Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ eee SV MBL - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Apocalypto kl. 7 og 10 B.i. 16 ára Köld slóð kl. 6 og 8 B.i. 12 ára Tenacious D in the Pick of Destiny kl. 10 B.i. 12 ára 20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings ef greitt er með korti frá Kaupþingi BYGGÐ Á SÖGU EFTIR HÖFUND L.A.CONFIDENTIAL FRÁ BRIAN DE PALMA LEIKSTJÓRA SCARFACE OG THE UNTOUCHABLES SCARLETT JOHANSSON - JOSH HARTNETT - AARON ECKHART - HILARY SWANK BESTA ERLENDA MYND ÁRSINS GOLDEN GLOBE TILNEFNING ÍSLENSKT TALeee H.J. - MBL. N Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Apocalypto kl. 5, 8 og 10.55 B.i. 16 ára Apocalypto LÚXUS kl. 5, 8 og 10.55 Black Dahlia kl. 8 og 10.35 B.i. 16 ára Litle Miss Sunshine kl. 3.40 og 8 B.i. 7 ára Köld slóð kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 12 ára Mýrin kl. 5.50 B.i. 12 ára Eragon kl. 3.40 og 5.50 B.i. 10 ára Artúr & Mínimóarnir kl. 3.40 Casino Royale kl. 10.15 B.i. 10 ára eeee SVALI Á FM 957 eeee Þ.Þ. - FBL BESTA ERLENDA MYND ÁRSINS GOLDEN GLOBE TILNEFNING TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG eeeee BAGGALÚTUR.IS eee (D.Ö.J. - KVIKMYNDIR.COM) eeee VJV TOPP5.IS Minnst verður aldarafmælisGuðmundar Inga Kristjáns- sonar, skálds frá Kirkjubóli, í Bóka- safni Kópavogs, Hamraborg 6a, á morgun, fimmtudaginn 18. janúar kl. 17.15. Flutt verður erindi, lesið úr verkum skáldsins og leikin lög við ljóð hans. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Bækur skáldsins eru til útláns á safninu. Bækur Erindi, upp- lestur og ljóð Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Anna María Lind Geirsdóttir sýnir „Hver eru mörkin II,“ spunnið á fjöllum, fjármörk eða markleysa, í sal Grafíkfélagsins í Tryggvagötu 17, Reykjavík. Salurinn er í sömu byggingu og Listasafn Reykjavíkur en hafnarmegin. Sýningin er opin fimmtudag og föstudag frá kl. 14– 20, en henni lýkur á föstudag. Kl. 18 er skyggnimyndasýning. Sýning á verkum Jóns Óskars– Les Yeux de L’ombre Jaune og Adam Betemans – Tyrfingar stendur yfir í Lista- safninu á Akureyri. Sýning Jóns í Listasafninu á Akureyri er ekki hefðbundið yf- irlit, hún byggist ekki á völdum verkum eða tilteknu þema eða tímabili. Allt er lagt að jöfnu og það jafnað út, verki skeytt við verk handahófskennt frá gólfi upp í loft svo þétt hringinn í kringum báða stærstu salina að sjálfur Stefán frá Möðrudal yrði ásakaður um bruðl á veggplássi í samanburði. Sýningin flæðir yfir barma sína inn í vestursalinn þar sem bandaríski listamaðurinn Adam Bateman hefur komið ár sinni fyrir borð með heljarmiklum bóka- stafla, virkilegum Babelsturni, eins og til að forða skilningarvitum okkar frá drukknun. Sýningin stendur yfir til 4. mars. Opið alla daga nema mánu- daga kl. 12-17. Tónlist DOMO Bar | Ragnheiður Gröndal heldur tónleika kl. 21.30 ásamt hljómsveit sinni „Black Coffe“. Með Ragnheiði leika Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick. Á efnisskránni eru djass- og blúslög. Myndlist Anima gallerí | Þórunn Hjartardóttir. Ljós- myndir og málverk. Sýningin stendur til 27. jan. Opið 13-17 þri - lau. www.animagalleri.is Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Guðrúnar Öyahals myndlistarmanns í Artóteki, Borgarbókasafni. Á sýningunni eru lágmyndir unnar í tré og ýmis iðnaðar- efni s.s. gler, nagla, sand og rafmagnsvír. Guðrún lauk námi frá MHÍ árið 1997. Sjá nánar á www.artotek.is Til 18. febrúar. Gallerí Auga fyrir auga | Ljósmyndasýning David McMillan á myndum frá Chernobyl. Myndirnar eru teknar eftir kjarnorkuslysið 1986. Opið miðvikud. og föstud. kl. 15-19 og laug. og sunnud. kl. 14-17. Gerðuberg | Hugarheimar – Guðrún Bergs- dóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og for- ma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Verk Guðrúnar vitna um hina óheftu tján- ingu sem sprettur fram úr hugarheimi hennar. Sýningin stendur til 21. janúar. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006. Sýningin stendur til 21. janúar 2007. Tekið er á móti 8 ára skóla- börnum í samstarfi við Borgarbókasafnið. Gerðuberg á í safni sínu um 1000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og Gaman sem starfræktar voru sumrin 1988-2004. Fyrirtæki og stofnanir geta fengið leigð verk úr safninu til lengri eða skemmri tíma. Sýningin stendur til 21. janúar. Sjá www.gerduberg.is. Hafnarborg | Nú stendur yfir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar málverkasýningin Einsýna List. Listamenn- irnir eru Edward Fuglø, Astri Luihn, Sigrún Gunnarsdóttir, Torbjørn Olsen, Eyðun av Reyni og Ingálvur av Reyni. Til 4. febrúar. Kaffi Sólon | Erla Magna Alexandersdóttir – Veröldin sem ég sé og finn. Erla sýnir málverk. Erla hefur lært hjá mörgum þekktum listamönnum hérlendis og erlend- is; Eggerti Péturssyni, Finni Jónssyni, Birgi Birgissyni, Arngunni Ýri, Einari Garibaldi, Roberti Ciabani í Flórens á Ítalíu. Til 2. febrúar. Kling og Bang gallerí | Sirra Sigrún Sig- urðardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Daníel Björnsson sýna í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23. Sýningin heitir Ljósaskipti – Jólasýning Kling og Bang og stendur til 28.janúar. Listasafn ASÍ | Jóhann Ludwig Torfason sýnir „Ný leikföng“: tölvugerð málverk af skálduðum leikföngum fyrir hina meðvit- uðu yngstu kynslóð og silkiþrykktar þraut- ir. Hlynur Helgason sýnir verk sem hann nefnir „63 dyr Landspítala við Hring- braut“: kvikmynd, ljósmyndir og málverk. Til 28. janúar. Aðgangur ókeypis. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Jóns Óskars – Les Yeux de Ĺombre Jaune og Adam Batemans – Tyrfingar. Opið alla daga nema mánudaga 12-17. Listasafn Íslands | Frelsun litarins/Regard Fauve, sýning á frönskum expressjónisma í upphafi 20. aldar. Sýningin kemur frá Mu- sée des beaux-arts í Bordeaux í Frakklandi, 52 verk eftir 13 listamenn. Sýning á verk- um Jóns Stefánssonar í sal 2. Opið 11-17 alla daga, lokað mánudaga. Ókeypis að- gangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Mál- arahópurinn Gullpensillinn 2007. Tíu þjóð- þekktir listmálarar sýna ný verk þar sem blái liturinn er í öndvegi. Safnbúð og kaffi- stofa. Til 11. febrúar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Lokað í janúar Nýlistasafnið | Sýning Kolbeins „Still drinking about you“, er einstakt tækifæri fyrir gesti til að skyggnast inn í tilveru listamannsins. En hún fjallar einnig á for- dómalausan hátt um sjúkan hugarheim fík- ilsins. Opin frá kl. 13-17 til 31 janúar. Um helgar verður opið til miðnættis. Lokað mánudaga og þriðjudaga. Skaftfell | Framköllun – sýning Haraldar Jónssonar stendur til 20. janúar. Opið um helgar eða eftir samkomulagi. Melkorka Huldudóttir sýnir „Beinin mín brotin“ á Vestuvegg Skaftfells í janúar. Sýningin er um helgar frá 13 til 18 eða eftir samkomulagi. www.skaftfell.is Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóð- minjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Myndirnar fanga anda jólanna á sjöunda áratugnum. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á útsaumuðum handaverkum list- fengra kvenna frá fyrri öldum. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og gönguleiðir í ná- grenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is Sími 586 8066. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Landnámssýningin Reykjavík871±2, Að- alstræti 16, er lokuð í janúar og febrúar vegna lokaáfanga forvörslu skálarúst- arinnar. Opnað að nýju 3. mars. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóð- deildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasög- um til Íslands í gegnum aldirnar. Sjá nánar á heimasíðu: www.landsbokasafn.is Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið: Menjar tímans – Sissú. Sýningin fjallar um áferð og athafnir sem verða til við breyt- ingar í umhverfi mannsins og eru mynd- irnar brotabrot af menjum og tímasveiflu í byggðu umhverfi á Reykjavíkursvæðinu. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns | Í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1 hefur verið sett upp yfirlitssýning á ís- lenskum gjaldmiðli og öðru efni í eigu safnsins. Þar er einnig kynningarefni á margmiðlunarformi um hlutverk og starf- semi Seðlabanka Íslands. Sýningin er opin mán-föst. kl. 13.30-15.30. Gengið er inn um aðaldyr bankans frá Arnarhóli. Aðgangur er ókeypis. Þjóðmenningarhúsið | Að vanda eru fjöl- breyttar sýningar í sölum Þjóðmenning- arhússins. Þær eru: Íslensk tískuhönnun, með fatalínum frá níu merkjum eða hönn- uðum í samhengi við íslenska náttúru. Berlin Excursion, bókagerðarlist frá forlagi rithöfunda og myndlistarmanna frá Berlín. Fyrirheitna landið og Handritin að auki. Þjóðminjasafn Íslands | Skoðunarferð um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er æv- intýralegt ferðalag gegnum 1200 ár sem hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í flughöfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar, fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna. Skemmtileg safnbúð og notalegt kaffihús. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Dans Hótel Borg | Annað kvöld, 18. janúar, verð- ur tangódansleikur kl. 21-24 í Gyllta saln- um á Hótel Borg. Kl. 20 er opinn tími fyrir þá sem vilja læra grunnatriði í argent- ínskum tangó. Aðgangseyrir er 500 kr. Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Vídeó sýn- ing um þjóðdansa miðvikudaginn 17. janúar í sal félagsins, Álfabakka 14a kl. 20.30. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Fimmtud.18. jan. kl. 17.15 verður minnst aldarafmælis Guð- mundar Inga Kristjánssonar, skálds frá Kirkjubóli, í Bókasafni Kópavogs, Hamra- borg 6a. Flutt verður erindi, lesið úr verk- um skáldsins og leikin lög við ljóð hans. Að- gangur ókeypis, allir velkomnir. Bækur skáldsins eru til útláns á safninu. Fyrirlestrar og fundir Orkugarður | Miðvikudagserindi miðvikud. 17. jan. kl. 13: Hákon Aðalsteinsson, sér- fræðingur á Orkustofnun greinir frá 2. áfanga áætlunarinnar þar sem meg- ináhersla verður lögð á jarðvarmavirkjanir. Verkefnisstjórn skilar niðurstöðum síðla árs 2009 og hefur því 2 ár til gagnaöfl- unar. Nánar á: www.os.is. Fréttir og tilkynningar GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Hrjá- ir spilafíkn þig eða þína aðstandendur? Hringdu í síma: 698 3888. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun miðvikudaga kl. 14-17. Tek- ið við fatnaði og öðrum munum þriðjudaga kl. 10-15. Sími 551 4349 virka daga kl. 10- 15. Netfang maedur@simnet.is Frístundir og námskeið Landbúnaðarháskóli Íslands | Námskeið í trjáklippingum – formklipping. Lögð er áhersla á stífar klippingar eða mótun trjáa og runna. Farið í vaxtarlag trjáa og runna og viðbrögð þeirra við stífri klippingu. Lim- gerðisklippingar og klippingar trjáa og runna í litlum görðum eða svæðum. Sjá www.lbhi.is – Endurmenntun. Skráning fyrir 21. janúar. Lesblindusetrið | Hraðlestur fyrir börn (9- 13 ára). Sérsniðið hraðlestrarnámskeið fyr- ir börn og unglinga. Kolbeinn Sigurjónsson, Davis ráðgjafi hjá Lesblindusetrinu. kol- beinn@lesblindusetrid.is Sími 566 6664. Útivist og íþróttir Garðabær | Vatnsleikfimi fyrir alla. Styrkj- andi og hressileg hreyfing fyrir vinnu 4 sinnum í viku kl. 7-8 á morgnana í innilaug- inni í Mýrinni, Garðabæ. Upplýsingar eða fyrirspurnir í síma 691 5508 og á netf. annadia@centrum.is Anna Dia íþrótta- fræðingur. Laugarneskirkja | Gönguhópurinn Sólar- megin býður upp á hressandi göngutúr kl. 10.30. Haldið af stað frá kirkjudyrum Laug- arneskirkju. Umsjón Örn Sigurgeirsson. staðurstund Myndlist „Hver eru mörkin II“ Myndlist Jón Óskar og Adam Beteman í Listasafninu á Akureyri Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Vinnustofa opin frá kl. 9. Postulíns- málun frá kl. 10. Gönguhópur kl. 11. Frjáls spilamennska alla daga. Hádeg- ismatur kl. 12-13. Miðdegiskaffi kl. 15. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 8-16.30 handavinna, kl. 9-16.30 smíði/ útskurður, kl. 10-11.30 heilsugæsla. Barðstrendingafélagið | Barðstrend- ingafélagið minnir á almennan fé- lagsfund í Konnakoti í kvöld kl. 20. Fundarefni: Framtíð félagsins. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, glerlist, almenn handavinna, morgunkaffi og dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Sam- verustund með sr. Hans Markúsi Haf- steinssyni á morgun kl. 13.30. Dalbraut 18 - 20 | Mánudaga fram- sögn, brids þriðjudaga, félagsvist miðvikudaga, samvera í setustofu, spjall, lestur og handavinna fimmtu- daga, söngur með harmonikuund- irleik. Kaffi og meðlæti alla daga. FEBÁ, Álftanesi | Litlakot kl. 13-16. Grétudagur, spilað, teflt og spjallað. Gróukaffi. Akstur annast Auður og Lindi, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK: Skrifstofan Gullsmára 9 er op- in mánudaga kl. 10-11.30. Sími: 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16. Sími: 554 3438. Félagsvist er spiluð í Gjá- bakka á miðvikudögum kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar fara í létta göngu kl. 10. Síðdegisdans kl. 14.30, Matthildur Guðmundsdóttir, Jón Freyr Þór- arinsson og Árni Norðfjörð stjórna, kaffi og terta. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Námskeið í framsögn hefst 30. janúar kl. 17, leiðbeinandi Bjarni Ingv- arsson, skráning í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30. Glerlist kl. 9.30 og kl. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.