Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 25 Í DANSKA dagblaðinu Jótlands- póstinum 28. janúar síðastliðinn ræðst Danski þjóðarflokkurinn (DF) gegn frjálsum búsetu- rétti á Norðurlöndum. Talsmaður flokksins í innflytjendamálum ótt- ast að sú ákvörðun Svía að veita íröskum flótta- mönnum varanlegt dvalarleyfi geti haft þær afleiðingar að þess- ir sömu flóttamenn setjist að í Danmörku. DF krefst því að réttur sænskra ríkisborgara til að flytjast til Dan- merkur verði takmark- aður og er flokkurinn jafnvel reiðubúinn að segja upp norræna samningnum um frjáls- an búseturétt. Ef tillagan verður lögð fram hefur það í för með sér athygl- isverða breytingu á þeim grundvall- arreglum sem gilt hafa í norrænu samstarfi undanfarna áratugi, nánar tiltekið hvað varðar regluna um rétt Norðurlandabúa til að starfa og ferðast á milli Norðurlanda í atvinnu- skyni. Í skoðanakönnun sem gerð var árið 2006 kom fram að rétturinn til að setjast að og starfa hvar sem er á Norð- urlöndum er eitt af því sem Norður- landabúar telja mikilvægast í nor- rænu samstarfi. Krafa Danska þjóðarflokksins felur því í sér að af- nema hluta af þeim réttindum sem norrænir borgarar telja þýðing- armest. Það ríkir þó sátt á milli norrænu ríkisstjórnanna um að fara aðra leið og afnema í staðinn sem flestar stjórnsýsluhindranir á milli Norð- urlanda. Það er eining um að flýta því starfi. Norðurlandabúar eiga einnig að geta ferðast á milli landanna sér til ánægju eða í atvinnuskyni án þess að þeim finnist þeir vera að glata per- sónulegum eða efnahagslegum rétt- indum. Nú þegar starfsmenn frá Suður- Svíþjóð eru eftirsóttir til vinnu í Dan- mörku er mikilvægara en nokkru sinni að ekkert hindri för þeirra. Um leið og ferðalög til vinnu á landa- mærasvæðum Norðurlanda aukast og norrænir atvinnumarkaðir kalla eftir auknu vinnuafli munu kröfur borgaranna um skýrar reglur og greiðar ferðir yfir landamæri verða æ háværari. Við verðum því að auðvelda fólki að nálgast upplýsingar um vinnu, frjálsa för í at- vinnuskyni og búferla- flutninga. Í for- mennskuáætlun sinni í Norrænu ráðherra- nefndinni fyrir árið 2007 hafa Finnar einnig gert stjórnsýsluhindr- anir og frjálsa för innan Norðurlanda eitt af for- gangsverkefnunum. Eitt af því fyrsta sem Norræna ráðherra- nefndin verður að fjalla um eru áhrif atvinnu- leysis foreldra. Barna- fjölskyldur eiga án vandræða að geta unnið og flust búferlum á milli Norðurlanda án þess að verða fyrir tekjumissi eða missa grundvall- arréttindi. Það verður einnig að vera auðveld- ara að vinna hlutastarf í fleiri en einu landi í einu án þess að missa fé- lagsleg réttindi. Þar að auki á að vera hægt að afla sér starfsreynslu í grannríki og flytja at- vinnuleysisbætur með sér yfir landamæri. Aukinn pólitískur vilji til norræns samstarfs, sem meðal annars má merkja frá forsætisráðherrum land- anna, verður að skila sér í umbótum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það kemur undarlega fyrir sjónir að sam- hliða því að við köllum á nýjar fjár- festingar, bættar rannsóknir og aukið vinnuafl látum við hjá líða að fjar- lægja síðustu hindranirnar í vegi þess að flytja fjármagn, rannsóknir og vinnuafl þangað þar sem þörf er fyrir það. Við getum ekki beðið lengur og við eigum heldur ekki að bíða lengur. Norðurlöndin verða að standa vörð um rétt borgaranna til að starfa þar sem þeir vilja. Ég legg þess vegna til að norrænu löndin haldi fast í réttinn til frjálsra fólksflutninga, að þau efli samstarfið sín í milli og fjarlægi síð- ustu landamærahindranirnar. Danski þjóðar- flokkurinn á önd- verðum meiði við Norðurlönd Halldór Ásgrímsson skrifar um búseturétt á Norðurlöndum » Aukinn póli-tískur vilji til norræns samstarfs, sem meðal annars má merkja frá forsætisráð- herrum land- anna, verður að skila sér í um- bótum fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Halldór Ásgrímsson Höfundur er framkvæmdastjóri Nor- rænu ráðherranefndarinnar. KOMIÐ hefur í ljós að kostnaður við rekstur heilbrigð- isþjónustu á Íslandi er einn sá mesti af öllum löndum í Evrópu. Mið- að við aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar er nokkuð ljóst að kostn- aðurinn er sá mesti hér á landi. Sú aðferð sem notuð er hér á landi til að fjármagna rekstur heilbrigðiskerfisins, eftir 12 ára stjórn Framsóknarflokksins, er föst fjárlög. Til þess að ná því marki að halda fjárlögum eins lágum og hægt er er eina leiðin sú að draga úr þjónustunni, en það þýðir að lang- ir biðlistar myndast. Að láta veika sjúklinga bíða lengi eftir lausn sinna mála þýðir auðvitað mikinn auka- kostnað við að sinna þeim sjúkling- um. Rannsóknir hafa sýnt að kostn- aður við að sinna þeim getur allt að tvöfaldast vegna þessara biðlista. Þessi kostnaður lendir að mestu á ríkinu, bara öðrum fjárlagalið. Því væri hægt að draga töluvert úr kostnaði heilbrigðiskerfisins í heild með því að aðlaga þjónustuna eft- irspurn og tæma með því alla biðlista til frambúðar. Fjármögnun þjónustunnar Gríðarlegar breytingar hafa orðið á fjármögnun og rekstri spítala í öll- um löndum OECD þar sem í flestum tilvikum hefur verið tekið upp svo- kallað DRG-kerfi. Þetta fyr- irkomulag er til dæmis við lýði í Nor- egi og Svíþjóð. Meðalkostnaður á hvern sjúkling í þessum löndum hjá háskólaspítölum er 365 þúsund krónur. Þar sem hafa biðlistar horfið og sjúklingar fá lausn sinna vanda- mála án nokkurrar biðar. Ef kostnaður við þjónustu sjúk- linga hér á landi er reiknaður miðað við DRG-flokkun kemur í ljós að meðalkostnaður við hvern sjúkling hér á landi á háskólasjúkrahúsi er um 480 þúsund krónur. Ef kostn- aður hér væri svipaður og í Dan- mörku og Svíþjóð, þá væri kostn- aðurinn við rekstur Landspítala 3–4 milljörðum króna lægri en hann er nú. Skýringin á þessum mun er mjög einföld, þ.e. að fjármögnun hér á landi er algerlega úrelt fyrirbrigði. Álit stjórnmálaflokka Það er mjög fróðlegt að skoða hvað stjórnmálaflokkar hafa samþykkt um það hvern- ig eigi að reka heilbrigð- iskerfið hér á landi. Samfylking hefur gert meðfylgjandi samþykkt: „Gerbreyta á fjár- mögnun heilbrigð- isstofnana. Nýta kosti kostnaðargreiningar (DRG-kerfis) til að auka hagkvæmni, skilvirkni og samkeppni á milli heilbrigðisstofnana án þess að tefla gæðum þjónustunnar í hættu. Ljúka kostnaðargreiningu heilbrigð- isþjónustu á öllum heilbrigðisstofn- unum. Aðskilja milli seljanda og kaupanda heilbrigðisþjónustu.“ Í dag notum við föst fjárlög í þess- um tilgangi. Um það segir: „Fastar fjárveitingar til heilbrigðisstofnana draga hinsvegar úr hvata til sparnað- ar og eru framleiðniletjandi. Ísland er langt á eftir öðrum þjóðum hvað varðar það hvernig heilbrigðiskerfið er fjármagnað.“ Í landsfundarályktun Sjálfstæð- isflokks 2003 segir: „Landsfundur hvetur til þess að kostnaðargreiningu í heilbrigðiskerfinu verði hraðað, svo hægt verði að hverfa frá föstum fjár- lögum til fjárlaga þar sem greitt er fyrir unnin verk. Við þetta munu skapast eðlileg rekstrarskilyrði í heil- brigðisþjónustunni og eðlileg hag- ræðing mun fylgja í kjölfarið.“ Það er því óskiljanlegt hvers vegna svo hægt gengur að koma á breyt- ingu sem stærstu stjórnmálaflokkar landsins eru sammála um að eigi að ráðast í og gæti sparað 3–4 milljarða króna á ári. Dýr heilbrigðis- þjónusta á Íslandi » ...fjármögnun hér álandi er algerlega úrelt fyrirbrigði. Ólafur Örn Arnarson Höfundur er læknir á eftirlaunum. Ólafur Örn Arnarson fjallar um heilbrigðisþjónustu. Í FRÉTT í fréttatíma Rík- issjónvarpsins hinn 4.2. 2007 kom fram það álit forsvarsmanna fé- lagsins Norðurvegar að upp- byggður bílvegur norður í land um Kjöl myndi aldrei lokast meira en sem svarar fimm dögum á ári. Halldór Blöndal alþingismaður mun einn af stjórnarmönnum Norðurvegar. Héðinsfjarðargöng voru til um- ræðu fyrir nokkrum árum. Þá fengust þær upplýsingar að upp- byggður vegur um Lágheiði myndi líklega vera lokaður 10–14 daga á ári. Þær upplýsingar vógu sitt þegar ákveðið var að leggja sjö milljarða króna til byggingar Héðinsfjarðarganga. Halldór Blöndal var mikill hvatamaður þess verkefnis. Nú langar mig að spyrja Halldór Blöndal. Aðrir norðlenskir Norð- urvegarmenn mega gjarnan svara í hans stað sé hann of önnum kaf- inn við eftirlitsstörf í Nýju-Delí. Spurningin er þessi: Eru meiri snjóþyngsl á Lágheiði (mesta hæð 409 metrar yfir sjó) en á Kjalvegi (hæð yfir sjó 600–700 metrar)? Ennfremur: Er fljótlegra að ryðja snjó af Kjalvegi (lengd um 170 km) en af Lágheiði (um 20 km milli fremstu bæja)? Það skal tekið fram að það hvarflar ekki að mér að norð- anmenn hniki til staðreyndum til að tryggja þóknanlega niðurstöðu. Þórólfur Matthíasson Mokað minni snjó? Höfundur er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands (VHHÍ). ÉG VARÐ fyrir mik- illi geðshræringu og dolfallinn vegna fréttar sem vinur minn sagði mér, að forstjórinn minn, Ásgeir Eiríksson, hefði látið af störfum sem forstjóri Strætó bs. Ég á ekki til eitt auka- tekið orð og vantar orð til að lýsa þessu. Okkar fyrstu kynni voru hjá Strætó SVR fyrir mörgum árum, þegar við vorum að þvo vagnana úti á plani, ungir og fallegir, en nú, 45 árum síðar, bara gullfallegir menn. Það sem ég tel vera ástæðu þess að hann hverfur af vettvangi er að við leiðarkerfisbreytingar fyrir 19 mánuðum voru stöðug fundahöld um nýja kerfið, tímatökur og stanslaust áreiti hjá honum. Ásgeir var alls staðar að keyra vagnana og kynna sig fyrir starfs- mönnum fyrstu 18 mánuðina, sem var flott og allir töluðu um það þá. Þetta gerði hann. Ég þekki þetta sem fyrr- verandi stjórnarmaður í Starfsmannafélagi SVR og sem trúnaðarmaður og síðast en ekki síst sem vagnstjóri, vegna þess að undirritaður hefur haft mjög gott samband við hann vegna starfa sinna, en ég vil í því sambandi þakka honum fyrir það. Alltaf hringdi hann í mig til að kanna heilsufar mitt vegna allmargra sjúkrahúslegna minna vegna læknamistaka sem ég varð fyrir. Þetta yljar manni alltaf um hjarta- rætur. Aðalatriðið við þetta uppgjör hans er að við und- irmenn hans erum vanhæfir í starfi. Forstjórinn sá t.d. einn um kynningu á leiðakerfinu í fjölmiðlum, alla fundi með öllum vagnstjórum, hann var á kynningarfundum í hverfum borg- arinnar og nágrannasveitarfélögum og lengi mætti telja. Þetta var svaka- legt álag á honum en hann var alltaf með bros á vör. Hvar voru deild- arstjórar fyrirtækisins, fulltrúar markaðsdeildar og aðstoðarfram- kvæmdastjórarnir tveir þegar kynn- ingin þurfti á þeim að halda á þessum tíma? Þeir hafa sagt Ásgeiri og stjórnarmönnum Strætó bs. ósatt og ég get staðfest það. Nú er komið að þeirri stund að hreinsa á til og gera starfslokasamn- inga við ýmsa yfirmenn hjá fyrirtæk- inu. Eini starfsmaðurinn sem ekki gleymir neinu og er eldklár hefur fengið mjög leiðinlegar og dónalegar viðtökur með undirskriftalistum um vanhæfni og margt annað. Sjálfur hef ég orðið fyrir einelti af þeirra hálfu sem það gerðu en fer ekki út í það nánar sem stendur (ég hef allt skjal- fest) og mun ekki gera. Ásgeir – þín verður sárt saknað af vagnstjórum hjá Strætó bs., sem furða sig á ákvörðunum stjórnar fyr- irtækisins síðan ný stjórn tók við eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Við þökkum þér frábærar viðtökur þegar við höfum þurft að létta á okkur – skrifstofa þín var alltaf opin okkur og við ávallt velkomnir til þín til að ræða mál sem lágu okkur á hjarta. Forstjóri Strætó bs. lætur af störfum André Bachmann skrifar um brotthvarf Ásgeirs Eiríkssonar sem forstjóra Strætó bs. » Ásgeir – þínverður sárt saknað... André Bachmann Höfundur er vagnstjóri hjá Strætó bs. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FRÁ því Halla Gunnarsdóttir gaf kost á sér til formennsku hjá Knatt- spyrnusambandi Íslands hefur nokk- ur tortryggni ríkt í hennar garð. Fyrst um sinn var henni ekki tekið alvarlega, eins og markmið hennar væri eingöngu að vekja máls á stöðu kynjanna innan KSÍ en það virðist sem betur fer hafa breyst, enda full- komin alvara á ferð. Það sem helst er talið vinna gegn Höllu er aldur og fyrri störf. Það er vel skiljanlegt, enda er Halla nýorðin 26 ára og ætti því ekki að hafa mikla reynslu. Halla er þó engin venjuleg kona. Halla útskrifaðist sem kennari 22 ára gömul, árið 2003. Síðan þá hefur hún starfað sem blaðamaður á Morg- unblaðinu. Auk þess hefur hún starf- að sem kennari við Barnaskóla Hjallastefnunnar og verið æskulýðs- fulltrúi hjá Hafnarfjarðarkirkju. Undanfarin 2 ár hefur Halla lagt stund á meistaranám í alþjóða- samskiptum við Háskóla Íslands. Halla hefur ferðast víða, dvalist í Danmörku, Ástralíu, Íran, Taílandi, Laos, Víetnam, Kambódíu, Malasíu, Singapúr og Kúbu. Á ferðalögum sín- um hefur hún myndað mikil og góð tengsl við fólk um allan heim sem án efa myndi nýtast henni vel sem for- maður KSÍ. Halla hefur stundað knattspyrnu af elju frá því hún var 6 ára gömul, þjálfað yngri flokka hjá Aftureldingu og Leikni á Fáskrúðsfirði ásamt knattspyrnuliði Suphan Buri Sport School í Taílandi. Auk þess kom hún að undirbúningi uppbyggingar knatt- spyrnuvallar í Rúmeníu sem enn er unnið að. Hér er á ferðinni er frábært for- mannsefni, kona sem hefur sýnt að hún þorir, getur og vill. Ég hvet full- trúa á ársþingi KSÍ til að stuðla að framförum innan Knattspyrnu- sambandsins og kjósa Höllu Gunn- arsdóttur sem næsta formann! SÓLEY TÓMASDÓTTIR, varaborgarfulltrúi VG. Með reynslu á við miðaldra meðalmann Frá Sóleyju Tómasdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.