Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 9 FRÉTTIR 56,5 MILLJÓNUM króna var út- hlutað til 43 aðila úr Styrktarsjóði Baugs Group í gær. Þetta var í þriðja sinn sem úthlutun fór fram úr sjóðnum sem stjórn Baugs Group hf. stofnaði þann 10. júní 2005 með 300 milljóna króna stofnframlagi. Athöfnin fór fram mánudaginn 5. febrúar í Iðusölum við Lækjargötu. Jóhannes Jónsson og Ingibjörg Pálmadóttir afhentu styrkina fyrir hönd sjóðsins en auk þess stigu styrkþegarnir Voces Thules á stokk og fluttu tónlist og Elísabet Jökuls- dóttir las upp ljóð. Stærstu styrkina hlutu Gunnar Þórðarson til útgáfu geisladisks með Brynjólfsmessu að upphæð 2,6 milljónir, Gríman – Íslensku leik- listarverðlaunin til næstu tveggja ára að upphæð 5 milljónir, Helgi Kristófersson að upphæð 2,4 millj- ónir til að laga vinnuaðstöðu fatl- aðra í Múlalundi og Action on Addiction að upphæð 7 milljónir til rannsókna á vímuefna- og áfengis- forvörnum og meðferðarúrræðum í Bretlandi. Styrkþegar víða að Aðra styrki hlutu Rithöfunda- samband Íslands, Líknar- og vina- félagið Bergmál, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands, SigurRós, Haukur og Elva Dögg, til að mæta miklum kostnaði við veikindi, Byggðasafn Vestfjarða, Lauf – Landssamband áhugafólks um flogaveiki, Sonja Sigurðardóttir sundkona, Ópera Skagafjarðar, Hugo Film, Ásgarður handverk- stæði, Rannsóknastofa HÍ og LSH í öldrunarfræðum, Samtökin ’78, Við- ar Hreinsson, Vísindasjóður fyrir mænuskaddaða, Canada Iceland Arts Festival Inc., Skálatúnsheim- ilið, Beinvernd, Sambýlið Hraun- tungu 54 í Kópavogi, Heimilismenn Lyngmóa 17 Njarðvík, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Helgi Kristófersson, Kári Árnason, AFS áhugafélag um tónlistarflutning, Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar, Kórastefna við Mývatn 2007, Voces Thule, Möguleikhúsið, Leikhópurinn Fjalakötturinn, Yoga Shala Reykjavík ehf., Fanndís Huld Valdimarsdóttir, Minjasafnið á Ak- ureyri, Landakotsskóli, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Garðar Guðmundsson heila- og taugaskurð- læknir og DEA-félagið. Styrktarsjóði Baugs Group hf. er ætlað það hlutverk að styðja marg- vísleg líknar- og velferðarmál auk menningar- og listalífs. Úthlutað úr Styrkt- arsjóði Baugs Group Styrkur Jóhannes Jónsson og Ingibjörg Pálmadóttir afhentu styrki Baugs Group fyrir hönd sjóðsins. Morgunblaðið/RAX ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í endurskoðun á siglingalögum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hyggst á næstunni skipa starfshóp sem falið verður að leggja fram til- lögur um hugsanlegar lagabreyting- ar. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar strands flutningaskipsins Wilson Muuga sem strandaði í lok síðasta árs. Samkvæmt lögum um mengun hafs og stranda ber eigendum að fjar- lægja skipið innan sex mánaða. Í sigl- ingalögum er hins vegar að finna ákvæði sem takmarka eigenda- ábyrgð. Eigendur Wilson Muuga hafa ákveðið að nýta sér rétt sinn samkvæmt siglingalögum, en það þýðir að þeir þurfa aðeins að greiða 74 milljónir vegna hreinsunar á strandstað. Í tilkynningu frá samgönguráðu- neytinu segir að í kjölfar nokkurra al- varlegra mengunar- og umhverfis- slysa sem urðu víða um heim vegna skipsskaða kringum árið 2000 hafi verið talið brýnt af alþjóðasamfélag- inu að endurskoða allar alþjóðlegar reglur um siglingaleiðir og ábyrgð vegna slíkra slysa. Við endurskoðun laganna er einnig talið brýnt að líta til þess samhengis sem Ísland sé í hvað varðar alþjóð- lega samninga og reglur, sem Ísland er aðili að, um siglingamál og meng- unarvarnir í kjölfar óhappa og slysa. Hefja á endur- skoðun á sigl- ingalögum Póstsendum Enn meiri verðlækkun Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Nýjar vörur - Fallegt úrval 50-75% afsláttur af útsöluvörum Allar yfirhafnir á 50% afslætti Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Erum að taka upp nýjar vörur LAGERSÖLU LÝKUR MIÐVIKUDAG Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 * Tilbo› gildir til 28. febrúar e›a á me›an birg›ir endast. Su›urlandsbraut 26 Reykjavík Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 Njar›vík Sími: 420 0000 Mi›ási 7 Egilsstö›um Sími: 470 0000 Grundargötu 61 Grundarfir›i Sími: 430 0000 www.besta.is EXPRESS MOPPUSKAFT fiú flarft enga fötu, fyllir bara handfangi› me› vatni og hreinsiefni! Ótrúlega einfalt! ULTRAMAX MOPPUSETT Blaut- og flurrmoppur fyrir allar ger›ir gólfa. Fatan vindur fyrir flig. Hrein snilld! ATTRACTIVE RYKKÚSTUR Afflurrkunarkústur sem afrafmagnar. Langir flræ›ir sem ná í afskekktustu afkima og skilja ekkert eftir! Ótrúlega sni›ugt! fiRIFIN LEIKUR VER‹A * EINN! Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Ný pils í Bæjarlind Síðustu dagar útsölunnar Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Morgunverðarfundur í boði fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, í samvinnu við Evrópunefnd forsætisráðherra Sjávarútvegsstefna ESB: Áhrif og áskoranir Miðvikudaginn 7. febrúar 2007 á Hótel Borg, Pósthússtræti 11 - kl. 8:00 - 9:40 Fundarstjóri: Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Dagskrá: 8:00 Morgunverður. 8:30 Setning, Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra. 8:40 Sjávarútvegsstefna ESB: Áhrif og áskoranir Michael Köhler, ráðgjafi framkvæmdastjóra ESB í sjávarútvegsmálum. 9:00 Umræður og spurningar. 9:40 Fundarlok. Fundurinn er öllum opinn en áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku á heimasíðu fastanefndar ESB (www.esb.is) eða í síma (+47) 22 83 35 83. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku. Fundurinn fer fram á ensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.