Morgunblaðið - 17.01.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 43
menning
Kvikmyndirnar Babel ogDreamgirls voru valdarbestu myndirnar, hvor ísínum flokki, á stjörnum
prýddri Golden Globe-verð-
launahátíð í Los Angeles aðfara-
nótt þriðjudags.
Það eru samtök erlendra frétta-
ritara í Hollywood sem standa að
valinu, sem þykir oft benda til þess
hverjir muni hljóta Óskars-
verðlaun í næsta mánuði. Leik-
stjórinn Martin Scorsese þótti
fremstur meðal jafningja fyrir
mynd sína The Departed og velta
því margir fyrir sér hvort í ár sé
komið að því að hann hljóti sín
fyrstu Óskarsverðlaun fyrir leik-
stjórn, en hann hefur verið til-
nefndur sjö sinnum en aldrei hlot-
ið.
Breska leikkonan Helen Mirren
var ótvíræður sigurvegari hátíð-
arinnar en hún fór heim með tvo
gullhnetti í farteskinu. Annan fyrir
túlkun sína á Elísabetu II Eng-
landsdrottningu í kvikmyndinni
The Queen og hinn fyrir hlutverk
sitt sem Elísabet I í samnefndri
sjónvarpsþáttaröð.
Mirren tileinkaði verðlaunin
Englandsdrottningu og sagði það
ekki síst Elísabetu sjálfri að þakka
hversu vel myndinni hefði verið
tekið.
Forest Whitaker var valinn besti
leikarinn í flokki dramamynda fyr-
ir hlutverk sitt í kvikmyndinni The
Last King of Scotland þar sem
hann lék Úgandamanninn og ein-
ræðisherrann Idi Amin.
Sasha Baron Cohen og Meryl
Streep voru svo valin bestu leik-
ararnir í flokki gamanmynda, Coh-
en fyrir æringjann Borat og Streep
fyrir hlutverk sitt í The Devil
Wears Prada.
Cohen notaði tækifærið í þakk-
arræðu sinni og þakkaði öllum þeim
Bandaríkjamönnum sem ekki hafa
enn farið í mál við hann. Streep
sagðist hinsvegar vilja „gráta af
þakklæti“ þegar hún veitti sín-
um verðlaunum viðtöku.
Kvikmynd Clint Eastwoods
Letters From Iwo Jima var
valin besta kvikmyndin sem
er á öðru tungumáli en
ensku.
Ugly Betty var valin besta
gamanþáttaröðin og aðal-
leikkonan, America Ferrera,
var valin besta gam-
anleikkonan í sjónvarpi.
Læknadramað Grey’s
Anatomy var valin besta
sjónvarpsþáttaröðin.
Hugh Laurie fékk
verðlaun fyrir túlk-
un sína sem skap-
styggi læknirinn í
þáttunum House.
Þá fékk Kyra
Sedgwick verð-
laun sem besta
leikkonan í
þáttunum The
Closer.
Mirren drottning gullhnattanna
Golden Globe-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn aðfaranótt þriðjudags
Hissa Sacha Baron Cohen rýnir í
áletrun á verðlaunagripnum sínum.
Borat var fjarri góðu gamni. Besti sjónvarpsþátturinn Leikarar og aðstandendur sjónvarpsþáttanna Grey’s Anatomy.
Reuters
Sáttur Forest Whitaker þótti
fremstur meðal jafningja fyrir
túlkun sína á Idi Amin.
Heiðurshjón Ann-
ette Bening og
Warren Beatty
mæta til leiks en
Beatty var sæmd-
ur heiðurs-
verðlaunum Gol-
den Globe sem kennd
eru við Cecil B.
DeMille.
Sæt America Ferrera var valin
besta leikkonan í sjónvarpsþætti
fyrir hlutverk sitt í Ugly Betty.
Sigursæll Leikstjóri Babel, Alej-
andro Gonzalez Inarritu, faðmar að
sér leikkonurnar Adriana Barraza
og Rinko Kikuchi.
Parið Brad Pitt og Angelina Jolie mættu
prúðbúin en Pitt var tilnefndur fyrir
hlutverk sitt í Babel.
Gráti næst Meryl Streep sýnir stolt
gullhnöttinn sinn.
Drottningin Helen Mirren var sigurvegari kvölds-
ins. Hún var tilnefnd til þrennra verðlauna og
hlaut að lokum tvenn.
!
!
" #
! !
" #$ %
! !
! &
$!
'$ #$!!
(
)
*
+ !
&
! ##
%