Morgunblaðið - 17.01.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.01.2007, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag íþróttir Rífast um markið hjá Maradona á HM 1986 >> 4 HJÓLIÐ HEILLAR EKKI JÓHANNES HARÐARSON LEIKMAÐUR START HEFUR ENN EKKI NÁÐ SÉR AF MEIÐSLUM EFTIR TÆPT ÁR >> 4 Þetta fyrirkomulag er algjörlega út í hött, ég hef bara aldrei séð aðra eins vitleysu og skil ekki í mönnum að bjóða upp það,“ segir Boldsen í sam- tali Nordjyske. „Álagið á leikmenn er alltof mikið. Reynið að bjóða knatt- spyrnumönnum á heimsmeistaramóti að leika tíu kappleiki á sextán dögum. Ég er ansi hræddur um að enginn knattspyrnumaður myndi samþykkja það, þeir myndu hreinlega neita að leika upp á þessi býti,“ segir Boldsen. „Því miður er þessi vitlausa leikja- áætlun staðreynd á heimsmeistara- móti og ekki er hægt að segja að Evr- ópumót landsliða sé betur skipulagt. Engu máli skiptir í hversu góðu lík- amlegu formi maður mætir til leiks á jafn fáránlega skipulagt mót og þetta þar sem ætlast er til þess að maður leiki tíu leiki á 16 dög- um. Leikmenn munu koma eins og undnar tuskur til síns heima að mótinu loknu. Þetta ofurmannlega álag mun mest bitna á félagsliðunum sem borga okkur launin. Það tekur langan tíma að jafna sig eftir svona keppni og það mun koma niður á framgöngu okk- ar með félagsliðunum,“ segir Boldsen sem býr sig nú undir heimsmeistaramótið ásamt fé- lögum sínum í danska lands- liðinu. Boldsen segir að ekki veiti af því að lengja úrslitakeppni HM og EM um viku, hið minnsta, eða þá að fækka lið- um og leikjum. Leikjafyrir- komulag HM er fáránlegt JOACHIM Boldsen, einn fremsti og eikreyndasti leikmaður danska andsliðsins í handknattleik, segir að það sé ekki heil brú í leikjaskipu- agi heimsmeistaramótsins í hand- knattleik sem hefst í Þýskalandi á östudag. Mótið sé alltof stutt og álagið á leikmenn muni keyra úr öllu hófi. Þau lið sem komst í átta iða úrslit leika 10 leiki á 16 dögum. Tíu landsleikir á 16 dögum Átök Sigfús Sigurðsson tekur Joachim Boldsen ekki neinum vettlingatökum. Eftir Guðmund Hilmarsson ummih@mbl.is FORRÁÐAMENN sænska knattspyrnuliðsins GAIS í Gautaborg hafa sett sig í amband við Fylkismenn með það fyrir augum að kaupa miðvallarleikmanninn Eyjólf Héðinsson. Hörður Antonsson formaður meist- araflokksráðs Fylkis sagði í amtali við Morgunblaðið að viðræður við GAIS um hugs- anleg kaup væru á byrjunarstigi. Eyjólfur er 22 ára og er einn af lyk- ilmönnum Árbæjar- liðsins en hann lék alla 18 leiki liðsins í Landsbankadeild- inni á síðustu leik- tíð. Hann er samn- ingsbundinn Fylki til loka árs 2008. Tveir útlendingar hafa ver- ið til reynslu hjá Fylkis- mönnum síðustu daga, Sasa Braneza, þrítugur framherji frá Króatíu, og Mads Beierholm, 22 ára miðjumaður frá Dan- mörku. Hörður Ant- onsson sagði við Morgunblaðið að ekki væri búið að taka ákvörðun hvort þeim yrði boðinn samning- ur en hann taldi það þó lík- legra en ekki Eyjólfur Héðinsson Sænska liðið GAIS vill fá Eyjólf til liðs við sig EIÐUR Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahóp Spánar - og Evrópumeist- araliðs Barcelona í gær er lið- ið lék síðari leik sinn gegn 2. deildarliðinu Alaves í spænsku bikarkeppninni. Barcelona hafði betur í fyrri leiknum 2:0 og var því á brattann að sækja fyrir Ala- ves. Barcelona komst í 2:0, Alaves jafnaði en Saviola skoraði sigurmarkið á 63. mínútu Argentínumaðurinn Saviola kann vel við sig í framlínu Barcelona gegn Ala- ves en hann skoraði þrennu á Nou Camp í 3:2 sigri Barce- lona en Saviola skoraði eitt mark í fyrri leiknum en Barcelona er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Saviola er 25 ára gamall og hefur hann verið í herbúðum Barcelona frá árinu 2001 en hann lék með River Plate í heimalandi sínu á árunum 1998-2001. Ár- ið 1999 var hann valinn knatt- spyrnumaður ársins í S-Am- eríku en þá var hann aðeins 18 ára. Hann var markahæst- ur á heimsmeistarakeppni yngri landsliða í Argentínu árið 2001 en þar var hann markahæstur og var valinn leikmaður keppninnar. Saviola hefur ekki átt fast sæti í framlínu Börsunga og á síðustu tveimur tímabilum hefur hann leikið sem láns- maður með Mónakó í Frakk- landi og Sevilla á Spáni Saviola með þrennu fyrir Börsunga - Eiður hvíldur Morgunblaðið/ÞÖK Gaman á æfingu Íslenska landsliðið í badminton æfði í gær fyrir Evrópukeppni B-þjóða sem hefst á miðvikudag- inn í Laugardalshöll. Ragna Björg Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir skemmtu sér vel á æfingunni í gær. /B2 miðvikudagur 17. 1. 2007 íþróttir mbl.is Yf ir l i t                                 ! " # $ %        &         '() * +,,,                          Í dag Sigmund 8 Umræðan 22/25 Staksteinar 8 Bréf 25 Veður 8 Minningar 26/30 Úr verinu 12 Menning 33/35 Viðskipti 13 Leikhús 34 Erlent 14 Myndasögur 36 Menning 15 Dægradvöl 37 Höfuðborgin 16 StaðurStund 38/39 Akureyri 16 Dagbók 40/41 Landið 17 Víkverji 40 Suðurnes 17 Velvakandi 40 Daglegt líf 18/21 Bíó 38/41 Forystugrein 22 Ljósvakamiðlar 42 * * * Innlent  Margrét Sverrisdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. Hún mun jafnframt óska eftir að leiða lista flokksins í Reykjavík- urkjördæmi suður. » Forsíða  Samkomulag milli Spalar ehf. og Vegagerðarinnar sem tryggir 250 milljónir króna til undirbúnings framkvæmda við tvöföldun þjóðveg- arins á Kjalarnesi og gerð nýrra ganga undir Hvalfjörð var und- irritað í síðustu viku. » Baksíða  Frost fór í gær niður í rúmar 29 gráður í Svartárkoti í Bárðardal. Nokkuð er þó í að kuldamet falli, en mesti kuldi sem mælst hefur á land- inu er 38 gráða frost á Grímsstöðum og Möðrudal 22. janúar 1918. » Baksíða Erlent  Minnst 70 létu lífið og vel á annað hundrað særðust í tveim tilræðum í anddyri þekkts háskóla í Bagdad í gær. Mörg fórnarlambanna voru stúdentar og kennarar. Nuri al- Maliki, forsætisráðherra Íraks, for- dæmdi ódæðin og sagði að hinir seku yrðu eltir uppi, sama hve langan tíma það tæki. Alls féllu yfir 100 manns í landinu í ofbeldisaðgerðum í gær. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna er talið að rösklega 30.000 hafi fallið í ofbeldisaðgerðum í fyrra en enginn viti þó nákvæmlega hve margir hafi dáið. » Forsíða  Ástand Fidels Castro Kúbuleið- toga er mjög alvarlegt eftir þrjár misheppnaðar aðgerðir vegna þarmakvilla, að því er sagði í spænska blaðinu El País. Stjórn- arerindreki í sendiráði Kúbu í Madr- íd sagði á hinn bóginn að fréttin væri „tilbúningur“. » 14 Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir hélt sína þriðju Borgarnesræðu á fundi Samfylkingarinnar í Borgar- nesi sem haldinn var í gær. Ingi- björg lagði út frá sáttmála um nýtt jafnvægi, jafnvægi á milli höfuð- borgarinnar og landsbyggðarinar, kvenna og karla, launafólks og fjár- magnseigenda, umhverfis og stór- iðju, hagvaxtar og stöðugleika, Ís- lands og Evrópu. Hún sagði að það væri hlutverk stjórnvalda að um- breyta persónulegum vanda í opin- ber málefni og opinberri velsæld í persónulega velsæld. ,,Líta ber á Ísland sem eina heild, ekki á að hugsa alltaf út frá lands- byggð og borgarbyggð, heldur á fólk að eiga raunverulegt val um bú- setu, en það þýðir að eiga jöfn tæki- færi, tækifæri til menntunar, fjöl- breytta atvinnu, menntatengda menningu. Enn- fremur er mikil- vægt að hafa framhaldsskóla í heimabyggð til að þurfa ekki að senda börnin frá sér.“ Ingibjörg fjallaði um hversu ófull- komið lýðræðið er og hversu völdum og áhrifum er misskipt í þjóðfélag- inu, ekki síst milli karla og kvenna. ,,Það skaðar samfélagið allt,“ sagði Ingibjörg ,,að ekki hefur verið tekið mið af þörfum og óskum kvenna. Kyngreindar upplýsingar skortir um hvernig staða karla og kvenna er á öllum sviðum.“ Hún tók sem dæmi Hagþjónustu landbúnaðarins, sem hefur ýmsar upplýsingar um aldur bústofns eða hlutfall kvíga og tarfa, en ekki t.d. upplýsingar um kynjahlutfall eða aldursskiptingu karla og kvenna í bændastéttinni. Störf ættu að vera óháð staðsetn- ingu og sagði Ingibjörg að hugsa mætti sér ákveðna jafnréttishug- sjón í því að flytja verkefni og störf, t.d. að 20% starfa væru óháð stað- setningu og að landsbyggðarfólk væri sérstaklega hvatt til að sækja um. ,,Atvinnufrelsið í landinu þarf að bæta, það má hugsa sér breytt form á stuðningi við bændur t.d. beingreiðslur á annan hátt, og aukið frelsi til nýsköpunar og þróunar, til fullvinnslu og sölu afurða. Það getur leitt af sér bættan hag neytenda og bænda.“ Samfylkingin vill sátt- mála um nýtt jafnvægi Skaðar samfélagið að ekki er tekið mið af óskum kvenna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir STJÓRN Íbúasamtakanna Betra Breiðholt (ÍBB) af- henti Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra Reykja- víkur, í gær undirskriftalista með tæpum þrjú þúsund undirskrifum, þar sem mótmælt var opnun spilasalar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd. Að sögn Helga Kristóferssonar, formanns ÍBB, eru samtökin afar ánægð með afstöðu og framgöngu borg- arstjóra í málinu. Segist hann finna fyrir mikilli sam- stöðu frá íbúum annarra hverfa Reykjavíkur sem vilji sporna við mikilli fjölgun spilakassa í borginni. Morgunblaðið/RAX Afhentu undirskriftalista FUNDI launanefnda sveitarfélag- anna og Félags grunnskólakennara lauk á sjöunda tímanum í gær- kvöldi án þess að niðurstaða feng- ist en grunnskólakennarar vilja leiðréttingu launa sinna, skv. ákvæði í kjarasamningi. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar en reikn- að er með að hann verði síðar í vik- unni. Í kjarasamningi grunnskóla- kennara segir m.a.: „Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. sept- ember 2006 og meta hvort breyt- ingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða.“ Með hliðsjón af verðbólgu og leiðréttingu sem gerð var á launum annarra starfsstétta telja kennarar fulla ástæðu til að laun þeirra verði leiðrétt í sam- ræmi við aðra og hafa fundahöld staðið yfir í vetur. Gunnar Rafn Sveinbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfé- laganna, vonast til að niðurstaða fáist í vikunni. „Menn komu sér saman um að ræða málin hver fyrir sig og hittast síðan með það að markmiði að ljúka málinu síðar í þessari viku. Aðalatriðið er að við- ræðum hefur ekki verið slitið.“ Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, tekur undir orð Gunnars og bætir við: „Á meðan við erum enn að hittast og ræða saman þá er enn von um að við náum saman, en við höfum hvorki fjarlægst það sérstaklega né nálgast með síðasta fundi okkar.“ Vilja ljúka mál- inu í vikunni KARLMAÐUR á þrítugsaldri hef-ur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 26. janúar nk. vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á aldrinum 5–12 ára. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu hefur maðurinn, sem fæddur er árið 1980, komið við sögu lögreglu áður, en ekki vegna kynferðisafbrota. Meint brot áttu sér stað í Voga- hverfi í Reykjavík síðdegis á mánu- dag og tengjast mál stúlknanna ekki. Manninum er gefið að sök að hafa reynt að lokka stúlkurnar upp í bíl sinn en ekki fékkst staðfest hvers eðlis meint brot eru. Stúlkurnar gátu gefið greinar- góða lýsingu á bifreið mannsins og var hann handtekinn um kvöldmat- arleytið á mánudag. Málið er rann- sakað hjá kynferðisbrotadeild LRH. Gátu lýst bifreiðinni Kynningar – Morgunblaðinu fylgir kynningarblað frá Samtökum versl- unar og þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.