Morgunblaðið - 17.01.2007, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BJART FRAM UNDAN
Það virðist vera samdóma álitopinberra aðila og einkaaðila,að bjart sé fram undan í ís-
lenzkum efnahagsmálum. Fyrir
nokkrum vikum mátti greina áhyggj-
ur yfir því, að efnahagsmálin mundu
fara úr skorðum, þegar liði á árið.
Þær áhyggjur virðast horfnar.
Greiningardeild Landsbanka Ís-
lands spáir því að verðbólgan frá upp-
hafi til loka þessa árs verði 1,8%.
Kaupþing banki telur að hagvöxtur
verði yfir 3% og fjármálaráðuneytið
telur að hagvöxtur verði yfir 2%.
Landsbankinn telur að hlutabréfa-
verð geti hækkað um 20–25% á árinu.
Ef marka má þessar spár mun hið
nýja ár leiða í ljós, að tekizt hafi að
draga mjög úr spennu og ofhitnun í
efnahagskerfi okkar án þess að það
hefði neikvæðar afleiðingar. Væntan-
lega er það til marks um, að við Ís-
lendingar höfum náð góðum tökum á
hagstjórn okkar.
Við höfum nú búið við nánast sam-
fellt góðæri í meira en áratug, þótt
vissar sveiflur niður á við hafi orðið á
þessu tímabili. Það er erfitt að benda
á nokkurt eitt tímabil í nútímasögu
okkar Íslendinga, þegar velgengni
okkar hefur verið slík sem nú. Og
ekkert bendir til annars en þetta vel-
megunarskeið haldi áfram.
Á slíkum tímum skiptir máli að
rugga ekki bátnum um of. Í vor verð-
ur kosið til Alþingis. Báðir stjórnar-
flokkarnir eiga sinn hlut í þessari vel-
gengni. Og það er nánast
þýðingarlaust fyrir stjórnarand-
stöðuflokkana að halda því fram, að
hinn efnahagslegi veruleiki sé annar
en sá, sem fólk finnur á eigin skinni.
Evruupphlaup Samfylkingarinnar
síðustu daga og yfirlýsingar um að
krónan sé ónýtur gjaldmiðill mun
ekki duga frammi fyrir þessum veru-
leika. Stórbankar í útlöndum hafa
gefið út yfirlýsingu um traust á krón-
unni með útgáfu verðbréfa í okkar
gjaldmiðli.
Góðærið verður vafalaust kjarninn
í þjóðfélagsumræðum á þessum vetri
og vori og það mun koma báðum
stjórnarflokkunum til góða.
Atvinnuvegirnir standa vel. Af-
koma sjávarútvegsfyrirtækjanna er
góð. Bankarnir hafa náð góðum tök-
um á þeim vandamálum, sem þeir
stóðu frammi fyrir snemma árs 2006
og hafa áreiðanlega lært mikið af
þeirri reynslu.
Útrás íslenzku fyrirtækjanna til
annarra landa heldur áfram þótt gera
megi ráð fyrir að fyrirtækin muni í
vaxandi mæli leggja áherzlu á að
festa þann rekstur í sessi, sem þau
hafa fest kaup á undanfarin misseri.
Þótt sjálfsagt sé að ganga hægt um
gleðinnar dyr er líka rík ástæða til að
fagna þeim mikla árangri, sem náðst
hefur í efnahags- og atvinnumálum
okkar á undanförnum árum.
Og mikilvægt að fylgja þeirri
stefnu í efnahagsmálum, sem hefur
gefizt svo vel í langan tíma.
Kannski verður þverpólitísk sam-
staða um þá efnahagsstefnu í kosn-
ingabaráttunni – eða hvað?
UM MEÐFERÐ ALMANNAFJÁR
Þau vandamál, sem upp hafa komiðí tengslum við rekstur meðferð-
arheimilisins Byrgisins undirstrika
tvennt. Í fyrsta lagi er auðvitað ljóst,
að hið opinbera þarf að hafa reglulegt
eftirlit með því að rétt sé staðið að
notkun þeirra fjármuna, sem renna
til margvíslegrar starfsemi úr al-
mannasjóðum.
Þeir aðilar eru fjölmargir, sem fá
fjárhagslegan stuðning á fjárlögum
eða jafnvel frá einstökum ráðuneyt-
um til margvíslegrar starfsemi. Auð-
vitað er eðlilegt að þeir hinir sömu
geri réttum aðilum grein fyrir ráð-
stöfun þeirra fjármuna. Raunar kem-
ur á óvart að pottur sé brotinn í þessu
kerfi og að það sem gerðist í rekstri
Byrgisins skv. skoðun og niðurstöðu
Ríkisendurskoðunar skuli yfirleitt
geta gerzt. Væntanlega munu þeir
aðilar, sem reka starfsemi sem að
einhverju leyti er fjármögnuð af op-
inberum aðilum, gæta þess vandlega
héðan í frá, að bókhald sé í lagi og
skilagrein til viðkomandi ráðuneyta
eða annarra aðila sé í lagi. Þeir sem
ráðstafa fjármunum almennings
verða að hafa sannfæringu fyrir því,
að þeir séu notaðir eins og til er ætl-
ast.
Í öðru lagi er mikilvægt að gera sér
grein fyrir, að Byrgið hafði hlutverki
að gegna. Og þótt svo hafi farið um
rekstur þess eins og raun ber vitni
hverfur þörfin ekki fyrir þá starf-
semi, sem þar fór fram.
Magnús Stefánsson, félagsmála-
ráðherra sagði á blaðamannafundi í
fyrradag, að Samhjálp hefði lýst sig
reiðubúna til að leita lausna fyrir
skjólstæðinga Byrgisins. Því ber að
fagna. Fólkið má ekki lenda á göt-
unni.
Það er ekki hægt að afsaka þá
starfshætti, sem hafa viðgengizt í
rekstri Byrgisins skv. skýrslu Ríkis-
endurskoðunar en það er líka ástæða
til að spyrja hvar eftirlitið með
rekstrinum hafi verið. Og félagsmála-
ráðherra er ekki að skjóta sér og sínu
ráðuneyti undan þeirri ábyrgð. Þvert
á móti sagði hann á blaðamannafund-
inum í fyrradag:
„Við höfum ekki vikizt undan því,
að það hefði mátt vera betra eftirlit.“
Og bætti við: „… það er reynt að
fylgjast með málum í ráðuneytunum
en hins vegar er það svo, að kannski
er ekki farið ofan í þau hvert og eitt.
En við teljum þörf á því að ramma
þetta betur inn hjá okkur hér og er-
um að vinna að því.“
Byrgismálið er áreiðanlega lær-
dómsríkt fyrir hið opinbera. Eru
nægilega strangar reglur um skila-
grein þeirra aðila, sem njóta styrkja
úr almannasjóðum? Eða er reglu-
verkið í lagi en framkvæmd þess í
ólagi?
Fjárlaganefndin sjálf hlýtur að
spyrja stjórnkerfið spurninga í þessu
sambandi og Ríkisendurskoðun hlýt-
ur að fylgja því eftir að viðunandi eft-
irlit sé með ráðstöfun þeirra fjár-
muna, sem um er að ræða.
Gera má ráð fyrir að slíku eftirliti
verði hér eftir fylgt fast eftir.
Í ritdómi mínum um bókGuðna Th. Jóhannessonarsem birtur var í LesbókMorgunblaðsins 23. desem-
ber síðastliðinn sagði ég að kalda
stríðið hefði verið ímyndað stríð.
Með því átti ég við að það hefði
snúist um möguleg stríðsátök
frekar en eiginleg átök, um við-
brögð, áætlanir, ógnir og ótta. En
ímynduðum stríðum lýkur ekki á
sama hátt og eiginlegum stríðum.
Enginn samdi frið þegar kalda
stríðinu lauk og því er ekki skrítið
að hugir þeirra sem lifðu sig
sterkast inn í kalda stríðið á sín-
um tíma séu enn helteknir af
ímyndum þess. Þannig er um
Björn Bjarnason og því dettur
honum ekki annað í hug en að þeir
sem halda fram öðrum skoðunum
en hans á persónum og atburðum
kalda stríðsins séu annaðhvort að
grínast eða hafi annarlegan til-
gang með málflutningi sínum.
Björn krefst þess jafnvel að fjöl-
miðlar stundi sjálfsritskoðun til að
tryggja að einungis sjónarmið
hans fái að koma fram og átelur
þá harðlega sem hlíta því ekki.
Þannig telur hann „dapurlegt“ að
Morgunblaðið skuli leyfa skoð-
unum mínum að koma fram í rit-
dómi um bók. Við skulum þakka
fyrir að Björn er dómsmálaráð-
herra í lýðræðisríki en ekki ein-
ræðisríki!
Það er algeng aðferð í kapp-
ræðum að snúa út úr skoðunum
andstæðingsins, segja hann að-
hyllast allskyns hæpin eða fráleit
sjónarmið, og eyða svo púðrinu í
að mótmæla þessum sjónarmiðum.
Björn beitir þessari aðferð í ríkum
mæli í grein sinni „Jón og fimmta
herdeildin“, sem birt var í Morg-
unblaðinu 6. janúar og því er hún
ekki nema að litlu leyti marktæk
sem innlegg í vitræna umræðu um
viðfangsefnið, Sovétríkin, komm-
únisma, njósnir og kalda stríðið. Í
grein þessari veitist Björn að mér
og því kemst ég ekki hjá að svara
fullyrðingum hans. Ég vona að
skýringar mínar á nokkrum atrið-
um séu ekki með öllu gagnslausar
fyrir áhugamenn um stjórn-
málasögu síðustu aldar.
Njósnastarfsemi
Í ritdómi mínum þann 23. des-
ember sagði ég stutta reynslu-
sögu, sem ég hef ekki sagt áður
(þó að Þór Whitehead hafi að vísu
haft hluta hennar eftir mér án
þess að nafngreina mig í grein
sinni „Smáríki og heimsbyltingin“
í nýjasta hefti tímaritsins Þjóð-
mál). Sagan er af viðskiptum mín-
um við fulltrúa FSB og SVR
(stofnanirnar sem tóku við hlut-
verki KGB) í Moskvu fyrir rúmum
áratug, er ég freistaði þess að ná
sambandi við einstaklinga sem
hefðu starfað fyrir KGB eða leyni-
þjónustu hersins á Íslandi á kald-
astríðsárunum. Ég sagði frá svör-
um og viðbrögðum sem ég fékk
við þessum málaleitunum, og jafn-
framt að ég hefði kynnst því við-
horfi hjá starfsmönnum þessara
stofnana að íslensk leyniþjónusta
hefði starfað á kaldastríðsárunum,
að hún væri í afar nánu sambandi
við þá bandarísku og að Sov-
étmenn hefðu ekki reynt að stofna
innlent njósnanet á Íslandi.
Björn misskilur þessa reynslu-
sögu svo, að hér sé um fullyrð-
ingar mínar, jafnvel niðurstöður
að ræða. Svo er að sjálfsögðu alls
ekki. Ég legg ekkert mat á inni-
hald eða sannleiksgildi þessa og
orða það svona í grein minni:
„Staðhæfingar af þessu tagi segja
manni svo sem ekki mikið, en það
er kannski ekki úr vegi að láta
þær flakka hér án ábyrgðar.“ Það
hvarflaði aldrei að mér að halda
að þetta mætti skilja svo að Sov-
étmenn hefðu ekki stundað njósn-
ir á Íslandi. Að sjálfsögðu gerðu
þeir það, enda eru njósnir hlut-
verk þeirra stofnana sem um er
að ræða.
Þegar þessi misskilningur
Björns hefur verið leiðréttur
stendur ekki mikið eftir af öðrum
fullyrðingum hans. Mér er jafn
kunnugt um þekkt njósnamál á
Íslandi á kaldastríðsárunum og
Birni, og vafalaust hafa verið
gerðar fleiri tilraunir til að fá Ís-
lendinga til njósna en vitað er um.
Enginn hefur mér vitanlega reynt
að draga í efa að njósnaumsvif
Sovétmanna á kaldastríðsárunum
hér á landi hafi verið mikil og það
er fjarri mér að gera það.
Raunar er stórfurðulegt að
Björn skuli bregðast
ókvæða við reynslusögu
minni, þar sem hún gef-
ur aðeins til kynna það
sama og ummæli Olegs
Gordíevskís, fyrrum
njósnara KGB, í viðtali
við Morgunblaðið fyrir
rúmum 16 árum, en
Björn vísar meira að
segja til ummælanna í
grein sinni. Gordíevskí
sagði að KGB hefði ver-
ið bannað að ráða ís-
lenska uppljóstrara, en
það merkir einmitt að
ekki hafi verið starf-
rækt innlent njósnanet
á Íslandi. Innlent
njósnanet felur meira í
sér en „eðlileg“ njós-
naumsvif. Leyniþjón-
usta sem treystir á net
uppljóstrara hefur hóp
fólks á sínum snærum
sem vinnur kerf-
isbundið að upplýs-
ingasöfnun innan
stjórnkerfisins. Stór-
veldin höfðu, og hafa
sjálfsagt enn, net af
þessu tagi í mörgum
löndum. Þó að njósna-
starfsemi Sovétmanna
hafi verið mjög virk hér
öll kaldastríðsárin hafa engar
heimildir komið fram sem benda
til þess að innlent njósnanet hafi
starfað hér á landi.
En Björn misskilur ekki aðeins
orð mín, hann gerir sig einnig
sekan um að rugla saman njósna-
starfsemi á Íslandi annarsvegar,
og störfum Íslendinga erlendis
fyrir öryggislögreglu þar sem þeir
voru staddir hinsvegar. Það er dá-
lítið annað að fá íslenskan náms-
mann í Austur-Þýskalandi, svo
dæmi sé tekið, til að segja frá því
sem félagar hans eru gera, heldur
en að ráða íslenska embætt-
ismenn eða stjórnmálamenn til að
safna upplýsingum um eigið ríki
og afhenda fulltrúum erlendra
njósnastofnana. Það er fáránlegt
að taka það fyrrnefnda sem dæmi
um njósnir á Íslandi eins og Björn
gerir í grein sinni.
Innrás síldarflotans
Í bók Guðna Th. Jóhannessonar
segir af áhyggjum íslenskra ráða-
manna, einkum föður Björns,
Bjarna Benediktssonar ráðherra,
af mögulegri innrás Sovétríkjanna
í Ísland. Bjarni virðist hafa haldið
að sovéskur fiskiskipafloti norður
af Íslandi árið 1950 hafi í raun átt
að undirbúa og jafnvel hrinda í
framkvæmd innrás í landið. Í bók
sinni sýnir Guðni fram á að þetta
mat Bjarna stangaðist á við álit
breskra og bandarískra hermála-
yfirvalda. Það telur Björn hins-
vegar alrangt og sakar bæði mig
og Guðna um grunnhyggni fyrir
að sjá þetta ekki. Ég fæ hins-
vegar ekki betur séð en að frá-
sögn Guðna af málinu sé skýr,
heimildir hans trúverðugar og
greining hans á atburðum til fyr-
irmyndar. Björn telur að vestræn
hernaðaryfirvöld hafi almennt tal-
ið mikla hættu af skyndiárás Sov-
étríkjanna á þessum tíma og því
hafi áhyggjur Bjarna föður hans
verið á rökum reistar.
Umfjöllun Björns um þetta efni
er afar athyglisverð, og í raun eini
bitastæði hlutinn af grein
þar sem hann nýtir sér áð
óbirtar heimildir úr einka
safni föður síns. Nú verðu
hægt að átta sig til fulls á
Bjarna við sovéska innrás
um ástæðum slíks ótta, fy
Björn lætur þessar heimil
hendi. Hinsvegar fæ ég ek
að þeir kaflar sem Björn b
minnispunktum föður síns
nokkru um niðurstöðu Gu
er greinilegt af þeim brotu
Björn dregur fram úr þes
minnispunktum, að hershö
þeir sem Bjarni ræddi við
uðust ekki að síldarflotinn
sér meiri e
ari hættu e
sem Sovétm
höfðu fyrir
norðurslóð
þessum tím
Björn ve
athygli ein
atriði sem
skiptir hér
uðmáli í þe
samhengi.
fram kemu
Þórs White
greininni „
frá hlutley
birt var í t
inu Sögu á
og Björn v
þá töldu ba
hernaðaryf
líklegt á þe
tíma að So
kynnu að b
skyndiárás
hafi stríðs“
var með öð
orðum talið
slíkt væri h
almennum
aðaráætlun
Sovétríkjan
átaka stórv
kæmi. Þett
ekki að stö
viðvarandi hætta hafi veri
innrás þeirra í Ísland. Ísla
skipti miklu máli í öllum h
aðaráætlunum Sovétmann
kaldastríðsárunum en það
sér segir okkur ekkert um
una á innrás hér hverju si
Eins og Guðni Th. Jóhann
hefur bent á er afar ólíkle
Sovétmenn hafi nokkurn t
lagt á ráðin um innrás í Ís
an áætlana sinna um aðge
styrjöld stórveldanna eða
hennar.
Fimmta herdeildin
Björn bendir einnig á a
rísk hernaðaryfirvöld hafi
ákveðinn hluti íslenskra k
únista myndi fá það hlutv
styðja sovéskan innrásarh
átaka kæmi og ég sé ekki
en að Björn trúi því að þe
Bandaríkjamanna hefði re
rétt ef til innrásar hefði k
hefðu herdeildir kommúni
upp, sótt vopnin sem hann
að þeir hafi átt og gengið
bols og höfuðs á leiðtogum
arinnar.
Ég tel hinsvegar mjög ó
að Sovétmenn hefðu undir
um kringumstæðum treys
„fimmtu herdeild“ íslensk
kommúnista. Í fyrsta lagi
samskipti Sovéska komm-
únistaflokksins og íslensk
alista ekki til að um slíkt t
væri að ræða þrátt fyrir ö
aðarsamtölin, enda kvörtu
éskir erindrekar stöðugt y
þjóðernisstefnu íslenskra
ista. Í öðru lagi var hópur
sósíalista sem enn var ski
islaust sovéthollur orðinn
mennur þegar komið var u
lok fimmta áratugarins. Í
lagi var fjárhagsaðstoð So
étmanna við sósíalista ekk
hún skapaði þeim varanle
hagslega fótfestu, sem þó
verið nauðsynlegt að gera
unin hefði verið að treysta
flokkinn eða hluta hans se
Ímyndaðar herdeildir
dómsmálaráðherrans
Eftir Jón Ólafsson
» Björn krefstþess jafnvel
að fjölmiðlar
stundi sjálfs-
ritskoðun til að
tryggja að ein-
ungis sjónarmið
hans fái að
koma fram og
átelur þá harð-
lega sem hlíta
því ekki.
Jón Ólafsson