði markaðspoppsins flotið um misvel heppnaðar plötur hennar. Hún byrjaði ferilinn með sykur- sætu unglingapoppi, á tíma var hún að reyna fyrir sér sem nokkurs konar gáfumannapoppari og sportaði spekingslegum gleraugum á umslaginu til að undirstrika það áður en hún umturnaði sér í ofurþokkafulla danspoppdívu og á því hefur verið keyrt undanfarin ár. Þróun Sú þróun hefst raunverulega árið 1997 er platan Impossible Princess kemur út (hún kom út í Jap- an í október það ár en ekki fyrr en í mars 1998 í Bretlandi). Umslagið er vísindaskáldsögulegt og Kylie líkt og dularfullur poppsendiboði utan úr geimi. Þið takið eftir því hversu mikilvægur þátt- ur ímyndarvinna er í öllum hennar ferli; eins og reyndar hjá öðrum sambærilegum ofurstjörnum. Hvernig stjörnunni er stillt upp í tengslum við út- gáfurnar – að maður tali ekki um í meðfylgjandi tónleikaferðalagi – hefur afskaplega mikið að segja um það hvernig henni á eftir að farnast. Impossible Princess rann reyndar rækilega á rassinn sölulega séð og starfsfólk Minogue þurfti að fara enn og aftur að teikniborðinu. Tveimur ár- um síðar var Light Years snarað út og umbreyt- ing Minogue yfir í ósnertanlega dívu orðin alger (þetta ferli minnir dálítið á Elísabetu I Bretlands- drottningu og umbreytingu hennar í Jómfrúar- drottninguna. Þetta var ekki lengur stelpan í næsta húsi í öllu falli). Sú plata gekk öllu betur en forverinn en staða hennar sem poppprinsessa var innsigluð með glans ári síðar þegar platan Fever kom út, frábær skífa sem dró inn hlustendur sem höfðu hingað til ekki tekið Minogue sérstaklega alvarlega sem tónlistarmann. Spaðaásinn var hið frábæra „Can’t Get You Out Of My Head“, mini- malískt teknópopp sem var svo grípandi að titill- inn var í sjálfu sér lýsing á áhrifum lagsins. Það er eins og höfundarnir hafi vitað upp á hár hvað þeir voru að gera og hafi nefnt lagið svo í einskonar póstmódernískum hroka. Tveimur árum síðar var það svo platan Body Language og olli hún vonbrigðum. Umslagið felur í sér tilvísun í Brigitte Bardot (ímyndin, þið skilj- ið) en almennur slappleiki einkennir innihaldið. Fyrsta smáskífan, hið ágæta „Slow“, gekk ekki sem skyldi en einn höfunda er okkar eina og sanna Emilíana Torrini. Áfall Minogue var stödd í Melbourne, fæðingarstað sín- um, þegar hún fékk þær fréttir að hún væri með brjóstakrabbamein. Túrnum sem hún var á var þegar aflýst. Minogue fór í viðeigandi með- ferð og samhliða því þurfti að halda aðgangs- hörðum snápum frá. Það er lýsandi fyrir stöðu söngkonunnar í heimalandinu að forsætisráð- herrann, John Howard, lýsti yfir opinberum stuðningi við hana í sjúkdómsbaráttunni. Um mitt ár 2006 var Minogue búin að endurheimta fyrri styrk og ilmvatn og barnabók var á meðal þess sem hinn upprisna stjarna læddi þá frá sér. Hún sneri aftur á svið um haustið og var þá byrjuð að vinna að næstu plötu, X, sem var hvatinn að þessum greinarskrifum. Plötunni verður fylgt eftir með hljómleikaferðalagi um Evrópu, KYLIEX2008, næsta sumar og seldist upp á alla Bretlandstónleikana á hálftíma. Staða hennar virðist því sæmilega trygg. En talandi um ímyndina, í janúar á þessu ári var Minogue steypt í vax í fjórða skipti af Madame Tussaud-safninu í London, en aðeins Elísabet II hefur verið hanteruð oftar á þann hátt. Þetta færir pælinguna um ósnertanlega, óraunverulega poppdívu upp á annað stig, eins og sagt er. Heimt úr helju Kylie Minogue sneri aftur á leiksvið poppsins með plötunni X í endaðan nóvember en barátta hennar við brjóstakrabbamein hefur haldið henni á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Ástralska ofurgyðjan hefur á síðustu árum náð að höfða jafnt til froðusnakkara sem vilja sitt einfalda, framleidda popp um leið og fram- sæknir, djúpt þenkjandi dægurlagagrúskarar hafa fengið sitt hvað fyrir sinn snúð. Það er spurning hvað gerist nú en X er óræður titill og vísar kannski í að ólíkir hópar eigi að geta sam- einast um hreint og klárt poppið. Minogue Ný plata hennar X er komin út en henni verður fylgt eftir með hljómleikaferðalagi um Evr- ópu, KYLIEX2008, næsta sumar og seldist upp á alla Bretlandstónleikana á hálftíma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.