Morgunblaðið - 17.01.2007, Síða 20
heilsa
20 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG KYNNTIST þessu í gegnum
einn félaga minn sem er núna með
mér í þessu,“ segir Arnar Freyr
Vigfússon, einn aðstandenda
Mjölnis, en það er íþróttafélag
sem stendur fyrir æfingum í bar-
dagalist, m.a. í brasilísku jiu jitsu.
„Við höfðum báðir verið í öðrum
bardagaíþróttum, því sem kallað
er „dauðar“ bardagaíþróttir. Það
sem skilur okkur frá öllum öðrum
er að það sem við erum að æfa er
„lifandi“.“ Dauðar bardagaíþróttir
er það kallað þegar andstæðing-
urinn sýnir enga mótspyrnu og lif-
andi þýðir þannig að tveir mót-
herjar berjast af fullum þunga
hvor með sinni tækni. Brasilískt
jiu jitsu gengur út á að ná yf-
irburðastöðu gagnvart andstæð-
ingnum og fá hann til að gefast
upp með lás, svæfingu eða ein-
hvers konar taki. Dæmi um lás
væri að snúa það mikið upp á
handlegg andstæðingsins að það
ylli sársauka og hann gæfist upp.
Slíkt er yfirleitt talið mannúðlegri
leið til að yfirbuga árásarmann en
t.d. brjóta kjálka hans með kýl-
ingu eða sparki.
„Það varð eiginlega ekkert aft-
ur snúið eftir að ég kynntist
þessu,“ segir Arnar, en nú eru í
gangi námskeið á vegum Mjölnis
þar sem brasilískt jiu jitsu er
kennt. Æfingahúsnæðið er á Mýr-
argötu 2–8. „Við stofnuðum félag-
ið nokkrir sem komum saman úr
öðrum klúbbum,“ útskýrir Arnar
og viðbrögðin við nýja klúbbnum
segir hann hafa verið framar von-
um. „Þessi klúbbur var ekki til
fyrir ári en nú er fullt út úr dyr-
um hjá okkur á öllum nám-
skeiðum, í 400 fm húsnæði,“ segir
hann létt.
Eins og er er eingöngu boðið
upp á námskeið fyrir fullorðna,
aldurstakmarkið er 15 ár.
Barist af „lifandi“ list
Morgunblaðið/Kristinn
Jiu jitsu Þeir sem æfa brasilískt jiu jitsu læra að verja sig í bak og fyrir.
Nýtt lyf gegn offitu er núkomið á markað hér-lendis sem virkar á aðraviðtaka en önnur offitu-
lyf, sem hingað til hafa verið notuð
við meðferð offitusjúklinga. Lyfið,
sem ber heitið Acomplia, hefur verið
í þróun í tuttugu ár. Bretar urðu
fyrstir til að setja það á almennan
markað í sumar. Skandinavíulöndin
fylgdu í kjölfarið í haust og lyfið
hlaut síðan samþykki íslensku Lyfja-
stofnunarinnar í nóvember sl. Fram-
leiðandi lyfsins er franski lyfjarisinn
sanofi-aventis, en umboðsaðili þess
hér á landi er Vistor. Nýja lyfið, sem
er lyfseðilsskylt, verður kynnt á
Læknadögum í dag, en að sögn
Magnúsar Júlíussonar, lyfjafræðings
hjá Vistor, eru nokkrir tugir Íslend-
inga farnir að nota lyfið.
Acomplia blokkerar viðtaka í svo-
kölluðu innankannabínóíðakerfi, sem
ekki var vitað um fyrr en upp úr
1990. Kerfi þetta tekur þátt í að við-
halda orkujafnvæginu, stjórnar mat-
arlyst og líkamsþyngd, blóðfitu- og
blóðsykursefnaskiptum. Ofvirkni og
ofát má tengja stöðugri ofvirkni í
þessu kerfi. Ef þetta kerfi er ofvirkt
aukast líkur á hjarta-, æða- og efna-
skiptasjúkdómum. Aukaverkanir eru
sagðar almennt vægar og lagast á
nokkrum vikum. Helstar eru ógleði,
svimi, kvíði og niðurgangur.
Að sögn Magnúsar fara fyrstu
áhrif að sjást á fyrstu fjórum til átta
vikunum, en hámarksárangur náist
eftir um níu mánaða notkun.
Lífsstílslyf að mati Þjóðverja
Tryggingastofnun ríkisins tekur
enn sem komið er engan þátt í kostn-
aði við Acomplia. Vonir standa til að
greiðsluþátttaka fáist samþykkt síð-
ar í samræmi við það sem tíðkast
með önnur offitulyf, en fólk þarf að
vera með þyngdarstuðul yfir 40 til að
fá niðurgreidd offitulyf eða með al-
varlega efnaskiptasjúkdóma og er þá
þyngdarstuðullinn lækkaður niður í
30. Dagsskammtur nýja lyfsins ónið-
urgreiddur leggur sig nú á 444 krón-
ur.
Þrátt fyrir að þýsk heilbrigðisyf-
irvöld viðurkenni að nýja lyfið hjálpi
fólki við að léttast og geti verið gott
fyrir sykursjúka og hjartasjúklinga
hafa Þjóðverjar hafnað því að greiða
lyfið niður, en líta þess í stað á það
sem lífsstílslyf.
„Það er alltaf spennandi þegar
fram á sjónarsviðið koma ný lyf enda
er offituvandamálið stórt. Þetta er
hins vegar engin töframegrunarpilla
nema jafnframt sé tekið á lífsstíls-
þættinum,“ segir Karl Kristjánsson,
endurhæfingarlæknir á Grens-
ásdeild. „Lyfið hefur áhrif á fituefna-
skipti og fitubúskap, bætir næmi fyr-
ir insúlíni í líkamanum og hefur því
hugsanlega jákvæð áhrif á þá, sem
hafa skert sykurþol og byrjandasyk-
ursýki. Lyfið getur líka virkað já-
kvætt á þá, sem eru með efnaskipta-
heilkenni,“ segir Karl. Notkun
lyfsins miðast nú fyrst og fremst við
að draga úr löngun í mat, en rann-
sóknir benda til að það kunni jafn-
framt að draga úr reykingafíkn, að
sögn Magnúsar.
Vinna þarf með atferlið
„Ennþá er þetta nýja lyf óskrifað
blað, en ég legg áherslu á að svona
lyf muni ekki gagnast ef ekki er sam-
hliða lögð alvarleg vinna í grunn-
vandamálið sem er atferlisvandi við-
komandi sjúklinga,“ segir Lúðvík Á.
Guðmundsson, formaður Félags fag-
fólks um offitu og yfirlæknir yfir of-
fitumeðferðinni á Reykjalundi. Tvö
önnur offitulyf hafa verið í notkun
hér á landi undanfarin þrjú til fjögur
ár. „Xenical truflar fitumeltingu með
þeim afleiðingum að hluti fitunnar
rennur ómeltur í gegn og Reductil
dempar á hinn bóginn hungurtilfinn-
inguna. Nýja lyfið Acomplia dregur
líka úr matarlöngun, en eftir öðrum
leiðum en hin lyfin og hefur jafn-
framt jákvæð áhrif á fituefnaskipti
og sykurefnaskipti í líkamanum. Lík-
aminn framleiðir sín eigin kannabis-
efni, sem hafa m.a. áhrif á matarlyst-
ina og stjórnun fituefnaskipta og
sykurefnaskipta. Nýja lyfinu er ætl-
að að vinna á þessum boðefnum sem
er ný nálgun. Ef vel er passað upp á
að sinna atferlismeðferðinni getur
svona lyf örugglega virkað sem við-
bótarhjálp, en fylgi ekki virk atferl-
ismeðferð mun lyfið eitt og sér ekki
gera mikið gagn því á bak við atferlið
getur verið svo margt annað en
hungurtilfinningin ein og sér. Það má
ekki gleymast. Orsakir offitu geta
verið fjölmargar og oft liggja að baki
áföll eða aðstæður, sem skapað hafa
þessu fólki vítahring, sem það kemur
sér ekki út úr af sjálfsdáðum. Það er
ekki hægt að segja að lyfin, sem
komu á markaðinn fyrir þremur og
fjórum árum, hafi valdið neinni bylt-
ingu, en séu þau rétt notuð hafa þau
gagnast einstaka manni samhliða at-
ferlisbreytingum. Ef fólk dettur ofan
í það að líta á lyfin sem skyndilausn
og nota þau gagnrýnislaust situr það
uppi með aukaverkanir en lítil áhrif.
Það þarf alltaf að vanda mjög vel
notkun lyfja. Við erum fyrst og
fremst að fást við atferli fólks, sem
maður stýrir ekki nema að hluta til
með lyfjum,“ segir Lúðvík.
Nýtt offitulyf virkar á nýja viðtaka
AP
Lyfjanýjung Nýja lyfið hefur áhrif á fituefnaskipti og hefur jákvæð áhrif á þá, sem hafa skert sykurþol.
Læknar telja að lyfið eitt og sér geri lítið gagn ef ekki fylgja lífsstílsbreytingar hjá offitusjúklingum.
Engin töfralausn fylgir
nýju offitulyfi, að því er
læknar sögðu Jóhönnu
Ingvarsdóttur. Það getur
þó hjálpað samhliða al-
vöru atferlismeðferð í átt
að breyttum lífsstíl.
RANNSÓKNIR sýna að offita og hreyfingarleysi er
alvarleg ógn við heilsu og lífsgæði manna. Hlutfall of
feitra fer vaxandi á Vesturlöndum, en sá telst of feit-
ur sem hefur þyngdarstuðul yfir 25. Nærri lætur að
um helmingur fullorðinna karla í Evrópu sé of feitur
og nær 40% kvenna. Offita eykst í sumum löndum
hraðar en annars staðar án þess að fyrir liggi ein-
hlítar skýringar. Líklegt er þó að þeir, sem borða
mjög fituríkan mat, drekki mikið af gosdrykkjum og
eins er sláandi fylgni milli offitu foreldra og offitu
barna þeirra.
Ofþyngd og offita hefur verið að aukast bæði meðal
barna og fullorðinna á Íslandi og árið 2002 var svo
komið að um 57% karla og 40% kvenna á aldrinum
15–80 ára voru yfir kjörþyngd. Um 23% níu ára barna
voru yfir kjörþyngd árið 2004, samkvæmt tölum frá
Lýðheilsustöð. Fólk, sem er talsvert yfir sinni kjör-
þyngd, er líklegra til að þjást af sjúkdómum, svo sem
sykursýki II, hjarta- og æðasjúkdómum, sumum teg-
undum krabbameins, gallsteinasjúkdómum, veik-
leikum í stoðkerfi, þunglyndi og fleiri kvillum en hin-
ir sem eru í kjörþyngd.
Ógnar heilsu og lífsgæðum
Morgunblaðið/Kristinn
Áhrifavaldarnir Rannsóknir sýna að næring, hreyfing
og holdafar hafa mikil áhrif á heilsufar manna.
BRASILÍSKT jiu jitsu (BJJ) hefur
að mestu verið þróað af Gracie-
fjölskyldunni í Brasilíu. Ein ástæð-
an fyrir vinsældum BJJ í dag er sig-
urganga Royce Gracie, sem vann
oftsinnis svokallað Ultimate Fight-
ing Championship. Slík keppni hóf
göngu sína árið 1993 og var mark-
miðið með henni að finna út hvaða
bardagalist virkaði best og var sú
regla helst að engar reglur eða fáar
giltu. Þarna kepptu menn sem æft
höfðu box, júdó, karate, sumo, sava-
te, tae kwon do, kickbox, freestyle
wrestling og ýmislegt fleira. Nefnd-
ur Royce Gracie vann alla sem hann
keppti við, þrátt fyrir að vera yf-
irleitt minnstur keppenda. Í allri
bardagalist eru ákveðnar aðferðir
notaðar til að reyna að sigra árás-
armann, en þegar á reyndi dugðu
aðrar aðferðir lítt gegn Gracie.
Hvað er
brasilískt
jiu jitsu?