Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 20
Syngjandi Söngkonan Christina Aguilera bregður á leik á tónlist- arverðlaununum í Cannes í ár - að sjálfsögðu í skóm hönnuðum af Louboutin. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is MANOLO Blahnik er ennþá konungur skóhönnuða en Fransmaðurinn Christi- an Louboutin hefur rennt sér upp að hlið hans í tískuheiminum. Stór- stjörnur í tónlistar- og kvikmynda- heiminum, konur á borð við Gwen Stefani og Nicole Kidman, jafnt sem þroskaðri leikkonur eins og Catherine Deneuve, dá hann og ganga á rauðum sólunum hans eftir rauðum dregl- unum. „Skór eru ekki fylgihlutur, þeir eru einkenni,“ segir þessi nýi meistari sem sækir fyrirmyndirnar í næturlíf Par- ísarborgar, þar sem dans- og sýning- arstúlkur veittu honum upphaflega innblástur. Hann hefur gjörsamlega heillað konur upp úr skónum sem sést e.t.v. best á því að þær hiksta ekki einu sinni yfir verði skóparsins, sem er 15.000–60.000 krónur. Það finnst sumum ekki mikið fyrir fullkominn samruna fegurðar og stíls, sem getur gert hvaða konu sem er kynþokkafulla á augabragði. Vörumerki Louboutins er hinn rauði sóli. „Ég vil brjóta upp hina líflitlu svörtu og kremuðu sóla,“ segir hann. Og svo sannarlega eru rauðu sólarnir flottir, hvort sem er á hælaháum svörtum skóm eða þeim sem eru litrík- ari og hafa fylltan hæl. Þeir eru rjóm- inn, sem, aldrei þessu vant, er undir glæsilegri tertu. Smáatriði sem verður stórt þegar á heildina er litið – eins og svo margt annað í skósmiðju Frans- mannsins. Frægir Þeir frægu, eins og Nicole Richie, ganga að sjálfsögðu í réttu skónum – Louboutin, sem segir ef til vill meira en mörg orð um hversu heitur hönn- uðurinn er. Í rjómalagaðri skósmiðju Christians Louboutins Skófíkill Blahnik og Loubout- in voru í afar miklu uppáhaldi hjá Beðmálsstúlkunni Carrie Bradshaw sem Sarah Jessica Parker lék svo einstaklega eft- irminnilega. Reuters tíska Klassískt Skór þurfa ekki að vera með 10 cm hælum til að hafa aðdráttarafl. Gimsteinar Louboutin skreytir skóna líka steinum. Formfagrir Rauðir, lakkaðir og lokkandi. matur 20 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Þörf er á jákvæðari um-ræðum um skólamötu-neyti til að hvetja þá semþar starfa til að bæta matinn og þjónustuna. Þetta segir matráður í Klébergsskóla sem vís- ar því á bug að börn á skólaaldri fúlsi við hollum mat. Þvert á móti segir hún þau taka hollmetinu feg- ins hendi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag fer því fjarri að manneldismarkmiðum sé fylgt eftir í öllum mötuneytum grunn- og leikskóla skv. könnun sem Lýð- heilsustöð gerði árið 2005. Sömu- leiðis er þátttaka nemenda í mötu- neytum misgóð og greinilegt að nemendum fækkar í áskrift á mat eftir því sem þeir eldast. Þannig er því þó ekki farið á öll- um stöðum. Að sögn matráðsins í Klébergsskóla á Kjalarnesi, Mörtu Guðrúnar Guðmannsdóttur, borða um 95% nemenda mat í skólanum og aðeins tveir nemendur á ungl- ingastigi eru ekki í áskrift. Hún segir hollustuna hafða í fyrirrúmi í mötuneytinu. „Reyndar finnst okkur við ekki hafa nægan mannskap en gerum eins og við getum. Tvo daga í viku erum við þrjár og þá eldum við allt frá grunni. Hina dagana er matseð- illinn svolítið misjafn en við reyn- um að vera mjög sjaldan með tilbú- inn mat. Þegar það gerist, t.d. þegar við kaupum tilbúnar fisk- bollur, fáum við nákvæma inni- haldslýsingu og pössum upp á að hún standist okkar kröfur. Við bjóðum aldrei upp á pylsur eða annað slíkt en einu sinni á hvorri önn pöntum við pítsu. Við bökum brauð á staðnum úr spelti og sömu- leiðis bjóðum við speltpasta þegar slíkur matur er á borðum.“ „Sjoppur“ spilla fyrir Eitt af því sem kom fram í könn- un Lýðheilsustöðvar var að ávextir eru sjaldséð vara í mötuneytum grunnskóla. Í Klébergsskóla er hins vegar ávaxtastund alla morgna sem kemur að vissu leyti í staðinn fyrir nestistíma. „Starfsfólkið hér er flest sammála um að börnin eru allt önnur eftir að við byrjuðum á þessu,“ segir Marta Guðrún sem segir líka mikilvægt að börnin þekki matinn sem þau borði. „Við reynum að útskýra fyrir þeim hvað er í matnum í staðinn fyrir að bjóða upp á einhverja óskilgreinda fæðu í raspi. Það breytir miklu því þannig eru þau mun jákvæðari að smakka og prófa sig áfram.“ Hún segir ganga mjög vel að koma matnum ofan í börnin. „Það er mjög gaman að gefa þeim að borða því þau mala hreinlega af ánægju. Einu sinni í viku erum við með matarmikla súpu sem við eld- um frá grunni og jafnvel þau börn sem eru búin á hádegi bíða í hálf- tíma eftir matartímanum því þau vilja ekki fyrir nokkurn mun missa af henni.“ Marta Guðrún bendir á að í mörgum skólum séu eins konar „sjoppur“ þar sem boðið er upp á samlokur og annað slíkt í sér- afgreiðslu fyrir unglingana. „Þetta er ekki hollustufæði að mínu mati,“ segir hún. „Ég er viss um að það skemmir mjög mikið fyrir þátttöku nemendanna í matnum þegar farið er að selja þeim tilbúnar langlokur, hamborgara til að setja í örbylgj- una og snúða úr bakaríinu. Ég veit að ég hefði valið það fram yfir soð- inn fisk eða kjötbollur þegar ég var unglingur. Stundum heyrast þau rök að nemendurnir fari þá bara í hverfissjoppuna ef þetta er ekki gert en við höfum líka slíka sjoppu hér. Og það virðist ekki spilla fyrir þátttökunni.“ Álag á starfsfólki Marta Guðrún telur starfs- mannafæð í mötuneytunum hafa mikil áhrif á gæði matarins. „Sölu- menn tilbúinna matvæla hafa líka mjög opinn aðgang að okkur sem störfum í eldhúsunum og ég hef ekki undan að vísa þeim frá. Þegar þeir staðhæfa að þessi matur sé notaður í öllum skólum samhliða því að álagið á starfsfólkinu er mik- ið getur auðvitað verið freistandi að kaupa tilbúið fæði sem er auðveld- ara í eldun en annað.“ Fyrst og síðast telur hún þó já- kvæða umræðu um mötuneytismál nauðsynlega. „Það gerist ekkert í þessum málum nema fólk hafi sjálft áhuga á breytingum. Það munar öllu að við í Klébergsskóla höfum allan stuðning skólastjórnenda okk- ar og góðan meðbyr frá foreldrum. Hrós virkar alltaf sem vítamín- sprauta.“ Hún segir alla sammála um að góð og holl fæða sé grunnurinn að því að börnin vinni vel í skólanum. „Það segir sig sjálft að við afköst- um meiru ef við erum södd og glöð. En mikilvægast er að fólk viti að það er vel hægt að breyta hlut- unum til hins betra og það skilar sér margfalt til baka.“ Börnin taka hollustunni fagnandi Morgunblaðið/Ásdís Ávaxtastund „Starfsfólkið hér er flest sammála um að börnin eru allt önnur eftir að við byrjuðum á þessu.“ Hollusta „Það gerist ekkert í þessum málum nema fólk hafi sjálft áhuga á breytingum,“ segir Marta Guðrún Guðmannsdóttir, matráður í Klébergsskóla. Sölumenn tilbúinna mat- væla hafa líka mjög op- inn aðgang að okkur sem störfum í eldhús- unum og ég hef ekki undan að vísa þeim frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.