Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ólaf Þ. Stephensen í London
olafur@mbl.is
JÁKVÆÐUR tónn var í viðræðu-
nefnd Íslendinga að loknum fundum
um öryggis- og varnarmál með hátt
settum brezkum embættismönnum í
London í gær. Eftir því, sem Morg-
unblaðið kemst næst, kom ekki
fram neinn áhugi af hálfu Breta á
t.d. þátttöku í heræfingum eða eft-
irliti við Ísland eins og fram hefur
komið af hálfu Dana og Norðmanna.
Engu að síður voru íslenzku full-
trúarnir ánægðir með samtölin og
telja að til lengri tíma litið geti nið-
urstaða viðræðnanna orðið sú að
Bretar gefi Norður-Atlantshafinu
meiri gaum.
„Þetta voru fyrst og fremst kynn-
ingarfundir,“ segir Grétar Már Sig-
urðsson, ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins og formaður íslenzku
viðræðunefndarinnar. „Við veittum
upplýsingar um það hvernig staðan
er hjá okkur og hver okkar mark-
mið eru.“
Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi for-
sætisráðherra í utanríkismálum,
segir að markmið fundanna hafi
ekki sízt verið að útskýra fyrir Bret-
um þá hugsun, sem liggur að baki
óskum Íslendinga um tvíhliða við-
ræður við fjögur grannríki í NATO;
Noreg, Danmörku, Kanada og Bret-
land. „Ég held að eftir þessa fundi
hafi þeir fengið ágætan skilning á
því hvað við erum að hugsa og þá
verður eftirleikurinn auðveldari.“
Uppteknir af öðrum svæðum
Hugsun íslenzkra stjórnvalda er
ekki sízt að auka upplýsingastreymi
á milli NATO-ríkjanna við Norður-
Atlantshaf varðandi hvers konar
viðbúnað; bæði hernaðarlegan og
jafnframt t.d. á sviði leitar og björg-
unarmála, umhverfiseftirlits og fisk-
veiðieftirlits. „Ef allir vita hverjir af
öðrum og hvað aðrir eru að gera,
má vonandi ná fram ákveðinni
kostnaðarhagræðingu,“ segir Grét-
ar.
Grétar Már segir að í öryggis- og
varnarmálum hafi Bretar að und-
anförnu verið uppteknir af átaka-
svæðum langt utan Evrópu, einkum
Írak og Afganistan. „Við höfum ótt-
azt að áherzlur þeirra séu að færast
meira suður og austur á bóginn og
að Atlantshafið gleymist í þeirri um-
ræðu. Það er þess vegna mjög mik-
ilvægt að fá tækifæri til að beina
kastljósinu að þeim málum, sem þar
eru til umræðu.“
Sturla bendir á að þótt brezka
stjórnsýslan sé margfalt stærri en
sú íslenzka, eigi hún fullt í fangi
með að fást við viðfangsefni Breta í
Afganistan, Írak og fleiri löndum
þar sem þeir hafa nú herlið. „Það,
sem gæti hugsanlega orðið útkoman
úr þessum samtölum er að Norður-
Atlantshafið færist aðeins ofar á
forgangslistanum, þótt það verði
ekki þar í efsta sæti.“
Þekkja vandamálin
Grétar segir að á fundunum hafi
meðal annars verið rætt um þann
viðbúnað, sem nauðsynlegur yrði
vegna stóraukinnar skipaumferðar
um Norður-Atlantshafið, m.a. vegna
olíu- og gasflutninga. „Þeir þekkja
öll þau vandamál, sem þar er um að
ræða og eru sömuleiðis meðvitaðir
um þörfina á samstarfi um leitar- og
björgunarmál,“ segir hann.
Bretar hafa ekki hernaðarumsvif
eða -viðbúnað í grennd við Ísland í
sama mæli og t.d. Danir og Norð-
menn. Sturla bendir hins vegar á að
Bretar hafi lengi litið á hafsvæðið
sunnan Íslands sem hluta af sínu
heimasvæði.
Áhugi á samstarfi
um loftflutninga
Grétar Már segir að brezku emb-
ættismennirnir hafi sýnt áhuga á
samstarfi við Ísland um þungaflutn-
inga með flugi til Afganistans. Geir
H. Haarde forsætisráðherra gaf fyr-
irheit um það á leiðtogafundi Atl-
antshafsbandalagsins í Riga í Lett-
landi í nóvember að Ísland myndi
auka stuðning sinn við friðargæzlu
bandalagsins í Afganistan, meðal
annars með loftflutningum.
Á meðal þeirra, sem íslenzka við-
ræðunefndin hitti, voru Peter Rick-
ett, ráðuneytisstjóri brezka utanrík-
isráðuneytisins, og Sarah Beaver,
skrifstofustjóri alþjóðlegra öryggis-
mála í varnarmálaráðuneytinu.
Brezkir embættismenn tjáðu Morg-
unblaðinu að fyrst og fremst hefði
verið litið á fundina sem upplýs-
ingaöflun af þeirra hálfu.
Vonast til að Bretar gefi
N-Atlantshafinu meiri gaum
Morgunblaðið/ÓÞS
Jákvæður tónn Viðræðunefnd Íslands var ánægð með fundina með brezkum embættismönnum í London í gær.
Frá vinstri: Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri
utanríkisráðuneytisins, og Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi í utanríkismálum í forsætisráðuneytinu.
Í HNOTSKURN
»Skip brezka flotans eru af ogtil á ferð á hafsvæðinu um-
hverfis Ísland.
»Brezkar Hercules-vélar lentu55 sinnum á Keflavík-
urflugvelli á síðasta ári.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
TEKJUDREIFING atvinnutekna
hefur verið því sem næst óbreytt frá
árinu 1993 en dreifing heildartekna,
þ.e. atvinnutekjur að viðbættum
fjármagns-
tekjum, hefur
orðið talsvert
ójafnari á þessu
tímabili. Mest bar
á þessu árið 2005
en það ár var 1%
framteljenda með
um helming allra
fjármagnstekna
sem taldar voru
fram í landinu. Sé
þetta 1% tekið út úr reikningsdæm-
inu er hækkun stuðulsins mun minni.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í áfanganiðurstöðu rannsóknar
sem Ragnar Árnason, prófessor við
viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands, kynnti á fyrirlestri í skól-
anum í gær. Hann og fleiri hafa unn-
ið að rannsókninni frá í haust og er
von á að ítarlegri niðurstöður verði
birtar innan 2–3 mánaða.
Í rannsókninni er tekjudreifing
reiknuð út frá Gini-mælikvarðanum
en því hærri sem tölurnar eru því
meiri er ójöfnuðurinn. Útreikning-
arnir byggjast á gögnum frá ríkis-
skattstjóra og taka til allra framtelj-
enda í landinu, yfir 150.000 manns,
og ítarlegri sundurliðun á tekjum
þeirra. Framteljendum er skipt í tvo
hópa, einstaklinga og hjón og sam-
búðarfólk. Þeim er síðan skipt í
tekjuhópa (hver hópur er 1% af
framteljendum) og raðað frá lægsta
1% upp í hæsta 1%.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Ragnar að helstu niðurstöður
rannsóknarinnar væru þær að dreif-
ing atvinnutekna hefði nánast ekkert
breyst frá árinu 1993. Þá hefðu raun-
tekjur hækkað mjög mikið, um 60–
100% og ekki væri sjáanlegt að
nokkur tekjuhópur hefði setið eftir.
Ef hins vegar væri tekið tillit til
heildartekna kæmi í ljós að efstu
tekjuhóparnir hefðu hækkað umtals-
vert og mesta hækkunin hefði orðið í
tekjuhæsta hópnum. Af þessu mætti
draga þá ályktun að mjög háar fjár-
magnstekjur tiltölulega fárra mjög
auðugra aðila hefðu valdið hækkun
Gini-stuðulsins fyrir heildartekjur.
Ragnar benti á að árið 1993 hefðu
fjármagnstekjur verið um 2–3% af
heildartekjum en í lok tímabilsins
um 16–17%. Þær hefðu hækkað á
öllu þessu tímabili en tekið kipp árið
2000 og sérstaklega hefði hækkunin
orðið mikil árið 2005. „Þetta er veru-
leg breyting í eðli tekjumyndunar á
Íslandi,“ sagði hann. Á tekjuárinu
2005 hefði um helmingur allra fjár-
magnstekna orðið í hæsta 1%-tekju-
hópnum og námu þær um sexföldum
atvinnutekjum í þeim flokki. „Það er
ekki hægt að segja það með neinni
sanngirni að þeir sem minna höfðu
hafi setið eftir en hins vegar er hægt
að segja það að þeir sem höfðu mest,
þeir hafa líka fengið mest.“
Gríðarháar fjármagnstekjur
Í samantekt Ragnars vegna fyr-
irlestrarins segir m.a. að hér virðist
vera um að ræða tiltölulega fáar fjöl-
skyldur sem hafi gríðarlegar fjár-
magnstekjur sem oft séu í tengslum
við alþjóðleg viðskipti. Þessar upp-
hæðir séu svo háar að kysu þessar
fjölskyldur að telja fjármagnshagn-
að sinn til skatts erlendis myndi
Gini-kvarðinn hér á landi lækka tals-
vert en einnig þjóðartekjurnar.
Ragnar sagði að vegna þess
hversu skammt væri liðið frá því
fjármagnstekjur urðu verulegur
hluti af tekjum Íslendinga hefði þótt
rétt að gera þennan greinarmun á
atvinnutekjum og fjármagnstekjum.
Segir ekkert um fátækt
Rétt eins og aðrir mælikvarðar á
tekjudreifingu er Gini-mælikvarðinn
gallaður, að sögn Ragnars, þótt hann
sé sá sem helst er notaður þegar
tekjudreifing er reiknuð út. „Það ber
að varast að oftúlka niðurstöður.
Þær segja í sjálfu sér ekki mikið um
jöfnuð eða ójöfnuð, segja eiginlega
ekki neitt um fátækt og eiginlega
ekki neitt um félagshópa,“ sagði
hann. Um væri að ræða tölfræðilega
hópa og kvarðinn gæfi t.d. ekki
mynd af því hvort tilteknir fé-
lagshópar, s.s. einstæðar ungar
mæður, öryrkjar eða aðrir, væru á
leið upp eða niður kvarðann.
Töluverðar umræður urðu sl.
haust um tekjuskiptingu í þjóðfélag-
inu. Aðspurður hvort sú umræða
hefði hrundið rannsókninni af stað
sagði Ragnar að hann hefði lengi
haft áhuga á þessu atriði en auk þess
hefði umræðan haft sín áhrif. „Í
þessu sambandi er kannski rétt að
það komi fram að á minni tíð sem
ungur maður, starfsmaður á Þjóð-
hagsstofnun, árið 1975, þá held ég að
ég hafi verið fyrsti maður til að
reikna út Gini-stuðla fyrir íslenska
tekjudreifingu. Því var síðan haldið
áfram á Þjóðhagsstofnun í allmörg
ár. Síðan var hún lögð niður og síðan
þá hafa þessar upplýsingar ekki leg-
ið fyrir,“ sagði Ragnar Árnason.
Þar sem um áfanganiðurstöður er
að ræða kunna þær að breytast síð-
ar. Verulega bætist einnig við þær.
Dreifing atvinnutekna nánast óbreytt
Ef aðeins er tekið tillit til atvinnutekna hefur ójöfnuður ekki aukist frá 1993–2005 en dreifing
heildartekna hefur orðið talsvert ójafnari, samkvæmt áfanganiðurstöðu nýrrar rannsóknar
Í HNOTSKURN
» Samkvæmt rannsókninnihefur dreifing atvinnu-
tekna verið því sem næst jöfn
frá 1993–2005. Því hefur ekki
verið um vaxandi ójöfnuð at-
vinnutekna að ræða.
» Þegar fjármagnstekjureru teknar með í reikning-
inn kemur í ljós að dreifing
heildartekna hefur orðið tals-
vert ójafnari frá 1993, sér-
staklega eftir 2000.
» Fjármagnstekjur eruvaxtatekjur, leigutekjur,
arðgreiðslur af hlutabréfum
og slíku og söluhagnaður af
hlutabréfum.
!"!#
%
#$"! &'
$
( (
) !
%$"! &'
$
#$*
+#**
Ragnar Árnason