Morgunblaðið - 17.01.2007, Side 15

Morgunblaðið - 17.01.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 15 MENNING HLJÓMSVEIT söngkonunnar Ragnheiðar Gröndal, Black Coffee, kemur fram á veit- ingastaðnum Domo í Þingholts- stræti í Reykjavík í kvöld. Um er að ræða síðustu tónleika Ragnheiðar á Íslandi í bili en hún heldur senn utan til söng- náms í New York. Efnisskráin samanstendur af djass- og blúslögum í útsetningum hljómsveitarinnar sem auk Ragnheiðar er skipuð Hauki Gröndal á saxófón, Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar, Þorgrími Jónssyni á bassa og Erik Qvick á trommur. Spilamennskan hefst klukkan 21.30 og kostar 1.000 krónur inn. Djass og blús Ragnheiður Grön- dal syngur á Domo Ragnheiður Gröndal MIÐASALA á fyrstu ein- söngstónleika tenórsins Garð- ars Thórs Cortes í Bretlandi hefst nk. föstudag. Tónleikarn- ir verða haldnir í lista- og menningarmiðstöðinni Barbic- an Centre í London föstudags- kvöldið 2. mars. Það er Nation- al Symphony Orchestra sem mun leika undir hjá Garðari, auk þess sem von er á ein- hverjum gestum. Miðasalan fer fram á vefsíðunum www.ticketmaster.co.uk og www.gigsandtours.com. Einnig er hægt að nálg- ast mið með kreditkorti í síma +44 8712200260. Barbican Centre tekur um 1.600 manns í sæti. Einsöngstónleikar Miðasala á Garðar Thór að hefjast Garðar Thór Cortes EINS og fram hefur komið er fiðluleikarinn Reka Zilvay, sem leika átti með Sinfón- íuhljómsveit Íslands nk. fimmtudag, forfölluð. Í stað Zilvay leikur Judith Ingólfsson fiðlukonsert nr. 5 D-dúr K.V. 219 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, auk þess sem Sinfón- íuhljómsveitin mun leika sjö- undu sinfóníu Bruckners. Ju- dith hefur margsinnis komið fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, síðast árið 2003. Þá lék hún þríleikskonsert Beethovens ásamt Vovka Ashkenazy og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Sinfóníutónleikar Judith Ingólfsson leikur fiðlukonsert Judith Ingólfsson Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „HANN á þetta svo sannarlega skil- ið, hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum,“ segir Baltasar Kormák- ur um sigur bandaríska leik- arans Forest Whitaker á Gold- en Globe- verðlaunahátíð- inni í fyrrinótt. Whitaker fékk verðlaun fyrir bestan leik í dramatískri kvik- mynd fyrir túlkun sína á einræð- isherranum Idi Amin í kvikmyndinni The Last King of Scotland, en Leon- ardo DiCaprio, Will Smith og Peter O’Toole voru einnig tilnefndir til verðlaunanna. „Þessir menn eiga ekkert í hann, nema kannski Peter O’Toole,“ segir Baltasar sem leik- stýrði Whitaker í kvikmyndinni A Little Trip To Heaven sem kom út ár- ið 2005. „Þegar ég var í Los Angeles að klippa Little Trip áttum við Forest fund saman þar sem hann lýsti meðal annars yfir ánægju sinni með sam- vinnuna við mig, og sagðist vilja halda áfram að vinna með mér,“ segir Balt- asar. „Fjórum árum áður hafði ég les- ið handrit sem ég hafði fengið sent frá Film Four í Bretlandi, og meira að segja mætt á fund út af þessu hand- riti sem hét The Last King of Scot- land,“ segir Baltasar sem hafði þá ný- lokið við gerð kvikmyndarinnar 101 Reykjavík. Breska fyrirtækið varð hins vegar gjaldþrota skömmu síðar og því varð ekkert úr verkefninu. Baltasar hafði þó handritið alltaf á bakvið eyrað og þegar hann svo vann með Whitaker sá hann að hann var rétti maðurinn í hlutverkið. „Ég kynntist honum hérna og fann að það býr miklu meira „monster“ í honum en hann sýnir oft. Þannig að ég sagði bara við Forest: „Myndi ég móðga þig ef ég bæði þig að leika Idi Amin?“ Forest varð svolítið hissa og svaraði: „Heyrðu, það var verið að bjóða mér þetta hlutverk fyrir viku. Það er breskur leikstjóri sem hefur gert ein- hverjar heimildarmyndir sem var að bjóða mér þetta,““ en þar átti Whit- aker við leikstjórann Kevin Macdon- ald sem að lokum gerði myndina. „Svo þegar ég var að fara frá Bandaríkjunum áttum við Forest annan fund saman. Hann var á leið- inni til Afríku og var dálítið stress- aður,“ segir Baltasar, en Whitaker var þá byrjaður að undirbúa sig fyrir hlutverkið. „Hann lék Idi Amin fyrir mig þannig að ég fékk fyrsta sýn- ishornið hjá honum. Hann var að reyna að komast inn í hann og vildi fá einhverjar athugasemdir,“ segir Baltasar og bætir því við að þeir hafi verið í morgunmat á fínu hóteli. „Fólkinu sem var í kring brá svolít- ið því hann tók dálítið vel á því,“ segir hann. Baltasar segir vel hafa komið til greina á sínum tíma að hann tæki að sér leikstjórn myndarinnar. „Þeir voru aldrei búnir að bjóða mér þetta en þetta var til umræðu. En svo lagðist verkefnið af þegar fyr- irtækið fór á hausinn, en hefur svo farið af stað aftur svona fjórum árum síðar þegar þessi leikstjóri komst yfir handritið,“ segir Baltasar, sem á enn eftir að sjá myndina. „Ég get ekki beðið eftir að sjá hana,“ segir leikstjórinn að lokum. Baltasar Kormákur bauð Forest Whitaker að leika einræðisherrann Idi Amin Var viku of seinn Idi Amin var forseti í Afríkuríkinu Úganda á árunum 1971 til 1979 og gerð- ist sekur um spillingu og grimmilega valdníðslu gagnvart þegnum sínum í valdatíð sinni. Þá hefur verið fullyrt að hann hafi étið óvini sína. Í hlutverki harðstjórans BRESKI sakamálahöfundurinn P.D. James hlýtur handrits- verðlaun Háskólans í Suður- Kaliforníu í ár ásamt þeim fimm handritshöf- undum sem skrif- uðu kvikmynda- handrit eftir framtíðartrylli hennar, Manna- börn (Children of Men). Verðlaunin eru þau einu sinnar tegundar, þ.e. þar sem höfundar bókar og kvikmyndahandrits, sem unnið er upp úr þeirri bók, eru verðlaunaðir í sameiningu. Oftast eru það aðeins handritshöfundarnir sem uppskera viðurkenningu ef vel þykir hafa tekist til með að færa skáldsögu yf- ir á kvikmyndahandritsformið. Mannabörn kom út árið 1992. Alfonso Cuaron, Timothy J. Sexton, David Arata, Mark Ferguson og Hawk Ostby skrifuðu svo handritið að samnefndri kvikmynd, leik- stýrðri af Cuaron. Verðlaunin verða afhent 18. febr- úar. Aðrar myndir sem komu til greina voru The Devil Wears Prada, The Illusionist, The Last King of Scotland og Notes on a Scandal. P.D. James hlýtur hand- ritsverðlaun Einu verðlaunin sinnar tegundar P.D. James BÚIST er við að safn undir merkj- um Pompidou-safnanna verði opn- að í Sjanghaí einhvern tímann fyrir 2010, að sögn Bruno Racine, for- seta Georges Pompidou-stofnunar- innar í París. Í Le Monde er haft eftir Racine að hið nýja Pompidou- safn yrði kínverskt en að sýning- aráætlanir yrðu í höndum Pomp- idou-stofnunarinnar. „Þetta verkefni kemur ekki til með að kosta okkur einn skilding,“ sagði hann og bætti við að til- gangur safnsins yrði að kynna vest- ræna list fyrir kínverskum almenn- ingi og eins að byggja upp safneign af kínverskri samtímalist. Aðspurður hvað tæki við eftir að safnið í Sjanghaí kæmist á koppinn ýjaði Racine að því að Indland væri næst á dagskrá. Pompidou í Sjanghaí Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ ERU fleiri sem hafa áhuga á hoppi og skoppi Íþróttaálfsins í Latabæ en börnin. Í febrúarhefti breska kvennatímaritsins Red er heilsíðugrein um áhuga breskra hús- mæðra á karlkyns barnaþátta- stjörnum. Þar er Sportacus, Íþrótta- álfurinn knái, talinn fyrstur upp og birt stór mynd af honum. Reyndar virðist greinarhöfund- urinn, Tessa Clayton, ekki vera hrif- in af Latabæ fyrir utan Íþróttaálfinn og hún segir börnin ekki mjög hrifin af þáttunum heldur. „Sælgætislitaða leikmyndin og sykurhúðaði sögu- þráðurinn gerir þættina líklega velgjulegasta barnaefni sem búið hefur verið til. En það er þess virði að horfa á eingöngu til þess að berja aðalpersónuna augum; Sportacus, ofurhetju í ofur-góðu formi, sem hvetur krakka til að hreyfa sig og gerir æfingar í þröngum æfingafatn- aði,“ segir Clayton í greininni. Áhugi hennar og vinkvenna á Íþróttaálfinum hefur náð svo langt að þær hafa slegið honum upp á leit- arvefnum Google, til að komast að meiru um hann en helst af öllu vilja þær koma höndum yfir hann, játar hún. Fleiri barnaþáttastjórnendur eru nefndir í greininni og viðurkennir greinarhöfundur að það sé svolítið sorglegt að vera skotin í þeim en að hún sé alls ekki ein um það. Hún segir ástæðuna fyrir því að þessir menn séu orðnir kyntákn líklega vera þá að heimavinnandi húsmæður sjái lítið af karlmönnum yfir daginn. Flestar sakni þær saklauss daðurs úr vinnunni og því fái þær sinn skammt af karlmönnum með því að horfa á þá í barnaþáttunum; stand- andi á höndum í þröngum buxum. Það hefur líklega ekki verið Magnúsi Scheving efst í huga, þegar hann skapaði Íþróttaálfinn, að verða kyntákn fyrir húsmæður heimsins, en það virðist hann vera orðinn, hvort sem honum líkar betur eða verr. Breska glanstímaritið Red birti grein um nokkra flotta karlmenn í barnaefni í sjónvarpi Íþróttaálfurinn orðinn kyntákn meðal kvenna Morgunblaðið/Ásdís Eftirsóttur Magnús Scheving er fjallmyndarlegur maður og er einkar eft- irsóknarverður í gervi Íþróttaálfsins, að mati breskra kvenna. Sportacus Greinin í Red ber yf- irskriftina „TVtotty“. Í HNOTSKURN »Forest Whitaker hefur leikiðí fjölda kvikmynda, þar á meðal í Platoon, Good Morning Vietnam, Bird, The Crying Game og Panic Room. »Hann var valinn besti leik-arinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1988 fyrir hlutverk sitt í Bird þar sem hann lék djassistann Charlie Parker. Baltasar Kormákur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.